Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 50
50 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775
Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar
til afþreyingar tryggja betri fundarhlé.
Fundarfriður áHótelÖrk
ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr
yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og
félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.
Í viðleitni minni til
að rekja afskiptaleysi
formanns BÍ í málum
landbúnaðarins er
röðin komin að þeim
þætti sem hefur orðið
umbjóðendum hans
til mests skaða en það
er gerð síðasta bú-
vörusamnings.
Um miðjan níunda
áratuginn þegar land-
búnaðarframleiðslan var farin úr
böndunum vegna offramleiðslu á
landbúnaðarvörum, sem þá voru af-
urðir nautgripa og sauðfjár, voru
sett búvörulög. Þar er ríkinu veitt
heimild til samninga við samtök
bænda þar sem m.a. mátti kveða á
um framleiðslumagn tiltekinna af-
urða. Slíkir samningar voru strax
gerðir og hafa síðan verið end-
urnýjaðir með vissum breytingum
á 5-8 ára millibili. Það eru þeir
samningar sem nefndir eru búvöru-
samningar. Eðli landbúnaðarins
hefur tekið stökkbreytingum á
þeim tíma þó að slíkt verði ekki
sagt um alla þætti samninganna.
Hverfum til nútímans með örlít-
illi upprifjun. Árið 2014 var viðhorf
almennings í landinu mjög jákvætt
til landbúnaðarins. Hafði byggst
upp frá hruninu. Við setningu
Búnaðarþings það ár flutti Sig-
urður Ingi frábært tilboð til bænda
um endurskoðun samninga. For-
maður BÍ beitti sér fyrir því að
Búnaðarþing hafnaði því. Í kjölfar
þess var af eðlilegum ástæðum
engin hraðferð í að taka upp vinnu
við gerð nýrra samninga hjá ríkinu.
Bændur undir forystu formanns BÍ
mættu til viðræðnanna án allrar
forvinnu eða unninna tillagna,
nema forystumenn LK höfðu unnið
ákveðna vinnu í sínum málum.
Í byrjun kom fram meðal bænda
ákveðinn skoðanaágreiningur um
málefni mjólkurframleiðslunnar.
Formaðurinn ákvað þá að fresta
þeim hluta um nokkur ár. Í árs-
byrjun 2016 komst því gangur í
samningagerðina. Yfir henni hvíldi
að vísu ótrúleg launhyggja. Út frá
því litla sem aðgengilegt var þá sá
ég hvaða myrkraverk verið var að
vinna og sendi Bændablaðinu
grein, sem ekki fékkst
birt þar og var upphaf
hins raunverulega rit-
banns blaðsins á skrif
mín. Þar lagði ég ein-
faldlega til að samn-
ingum væri frestað
meðan málið væri
skoðað betur.
Síðla í febrúar und-
irrita ríkið og bænda-
samtökin samning.
Strax varð vart mik-
illar andstöðu bænda
og almennings gegn
samningnum. Ég reyndi smávegis
að höfða til þingmanna um að neita
samningnum staðfestingar á Al-
þingi. Loks um sumarið afgreiddi
þingið samninginn. Það var mikill
minnihluti þingmanna sem samt
studdi málið, fleiri fjarverandi,
greiddu ekki atkvæði eða voru mót-
fallnir. Þingið samþykkti málið með
breytingum sem þýða í raun að nýr
samningur verður gerður á þessu
og næsta ári. Sterkari er staða
bænda ekki. Þetta mál breytti ótrú-
lega viðhorfi almennings til ís-
lensks landbúnaðar.
Hér verða ekki ræddir nýir
samningar. Stærstu málin bíða þar
mjólkurframleiðenda. Stjórn á
framleiðslu eða ekki, viðhorf til
fjórðu tæknibyltingarinnar, sem er
í dag eitt heitasta mál umræðu er-
lendis en menn virðast ekki vilja
kynna sér hérlendis, afstaða til
hennar ræður samt úrslitum um
þróun greinarinnar í framtíðinni,
umhverfismálin þarfnast einnig
grundvallarendurskoðunar. Hið
grátlega í dag er að horfa á um-
ræðuleysi íslenskra bænda um
þessi mál sem öllu varða framtíð
þeirra sjálfra. Formaður BÍ er
stöðu sinna vegna skipaður til að
vera í stafni slíkrar umræðu.
Hinar alverlegu brotalamir nú-
gildandi samnings hef ég mikið
skrifað um sem þeir sem óska geta
kynnt sér. Vil samt minnast á allra
stærstu málin sem þarfnast grund-
vallarendurskoðunar á núverandi
samningi.
Umhverfismálin eru þar efst á
blaði. Margt í núverandi samningi
gengur þar þvert á alla viðleitni til
að draga úr loftslagsáhrifum fram-
leiðslunnar. Beinast liggur þar við
að benda á gripagreiðslur sem
ganga þvert á öll slík sjónarmið.
Einnig er þörf á einhverjum miklu
gleggri skýringum á þeim stuðn-
ingi við nautakjötsframleiðslu til
framtíðar sem þar er boðuð ef hún
á ekki að vera í hrópandi mótsögn.
Skoða þarf miklu betur alla mögu-
leika á samtengingu landvernd-
araðgerða og stuðnings við dilka-
kjötsframleiðslu.
Landgreiðslur eru nýjung samn-
inganna en útfærsla þeirra að mínu
mati rugl. Beit hefur og verður
ekki síður í framtíðinni snar þáttur
íslensks landbúnaðar. Þetta er ein
meginsérstaða landbúnaðar hér á
landi. Að gera hana að engu eins og
núverandi samningur gerir er því
beint högg á öll framtíðarsjón-
armið.
Öllum er ljóst að stuðningur við
sauðfjárframleiðslu er í huga al-
mennings að hluta stuðningur við
byggð í landinu. Núverandi samn-
ingur er hins vegar aðför að þeirri
sauðfjárrækt sem býr við besta
land- og beitarnýtingu, er hag-
kvæmust á grip og sjálfbærust en
er yfirleitt staðsett þar sem byggð
stendur höllustum fæti. Hann
gengur því þvert á byggðasjón-
armið og útfærsla hans aðhláturs-
efni og rugl.
Aðeins örfá mál nefnd. Öll eru
þau samt aðför að framtíð íslensks
landbúnaðar. Þetta eru afrek for-
manns BÍ. Bændur hafa ekki efni á
slíkum forystumanni, nóg hafa þeir
þegar blætt.
Það þarf nýja forystu, að unnið
sé að málum og ný hugsun mótuð.
Núverandi formaður BÍ talar í
frösum og rugli. Frá núverandi for-
manni hefur aldrei komið ný hugs-
un. Hefur yfirleitt nokkru sinni
komið heil hugsun frá honum?
Gerð búvörusamninga
Eftir Jón V.
Jónmundsson » Aðeins örfá mál
nefnd. Öll eru þau
samt aðför að framtíð
íslensks landbúnaðar.
Þetta eru afrek
formanns BÍ.
Jón Viðar Jónmundsson
Starfaði við gerð búvörusamninga
frá byrjun og fram yfir aldamót.
jvj111@outlook.com
Samkvæmt gjalda-
hlið fjárlagafrum-
varps 2018 kemur
fram að ríkisútgjöld
nemi 818 ma.kr.
Stærsti hluti ríkis-
útgjalda fer til heil-
brigðismála 209
ma.kr. eða 26% ann-
ars vegar og hins
vegar félags, hús-
næði- og trygging-
armála 211 ma.kr. eða 26%. Út-
gjöld til mennta- og
menningarmála eru áætluð 99
ma.kr. eða 12%. Þessir þrír mála-
flokkar nema því 64% af heildar-
ríkisútgjöldum. Ríkisútgjöld hafa
aukist um 170 milljarða á sjö árum
og virðast aukast stjórnlaust án
nokkurrar hagræðingar eða auk-
innar framleiðni. Þjónustustig og
árangur í heilbrigðiskerfinu og
menntakerfinu hefur á sama tíma
aldrei verið minni. Lífeyrisskuld-
bindingar ríkissjóðs hafa tvöfaldast
á síðustu tíu árum og nema nú um
800 ma.kr. Lífeyrisskuldbindingar
hins opinberra hafa aukist með
miklum hraða vegna hækkunar á
launum opinberra starfsmanna
sem hafa hækkað um rúm 90% frá
árinu 2007. Fíllinn í stofunni er
ríkissjóður og embættismannakerf-
ið sem hefur á undanförnum sjö
árum ekki notað tækifærið til að
greiða niður lífeyrisskuldbindingar
eða hagrætt og aukið framleiðni í
sínum rekstri. Það er með hreinum
ólíkindum hvernig Alþingi Íslend-
inga er haldið í heljargreipum
óvenjumargra slakra alþing-
ismanna sem virðast eiga erfitt
með að vinna með uppbyggilegum
hætti. Mestur tími fer í málþóf, út-
úrsnúninga og lýðskrum fyrr-
greindra þingmanna og er til há-
borinnar skammar fyrir land og
þjóð. Mikilvæg mál komast ekki á
dagskrá og kostnaður samfélagsins
sökum þess að miklar tafir verða á
öðrum mikilvægum málum. Sjálf-
skipaður hópur fólks sem gengur
undir nafninu „góða fólkið“ hefur
það helst unnið sér til frægðar að
segja okkur hinum hvernig eigi að
lifa lífinu, hvað sé pólitískt rétt og
hvað orðið lýðræði stendur fyrir. Á
sama tíma hefur það oft á tíðum
verið á framfæri ríkissjóðs með
einum eða öðrum hætti, sumir alla
ævi og ekki þurft að takast á við
alvörusamkeppni á einkamarkaði.
Það hefur samt sterkar skoðanir á
framúrskarandi íslenskum fyr-
irtækjum sem hafa komist í
fremstu röð á alþjóðlegum mörk-
uðum og eru á heimsmælikvarða
hvað rekstur snertir. Þessi ís-
lensku alþjóðlegu fyrirtæki eru
t.a.m. Samherji, Marel og Össur
sem gætu örugglega tekið marga
alþingismenn og opinbera starfs-
menn í smá kennslustund í rekstri
og hvernig á að ná árangri. Það
gæti verið góð tilbreyting að bjóða
íslenska embættismannakerfinu
upp á námskeið í rekstri fyrir-
tækja og stofnana í boði þessara
frábæru fyrirtækja sem hafa oft
þurft að sitja undir gagnrýni „góða
fólksins.“
Getur ríkissjóður lært eitt-
hvað af bestu fyrirtækjum
landsins í fjármálastjórnun
og rekstri?
Það sem er sammerkt með bestu
fyrirtækjum á Íslandi er að þau
hófu starfsemi sína fyrir um 40 ár-
um og hafa stöðugt bætt rekstur
sinn og verið með skarpa framtíð-
arsýn í sínum rekstri og eru núna
öll í forystu á sínu sviði á alþjóð-
legum mörkuðum. Samherji er ís-
lenskt alþjóðlegt fyrirtæki í
fremstu röð og leitun að slíku fyr-
irtæki á heimsvísu sem hefur sýnt
slíka framúrskarandi forystu og
rekstrarhæfni í áhætturekstri en
eigendur og stjórn-
endur hafa verið stöð-
ugt á tánum og sýnt
fádæma útsjónarsemi í
sínum rekstri. Stjórn-
endur Samherja þurfa
að vera stöðugt á tán-
um þar sem miklir
fjármunir eru bundnir
í fastafjármunum og
mikil óvissa er í fisk-
veiðum auk þess sem
sveiflur geta verið
miklar í fiskverði.
Óvissuþættir í rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækis eru fjölmargir og
ekki fyrir alla að stýra slíkum
áhætturekstri af myndarskap eins
og Samherji hefur gert síðustu 30
árin enda fyrirtækin vaxið mikið
og bætt rekstur sinn verulega. Ís-
lensk alþjóðleg fyrirtæki sem hafa
náð langt á alþjóðlegum mörk-
uðum eru t.a.m. Marel og Össur.
Marel varð til í umhverfi sjávar-
útvegsfyrirtækja, afburða járn-
smiða og verkfræðinga en fram-
sýnir og framúrskarandi
stjórnendur hafa síðan komið Mar-
el í fremstu röð á heimsvísu. Össur
er stoðtækjafyrirtæki sem hefur
komist í fremstu röð með fram-
úrskarandi vöruþróun og stjórn-
endum. Ríkissjóður Íslands með ís-
lenska embættismannakerfið í
heilbrigðisráðuneytinu, velferð-
arráðuneytinu og menntamála-
ráðuneytinu gæti örugglega aukið
færni sína og árangur mikið með
því að kynna sér framúrskarandi
rekstur þessara fyrirtækja en 64%
af ríkisútgjöldum sem eru 524
ma.kr. fara í gegnum þessi þrjú
útgjaldamestu ráðuneyti. Innleiða
þarf nýja hugsun og byrja hagræð-
inguna strax. Ríkiskerfinu virðist
vera haldið í gíslingu og helj-
argreipum embættismanna sem
hindra ákvarðanir til að ná ár-
angri. Á erlendum mörkuðum er
oft talað um að hægt sé að verð-
meta fyrirtæki í öfugu hlutfalli við
stærð höfuðstöðva, því stærri höf-
uðstöðvar því meiri hnignun sem
hindrar mikilvægar ákvarðanir.
Hvenær byrjar hagræðingin
hjá ríkissjóði og stofnunum
ríkisins?
„Það kemur yfirleitt ekki í ljós
hverjir eru naktir á ströndinni fyrr
en fjarar út,“ segir Warren Buffet
frægasti fjárfestir heims. Vonandi
verður það ekki hlutskipti ríkis-
sjóðs Íslands. Það hljóta margir að
velta fyrir sér hvenær byrjað verð-
ur á hagræðingu í rekstri ríkisins
en krafa almennings og skattgreið-
enda er að stjórnlaus aukning rík-
isútgjalda stöðvist og hagræðing
og virðisauki í þjónustustigi rík-
isins aukist. Auka þarf möguleika
einkarekinna rekstrarforma til að
veita verðuga samkeppni á sem
flestum sviðum en þannig má bæta
þjónustustig og verðmætasköpun
horft til framtíðar. Einnig þarf að
greiða niður skuldir og lífeyris-
skuldbindingar sem hækka stjórn-
laust þrátt fyrir fullnýtta skatt-
stofna og þá staðreynd að Ísland
er á toppi hagsveiflunnar.
Góða fólkið og
fíllinn í stofunni
Eftir Albert Þór
Jónsson
Albert Þór Jónsson
» Fíllinn í stofunni er
ríkissjóður og emb-
ættismannakerfið sem
hefur ekki notað tæki-
færið til að greiða niður
lífeyrisskuldbindingar
eða hagrætt og aukið
framleiðni í sínum
rekstri.
Höfundur er viðskiptafræðingur,
MCF í fjármálum fyrirtækja
með 30 ára starfsreynslu á
fjármálamarkaði.