Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 64

Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 05.30 Vakna hálfsex, fresh fresh, hvort er nótt eða dagur? Læðist út úr svefnherberginu til að gæta þess að vekja ekki nokkurn mann, allir eru steinsofandi og ekki einu sinni hundurinn nennir að elta mig fram. Þvæ mér í framan með ísköldu vatni og bursta tennurnar. Set upp andlit og klæði mig í búning dags- ins, en hann var ég búin að setja saman kvöldið áður. 05.50 Skelli í eldsnöggan búst, tek vítamín. Á meðan ég renni þessu niður lít ég eldsnöggt yfir blöðin sem stundvísa blaðburðarmann- eskjan hefur fært mér, takk! 06.05 Lít á klukkuna, ég trúi þessu ekki … klukkan er sex og ég er bara nokkuð hress. Hvern hefði grunað að ég ætti þetta eftir. Smelli í kaffidrykk með kanil og haframjólk og set í „taka með“ bolla. Tíni allt til í töskuna og er rokin af stað. Sest í bílinn og þakka alheiminum fyrir forhitara því það er ískalt úti. 06.30 Mætt upp í Hádegismóa, kosturinn við að mæta svona snemma er að maður fær alltaf bílastæði á besta stað. Ásgeir Páll og Jón Axel eru mættir að vanda og búnir að setja sig í stellingar fyrir komandi átök 06.45-09.00 Þarna erum við öll komin inn í stúdíó. Ég fæ að vera fluga á vegg og fylgjast með þess- um snillingum. Mitt verkefni þessa dagana er að læra á útsendinga- borðið, mér líður eins og ég sitji í flugstjórnarklefa … svo margir takkar, svo skammur tími til stefnu. 09.00-12.00 Frábær þáttur að baki þar sem upp úr stóð að hún Kristín Sif okkar var dáleidd, þetta var magnað atriði. Framundan er fund- ur þar sem efnistök morgundagsins eru rædd og eftirvinnsla á þætt- inum. 12.00-12.15 Ég er að deyja úr hungri, sit og bíð eftir Loga og Rúnari Frey. Get ekki beðið leng- ur og dreg Sigga Gunnars með mér í hádegismat. Amen, þarna koma strákarnir. 12.15-13.30 Framúrskarandi und- irbúningsfundur með teyminu þar sem við fórum yfir efnistök næstu vikna. Mikið ótrúlega er Rúnar Freyr hugmyndaríkur, það hrein- lega vella upp úr honum hugmynd- irnar. Logi, þú ert líka frábær. Finn hvað þetta er magnað teymi. 13.30 Ég er búin að vera vakandi í átta klukkustundir. Guð hvað ég dáist að A-manneskjum, ég skal verða ein af þeim. Ég er farin að stara stjörf á tölvuskjáinn, á ég að skella í mig einum kaffi? 14.00-14.30 Komin heim, hugleiði í 30 mín., þvílík orkuinnspýting. 14.30-17.00 Verkefnið „skutla & keyra“ er hafið. Einn í fótbolta, annar á skauta og sá þriðji í fim- leika, sá fjórði reddar sér sjálfur. Kaupi í matinn og varpa öndinni. Hendi í þvottavél og strýk yfir gólf- in. 17.00-18.00 Halli minn er kominn heim og dregur mig og hundinn út í göngutúr. Þetta er okkar tími þar sem við förum yfir daginn og næsta dag. 18.00-21.30 Elda spaghetti carbon- ara, Halli vaskar upp (þessi elska), heimalærdómur, búa til nesti og spjalla við krakkana áður en allir koma sér fyrir uppi í rúmi í ró og næði. Pjúff! 21.30-22.00 Undirbý morgundag- inn eftir bestu getu. Loksins komin upp í rúm með nefið ofan í bók sem lofar góðu, Sagan af Ástu eftir Jón Kalman. Dett út og held á vit drauma. Dagur í lífi Rikku Friðrika Hjördís Geirs- dóttir, eða bara Rikka, fer í loftið í nýjum morg- unþætti K100 fimmtu- daginn 1. mars ásamt þeim Loga Bergmann og Rúnari Frey. Rikka er þessa dagana á fullu í undirbúningi fyrir þátt- inn og gefur lesendum innsýn í daginn sinn. Fríður hópur Þau Rikka, Rúnar Freyr og Logi Bergmann stýra nýjum morgunþætti K100 sem fer í loftið fimmtudaginn 1. mars Morgunblaðið/Golli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.