Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 72

Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Þessi heimur er orðinn dálítíð skemmtilegt mix,“ segir Sölvi Snær þegar við setjumst yfir kaffibolla til að ræða og reifa herratískuna um þessar mundir, og hvert hún stefni á næstu mánuðum og misserum. Upp á síðkastið hefur herrastíllinn í aukn- um mæli verið stílfærður bræðingur af klassískri herratísku, íþróttafatn- aði, hjólabrettastíl, útivistarfatnaði, vinnufatnaði og nánast hverju því sem mönnum dettur í hug að henda saman. Stóra spurningin er ekki hvað má – því allt má – heldur hvort þessi hrærigrautur er kominn til að vera. Erum við herramennirnir búnir að fleygja burt öllum skilum á milli fínni fata, íþróttafata, útivistarfata og svo framvegis? Gengur allt með öllu, og það um ókomna tíð? Okkar Sölva bíða hér stór álitamál sem krefjast vandlegrar skoðunar. Týndi sonurinn er kominn heim Það má segja að Sölvi Snær sé bú- inn að loka ákveðnum hring. Eftir rúmlega 15 ára fjarveru er hann kominn aftur til NTC, tískuversl- anasamstæðunnar sem rekur versl- anirnar Gallerí Sautján, Kultur og Kultur Menn, Smash og GK Reykja- vík, en hann starfaði um langt árabil hjá NTC sem verslunarstjóri, inn- kaupastjóri og hönnuður. Nú er hann semsé kominn aftur „heim“ og um síðustu mánaðamót tók hann við sem „Creative director“ hjá NTC, eða skapandi framkvæmdastjóri eins og það útleggst á íslensku.Það þýðir að hann kemur að markaðsmálum, útliti verslana, innkaupum og framleiðslu. Síðast gegndi hann svipuðum titli hjá Ellingsen og þar tókst honum með áberandi hætti að tengja gamalgróna útivistar- og vinnufataverslun inn í dags daglegan lífstíl Íslendinga, ekki síst ungmenna. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að tískumeðvituð ungmenni klæddust húfum og hettupeysum merktum Ell- ingsen, en það er engu að síður stað- reynd. Eins og Sölvi bendir á er það sama uppi á teningnum víða um heim tískunnar – þessi ófyrirséða skörun milli áðurnefndra flokka fatnaðar. „Það voru þrjár tískusýningar með línum fyrir næsta haust sem eru mjög áberandi í umræðunni,“ bendir Sölvi á. „Það er Raf Simons fyrir Calvin Klein, það er lokasýning Chri- stopher Bailey fyrir Burberry og svo lokasýning Kim Jones fyrir Louis Vuitton. Þar er allstaðar mjög áber- andi áhrif eða tengingar við útivist- arfatnað. Þessir gæjar voru allir öðr- um hvorum megin við tvítugt þegar streetwear-tískan ruddi sér til rúms um miðjan tíunda áratug síðustu ald- ar og þessi áhrif eru að koma mjög sterkt inn í tískuna núna. Þetta end- urspeglast í ýmsum merkjum sem við erum með hjá NTC, eins og J Lindeberg. Þar erum við með töff herralínu, golflínu, skíðalínu og svo mixa þeir þessu saman þegar lín- urnar eru sýndar á tískupöllunum.“ Þegar haft er í huga að skotleyfið er nánast algert í heimi herratísk- unnar um þessar mundir og mögu- leikarnir eftir því óþrjótandi, er þetta ekki svolítið gott móment til að detta aftur inn í tískubransann? Sölvi bros- ir við og svarar þannig í rauninni spurningunni áður en hann tekur til máls. „Það er svolítið ástæðan fyrir því að ég kom til baka hingað. Í raun- inni getum við litið á tíma minn hjá Ellingsen, og hann var frábær, sem smá æfingabúðir fyrir endurkomuna inn í tískuheiminn aftur. Bootcamp til að gera mig kláran, koma mér í gír- inn aftur fyrir hringiðuna.“ Það voru efasemdir um ýmis verkefni sem Sölvi setti í gang; hver myndi kaupa fatnað merktan Ellingsen, sem sló svo heldur betur í gegn. Hundruð íslenskra ungmenna, eins og átti eftir að koma á daginn. Svava Johansen, framkvæmda- stjóri NTC, fylgdist eflaust með starfsmanninum fyrrverandi og hugsaði með sér að strákurinn væri enn þá með‘etta. Ekki satt? Sölvi brosir út í annað og sýpur á kaffinu. Kaffisopi er sama og sam- þykki, hugsa ég með mér. „Við getum sagt að í raun og veru fannst mér skemmtilegasti parturinn af Ellingsen-verkefninu kominn, og búðin komin á þann stað að ég var tilbúinn að láta öðrum eftir að halda verkefninu við. Mér fannst um leið mjög spennandi að komast í nýtt verkefni sem snýst um einar fimmtán verslanir í tískubransanum og finna þar tækifæri til að gera góða hluti enn betri. Framleiðsla, innkaup, markaðsmál, þetta eru allt ótrúlega spennandi hlutir sem ég fæ að vinna með því góða fólki sem fyrir er.“ Góðkunningi verður tvítugur Sölvi hætti hjá NTC um áramótin 2001-2002 og stofnaði tískuversl- unina Retro, sem var fljót að gera sig gildandi í umræðunni hér heima. Reyndar svo mjög að NTC keypti fyrirtækið árið 2005. Nú þegar hann er búinn að koma sér fyrir á kont- órnum inni á gafli hjá gamla vinnu- veitandanum á ný – er þetta sama fyrirtækið og hann yfirgaf á sínum tíma? „Ýmislegt er breytt, annað er kunnuglegt. Verslunin Deres er hætt, verslunin GK komin inn í NTC hópinn. MAO merkið, sem ég bjó til á sínum tíma og var framleitt fyrir Sautján-búðirnar, það hefur lifað öll þessi ár og er ennþá til. Þar er ég að hitta gamlan kunningja aftur, getum við sagt, og ég er að spá í að gera 20 ára afmælis-collection næsta haust því MAO verður einmitt 20 ára seinna á árinu.“ Tískan hefur semsé gengið áfram sinn vanagang meðan Sölvi hafði öðr- um hnöppum að hneppa. Ýmislegt hefur gengið á síðustu 15 árin í þeim efnum, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og hefur þar skipst á sumt gott og annað miður, eins og gengur. En kom einhvern tímann tímabil eða tiltekinn stíll sem fékk Sölva til að hugsa sem svo, að nú væri hann sannarlega til í að vera í bransanum – nú væru skemmtilegir hlutir að ger- ast á þeim vígstöðvum? Hann hugsar til baka, flettir í úrklippubók hugans og rifjar upp eitt og annað, meðan ég bíð átekta. „Það má eiginlega segja að flest árin hafi ég nú verið spenntur fyrir bransanum, þar sem ég fylgdist með á hliðarlínunni. Þetta hefur alltaf ver- ið mitt áhugamál númer eitt. Þó kom mjög skemmtilegt tímabil hjá Kor- máki & Skildi og Geysi á að giska 2012 eða 2013, með eftirminnilegum tískusýningum og blaðaútgáfu.“ Innrás götutískunnar inn í klassíkina En merkilegast fannst Sölva engu að síður að fylgjast með innrás streetwear-fatnaðar inn í klassíska heiminn, nokkuð sem er allsráðandi um þessar mundir. Hann nefnir til að mynda að öll stærstu merki heimsins eru til að mynda farin að keppa á strigaskó-markaðnum, og nægir í því sambandi að nefna Gucci, Louis Vuit- ton og Balenciaga. „Þetta er bara þróun á síðustu 2-3 árum, sem þetta er að gerast, og það kveikti svolítið í mér því þetta er á vissan hátt að ríma við það sem við vorum að gera 9́5-́96 þegar við hjá NTC opnuðum Smash. Við sóttum innblástur í hiphop menn- inguna og hjólabrettastílinn sem er í rauninni orðinn meginstraumsstíllinn í dag. Þess vegna þekkjum við ele- mentin á sinn hátt og skiljum hvað knýr þessa hreyfingu áfram.“ Þar sem við Sölvi erum jafnaldrar tengi ég við það sem hann segir. Eftir tiltölulega íhaldssöm og klassísk menntaskólaár hvað persónulega fatatísku varðaði, brá svo við í kring- um 1995 að undirritaður fór að sækja í buxur sem voru hreinn og klár vinnufatnaður; Carhartt og Dickies voru merkin sem Sölvi seldi blaða- manni, löngu áður en við urðum í reynd málkunnugir, í bland við merki undir áhrifum götustískunnar á borð við Diesel, Loaf og Combo. Þetta voru það sem kallast góðir tímar. Þarna varð fyrst til einhvers konar bræðingur úr tískufatnaði og vinnu- fatnaði. Í dag er þessi jaðarstemning orðin allsráðandi í bland við ennþá fleiri áhrif. Það er bókstaflega allt að gerast. Komið til að vera – en ... „Það er einmitt það sem er að ger- ast,“ tekur Sölvi undir. „Okkar kyn- slóð er að leyfa sér alls konar æfingar og það er verið að mixa öllu saman.“ Miðaldra gaurar mega semsagt gera það sem þeim sýnist – það er ekki einkamál yngstu kynslóðarinnar lengur. En er bræðingurinn komin til að vera? Verður dagskipunin „gerðu bara það sem þú vilt“ ríkjandi áfram? Sölvi er hreint ekki frá því. „Miðað við helstu herralínurnar fyrir næsta haust þá er allt í boði.“ Þar höfum við það. „En ...“ segir Sölvi íbygginn. Hananú. Hér kemur það. „Það sem gerist oft eftir slíka orgíu af litum, sniðum og stílum, er að minimalisminn kemur í kjölfarið sem andsvar.“ Þannig rúllar bara alheimurinn. Líka herratískan. „Action/reaction.“ Hið kosmíska gangverk lætur ekki að sér hæða. „Þetta gerðist líka upp úr hinu hip- hop-smitaða æði sem sprakk út um 1996. Í kjölfarið kom Prada með mjög naumhyggjulega sportlínu þar sem litir voru dökkir, mest svart og dimmgrátt, sniðin einföld og skörp, yfirbragðið alvarlegt. Prada er ein- mitt á mikilli siglingu núna og það gæti vel verið að þau muni taka við af þessu bóhema-mixi sem allt snýst um núna.“ Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem frú Miuccia sneri heiminum á haus. Annað eins hefur hún gert. „Get fundið mér eitthvað í öllum búðunum“ Eins og gefur að skilja er hver verslun innan NTC-samsteypunnar með sinn prófíl, sínar áherslur og sinn stíl. Og þar komum við að loka- prófinu á því hvort allt sé leyfilegt og allt sem við leyfum okkur gangi upp. Myndi Sölvi geta fundið sér eitt- hvað í hverri búð sem NTC rekur? Án þess að hugsa sig um svarar hann því játandi. „Ég fór í Smash og keypti mér Jordan Air Force One, þessa klass- ísku hvítu, og svo keypti ég mér Adi- das bómullarpeysu sem minnir tals- vert á Austur-Evrópu lúkkið sem Vétements hafa verið að vinna með. Í Kultur Menn er önnur hver flík af því tagi að ég gæti hugsað mér að eiga hana og Sautján er endalaus upp- spretta af fallegum fötum.“ Og þar með telst Sölvi hafa sannað mál sitt. „Málið er að tabúin eru að þurrk- ast út. Ef þér líst á eitthvað, þú hefur gaman af því og það gefur þér lífsfyll- ingu á einhvern hátt, þá gerirðu það bara. Það er ekki verið að hólfa menn niður í box eins og hefur verið.“ Og þar komum við að kjarna máls- ins, lesandi góður. Boxið er alveg farið. „Boxið er alveg farið“ Fyrir þá sem til þekkja eru nokkur tíðindi fólgin í því að Sölvi Snær Magnússon sé kominn aftur til starfa hjá NTC og því tvöföld ástæða til að taka hann í þétt herratískuspjall. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frelsi „Málið er að tabúin eru að þurrkast út. Ef þér líst á eitthvað, þú hefur gaman af því og það gefur þér lífsfyll- ingu á einhvern hátt, þá gerirðu það bara. Það er ekki verið að hólfa menn niður í box eins og hefur verið,“ segir Sölvi Snær Magnússon, nýráðinn skapandi framkvæmdastjóri hjá NTC samstæðunni. HERRATÍSKA Íshúsið ehf ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur viftur.is -andaðuléttar hljóðlátu baðvifturnar Stundum þarf maður bara smá frið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.