Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 65

Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 65
65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns „Í Live Lounge fáum við að kynn- ast þátttakendunum á annan hátt og heyra lögin þeirra í nýjum út- gáfum,“ segir Sigurður Þorri Gunn- arsson dagskrárstjóri K100 sem jafnframt stýrir K100 Live Lounge. Lögin verða flutt órafmögnuð og á einfaldari hátt en í keppninni sjálfri og fá áhorfendur því að sjá flytj- endur laganna í öðru umhverfi en í glysi og ljósum stóra sviðsins. „Þættirnir verða aðgengilegri á vefnum á k100.is og svo munum við senda þá út í útvarpinu hjá okkur á K100,“ segir Sigurður en þættirnir munu verða sendir út daglega í næstu viku fram að lokakvöldinu þann 3. mars. Þátttakendur í Söngvakeppninni syngja á K100 Hápunktur Söngvakeppni Sjónvarpsins nálgast en úrslitakvöld hennar er laugardaginn 3. mars næst komandi. Alls munu sex atriði keppa um að fara fyrir hönd Íslands í Eurovision. Allir þátttakendurnir verða gestir „Live Lounge“ K100 í næstu viku sem sýnt verður í mynd á mbl.is og sent út í útvarpinu á K100. Morgunblaðið/Eggert Live Lounge Fókushópurinn flytur lagið sitt Battleline í K100 Live Lounge. Jón sendi síðast frá sér lagið „Þegar ég sá þig fyrst“ í október síðast- liðnum þar sem hann var á persónu- legum nótum en hann samdi lagið til konunnar sinnar. Nú er Jón búinn að skipta aftur yfir í enskuna en nýja lagið hans heitir „Lost“. Lagið vann Jón ásamt Pálma Ragnari Ásgeirs- syni sem gjarnan er kenndur við höf- undateymið StopWaitGo. Aðdáendur Jóns ættu að sperra eyrun og hlusta á K100 kl 11:30 í dag en þá mun Jón koma í heimsókn til Sigga Gunnars með nýja lagið meðferðis. Lagið verð- ur svo aðgengilegt öllum á Spotify frá og með morgundeginum. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson Nýtt lag Jón Jónsson mun frumflytja nýtt lag á K100 í dag Nýtt lag í dag Tónlistarmaðurinn og nú sjónvarpsmaðurinn Jón Jónsson sendir frá sér nýtt lag í dag. Jón mun verða gestur Sigga Gunnars á K100 kl 11:30 í dag þar sem lagið verður frumflutt fyrir hlustendur stöðvarinnar. Kumpánar Jón Jónsson heimsækir Sigga Gunnars á K100 í fyrramálið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.