Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 42
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
LÍKA FYRIR STÓRU
HUNDANA
– fyrir dýrin þín
kona, því upp að nauðbeygð hefði
hún lengi þurft að láta sér nægja
að hringja í föður sinn á laun og
hitta hann á leynifundum. Þykir
þetta staðfesta orðróm sem lengi
hafði verið á kreiki um að Laeticia,
sem er aðeins nokkrum árum
eldri, hafi verið afbrýðisöm gagn-
vart góðu sambandi feðginanna og
gert sitt til að stöðva það. Brást
eiginkonan Laeticia við því með til-
kynningu til AFP-fréttastofunnar
þar sem hún sagði „hamsleysi fjöl-
miðla“ vegna dánarbúsins „viður-
styggilegt“.
Við útförina virtist samheldni
ríkja innan fjölskyldunnar en það
reyndist öðru nær, samkvæmt
opnu bréfi Smet til föður síns, sem
AFP-fréttastofan fékk að sjá. Gaf
hún m.a. þar í skyn að Laeticia
hafi komið í veg fyrir að hún fengi
að heimsækja föður sinn á dánar-
beðinum.
„Það ergir mig enn mjög að hafa
ekki getað kvatt þig, pabbi, eins og
þú veist. Mörgum spurningum er
ósvarað, öll þessi ár sem við þurft-
um að hittast og tala saman í fel-
um. Þó komst ég að því fyrir
nokkrum dögum að þú hefðir um-
skrifað erfðaskrá þína og svipt
okkur David arfi með öllu,“ skrif-
aði Laura Smet.
„Það var fyrir aðeins nokkrum
vikum að við snæddum málsverð
saman og þú sagðir: „Hvenær ætl-
ar þú svo að eignast barn?“ En
hvað get ég sagt barninu um þig,
mann sem ég hef dáðst svo að?“
spurði Smet, sem Johnny átti með
leikkonunni Nathalie Baye. Lae-
ticia brást við fréttastorminum,
sagðist vera sallaróleg yfir öllu
saman og myndi áfram beita kröft-
um sínum í að tryggja að verk eig-
inmanns hennar og orðspor yrðu
virt.
Réttur barna varinn
Lögmenn Smet segja að David
Hallyday, sem Johnny átti með
Sylvie Vartan, poppstjörnu frá sjö-
unda áratugnum, hefði einnig kraf-
ist ógildingar hinnar umskrifuðu
erfðaskrár. Gjörningurinn átti sér
stað í Los Angeles og því undir
lögum Kaliforníuríkis. Í Frakk-
landi er erfðaréttur barna vernd-
aður mjög. Öðru máli gegnir í
Kaliforníu þar sem hægt er að
svipta hvern sem er arfi ef vill, þar
á meðal börn, segir lögmaðurinn
Beti Tsai Bergman í Los Angeles
sem sérhæft hefur sig í erfðarétti.
Á lögfræðivefsíðunum Nolo.com og
Findlaw.com segir einnig, að „al-
mennt séð sé réttur barna til arfs
eftir foreldra sína enginn“.
Samkvæmt frönskum lögum erf-
ir eiginkona ekki sjálfkrafa allt
dánarbú eiginmannsins og almennt
séð ber henni að deila því með
börnum hans. Í hjartanístandi
bréfi sínu lýsir Laura Smet hvern-
ig faðir hennar birtist henni í
draumi allar nætur. „Þú ert fal-
legur og laus við húðflúr, þú ert
loksins frjáls,“ segir hún. Hallyday
byrjaði að láta stinga flúr á hör-
und sér um það leyti sem hann
kynntist Laeticia. Fundum þeirra
bar fyrst saman á næturklúbbi í
Miami í Flórída sem faðir hennar,
Andre Boudou, átti. Hún var þá
tvítug en hann 52 ára. Gengu þau í
hjónaband rétt eftir 21 árs afmæli
hennar, 1996. Vinir Hallyday segja
að Laeticia hafi verið „járnfrú“
rokkarans; verið stjórnsöm við
hann og komið röð og reglu á líf
hans. Spurningar hafa vaknað um
tök hennar og pabba hennar á
Hallyday, en auður hans hefur
verið áætlaður að minnsta kosti
milli 50 og 100 milljóna evra, eða
6-12 milljarðar króna. Stundum
hafa verið nefndar enn hærri töl-
ur.
„Ég elska þig pabbi“
„Fremur hefði ég kosið að allt
þetta væri aðeins innan fjölskyld-
unnar en því miður þá er þetta
svona í okkar röðum. Ég er stolt
af því að vera dóttir þín. Ég elska
þig, pabbi,“ bætir Laura Smet við.
Hún er hæfileikarík leikkona en
mun hafa freistað sjálfsvígs eftir
að faðir hennar var næstum horf-
inn yfir móðuna miklu 2010. Í
bréfinu segist hún hafa verið skilin
eftir án minjagripa um hann – svo
sem eins af gíturum hans eða mót-
orhjólum. Ekki einu sinni hafi hún
fengið hulstrið utan af plötunni
með laginu „Laura“ , sögðu lög-
menn hennar við AFP-fréttastof-
una.
Tveir risar aðrir úr frönsku tón-
listarlífi bjuggu í Kaliforníu, laga-
smiðurinn Maurice Jarre, sem
m.a. skrifaði tónlist kvikmyndanna
„Doctor Zhivago“ og „Arabíu-
lárens“ og útsetjari Madonnu,
Michel Colombier. Báðir sviptu
þeir börn sín arfi. Sonur Jarre,
raftónsmiðurinn Jean-Michel
Jarre, og eldri börn Colombier
töpuðu ógildingarkröfum vegna
erfðaskránna fyrir frönskum dóm-
stólum.
Lögmaður Smet, Pierre-Olivier
Sur, sagði við AFP að báðir þessir
tónlistarmenn hefðu slitið á tengsl
sín við Frakkland löngu áður en
þeir gengu frá erfðaskrám sínum.
Hins vegar hafi „Hallyday átt
heimili í Frakklandi og sungið í
Frakklandi þar til hann lést og
hlotið ríkisútför sem forseti lands-
ins kvað á um og tók þátt í.“
Sullivan Show. Reyndi hann að
sjarmera áheyrendur með sínum
útgáfum af slögurunum „Blue-
berry Hill“ og „Be Bop A Lula“.
Bar það ekki árangur. Hver til-
raunin til að slá í gegn af annarri
mistókst og var það ekki fyrr en
1996 að Ameríkudraumur Hally-
day loks rættist. Tróð hann þá upp
í Las Vegas og meðal annarra
flugu samtals um 5.000 franskir
aðdáendur hans 9.000 kílómetra
leið til Bandaríkjanna til að hylla
sinn mann á tónleikunum í spila-
vítaborginni miklu. Keypti hann
sér hús í Los Angeles og bjó þar
hluta úr ári, í sömu götu og Tom
Hanks og Ben Affleck í Pacific
Palisades. „Ég elska friðsældina í
L.A. Stjörnur eru þar út um allt, en
þegar ég fer í göngutúra er ég al-
veg látinn í friði,“ sagði Hallyday.
Manna á meðal gekk hann undir
nafninu Johnny og öðlaðist fljótt
miklar vinsældir. Er hann var tví-
tugur að aldri drógu tónleikar
hans á Parísartorgi, árið 1963, til
sín um 100.000 æsta aðdáendur.
Annar eins óhaminn æsingur hafði
aldrei sést í hinu íhaldssama landi
með sinn staðfasta Charles de
Gaulle sem forseta. Á ferlinum
seldi Hallyday rúmlega 110 millj-
ónir breiðskífa og fór hann rúm-
lega 50 stórar tónleikaferðir.
Lifði allt og alla
Meðan aðrir komu, dvöldu
skamma stund og hurfu svo úr
frönsku tónlistarlífi hélt Hallyday
alltaf velli. Lifði hann allar
tónlistarstefnur og aðlagaði sig að
þeim og tileinkaði. Hámarki náði
57 ára ferill hans í París árið 2000
á tónleikum við Eiffelturninn sem
hálf milljón aðdáenda sótti. Lífi
rokkstjörnunnar fylgdi óregla,
Johnny Hallyday var einstaklega
vinsæll í Frakklandi, stórstjarna í
orðsins fyllstu merkingu, en nán-
ast óþekktur í enskumælandi lönd-
um. Hann var að sönnu „þjóðar-
gersemi“ og dáður eftir 57 ára
tónlistarferil.
Hann fæddist í París árið 1943
sem Jean-Philippe Leo Smet.
Nafnið þótti honum „ekki sérlega
gott rokk og ról“ nafn og fékk því
breytt í Johnny Halliday. Fyrir-
myndina að því sótti hann til amer-
ísks frænda að nafni Lee Halliday
sem kynnti honum rokkið og gekk
honum hálfvegis í föðurstað eftir
að blóðfaðir hans yfirgaf fjölskyld-
una er hann var átta mánaða.
„Hann kallaði mig alltaf Johnny
því hann gat ekki borið fram nafn-
ið Jean-Philippe,“ sagði söngv-
arinn. Vegna prentvillu á umslagi
fyrstu plötu hans átti táningurinn
ekki annarra kosta völ árið 1960
en að búa við tvö ypsilon í nafni
sínu.
Johnny Hallyday var dæmigerð-
ur franskur unglingur með dálæti
á öllu amerísku, tilgerðarlegu
eldra fólki og frammámönnum til
armæðu sem þoldu lítt allt banda-
rískt. Naut hann þess að segja sög-
ur af því er skífuþeytir á útvarps-
stöð braut fyrstu plötu hans í
útsendingu með þeim orðum að
„þið munið aldrei heyra þetta
framar“. Annað átti eftir að koma í
ljós.
Vildi frægð í Bandaríkjunum
Sjálfan langaði Hallyday að ná
vinsældum í Bandaríkjunum. Í
þeim tilraunum tók hann upp
þriðju breiðskífu sína í Nashville
árið 1962 og söng öll lögin á ensku.
Hann tróð upp víða um land og var
m.a. boðið í hinn fræga þátt Ed
„glötunarleiðin“ eins og hann orð-
aði það er hann hafði snúið baki
við stífu sukki, mest fyrir atorku
hinnar ungu eiginkonu sinnar,
Laeticia.
„Lengi vel komst ég ekki fram
úr rúminu á morgnana án þess að
sniffa fyrst af kókaíni,“ játaði hann
í viðtali í blaðinu Le Monde árið
1998. Sagðist hann líka hafa reynt
að segja skilið við vesæla bernsku
með áfengi, ópíum og kannabis.
Ástarlíf hans var líka rokk og ról,
elskendalistinn langur og hjóna-
böndin fimm talsins, þar af kvænt-
ist hann sömu konunni tvisvar.
„Ég er rokkari og verð sem slíkur
að lifa sem einförull úlfur,“ sagði
hann.
Hallyday lifði af misheppnaða
tilraun til sjálfsvígs, óheyrilega
lyfjanotkun og fjölda bílslysa. Af
nokkurs konar þráhyggju fylgdist
franska þjóðin alla tíð með heilsu-
fari hans. Fréttir um að hann hefði
„dáið“ um stund á skurðarborði
árið 2009 fengu mjög á aðdáendur
hans.
Sorgin var ótímabær því eftir
nokkrar vikur hafði rokkarinn
jafnað sig. Hló hann síðar að ná-
vígi sínu við dauðann og sagði:
„Þegar ég dó fyrst líkaði mér það
ekki svo ég sneri til baka til lífs-
ins.“
Betri er kóngur en prins
Meðal tónlistarmanna sem tróðu
upp með Hallyday á tónleikum
hans má nefna þá frægu menn Jimi
Hendrix, Jimmy Page, gítarleik-
ara Led Zeppelin, og Bob Dylan
sem allir léku undir hjá honum.
Hendrix og hljómsveit hans hitaði
upp og lék undir hjá Hallyday á
tónleikaferðalagi um Frakkland
árið 1966. Munu þeir Hendrix hafa
djammað saman milli tónleika.
Page vann fyrir Hallyday við upp-
tökur bæði í París og London. Síð-
ar náði Hendrixlagið „Hey Joe“
gríðarlegum vinsældum í flutningi
franska rokkarans. Hallyday dáði
aðra franska tónlistargoðsögn í
æsku, Edith Piaf. Sagan segir að
er hún reyndi að tæla hann til lags
við sig hafi brennandi áhugi hans á
dívunni dvínað talsvert. Hann hélt
þó áfram að flytja lögin hennar.
Þótt Jacques Chirac gerði
Johnny Hallyday að riddara
frönsku heiðursorðunnar aftraði
það honum ekki frá því að fara í
útlegð til Sviss og Los Angeles
vegna skatta. Kvartaði hann sáran
undan skattpíningunni, sem hann
orðaði svo. Frægð utan Frakk-
lands og frönskumælandi ríkja öðl-
aðist hann samt aldrei. Í Frakk-
landi var hann goðsögn.
„Annað hvort slæ ég í gegn á al-
þjóðavísu eða ekki. Það er engin
ástríða. Það er betra að vera kóng-
ur í eigin landi en prins í ein-
hverjum öðrum,“ sagði Hallyday.
Hver var Johnny Hallyday?
AFP
Rokkstjarna Johnny Hallyday var Elvis Presley þeirra Frakka. Hann lést
í lok síðasta árs, 74 ára að aldri. Þessi mynd var tekin í apríl 2016.