Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 ÁSKRIFTARHAPPDRÆTTI MORGUNBLAÐSINS Cincinnati Drögum alla fimmtudaga í 10 vikur og nöfn vinnings­hafa verða birt í Morgunblaðinu á föstudögum. B orgin Cincinnati, sem er þriðja stærsta borg Ohio- ríkis, var fyrst byggð að því er annálar herma á því herrans ári 1788. Bandaríkin sjálf voru stofnuð 4. júlí 1776 svo ártalið rímar nokkurn veginn við upphaf byggðar víða annars staðar í Norð- ur-Ameríku. Það sem greinir Cinc- innati frá flestum öðrum þéttbýlis- kjörnum sem urðu til í frumbernsku þjóðarinnar er að í upphafi var hún ekki byggð innflytjendum frá Evr- ópu heldur fólki sem fætt var í Bandaríkjunum. Oft hefur borgin þar af leiðandi verið kölluð „fyrsta bandaríska borgin“. Engu að síður eru evrópsk áhrif víða ríkjandi í Cincinnati og hefur hún löngum bor- ið gælunafnið „París Bandaríkj- anna“ því í henni er að finna stór- brotinn arkitektúr sem helst minnir á það sem fallegast finnst á meg- inlandi Evrópu. Þessi áhrif eru einna helst sýnileg í hinu gullfallega hverfi Over-The-Rhine (eða OTR eins og heimamenn kalla borg- arhlutann) og þar er ómissandi að fá sér skemmtigöngu og skoða sig um. Af öðrum fallegum hverfum sem vert er að skoða eru Oakley, Hyde Park og Pleasant Ridge. Þá býr Cincinnati að einu magnaðasta sam- safni af varðveittum Art Deco- byggingum í gervöllum Bandaríkj- unum og það eitt og sér er rík ástæða fyrir heimsókn ef þú ert áhugamanneskja um sögulegan arkitektúr. Matur og drykkur í „Cincy“ En það er fleira en falleg húsa- gerðarlist sem minnir á evrópskar rætur. Hinn þýski arfur sýnir sig ekki síst í viðamikilli októberfest- bjórhátíð, hinni stærstu í Bandaríkj- unum, sem haldin er árlega í borg- inni. Til heiðurs upprunanum kallast hátíðin „Oktoberfest Zinzinnati,“ nema hvað! Hina ellefu mánuði árs- ins er lag að heimsækja eitt af hin- um fjölmörgu handverksbrugg- húsum sem sprottið hafa upp í borginni síðustu árin. Þar á meðal eru nokkur framúrskarandi og næg- ir að nefna Rhinegeist, Taft’s Ale House og Fifty West Brewery. Af öðrum matartengdum við- burðum verður að nefna Taste of Cincinnati sem er gríðarmikil mat- arhátíð sem árlega dregur að um milljón manns og býður upp á bók- staflega óendanlegan fjölbreytileika í allra handa gúrmeti. Hátíðin verð- ur haldin dagana 26.-28. maí næst- komandi og sælkerar og áhugafólk um matargerð er hvatt til að punkta dagsetningarnar hjá sér. Af staðbundnum krásum sem draga ferðamenn til Cincinnati hvaðanæva má nefna hið víðfræga Skyline Chili, en chili-rétturinn á samnefndum veitingastað er nánast goðsagnakenndur; borinn fram sem þriggja laga réttur þar sem neðst er spagettí, þá hakk-chili með marg- slunginni kryddsósu samkvæmt há- leynilegri uppskrift og loks ríflegt af rifnum cheddar-osti ofan á. Hljómar nógu einfalt en það er eitthvað í sós- unni, svo mikið er víst. Chili er að sönnu einn einkennisrétta borg- arinnar og hvergi í veröldinni eru jafnmargir chili-staðir miðað við höfðatölu. Sama er að segja um rjómaísinn víðfræga frá Graeter’s. Meðal vin- sælustu bragðtegunda fyrirtækisins eru Black Cherry Chocolate Chip, Pecan Butter og Key Lime Pie, og Graeter-fjölskyldan hefur heillað bragðlauka rjómaísunnenda með framleiðslu sinni í næstum 150 ár. Bræðralag og vinarþel En það þarf ekki blóðbönd til að íbúar Cincinnati takist á við verkefni tilverunnar eins og fjölskylda; sam- hugur borgarbúa er víðfrægur og hér skal geta dæmis þar að lútandi. Ruðningslið borgarinnar nefnist Cincinnati Bengals og nýtur það mikilla vinsælda meðal borgarbúa. Engu að síður er það svo að ekki komast alltaf allir á völlinn og þá getur verið snúið að sjá leikinn hverju sinni því reglur NFL- deildarinnar kveða á um að ekki megi sýna leiki beint nema uppselt sé á völlinn. Dæmi eru um það að þegar Bengals leikur stórleiki, sam- anber í úrslitakeppninni, og ekki er uppselt á heimavöllinn, Paul Brown Stadium sem tekur 65.000 manns í sæti, þá taka stórfyrirtæki í borginni höndum saman. Þau kaupa einfald- lega upp þá miða sem eru lausir, þó þeir skipti þúsundum, svo sjónvarpa megi leiknum beint. Miðana gefa fyrirtækin – þetta hafa mat- vælaframleiðandinn Kroger og lyfja- fyrirtækið Procter & Gamble meðal annars gert – einkum einstaklingum sem eru í herþjónustu og eins upp- gjafahermönnum til að þakka þeim framlagið til lands og þjóðar. Cinc- innati var að sama skapi griðastaður strokuþræla á 19. öld en þeir sóttu stíft að komast til borgarinnar frá nágrannaríkjum á borð við Kent- ucky hvar þrælahald var viðhaft. Bræðralag og vinarþel er því í erfða- efni Cincinnati og borgin tekur vel á móti gestum sínum. Því má líka bæta við að nafnið, sem mörgum kann að þykja sérkennilegt, er í höf- uðið á rómverska keisaranum Luc- ius Cincinnatus sem vann glæsta sigra en sneri sér svo að jarðrækt því hann hafði engan áhuga á að stjórna öðrum. Þetta hugarfar má enn heimfæra á borgarbúa. Útivist og útivera Veður er ljómandi gott alla jafna í Cincinnati og hlýjasti mánuðurinn er júlí með um 24°C meðalhita. Það eru því allar ástæður fyrir því að njóta útiveru þegar borgin er heim- sótt. Eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera er að taka sér góðan tíma í gönguferð – eða hlaupatúr, ef sá er á manni gállinn – eftir River- walk sem er 6,5 kílómetra göngu- gata meðfram Ohio-ánni sem rennur gegnum borgina. Þaðan má virða fyrir sér borgarlandslagið, dást að hinni glæsilegu Roebling-hengibrú sem er eitt flottasta mannvirki Cinc- innati, fylla lungun af fersku lofti og fá blóðið á svolitla hreyfingu milli þess sem hægt er að kasta mæðinni á einum af fjölmörgum mat- sölustöðum og kaffihúsum sem liggja meðfram leiðinni. Í hinum gríðarstóra grasagarði Cincinnati – einskonar Central Park þeirra borgarbúa – eru víðfeðm græn svæði til að ganga um og njóta útiveru og ekki spillir heimsókn í dýragarðinn sem þar er að finna en Cincinnati Zoo er næstelsti dýrgarð- ur Bandaríkjanna og hefur unnið mikilvægt starf í verndun dýrateg- unda í útrýmingarhætti, einkum górilla og hvítra tígrisdýra. Golfáhugamenn verða að skipu- leggja tíma sinn vel ætli þeir að komast yfir alla toppklassavellina sem er að finna í nágrenni Cinc- innati, en þeir ættu líkast til að setja Pebble Creek, Legendary Run, Mill Course og Beech Creek ofarlega á forgangslistann. Loks er um að gera að nýta sér nálægð Ohio-árinnar og bregða sér annaðhvort í útsýnissiglingu með BB Riverboats eða taka aðeins á því og leigja sér kanó til að líða um lygna ána. Það er því af ýmsu að taka í „Cincy“ eða París Bandaríkjanna og stemningin endurspeglast ekki síst í þeirri staðreynd að af öllum borgum Miðvesturríkjanna er hagvöxtur hvergi meiri en einmitt í Cincinnati. Þessi vinalega 300.000 manna borg er á uppleið að öllu leyti og rétti tím- inn til að heimsækja hana er einmitt núna. Fyrsta „bandaríska“ borgin Hnossgæti Rjómaísinn frá Graeter’s hefur verið fram- leiddur í meira en 150 ár og þykir með þeim allra bestu. Handverksbrugg Bjórmenningin hefur frá öndverðu lif- að góðu lífi í Cincinnati og brugghús eru þar ótalmörg. Menningarverðmæti Cincinnati Music Hall er ein fallegasta menningarmiðstöð Bandaríkjanna. Art Deco Carew-turninn í Cincinnati. Mannvirki Roebling brúin liggur frá Cincinnati yfir Ohio-ána og yfir í borgina Covington í Kentucky. Hún er eitt þekktasta kennileiti borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.