Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 74

Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 ✝ Svava Brynj-ólfsdóttir fædd- ist á Broddadalsá í Strandasýslu 29. maí 1925. Hún and- aðist á Hjúkr- unarheimili Hrafn- istu, Boðaþingi í Kópavogi, 15. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Brynjólfur Jónsson, bóndi á Broddadalsá, f. 22.12. 1899, d. 23.11. 1992, og Guðbjörg Jóns- dóttir, f. 22.12. 1901, d. 27.2. 1999. Systkini Svövu eru Viggó, f. 31.5. 1926, Kristjana, f. 3.5. 1930, Jón, f. 24.1. 1941, d. 5.1. 1943. Fósturbróðir Svövu var Jón Brynjólfs Sigurðsson, f. 5.6. 1943, d. 26.7. 1967. Eftirlifandi eiginmaður Svövu skrifstofumanni, f. 7.1. 1956. Börn þeirra eru Kristinn, Anna og Arnar. 3) Bryndís, skrif- stofumaður, f. 8.10. 1955, d. 13.3. 2004, sambýlismaður Reynir Holm, sendibílstjóri, f. 28.3. 1948. Börn þeirra eru Bjarki, Svava Dís og Ásdís. 4) Pálmi, verkfræð- ingur, f. 12.5. 1957, kvæntur Sal- ome Tynes, flugfreyju, f. 31.5. 1961. Börn þeirra eru Bjarni Þór, Ágúst Ottó og Birna Lind. Fyrir átti Pálmi börnin Hjalta Þór og Elísabetu. 5) Svandís, banka- starfsmaður, f. 17.8. 1966, gift Sveini H. Bragasyni skrifstofu- manni, f. 14.3. 1966. Dætur þeirra eru Sólveig Huld og Silja Karen. Svava ólst upp á Broddadalsá í Strandasýslu, stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Ísafirði og fluttist um tvítugt til Reykjavíkur þar sem hún bjó lengst af í Langagerði 28. Hún var húsmóð- ir, vann við fatasaum og ýmis störf við skóla borgarinnar. Útför Svövu fer fram frá Bú- staðakirkju í Reykjavík í dag, 22. febrúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. er Kristinn Ágúst Guðjónsson, klæð- skerameistari, f. á Hólmavík 13.9. 1926. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson, smiður á Hólmavík og víðar, f. 14.5. 1886, d. 16.12. 1939, og Kolfinna S. Jóns- dóttir, húsfreyja og saumakona á Hólmavík og í Reykjavík, f. 16.12. 1891, d. 17.1. 1985. Börn Svövu og Kristins eru: 1) Ómar, viðskiptafræðingur, f. 2.10. 1947, kvæntur Kristínu Geirsdóttur, myndlistarmanni, f. 25.8. 1948. Börn þeirra eru Erna og Geir. 2) Hörður, skrif- stofumaður, f. 27.3. 1952, kvænt- ur Rut Maríu Jóhannesdóttur, Elsku mamma mín. Þó að það sé sárt að kveðja þig er ég afar þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga þig sem móður. Það sem þú kenndir mér og það vega- nesti sem þú gafst mér út í lífið er ómetanlegt. Þú varst í senn góð eiginkona og yndisleg móð- ir, tengdamóðir og amma. Mamma var dugleg og hand- lagin til allra heimilisverka og bakaði heimsins bestu kleinur, ástarpunga og jólakökur sem hurfu síðan jafnharðan ofan í okkur börnin um leið og góð- gætið var borið fram. Mamma sagði stundum að það tæki því ekki að vera að baka, þetta væri borðað um leið. Hún hélt þessu þó áfram alla tíð enda vissi hún að þessi frækorn voru vel þegin og gerðu mikla lukku. Uppvaxtarárin í Langagerð- inu voru skemmtileg hjá okkur börnunum en trúlega erfið á stundum hjá mömmu. Við vor- um endalaust úti að leika í drullunni sem þá var um allt, á meðan hennar tími fór í að þvo drullugallana okkar og að gera við ónýt fötin og að gefa okkur að borða. Svo kom að því að gat- an var malbikuð og gangstéttin steypt og við börnin uxum úr grasi og fluttum að heiman. Mamma var glæsileg alþýðu- kona og mikill fagurkeri. Hún var falleg og hlý og naut þess að klæða sig vel. Hún var miðjan í allri fjölskyldunni og mikil fé- lagsvera og átti margar og góð- ar vinkonur um ævina. Mamma starfaði lengst af í Kvenfélagi Bústaðasóknar og á sínum eldri árum var hún virk í starfi Fé- lags eldri borgara í Reykjavík, þar sem hún hafði gaman af því að spila félagsvist og bingó. Hún var dugleg og afkastamikil við alls konar saumaskap og hafði unun af því að halda glæsi- legar veislur heima fyrir fjöl- skylduna og vinafólkið. Mamma var mikill sóldýrk- andi og það tók hana stuttan tíma að verða brún í sólinni. Á rigningarsömu sumri í Reykja- vík þurfti hún oft ekki nema 2-3 sólardaga í garðinum í Langa- gerðinu til að verða kaffibrún. Eftir miðjan aldur elskaði hún að fara með pabba í frí á sólar- strendur Spánar og Kanaríeyja þar sem þau dvöldu oft vikum saman með góðum vinum. Mamma og pabbi áttu marg- ar góðar sælustundir í sum- arbústaðnum við Þingvallavatn. Fyrstu 30 árin í bústað sem þau byggðu árið 1968 og síðan í bú- stað okkar hjóna sem við byggðum árið 2003. Þar áttu þau sitt hjónaherbergi og voru hluti af okkar fjölskyldu. Afkomendur mömmu og pabba eru nú 37, þ.e. fimm börn, 15 barnabörn og 17 barna- barnabörn. Þau eru öll á lífi nema Bryndís systir mín sem andaðist 48 ára gömul árið 2004. Síðustu þrjú árin bjó mamma á Hjúkrunarheimilinu Hrafn- istu í Boðaþingi í Kópavogi þar sem hún naut bestu umönnunar alls þess frábæra fólks sem þar starfar. Það er varla hægt að hugsa sér betri stað til að búa á í ellinni. Í Boðaþingi var hún frá upphafi og til hinstu stundar umvafinn ást og hlýju starfs- fólksins, þar leið mömmu vel og hún lét okkur vita af því. Ég vil þakka öllu þessu fólki sérstak- lega fyrir elskulega og faglega umönnun yfir mömmu þessi síð- ustu ár hennar. Elsku mamma, ég veit að þú vakir yfir okkur áfram. Takk fyrir að fá að eiga þig, hvíl þú í friði. Þinn sonur Pálmi Kristinsson. Í dag er til moldar borin tengdamóðir mín Svava Brynj- ólfsdóttir frá Broddadalsá. Hún lést södd lífdaga á hjúkrunar- heimilinu Hrafnistu í Boðaþingi í sl. viku 92 ára. Fjölskyldan var hjá henni síðustu dagana, en Svava var mikil fjölskyldukona. Hún missti Bryndísi dóttur sína aðeins 48 ára gamla úr krabba- meini. Það var mikill harmdauði en Svava bar sorg sína í hljóði. Svava var af þeirri kynslóð kvenna sem sinntu börnum sín- um og búi af mikilli kostgæfni. Hún var alin upp í sveit, var Strandamaður í húð og hár. Hún var falleg kona og dökk yf- irlitum eins og margt hennar fólk. Ung að árum fór hún í Húsmæðraskólann á Ísafirði. Hún var hagsýn enda stýrði hún stóru heimili þar sem sparsemi og nýtni var talin til dyggða. Svava vann heima við fatasaum og fatabreytingar á meðan börnin voru lítil auk þess að sinna húsmóðurstörfum. Síðar þegar þau voru farin að heiman vann hún fyrst sem ganga- vörður og svo sem matráður í Réttarholtsskóla þar til hún fór á eftirlaun. Svava var fé- lagsvera. Hún var virk í Kven- félagi Bústaðasóknar og átti góðan vinkvennahóp í hverfinu. Hún var í saumaklúbbi með skólasystrum úr Húsmæðra- skólanum öll árin meðan þær höfðu heilsu til. Ég gleymi því aldrei þegar ég kynntist Ómari ung að árum og kom inn í fjölskylduna að mér fannst svo mikið líf og fjör á heimilinu. Þar var alltaf kvöld- kaffi þar sem allir komu saman. Börn og fullorðnir sögðu fréttir og spjölluðu um allt milli himins og jarðar. Þar fór tengdamóðir mín á kostum. Hún sá mannlífið oft í skemmtilegu ljósi og hafði auga á sérkennum fólks þannig að maður var alveg opinmynnt- ur eða grét úr hlátri. Í Langa- gerði var oft margt um mann- inn, bæði frændur og frænkur, fólkið úr sveitinni og svo fjöl- skylda Kristins tengdaföður míns sem var fjölmenn í hverf- inu. Svava lagði metnað sinn í að eiga fallegt heimili enda smekkleg kona og mikill fag- urkeri og sjálf ekki spör á hrós- ið. Sunnudagarnir voru sann- kallaðir fjölskyldudagar. Þá var það lambalærið, grænu baun- irnar og rauðkálið eða pönnu- kökurnar með rjóma. Hún hélt utan um okkur öll. Þau hjónin byggðu sér sumarbústað við Þingvallavatn, sælureit í Grafn- ingnum þar sem við nutum sam- verunnar. Barnabörnin elskuðu að vera hjá þeim í bústaðnum. Við áttum þess kost að ferðast með Svövu og Kristni á sumrin í sveitina að Brodda- dalsá. Það var mér borgar- barninu alveg ómetanlegt. Nokkrum sinnum fórum við saman til útlanda á sólarströnd. Svava elskaði sólina enda var hún eins og senjóríta í útliti. Á seinni árum fóru þau hjón allt að þrisvar á ári á sólarströnd og fengu ekki nóg af sólinni fyrr en heilsan fór að bresta fyrir um 10 árum síðan. Svava og Kristinn áttu 70 ára brúðkaupsafmæli í nóvember sl. Þau áttu farsælt hjónaband og voru samhent í gegnum tíðina. Mér fannst alltaf gaman að til- heyra svona stórri og skemmti- legri fjölskyldu. Við Svava vor- um alla tíð góðar vinkonur og ég dáðist að dugnaði hennar. Hún var góð tengdamóðir og ég elskaði hana. Ég kveð hana með söknuði. Kristín Geirsdóttir. Kallið er komið og kveðju- stundin runnin upp. Elskuleg tengdamamma er látin, 92 ára að aldri. Hún lést með eigin- mann sinn sér við hönd. Og yngsta barn sitt á hina höndina. Fallegra andlát er varla hægt að hugsa sér. Eflaust var hún hvíldinni fegin þar sem hún var fyrir alllöngu búin að tapa heils- unni og lífsneistinn hafði dofn- að. Svava var glæsileg kona, allt- af vel til höfð og með vandaðan fatasmekk. Ef stórveislur voru haldnar í fjölskyldunni, fannst mér tengdamóðir mín alltaf bera af í glæsileika. Fötin, skartið, naglalakkið, allt var eins fullkomið og það gat orðið. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una, fyrir bráðum 28 árum, var Svava þegar komin yfir sextugt. Engu að síður get ég vel ímynd- að mér hana á sínum yngri ár- um. Af myndum að dæma var hún falleg kona og hafði mikla persónutöfra. Hún var hæglát og yfirveguð og virtist taka öllu með jafnaðargeði. Svava var frábær húsmóðir, bakaði bestu hjónabandssælu sem ég hef smakkað. Á fyrstu sambúðarár- um okkar Pálma hringdi ég oft í Svövu til að fá uppskriftir að hinu og þessu góðgætinu sem hún hafði borið á borð. Ég geymi í hjarta mínu ljúfar minningar úr Langagerðinu, úr jólaboðum, af heimsóknum í sumarbústaðinn í Svínahlíð, af ættarmótum og fjölmörgum öðrum góðum stundum. Þó hvíldin hafi verið kær- komin, þá er missirinn og sökn- uðurinn þó alltaf til staðar. Mestur er þó missir elsku tengdapabba, sem nú kveður ástkæran lífsförunaut til 70 ára. það er langur tími í hjónabandi. Guð blessi minningu elsku Svövu minnar og veiti börnum hennar og okkur öllum tengda- fólkinu styrk og blessun á kveðjustundu. Salome Tynes. Elsku amma og tengda- mamma. Það er sárt að kveðja þig en nú ert þú komin til Bryndísar dóttur þinnar sem þú saknaðir svo mikið. Þrátt fyrir að þetta hafi gerst snögglega var aðdragandinn að þessu langur. Margs er að minnast frá liðn- um árum. Við vorum alltaf vel- komin í Langó og sumarbústað- inn á Þingvöllum þar sem þú og afi eydduð flestum helgum. Við munum eftir Langagerði þar sem þið afi byggðuð ykkur hlý- legt heimili og bjugguð í yfir 50 ár. Við vorum nýbúin að fagna með ykkur 70 ára brúðkaups- afmæli 2. nóvember síðastliðinn. Samband ykkar afa var alveg einstakt. Það einkenndist af virðingu og umhyggju fyrir hvoru öðru. Þið voruð samhent í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur, fóruð í margar utan- landsferðir saman og fóruð dag- lega í sund meðan heilsan leyfði. Það voru margar hefðir hjá þér og afa. Á aðfangadag var alltaf hist í Langó og skipst á pökkum og þú gerðir alltaf heitt súkkulaði og var það í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum að velja okkur bolla úr fallega safninu þínu. Á jóladag hittist svo öll fjölskyldan í hinni árlegu jólaveislu sem þið hélduð í yfir 30 ár. Einnig hélduð þið afi boð á 17. júní þar sem öll fjölskyld- an kom saman eftir skemmtun dagsins og varst þú alltaf búin að baka. Við systur minnumst þess þegar þið afi fluttuð heim til okkar í nokkra daga vorið 2006, þegar mamma og pabbi fóru til útlanda. Þið dekruðuð við okkur allan tímann og var það mjög gaman. Sem tengdamóðir varstu yndisleg og leyfðir okkur að taka okkar eigin ákvarðanir án þess að skipta þér af en á sama tíma var alltaf hægt að leita ráða hjá þér og sýnduð þið mik- inn áhuga á því sem við gerðum. Hvíldu í friði, elskulega amma okkar og tengdamamma. Sveinn, Sólveig Huld og Silja Karen. Mér finnst svo stutt síðan Svava amma mín var eldhress, kát og kraftmikil. En svona líð- ur tíminn skringilega. Sú minn- ing um hana lifir svo sterkt. Það var engin tilgerð í henni ömmu minni. Hún sagði hlutina beint út, fussaði, sveiaði og skellihló. Hún sagði hvað henni fannst og stundum móðgaðist maður jafn- vel smá en á sama tíma var hún ekki nísk á hól og var oft að hæla manni þannig að maður varð mjög upp með sér. Góðar minningar úr Langa- gerðinu eru ófáar, að fá að gista hjá ömmu og afa var ævintýri líkast, feluleikir á háloftinu, punta sig með fíneríinu hennar ömmu, Mackintoshið uppi í skáp, tína og borða jarðarber og rifsber út í garði. Síðan voru það veislurnar hennar ömmu og gestrisnin, pönnsurnar, stríðs- terturnar, brauðterturnar, nammi namm. Hún virtist galdra þetta allt fram með mik- illi yfirvegun og ró. Og já, kvöldkaffið á björtum sumar- kvöldum og hádegissunnudags- steikin. Hlátur og læti, rifist um pólitík og mikið hlegið, heyrðist alltaf hátt í ömmu og fleirum úr fjölskyldunni. Mér leiddist þetta sem krakki en mikið vildi ég endurupplifa það núna því ég held ég mundi elska það. Stundirnar í sumarbústað ömmu og afa í Grafningnum á Þingvöllum voru alveg ómetan- legar. Þar var algjör suðupottur í sól. Þar sem maður lagði sig í fangi ömmu í „holunni“ okkar sem var graslaut til hliðar við bústaðinn. Eða notalegar stund- ir í rigningu og roki við arineld- inn með útsýni út á úfið Þing- vallavatn, þar sem fjölskyldan stytti sér stundir saman með því að spila spil, lesa gömul tímarit eða gamlar bækur. Þetta var alvöru sumarbústaður með engu rafmagni og vatnið sem við notuðum var rigning- arvatn og þegar það kláraðist þurfti að sækja vatn í kúta úr Þingvallavatni. Svo voru góðar gönguferðir um þetta fallegasta svæði Íslands í mínum huga, rabbabaratínsla o.fl. En svo brann þessi paradís til kaldra kola. Það var sárt. Amma fína með brúnu fallegu stóru augun sín, sem urðu svo sorgmædd eftir að Bryndís dóttir hennar dó. Amma var ekki mikið að sýna tilfinningar, en hún var samt hlý og góð, yf- irveguð, dul. Stolt af okkur barnabörnunum sem vorum að gera svo ólíka hluti og þótt sum okkar væru að gera skrítna hluti og ekki beint að fara venjulegar leiðir þá var t.d. úr- klippubókin merki um það að hún var stolt af okkur sama hvað við gerðum. Amma og afi ferðuðust mikið seinni árin og fóru í nokkrar ævintýraferðir. Ég man eftir að hafa farið í eina slíka mjög mik- ilvæga ævintýraferð með ömmu og afa, foreldrum mínum og Geir bróður til Grikklands og Aþenu að skoða fornar slóðir og minjar, þar sem leiklist og heimspeki blómstruðu. Þessi ferð hafði mikil áhrif á mig. Elsku amma, nú ert þú von- andi á ferð og flugi og komin á æsispennandi ævintýralegan stað eða komin til Bryndísar í dásamlega paradís í frið og ró. Erna Ómarsdóttir. Svava Brynjólfsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Elskuleg móðir okkar, ESTER SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Hornafirði, er látin. Útförin fer fram í Bústaðakirkju föstudaginn 23. febrúar klukkan 13. Ólafía Sveinsdóttir Haukur Sveinsson Jón Árni Sveinsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KATRÍN JÓHANNA GÍSLADÓTTIR, Skjóli við Kleppsveg, lést aðfaranótt 10. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 23. febrúar klukkan 11. Þórunn Ísfeld Þorsteinsdóttir Sigurfinnur Þorsteinsson Björk Þorsteinsdóttir Rúnar Bergs Þorsteinsson tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, SIGURBJÖRN ELDON LOGASON múrarameistari og myndlistarmaður, Fannafold 66a, Reykjavík, lést fimmtudaginn 15. febrúar á líknardeild Landspítalans og verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 13. Bjarnveig Karlsdóttir Karl Rúnar Sigurbjörnsson Áslaug Jóna Sigurbjörnsdóttir Jón Logi Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.