Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 47
47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Vetur Kona gekk í krapi í Borgartúni í gær. Óveðrið truflaði ferðir margra.
Eggert
Víkur nú sögunni
að Norðurlandi, Aust-
urlandi og Suðaust-
urlandi – allt til
Hornafjarðar. Í fyrri
greinum mínum hef
ég fjallað um hvar
skórinn kreppir á höf-
uðborgarsvæðinu, á
Vesturlandi og Vest-
fjörðum. Af ærnu var
að taka í þessum
landshlutum og ekki er verkefnið
minna að vöxtum á þessu land-
svæði – sem telur hálfa strand-
lengju Íslands.
Húnaþing er mín gamla heima-
sveit og þar er víða þörf á gagn-
gerum úrbótum. Ég nefni Vatns-
nesveg og á þeirri leið er
Tjarnarbrúin sem ekki þolir bið.
Vatnsnesvegurinn er 77 km. lang-
ur og þar af eru aðeins 5 km lagð-
ir bundnu slitlagi. Hinir 72 km eru
malarvegur. Álitið er að kostnaður
við endurbyggingu þessa vegar
með bundnu slitlagi gæti orðið 4
til 4,5 milljarðar króna, en það
mun auðvitað taka einhvern tíma.
Tengivegir víða í héraðinu eru
löngu komnir að þolmörkum og
nauðsynlegt er að endurbætur
þeirra haldist í hendur við aukna
fjármuni til viðhalds vega. Skaga-
strandarvegur er 8,5 km langur og
löngu tímabært að gera á honum
bragarbót. Kostnaður við lagningu
slitlags ásamt nauðsynlegum öðr-
um úrbótum er áætlaður um 1,5
milljarðar. Einnig á vegurinn um
Laxárdalsheiði sem er ein helsta
tengingin á milli Vesturlands og
Norðvesturlands að vera á for-
gangslista, en kostnaður við að
fullklára hann er talinn munu
nema um 1.100 milljónum.
Norðausturland
Á Norðausturlandi fékk Detti-
fossvegurinn aukna fjárveitingu á
síðasta ári, en heimamenn og
ferðaþjónustan kalla hástöfum eft-
ir því að hann verði fullkláraður.
Nauðsynlegt er að raða verkefnum
í forgangsröð og bráðaaðgerða er
víða þörf. Eigi að síður byggist sú
atvinnustarfsemi á þessu svæði
sem tengist ferðaþjónustu á að
Dettifossvegur verði fullkláraður
og á þau sjónarmið ber að hlusta.
Á síðasta ári var yfir hálfur millj-
arður eyrnamerktur Dettifossvegi,
en ljóst er að veru-
legu fé þarf að verja
til viðbótar til að ljúka
þessu verkefni. Áætl-
að er að það muni
kosta um 1,5 milljarða
króna.
Hvarvetna á þessu
svæði eru aðkallandi
verkefni. Unnið er að
því að leggja bundið
slitlag á Kísilveg og
nemur kostnaður við
þá framkvæmd 350 til
400 milljónum króna,
en einnig þarf að leggja bundið
slitlag frá þjóðveginum að Hver-
fjalli sem er einn vinsælasti ferða-
mannastaður í Mývatnssveit. Við
Mývatn er einnig kallað eftir að-
gerðum, svo sem göngu- og hjól-
reiðavegum í kringum vatnið sem
og að útskotum á veginum verði
fjölgað vegna vaxandi ferðamanna-
straums. Kostnaður vegna þessara
verkefna er áætlaður um 1,1 millj-
arður.
Einbreiðar brýr á hringveginum
á þessum slóðum eru yfir Skjálf-
andafljót og Jökulsá á Fjöllum.
Þessar leiðir eru fjölfarnar og
brýnt er að ráðast í endurbygg-
ingu þeirra. Kostnaður við breikk-
un beggja er talinn munu nema
um 3 milljörðum króna. Þess utan
ætti brúin á Skjálfandafljóti á
Norðausturvegi að Húsavík að
vera í forgangi, en það verkefni er
áætlað munu kosta um 2 milljarða
króna. Fleiri brýn verkefni má
auðveldlega tína til á þessu lands-
horni. Þar á meðal er vert að
nefna nýjan veg um Brekknaheiði
á milli Bakkafjarðar og Þórs-
hafnar sem áætlað er að kosti
1.200 milljónir og einnig veg um
Langanesströnd sunnan Brekkna-
heiðar, þar sem verðmiðinn er um
1.400 milljónir. Í þessu sambandi
má og nefna að einbreiðar brýr á
stofn- og tengivegum á Norður-
landi og Austurlandi eru nær 200
talsins og þar af eru 76 á stofnveg-
um. Breikkun einbreiðra brúa á að
vera í forgangi, enda brýnt um-
ferðaröryggismál. Kostnaður við
slíkt stórvirki sem tvöföldun þess-
ara mannvirkja óhjákvæmilega
verður mun hlaupa á tugum millj-
arða króna.
Kostnaður vegna ofangreindra
verkefna er talinn munu nema
tæpum 11 milljörðum króna og er
þá kostnaður vegna breikkunar
einbreiðra brúa ótalinn. Sé gert
ráð fyrir að meðaltalskostnaður sé
500 milljónir á hverja brú á stofn-
vegi – sem trúlega er vanáætlað –
þá myndi kostnaður við brýrnar 76
verða 38 milljarðar. Ég geri ráð
fyrir að einhverjir lesendur súpi
nú hveljur.
Vegtenging Hjaltadals
og Hörgárdals
Mig langar til að nefna hér
áhugaverða hugmynd um styttingu
þjóðvegar 1 á milli Norðvest-
urlands og Eyjafjarðar. Hún felst í
vegtengingu á milli Hjaltadals og
Hörgárdals með veggöngum allt
að 20 km löngum. Leiðin á milli
Reykjavíkur og Akureyrar lægi þá
um Þverárfjall, Sauðárkrók,
Hjaltadal og um jarðgöng yfir í
Hörgárdal. Leiðin milli Blönduóss
og Akureyrar gæti með þessu móti
styst úr 145 km eftir þjóðvegi 1, í
127 km um Þverárfjall, Hjaltadal
og Hörgárdal.
Auk 20 km jarðganga yrði að
leggja nýja vegi. Kostnaður gæti
numið 40 milljörðum við jarð-
gangagerð og 5 milljörðum við
lagningu nýrra vega sem yrðu um
50 km. Þetta yrðu kostnaðarsamar
framkvæmdir, en um leið myndi
umferðaröryggi aukast og draga
myndi mjög úr þörf á vetrarþjón-
ustu við erfiða fjallvegi eins og
Öxnadalsheiði og Vatnsskarð og
þar með sparast umtalsverðir fjár-
munir. Afleiðing þessa gæti orðið
sú að ekki þyrfti að koma til bygg-
ingar jarðganga frá Siglufirði yfir
í Fljót. Vegtengingar á milli þess-
ara héraða eru brýnar og nauðsyn-
legt að ráðast í jarðgangagerð á
þessu svæði til að tengja saman
byggðir og atvinnusvæði. Einnig
verður að halda því til haga að ný
göng í stað þeirra gömlu um Ólafs-
fjarðarmúla eru tímabær og það
fyrr en síðar.
Jarðgöng til Seyðisfjarðar
Í ráðherratíð minni skipaði ég
starfshóp til þess að komast að
niðurstöðu um fýsilegasta valkost-
inn í jarðgangagarð til Seyð-
isfjarðar. Ekki þarf að fjölyrða um
nauðsyn þess að koma á tryggu
vegarsambandi við Seyðisfjörð,
enda Fjarðarheiði oft mikill far-
artálmi að vetrarlagi. Tvær leiðir
koma hér til greina. Annars vegar
eru það göng undir Fjarðarheiði.
Hins vegar eru göng sem tengja
saman Seyðisfjörð, Mjóafjörð og
Norðfjörð með tengingu yfir í
Fagradal. Mikilvægast er að mínu
mati að skipa málum með þeim
hætti að rjúfa vetrareinangrun
Seyðisfjarðar og um leið – ef kost-
ur er – að tengja saman byggðir
og atvinnusvæði með það að mark-
miði að styrkja byggð og atvinnulíf
á Seyðisfirði og Austurlandi öllu.
Nauðsynlegt er að ná samstöðu
hjá Austfirðingum sem og lands-
mönnum um þá leið sem farin
verður, enda yrði hér um að ræða
einhverja dýrustu einstöku fram-
kvæmd Íslandssögunnar í vega-
gerð, en áætlaður kostnaður er af
stærðargráðunni 25 milljarðar.
Síðla hausts tók gildi ákvörðun
um færslu þjóðvegar 1 á Austur-
landi. Þjóðvegur 1 liggur nú um
firðina í stað Breiðdals eins og áð-
ur var. Þessi ákvörðun var tekin
að ráði Vegagerðarinnar og nauð-
synleg, ekki síst út frá umferð-
aröryggi. Allt of oft hafði komið til
þess að ferðalangar lentu í ógöng-
um og ófærð á Breiðdal að vetr-
arlagi með tilheyrandi fyrirhöfn
lögreglu, björgunarsveita og
heimamanna. Þetta krefst þó þess
að lagfæra þarf vegarkafla á þess-
ari leið, þ.e. frá Breiðdalsvík að
Reyðarfirði. Í stóra samhenginu er
þessi framkvæmd ekki svo ýkja
dýr, er talin munu kosta um 2,2
milljarða.
Axarvegur
Nauðsynleg tilfærsla þjóðvegar
1 breytir þó engu um nauðsyn
þess að byggja fullbúinn heils-
ársveg um Öxi, enda hvergi meiri
stytting í boði á milli landshluta og
á þeirri leið, eða um 70 km. Ax-
arvegur á að vera í forgangi, enda
fjölfarinn. Í júlímánuði 2017 fóru
16 þúsund bílar um Axarveg. Þeg-
ar liggur fyrir hönnun og mats-
áætlun fyrir framkvæmdinni sem
áætlað er að kosti tæpa 3 millj-
arða.
Nú er í gangi vinna í Berufjarð-
arbotni með færslu þjóðvegarins
og byggingu nýrrar brúar, en gert
er ráð fyrir að verkinu ljúki á
þessu ári. Ekki verður svo skilist
við Austfirði að ekki sé minnst á
leiðina til Borgarfjarðar. Þar er
brýnast að hefjast handa, enda um
malarveg að fara sem er á köflum
illfær smærri fólksbílum. Austfirð-
ingar hafa enda lagt þunga
áherslu á að úr þessu verði bætt
og tek ég fyllilega undir sjónarmið
þeirra.
Hornafjörður
Mjög er beðið eftir aðgerðum
við Hornafjörð, nýjum kafla á
hringveginum og nýrri brú yfir
fljótið. Sveitarstjórnin hefur verið
mjög áfram um þetta verkefni,
enda þótt nokkrar deilur hafi verið
í héraði. Á síðasta ári voru settar
200 milljónir í verkefnið, en það er
langur vegur frá að þeir fjármunir
dugi nema til að hefja fram-
kvæmdir – sem hófust svo í fram-
haldinu. Þetta verkefni er talið
munu kosta nálægt 4,5 milljörðum,
en verður mikil samgöngubót og
eykur umferðaröryggi.
Þau verkefni sem hér hafa verið
nefnd eru öll brýn og mjög eftir
þeim kallað af fólkinu á þessum
svæðum. Reyndar er það mitt mat
að sjaldan eða aldrei hafi verið
jafn mikil samstaða meðal lands-
manna um gagngerar endurbætur
á vegakerfinu um land allt. En
þessar framkvæmdir verða ekki
ókeypis. Fljótt á litið er að kostn-
aður geti orðið á milli 90 og 100
milljarðar króna, en þá eru jarð-
göngin og tilheyrandi vegagerð á
milli Hjaltadals og Hörgárdals
ótalin.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru og fjölmargra verkefna sem
áríðandi er að ráðast í er ekki get-
ið. Það segir okkur það að þau
verkefni í vegagerð sem eru fyrir
framan okkur eru risavaxin. Þeir
peningar sem ráðstafað er á fjár-
lögum hvers árs – sé litið til und-
angenginna ára – eru ekki upp í
nös á ketti þegar litið er til þeirra
stórfelldu verkefna sem bíða okkar
og landsmenn krefjast að farið
verði í – og það fyrr en síðar. Það
er verkefni okkar sem höfum gefið
kost á okkur til að starfa í þjón-
ustu almennings á vettvangi
stjórnmálanna að finna á þessu
lausn.
Eftir Jón
Gunnarsson » Þeir peningar sem
ráðstafað er á fjár-
lögum hvers árs eru
ekki upp í nös á ketti
þegar litið er til þeirra
stórfelldu verkefna sem
bíða okkar.
Jón Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður
og fyrrverandi samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra.
Ákall um aðgerðir – Norðurland,
Austurland og Suðausturland
Margir þeir sem
hafa nauðsynlega þurft
að fá svör við erindum
sínum hjá Reykjavík-
urborg hafa ýmist
fengið sein eða jafnvel
engin svör. Þetta
háttalag er auðvitað
með engu móti við-
unandi. Borginni ber
að sinna mikilvægri
þjónustu við íbúana en
ánægja með hana hefur
verið afar lítil síðustu árin. Tafir og
frestanir ákvarðana hafa leitt til
þess að byggingarverktakar hafa
leitað annað og nú er svo komið að
á síðasta ári voru einungis 322
íbúðir byggðar í Reykjavík. Auk
fastra nefnda og ráða var 351
starfshópur skipaður fyrstu þrjú ár
kjörtímabilsins. Með öðrum orðum
var skipaður nýr starfshópur þriðja
hvern dag.
Þegar stjórnkerfið er orðið jafn
ofvaxið og raun ber vitni er nær-
tækasta lausnin að einfalda kerfið
og stytta boðleiðir. En núverandi
borgarstjórnarmeirihluti hefur hins
vegar valið þveröfuga leið og skip-
að enn einn starfs-
hópinn: „Starfshóp
um miðlæga stefnu-
mótun“. Um hann
segir í erindisbréfi:
„Hlutverk starfshóps-
ins er að vinna að
umbótum og sam-
ræmdri framkvæmd í
stefnumótun og
stefnuframkvæmd,
einkum í miðlægri
stjórnsýslu og mið-
lægri stefnumótun.“
Þannig er það nú ljóst að þessir
starfshópar, 351 að tölu, sem skip-
aðir voru fyrstu þrjú ár kjör-
tímabilsins, gengu aldrei saman þar
sem stefnur þeirra ganga ekki
saman. Þess vegna hefur núverandi
meirihluti brugðið á það ráð að
skipa „Starfshóp um miðlæga
stefnumótun“ eins og erindisbréfið
er til vitnis um. Starfshóp sem hef-
ur þann eina tilgang að samræma
flókna stefnumótun allra þessara
hópa sem núverandi meirihluti ýtti
úr vör á síðasta kjörtímabili. Þann-
ig eru embættismenn borgarinnar
orðnir of uppteknir við samræm-
ingu stefnumótunar og hafa því lít-
inn tíma til að sinna erindum borg-
arbúa. Þetta er dæmi um það
hvernig meirihlutinn hefur misst
tökin á vexti stjórnsýslunnar, sem
verður til þess að nær ómögulegt
er fyrir hana að rækja skyldur sín-
ar.
Þótt ekki fari mikið fyrir skipun
þessa starfshóps sýnir hann engu
að síður, svart á hvítu, að mik-
ilvægt er að stjórnkerfi borg-
arinnar verði einfaldað eftir næstu
kosningar. Það mun spara mikla
fjármuni og bæta þjónustuna við
borgarbúa. Það er kominn tími til
að Ráðhúsið fái aftur jarðsamband
við fólkið í borginni og skynsemin
fái að ráða.
Nýr starfshópur þriðja hvern dag
Eftir Eyþór Arnalds » Þegar stjórnkerfið
er orðið jafn ofvaxið
og raun ber vitni er
nærtækasta lausnin að
einfalda kerfið og stytta
boðleiðir.
Eyþór Arnalds
Höfundur er borgarstjóraefni
Sjálfstæðisflokksins.