Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 56

Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 56
Hönnun Katrín Dóra hefur mikla reynslu í iðnaði og lætur til sín taka fyrir WETLAND um þessar mundir. Elínrós Líndal elinros@mbl.is „Hjá Wetland er íslenska mokkaskinnið í öndvegi og þar komum við Sunneva sterkar inn. Sunneva hefur margra ára reynslu í hönnun flíka úr íslensku skinni og ég hef rek- ið fyrirtæki þar sem framleiddar voru töskur úr leðri og skinni. Fyrsta vörulínan Wetland samanstendur af treflum, slám og töskum úr þessu skemmtilega hráefni,“ segir Katrín Dóra. Hún segir teymið skipta öllu máli þegar verið er að stofna fyrirtæki. „Beta sér um grafísku vinnuna, hún er mikill stílisti og er annar að eigendum Volka sem hannar vörur úr íslenskri ull þar sem grafíkin og ullin koma saman. Ég var framkvæmdastjóri um árabil hjá Sunneva Design sem er í eigu Sunnevu.“ Sjálfbærni Katrín Dóra segir Wetland leggja áherslu á sjálfbærni vörunnar, lambaskinnið sem er að- alhráefnið í hönnuninni er sjálfbær vara þar sem hún er aukaafurð sem fellur til við lamb- kjötsframleiðslu. „Okkur finnst mjög mik- ilvægt að nýta þetta glæsilega hráefni í okkar vörur og berum óendanlega mikla virðingu fyrir því. Eins og staðan er núna framleiðum við vörurnar á Íslandi. Vörurnar eru saum- aðar á litlum saumastofum bæði á höfuðborg- arsvæðinu og fyrir norðan.“ Spurð um áhuga sinn á efninu hlær Katrín og bendir á að allt frá því hún var ung dreymdi hana um að verða sauðfjárrækt- arráðunautur líkt og Ólafur Vagnsson og blaðamanni leikur forvitni á að vita meira um þennan draum. ,,Ég er alin upp á stóru sauð- fjárbúi svo íslenska kindin hefur alltaf verið mér kær.“ Þýskaland áhugaverður markaður Katrín Dóra er með kennsluréttindi í fata- hönnun, saum og sníðagerð. Hún er einnig iðnrekstrarfræðingur og með MBA frá Há- skólanum í Reykjavík. ,,Það er gamall draumar að rætast þegar við stofnuðum Wet- land en nafnið sækir örlítinn innblástur í skoska hálanda- og herragarðsstemningu.“ Katrín segir vörumerkið eiga erindi á mark- að víða, enda séu flíkur úr mokka einstaklega hlýjar og léttar. Þær stefna að því að markaðs- setja vöruna í Þýskalandi á næstu misserum. ,,Wetland er alþjóðlegt vörumerki sem er fáan- legt í gegnum vefsíðuna okkar www.wetland.is og er aðgengi að vörunni gott, þó að við séum ekki að selja í stórum stíl í dag um allan heim. Vörurnar kosta sitt og eiga erindi víða þar sem fólk er tilbúið að kaupa gæðavörur á eðlilegu verði.“ Vel að sér í iðnaði Það heyrist glöggt þegar talað er við Katrínu Dóru að hún er vel að sér í íslenskum iðnaði, en hún starfaði í nokkur ár fyrir alþjóðlega iðn- aðinn hjá Samtökum iðnaðarins. Hún segir nokkuð upp á vanta með starfsumhverfi ís- lenskra hönnunarfyrirtækja. „Við þurfum á fleiri áhugaverðum hönnunarfyrirtækjum að halda í landinu, enda hafa rannsóknir sýnt að fólk vill fleiri skapandi störf. Ég sé fyrir mér fjölmörg tækifæri hér í framtíðinni, enda erum við að vinna vandaðan og vel hannaðan fatnað víða á landinu.“ Viðurkenning mikilvæg WETLAND hlaut fyrir áramótin viðurkenn- inguna „Award of Excellence 2017“. Verðlaunin eru veitt af Icelandic lamb til samstarfsaðila er þykja hafa skarað fram úr í hönnun og handverki úr sauðfjárafurðum. Katrín segir að viðurkenning fyrir vinnuna sé mikilvæg fyrir vörumerkið og gefi því gæða- stimpil. „Við höfum mikinn áhuga á að tengjast ferðamannaiðnaðinum í náinni framtíð, enda má segja að sá iðnaður sé kominn hvað lengst í þekkingu á sölu og markaðssetningu á netinu á alþjóðavísu og sjáum við gríðarlega tækifæri í þannig samstarfi þar sem varan okkar hefur svo sterka menningararfleið. Við sjáum bæði Dani og Svía standa sig vel í hönnunariðnaði, íslensk sköpun er útflutningsvara í mörgum greinum og hví ættum við ekki að geta komið fleiri flottum fyrirtækjum á kortið?“ Wetland-vörurnar eru nú þegar fáanlegar í gegnum vefsíðuna okkar www.wetland.is „Íslenska kindin hefur alltaf verið mér kær“ Wetland er nýtt íslenskt hönnunarmerki sem framleiðir vandaðar og fallegar lífsstílsvörur, hannaðar undir norrænum áhrifum og sér- hæfir sig í hönnun á vörum úr íslensku lambaskinni (mokka). Snið eru einföld og klassísk þar sem innblásturs er leitað í feg- urð og dulúð íslenskrar náttúru. Hráefni og hönnun haldast í hendur og mynda tíma- lausa vöru sem endist kynslóð fram af kynslóð. Eigendur vörumerkisins Wetland eru Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir fata- hönnuður, Elísabet Jónsdóttir, grafískur hönnuður, og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir MBA, rekstrar- og viðskiptafræðingur. Katrín Dóra segir að teymið skipti máli þegar fyrirtæki er stofnað. Morgunblaðið/Hanna MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Laugavegi 26 NÝTT MERKI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.