Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 44
44 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland
býður mikið úrval af
gæðagleraugum á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Jensen JN8846 umgjörð
kr. 18.900,-
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Hundruð óbreyttra borgara, þeirra
á meðal tugir barna, hafa látið lífið
síðustu daga í sprengjuárásum sýr-
lenskra hersveita á Austur-Ghouta í
Sýrlandi. Ólýsanleg neyð er á svæð-
inu vegna nær sex ára umsáturs
stjórnarhers landsins og sprengju-
árása sem hafa meðal annars verið
gerðar á sjúkrahús.
Rúmlega 400.000 manns búa í
Austur-Ghouta og komast ekki í
burtu vegna umsátursins.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna sögðu í gær að gerðar hefðu
verið sprengjuárásir á sjö sjúkrahús
á svæðinu síðustu tvo daga. Í þrem-
ur sjúkrahúsanna stöðvaðist starf-
semin algerlega og í tveimur að
hluta, að sögn Panos Moumtzis, sem
stjórnar hjálparstarfi Sameinuðu
þjóðanna í Sýrlandi. „Ólýsanlegar
þjáningar íbúanna eru óviðunandi
og þeir hafa ekki hugmynd um hvort
þeir lifi af eða deyi. Þessari martröð
í Austur-Ghouta verður að linna
þegar í stað,“ hefur fréttaveitan
AFP eftir honum.
Hvar er öryggisráðið?
Fréttavefur breska ríkisútvarps-
ins hefur eftir lækni í Austur-
Ghouta að ástandið þar sé hörmu-
legt og þjóðir heims hafi hlaupist á
brott frá vandanum. „Við höfum
ekkert – engin matvæli, engin lyf,
enga vernd,“ sagði hann. „Á hverri
mínútu eru kannski gerðar tíu eða
tólf loftárásir … Þeir gera árásir á
allt, verslanir, útimarkaði, sjúkra-
hús, skóla, moskur, allt. Hvar er al-
þjóðasamfélagið, öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna? Þau hlaupast á
brott frá okkur. Þau snúa baki við
okkur og láta okkur deyja.“
Árásirnar eru brot á alþjóðasátt-
málum um mannréttindi á stríðstím-
um, að sögn Díönu Semaan, sem hef-
ur rannsakað ástandið í Sýrlandi á
vegum mannréttindasamtakanna
Amnesty International. „Íbúarnir
hafa ekki aðeins mátt þola grimmi-
legt umsátur síðustu sex árin, heldur
eru þeir núna varnarlausir gegn dag-
legum sprengjuárásum sem eru
gerðar af ásettu ráði til að drepa og
særa þá, og þetta eru svívirðilegir
stríðsglæpir,“ hefur The Guardian
eftir Semaan.
Orðlaus
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,
UNICEF, birti yfirlýsingu undir
fyrirsögninni „Stríðið gegn börnum í
Sýrlandi; fregnir um mikið mannfall
meðal barna í Austur-Ghouta og
Damaskus“. Yfirlýsingin var aðeins
ein setning: „Engin orð duga fyrir
börnin sem hafa verið drepin, mæð-
ur þeirra, feður þeirra og aðra sem
unna þeim.“ Yfirlýsingunni fylgdi
neðanmálsgrein: „UNICEF birtir
þessa óskrifuðu yfirlýsingu. Við höf-
um ekki lengur orð sem lýsa þján-
ingum barnanna og hneykslun okk-
ar. Hafa þeir sem valda þessum
þjáningum einhver orð sem réttlæta
grimmilegar gerðir þeirra?“
Um miðjan dag í gær höfðu nær
300 manns beðið bana í árásunum frá
því á sunnudaginn var, þeirra á með-
al a.m.k. 67 börn, að sögn AFP. Áður
en síðasta hrina sprengjuárásanna
hófst um helgina var höfðu rúmlega
700 manns beðið bana á þremur
mánuðum í Austur-Ghouta.
Stjórnvöld í Rússlandi neituðu í
gær fréttum um að rússneskar her-
flugvélar hefðu tekið þátt í árásun-
um. Þau lýstu fréttunum sem „til-
hæfulausum ásökunum“.
Austur-Ghouta er eitt af síðustu
vígjum uppreisnarmanna í Sýrlandi
og það síðasta í grennd við höfuð-
borgina Damaskus. Svæðið hefur
verið á valdi íslömsku hreyfingarinn-
ar Jaysh al-Islam og þar eru einnig
liðsmenn hreyfingar sem tengdist
hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda.
Einræðisstjórnin í Sýrlandi hefur
sent marga hermenn að svæðinu síð-
ustu daga, að því er virðist til að
undirbúa landhernað.
„Martröðinni í Austur-
Ghouta verður að linna“
Hundruð íbúa, m.a. tugir barna, liggja í valnum Stríðsglæpir framdir
Blóðsúthellingarnar í Sýrlandi
Heimildir: SOHR, AFP
50 km
TYRKLAND
LÍB.
JÓRDANÍA
ÍRAK
Yfirráðasvæði
fylkinganna
Aðrir uppreisnar-
menn og hópar
íslamista
Uppreisnarlið
sem styður Tyrki
Hersveitir
stjórnarinnar
Ríki íslams
Hersveitir
Kúrda
Deir
Ezzor
RaqaAleppo
Afrin
Homs
DAMASKUS
Daraa
Átaka-
svæði
í sókn
tyrkneskra
hersveita
Austur-
Ghouta
Idlib
Helstu átakasvæði:
Afrin:
Hersveitir Tyrkja hafa náð tugum
þorpa á sitt vald eftir sókn sem
þær hófu 20. janúar. Hersveitir
hliðhollar stjórn Sýlands berjast
með herliði Kúrda
Austur-Ghouta:
Hersveitir Sýrlandsstjórnar hafa
gert látlausar árásir á svæðið
sem er á valdi uppreisnarmanna.
Mikið mannfall hefur orðið
meðal óbreyttra borgara og
um 400.000 íbúar
komast ekki í burtu
Idlib:
Rússneskar herflugvélar hafa
gert árásir til að styðja sókn sem
stjórnarherinn hóf 25. desember
Deir Ezzor-hérað:
Hersveitir stjórnarinnar eru
vestan við Efrat, herlið Kúrda
austan við fljótið, og nokkur
þorp eru enn á valdi Ríkis íslams
AFP
Blóðsúthellingar Sýrlenskur björgunarmaður heldur á særðu barni sem
bjargað var úr húsarústum eftir loftárás sýrlenska stjórnarhersins.
Flókin átök
» Átökin í Sýrlandi hófust árið
2011 með mótmælum gegn
einræðisstjórn landsins.
» Mestur hluti Sýrlands lýtur
yfirráðum stjórnarhersins en
önnur svæði eru á valdi her-
sveita Kúrda, uppreisnarliðs
sem styður Tyrki, annarra upp-
reisnarmanna og íslamskra
hreyfinga, m.a. Ríkis íslams,
samtaka íslamista.
» Einræðisstjórnin hefur sent
hundruð hermanna til að berj-
ast með herliði Kúrda gegn
tyrkneskum hersveitum í Afrin
í norðvesturhluta landsins.
Billy Graham, þekktasti predikari
Bandaríkjanna á öldinni sem leið,
lést í gær, 99 ára að aldri. Graham
var andlegur ráðgjafi margra for-
seta landsins og einn þeirra,
George H.W. Bush, lýsti honum sem
„sálnahirði Bandaríkjanna“. Talið
er að yfir 200 milljónir manna hafi
hlýtt á predikanir hans í meira en
180 löndum, þeirra á meðal Íslandi,
og hugvekjur hans voru birtar í
blöðum víða um heim, m.a. í
Morgunblaðinu.
BILLY GRAHAM KVADDUR
AFP
Trúboð Graham á samkomu árið 2005.
„Sálnahirðir Banda-
ríkjanna“ látinn