Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Sundföt
2018
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ífimm ár hef ég notað frí-stundir mínar til þess að skráþað fólk sem var í Eyjum þegargaus þar aðfaranótt 23. janúar
1973 og með hvaða hætti það flúði til
lands. Afraksturinn af þessu áhuga-
máli eru 4.820 skráningar af þeim
4.966 einstaklingum sem skráðir voru í
Eyjum í byrjun árs 1973, segir Ingi-
bergur Óskarsson rafvirki sem hlaut
fréttapýramída héraðsfréttablaðsins
Eyjafrétta í Vestmannaeyjum 2018.
Ingibergur hlaut pýramídann fyrir
ómetanlegt starf við söfnun og skrán-
ingu flóttamannanna frá Eyjum og
sögur af flóttanum sem hann hefur
safnað á vefsíðuna www.1973-
alliribatana.com.
„Sögurnar frá fólkinu eru hliðar-
verkefni og bónus við það sem ég hef
verið að safna. Ég er aðeins að byrja að
safna saman blaðaumfjöllun um gosið,
mest af timarit.is, og hef sett inn um-
fjöllun sem tilheyrir janúar 1973. Hug-
myndin á bak við það er að fólk eigi
auðveldara með að finna gögn um gos-
ið,“ segir Ingibergur.
„Ég byrjaði á skráningunni vegna
þess að ég hreifst af hugmynd sem
Sagnheimar, byggðasafn Vestmanna-
eyja, hrintu í framkvæmd. Hugmyndin
var frábær og eitthvað sem nauðsyn-
legt var að gera. Þremur árum eftir að
verkefnið hófst hjá Sagnheimum árið
2010 var komin lægð í það og þá bauð
ég fram aðstoð mína sem endaði með
því að ég tók við verkefninu árið 2013,“
segir Ingibergur og bætir við að þetta
sé eflaust sín leið til þess að gera upp
líðanina í tengslum við eldgosið.
Ingibergur segir að ekki hefði
verið mögulegt að vinna að þessu
verkefni fyrr en fyrir sjö til tíu árum.
„Tæknin, vefurinn og fésbókin
gerðu það að verkum að svo vel hefur
tekist til við upplýsingaöflunina,“ seg-
ir Ingibergur sem leggur áherslu á að
sagan tapist eftir því sem fleiri eldist
og deyi. Eftir lifi frásagnir annarrar
eða þriðju kynslóðar sem eðli máls
samkvæmt geta ekki túlkað upplif-
unina á sama hátt og þeir sem upp-
lifðu eldgosið sjálfir.
Ingibergur segir að enn sé eftir
að skrá um 140 manns, en talið er að
milli 200 og 300 hafi orðið eftir í Eyj-
um gosnóttina og svo sé óvissuþáttur
varðandi skráningu á aðkomu sjó-
manna, farandverkafólks og íbúa í
námi.
„Það er nokkuð vel af sér vikið
að hafa náð þessari góðu skráningu
40 til 45 árum eftir atburðinn og fór
skráningin fram úr björtustu von-
um,“ segir Ingibergur stoltur.
Margir að gera upp gosið
Ingibergur telur að almenn um-
ræða um gosið og sögur fólksins hafi
ekki byrjað almennilega fyrr en í
kringum aldamótin.
„Það er miserfitt fyrir fólk að
ræða gosið og eftir að umfjöllunin
hófst fyrir 20 árum hafa elstu ein-
staklingarnir fallið frá. Eflaust átti
það fólk erfitt með að ræða líðan sína.
Nú erum við sem vorum börn í gosinu
orðin fullorðin og margir að gera upp
þennan hluta lífsins.
Ingibergur var 9 ára og yngstur
sjö systkina þegar gaus. Hann bjó
með foreldrum sínum Óskari Matt-
híassyni og Þóru Sigurjónsdóttur á
Illugagötu 2, sem þá var talin til vest-
urhluta eyjunnar en gosið kom upp í
austurhlutanum. Ingibergur man eftir
því þegar móðir hans vakti hann kl.
tvö um nóttina og sjóninni sem blasti
við honum út um gluggann.
„Ég hélt að það væru mörg hús
að brenna í austurbænum en svo fór
ég niður á bryggju og um borð í bátinn
hans pabba, Leó VE, ásamt fjölda
fólks. Mér er alltaf minnisstætt þegar
við sigldum út úr höfninni að ég mátti
ekki vera úti og finna fyrir svörtu
snjókornunum sem voru að vísu heit
aska. Í minningunni var ég uppi í stýr-
ishúsi allan tímann en mamma sagði
það ekki rétt. Ég man líka þegar
mamma skipaði sjómönnunum sem
stóðu agndofa úti á dekki að horfa á
gosið, að koma og aðstoða fólkið sem
lá út um allan bát, bæði inni og úti.
Ingibergur segir að sig hafi ekki
órað fyrir því hversu viðamikið verk-
efnið var og hefur nánast allur hans
frítími í hálfan áratug farið í það.
„Það var kostur að geta unnið
verkefnið heima og fjölskyldan ekki
langt undan. Það hafa komið tímar
þar sem þolinmæðina þraut gagnvart
mér en ég á góða og skilningsríka
konu, Margréti Pétursdóttur, sem
stutt hefur mig í þessu og börnin mín
þrjú, Björg, Óskar Pétur og Stefán
Örn.“
Ingibergur hvetur alla sem eiga
eftir að skrá sig að gera það á vefsíð-
unni 1973-alliribatana.com en þar er
hægt að fletta upp farþegalistunum.
Ingibergur á þá von að í framtíðinni
verði listarnir til sýnis á gosminjasýn-
ingunni í Eldheimum, en nú hanga
þeir útprentaðir og til sýnis á vegg í
Sagnheima í Vestmannaeyjum.
Búið að skrá ferðir 4.820
Eyjamanna á flótta gosnóttina
Ingibergur Óskarsson Eyjamaður hefur notað allar
frístundir undanfarin fimm ár til þess að safna upp-
lýsingum um ferðamáta þeirra sem flúðu Heimaey
þegar eldgos hófst þar 1973. Ingibergur hlaut Frétta-
pýramída Eyjafrétta fyrir framlag til menningar.
Æskustöðvar Ingibergur með æskuheimilið í baksýn.
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Athafnamaður Ingibergur Óskarsson við afhendingu Fréttapýramída Eyjafrétta fyrir framlag til menningarmála.
Sagnheimar Listi yfir ferðir 4.820 manna frá Eyjum.
Umhverfisverndarsamtökin Blái her-
inn hafa víða komið við frá því þau
voru stofnuð árið 1998 og í dag,
fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 17.30
heldur herinn innreið sína í Borgar-
bókasafnið Sólheimum. Tómas J.
Knútsson, stofnandi, forsprakki og
formaður samtakanna, mun kynna
starfsemina í máli og myndum.
Blái herinn gengst fyrir landsátaki
í hreinsun og fegrun landsins og hef-
ur beitt sér fyrir margvíslegum um-
hverfisverkefnum síðustu árin, eink-
um hvað snertir hreinsun strand-
lengjunnar og sjávar. Markmiðið er
að virkja landsmenn til allsherjar
hreinsunarátaks á Íslandi, þjóðinni til
hagsbóta.
Samtökin hafa fengið ýmsa viður-
kenningu fyrir störf sín, s.s. Umhverf-
isverðlaun Reykjanesbæjar árið
2003, Umhverfisviðurkenningu Poka-
sjóðs árið og Ungmennafélags Ís-
lands árið 2004 og Náttúruvernd-
arviðurkenningu Sigríðar í Brattholti
árið 2014.
Þeir sem vilja afla sér upplýsinga
og styrkja Bláa herinn með fjár-
framlögum geta farið á vefsíðuna
www.blaiherinn.is og fyllt út þar til
gert eyðublað.
Vefsíðan www.blaiherinn.is
Verkin tala Blái herinn hreinsaði drasl í fjörunni við Garðskagavita á dögunum.
Landsátak í hreinsun lands
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.