Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Fyrrverandi vara- þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og uppstill- ingarnefndarmaður í stéttarfélaginu Efl- ingu gerir í Morg- unblaðsgrein 19. febr- úar athugasemdir við að aðrir en þeir sem hún valdi sjálf á lista skuli gefa kost á sér í stjórnarkjöri Eflingar. Varaþingmaðurinn fyrrverandi telur einnig ótækt að þeir sem gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir verka- lýðsfélög skuli starfa með pólitískum hreyfingum en fyrst og fremst virð- ist hún hneyksluð á því að eignar- hald á félaginu skuli dregið í efa, að almennir félagsmenn reyni að hafa áhrif án þess að hafa fengið formlegt boð frá uppstillingarnefnd félagsins. Hún kveðst afskaplega ánægð með eigin störf að menntunarmálum félagsmanna í Eflingu en hefur greinilega misst af byrjenda- námskeiðinu um sögu verkalýðs- hreyfingarinnar þaðan sem enginn útskrifast án þess að gera sér grein fyrir að öll rétttindi launafólks feng- ust með harðri baráttu þar sem sósí- alistar voru í fylkingarbroddi meðan flokkurinn sem hún fylgir að málum barðist af hörku gegn vökulögum sjómanna og öðrum grundvallarrétt- indum verkafólks. En varaþingmað- urinn fyrrverandi vill enga pólitík og engin læti heldur ráðleggur hún lág- launafólki að standa kyrrt, væntan- lega til að auðvelda auðstéttinni að hitta þegar og ef henni dettur í hug að henda í það brauðmolum. Það rímar við málflutning frambjóðand- ans sem varaþingamaðurinn fyrr- verandi styður, best að hafa sig hæg og vona hið besta. Hann fór líka rétta leið í framboð, þáði boð um að bjóða sig fram: reyndur fundarstjóri sem fannst við leitina miklu í nóv- ember og desember. Stjórnmálaflokkurinn sem grein- arhöfundur (ef hún skrifaði greinina sjálf) fylgir hefur á und- anförnum áratugum kerfisbundið grafið undan þeim réttindum sem launafólk hafði náð, með löggjöf sem auðveldar félagsleg undirboð, breytingum á skattkerfinu í þágu hinna ríku, bankakerfi sem hefur fengið veiði- leyfi á almenning og með því að gera íbúðar- húsnæði að gjaldmiðli í spilavíti samviskulausra stórkapíta- lista. Ekkert af þessu virðist hafa raskað ró formannsframbjóðandans sem Sjálfstæðiskonunni líkar við, fundirnir sem hann var svo duglegur að sækja hafa a.m.k. ekki sent frá sér ályktanir sem náð hafa að vekja athygli. Í verkalýðshreyfingunni er eng- inn hörgull á vönum fundarstjórum, en stéttarfélag sem hefur innan sinna vébanda láglaunafólk sem get- ur ekki lifað af launum sínum þarf meira en fundarstjóra, það þarf öfl- uga forystu. Í stjórnarkjörinu fram- undan býðst félögum í Eflingu skýrt val. Þeir geta kosið lista B, skipaðan fólki sem beið ekki boðanna heldur bauð sig fram sjálft, formannsefnið Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem talar um kjör láglaunafólks þannig að um er rætt og eftir er tekið, lista fólks sem hefur hugsjónir um samfélag réttlætis og jöfnuðar. En þeir geta líka kosið óbreytt ástand: valið að standa kyrrir og vona bara að kjörin hætti að versna. Kjarabarátta eða klúbbastarf? Eftir Birnu Gunnarsdóttur Birna Gunnarsdóttir » Stéttarfélag sem hef- ur innan sinna vé- banda láglaunafólk sem nær ekki endum saman þarf meira en fundar- stjóra, það þarf öfluga forystu. Höfundur er minjafræðingur. Framundan eru kosningar í Eflingu stéttarfélagi. Fyrsta skipti í sögu félagsins. Sagt er að stjórn- málaflokkur sé að taka yfir félagið. Það er meira en að segja það að fara fram á móti sitjandi stjórn. Þarf mótframboðið að leggja fram minnst 120 meðmælendur og stilla upp for- manni og 8 stjórnarmönnum. Það sjá það flestir að til að gera svona hluti þarf sterkt bakland til að ná fram kosningum. Fólkið sem stend- ur á bak við B-listann telur sig hafa borið skertan hlut frá borði í samningum síð- ustu ára. Trúnaðar- menn hjá stórum vinnu- stöðum í einkageir- anum hafa lítinn aðgang að samninga- borðinu, og sést það best í launatöflum hjá Eflingu. Vegna kosn- inga í Eflingu Eftir Aðalstein R. Björnsson Aðalsteinn R. Björnsson » Í fyrsta skipti í sögu Eflingar eru kosningar. Höfundur hefur verið trúnaðar- maður síðustu 9 ár og átti sæti í trúnaðarráði Eflingar. arb@hive.is TIL SÖLU Smiðjuvegur 38 200 Kópavogur 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 Til sölu vel staðsett 281,1 fm. iðnaðarhúsnæði með góðri aðkomu. Í húsnæðinu er rekin bílasprautun og er möguleiki á að fá keyptan sprautuklefa með húsnæðinu. Húsnæðið skiptist í stóran vinnusal og starfsmannaaðstöðu með skrifstofu og salernum. Ein stór innkeyrsluhurð er í rýmið og er lóð malbikuð. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun - 534 1020 // sala@jofur.is Lager- og iðnaðarhúsnæði Stærð: 281,1 fm. Verð: Tilboð óskast Allar nánari upplýsingar veitir: Bergsveinn Ólafsson Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari og rekstrarfræðingur 863 5868 | 534 1028 bergsveinn@jofur.is Fasteignir ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.