Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 75
MINNINGAR 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
✝ Pétur Sigurðs-son fæddist 9.
mars 1950 í
Reykjavík. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skógar-
bæ 15. febrúar
2018.
Foreldrar hans
voru Sigurður Þor-
kelsson, f. 1. febr-
úar 1914, d. 6. sept-
ember 1984, og
Else Þorkelsson, f. 12. apríl
1919, d. 2. september 2009.
Pétur var yngstur þriggja
bræðra. Bræður eru Björn, f.
1943, og Einar, f. 1944.
3. nóvember 1973 kvæntist
hann Jóhönnu Ólafsdóttur, f. 4.
desember 1947 í Reykjavík.
lauk BS-próf í efnafræði frá Há-
skóla Íslands 1974. Pétur stund-
aði framhaldsnám í efnisfræði
og málmprófunum í Englandi
árin 1977-78.
Pétur starfaði hjá Iðntækni-
stofnun á árunum 1974-82.
Hann kenndi efnisfræði málma
við Tækniskóla Íslands í 20 ár
ásamt því að gefa út kennsluefni
í faginu.
Árið 1982 hóf Pétur sjálf-
stæðan rekstur við ráðgjöf og
eftirlit í málmiðnaði. Árið 2014
tók sonur hans við fyrirtækinu.
Pétur var einn af stofnendum
Málmsuðufélags Íslands árið
1983.
Pétur gekk til liðs við Odd-
fellowstúku nr. 12 Skúla fógeta
árið 1984. Árið 1996 tók hann
þátt í að stofna Oddfellowstúku
nr. 21 Þorlák Helga. Pétur var
virkur félagi og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum þar.
Útför Péturs fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 22.
febrúar 2018, klukkan 13.
Börn þeirra eru 1)
Helgi Pétursson f.
30. september 1972,
kvæntur Guðnýju
Unni Jökulsdóttur,
f. 13. maí 1969. Þau
eiga tvö börn;
Ágúst Benóný og
Atla Stefán. 2)
Tryggvi Pétursson
f. 6. febrúar 1975,
kvæntur Kristínu
Hrönn Guðmunds-
dóttur, f. 12. febrúar 1976. Þau
eiga þrjú börn; Katrínu Ingu,
Ólaf Kára og Viktoríu Helgu. 3)
Þorkell Pétursson f. 9. janúar
1982.
Pétur ólst upp á Birkimel í
Reykjavík. Hann útskrifaðist
sem stúdent frá MR árið 1970 og
Ég hef oft hugsað hversu
mikið ég datt í lukkupottinn
þegar ég kynntist eiginmanni
mínum en ekki síður með hvað
ég var heppin með tengdafor-
eldra. Nú er tengdafaðir minn
fallinn frá og ég vil minnast
hans í stuttu máli.
Pétur var hörkuduglegur,
stoppaði aldrei og áorkaði miklu,
en þó ekki með neinum látum.
Svo til nýútskrifaður úr há-
skóla keypti hann ásamt Jó-
hönnu sumarbústaðarlóð og þau
girtu hana af.
Hann fór í framhaldsnám til
Englands.
Þegar heim var komið byggðu
þau sumarbústaðinn og svo ein-
býlishús við hlið sumarbústað-
arlands foreldra Péturs í Graf-
arvoginum.
Allt var byggt af mikilli skyn-
semi og farið eftir fjárhag
hverju sinni.
Sumarbústaðurinn hefur allt-
af verið mikilvægur fjölskyld-
unni, oftast var safnast þar sam-
an á páskum, falin páskaegg, og
svo má ekki gleyma hinum ár-
legu kartöfluniðursetningum og
-uppskerum.
Rétta nafn sumarbústaðarins
er Vonarholt en það heyrðist að
nágrannarnir kölluðu hann
Kaffistofuna því svo mikið var
stöðugt verið að dytta að, planta
gróðri, klippa tré og viðhalda
hlutunum að lítill tími gafst til
að hanga inni í bústað.
Byggt var við bústaðinn og
bætt við heitum potti og þá
fjölgaði ánægjustundunum þar, í
réttum takti við fjölgun afkom-
endanna.
Margar ánægjustundir hef ég
haft með Pétri og Jóhönnu og
fyrir utan sumarbústaðarferð-
irnar má þar nefna ferðalögin,
innan lands sem utan. Göngur á
Fimmvörðuháls og Heklu standa
upp úr, sem og Flórídaferðir og
ferðin til Dubai fyrir rétt rúmu
ári.
Ég þakka Pétri samfylgdina.
Minning hans lifir.
Guðný Unnur.
Pétur vinur okkar og félagi er
látinn.
Ekki bar það brátt að en sárt
er það engu að síður og hrærist
nú upp í minningabrunninum.
Það var vorið 1971 sem við
nokkrir félagar úr efnafræði-
námi víð HÍ tókum upp á því að
spila bridge tvisvar í mánuði.
Hlé var þó gert á spila-
mennskunni í rúman áratug á
meðan menn sinntu sérnámi er-
lendis en upp var tekinn þráð-
urinn nokkru eftir að sá síðasti
skilaði sér aftur til landsins.
Geirfugl var klúbburinn kallaður
að tillögu Péturs því að um þær
mundir var safnað fé til kaupa á
„síðasta geirfuglinum“ sem var á
uppboði í London.
Pétur var lykilmaður í hópn-
um, hélt utan um spilabókhald
og fjárreiður spilaklúbbsins
Geirfugls lengst af og annaðist
greiðslur fyrir heimshornaflakk
klúbbfélaga.
Hann stjórnaði árshátíðahaldi
klúbbsins og lagði margt gott til
málanna meðan við hinir sáum
um eldamennsku og hristum
saman görótta kokkteila, en
jarðarberin voru þó hans sér-
grein. Það var alltaf notalegt að
koma í Funafoldina þar sem
dönsk „hygge“ ríkti hjá þeim
hjónum. Pétur var slyngur spila-
maður og mjög vel læs á stöð-
una. Víst er að enginn okkar
hefur sagt og staðið þrjú grönd
jafn oft og Pétur. Vandmeðfarin
snilldarsögn á veik spil og þar
var Pétur færastur. Við söknum
góðs félaga og vottum Jóhönnu
og sonunum samúð á erfiðum
tímum.
Guðmundur, Kristján,
Ólafur og Sigurður.
Pétur minn. Þetta voru upp-
hafsorð þegar Pétur var ávarp-
aður í Klíkunni.
Klíkan ferðaðist saman um
óbyggðir og vítt og breitt um
landið og gerði sér oft dagamun
af margs konar tilefni.
Það var gott að ferðast með
Pétri og sitja í bíl með honum
því að hann var einstaklega af-
slappaður við aksturinn. Þegar
ferðast var með honum varð
hann að stoppa við brýr og at-
huga brúarstöpla og ryð undir
brúm.
Minnisstætt er þegar Pétur
sló upp dansiballi við Sesseljuvík
og þar voru dansaðir gömlu
dansarnir við harmonikkutóna.
Pétur var mikill gestgjafi og
veitti vel köflótta drykki eins og
í fertugsafmæli Jóhönnu.
Boðið átti að vera kokkteil-
partí milli 5 og 7 en veislan
leystist upp rétt undir morgun.
Og ógleymanleg var veislan í
Sviðnum.
Takk, Pétur minn, fyrir að
ýta mér upp á Keili og drösla
með niður Grímannsfellið. Inni-
legar samúðarkveðjur til þín, Jó-
hanna mín, sonum og vinum
Péturs votta ég samúð. Takk,
Pétur minn.
Erla Ragna Ágústsdóttir.
Vinur minn og starfsfélagi til
margra ára, Pétur Sigurðsson,
er látinn langt um aldur fram.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
fyrir um það bil 45 árum þegar
Pétur var í námi í efnafræði við
Háskóla Íslands. Kom hann þá í
sumarvinnu á Rannsóknastofn-
un iðnaðarins og fékk þar verk-
efni við prófanir á málmum og
málmsuðu.
Fylltist hann fljótt miklum
áhuga á þessu sviði og gerði það
að ævistarfi sínu að loknu há-
skólanámi, fyrst hjá rannsókna-
stofnuninni en síðan sem sjálf-
stæður prófunaraðili og ráðgjafi.
Þessi áhugi smitaðist svo
áfram til sonar hans, Tryggva,
sem tók við keflinu eftir að Pét-
ur varð smám saman að draga
sig í hlé vegna veikinda sinna.
Verkefni okkar Péturs tengd-
ust oft í gegnum tíðina og bar
aldrei skugga á samstarfið. Pét-
ur var nákvæmur sérfræðingur
og fylgdist vel með nýjungum á
sínu sviði.
Hann fór í framhaldsnám t.d.
hjá Welding Institute í Cam-
bridge og var með alþjóðlega
vottun sem sérfræðingur í
málmprófunum.
Pétur var mjög góður og
skemmtilegur félagi bæði í
vinnu og utan hennar og mikill
vinur vina sinna. Eins var hann
mikill fjölskyldumaður. Tryggð
og heiðarleiki voru einkenni
hans bæði í leik og starfi.
Nú þegar að kveðjustund er
komið þakka ég Pétri fyrir ára-
tuga samfylgd og sendi Jóhönnu
og öðrum aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur. Þeirra miss-
ir er mikill.
Blessuð sé minning Péturs
Sigurðssonar.
Ásbjörn Einarsson.
Mjök erum tregt
tungu at hræra
Svo orti Egill Skallagrímsson
við fráfall sona sinna. Mér líður
eins.
Æskuvinur minn er fallinn frá
allt of fljótt. Við kynntumst
þriggja ára, þegar við fluttum
báðir á sömu hæð í blokkina á
Birkimel, eða Símablokkina eins
og hún var oft kölluð. Stutt var
að fara yfir ganginn og vorum
við ósjaldan að hlaupa á milli
íbúða í allskonar leikjum og ým-
islegt var brallað bæði gott og
annað ekki alltaf vinsælt hjá
fullorðna fólkinu.
Æskan á Birkimel var engu
lík, tæplega 30 krakkar á líkum
aldri og var verið í leik allan
daginn. Við Pétur æfðum fót-
bolta saman, vorum í skátunum,
og fleira.
Nokkurs konar hugsanaflutn-
ingur (telepati) var á milli okkar,
við vissum yfirleitt hvernig hin-
um leið og er gott dæmi um það
þegar Pétur var úti á landi í
pössun, þá var ég að leika við
hann heima á stofugólfi en upp-
götvaði svo að Pétur var ekki
heima og varð dauðhræddur.
Seinna komst ég að því að hon-
um hafði leiðst vistin og hafði
saknað mín á því sama augna-
bliki.
Á unglingsárum fluttum við
báðir á loftið með herbergi hlið
við hlið, þar sem önnur iðja tók
við, menntaskólalærdómur og
sitthvað fleira, sem ekki skal tí-
undað hér.
Mamma Péturs var dönsk og
var danskur bragur á heimilinu.
Gott var að koma til Elsu eft-
ir skóla og fá smørrebrød og
annað danskt góðgæti og alltaf
tók Elsa á móti mér af sömu
góðvildinni.
Foreldrar Péturs höfðu land
til afnota við Gufunes, nú Folda-
hverfi, og þangað fór ég oft með
þeim á sumrin , þar sem við lék-
um okkur fjarri borgarniðnum í
annars konar leikjum.
Þurftum við þó stundum að
taka til hendinni í garðyrkjunni,
það var ekki gefið eftir af þeim
hjónum.
Pétur byggði síðan hús sitt í
næsta nágrenni „Lóðarinnar“
eins og landið var nefnt.
Þegar við báðir höfðum stofn-
að heimili var talsverður sam-
gangur á milli fjölskyldna okkar.
Oft var kíkt í kvöldkaffi, við
tókum þátt í stórafmælum,
brúðkaupum, fermingum og út-
skriftum barna okkar, stofnuð-
um matarklúbb ásamt fleiri
Birkimelsvinum og fórum til
Spánar 2016, þar sem Pétur
spilaði golf af miklu kappi. Einn-
ig tefldum við skák reglulega og
alltaf var gaman að hittast.
Pétur var eins og nafnið gefur
til kynna klettur. Traustur, stað-
fastur og duglegur. Hann var
með afbrigðum handlaginn og
fór létt með að byggja sumarbú-
stað og einbýlishús yfir fjöl-
skylduna. Fyrirtæki sitt byggði
hann upp af dugnaði og elju og
var vel liðinn hjá viðskiptavin-
um.
Það var sárt að fylgjast með
hvernig sjúkdómurinn náði helj-
artökum á vini mínum og sitjum
við eftir með söknuð í hjarta.
Við Marta sendum Jóhönnu,
sonum þeirra og fjölskyldum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Hvíl í friði, kæri vinur, og
takk fyrir samveruna.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Kjartan K. Steinbach.
Við andlát Péturs Sigurðsson-
ar féll frá mikill öndvegismaður.
Hann var vinur vina sinna, dug-
legur, umhyggjusamur og hjálp-
legur í alla staði.
Við Gunna Sigga, Pétur og
Jóhanna áttum mjög margar og
góðar samverustundir. Flestar
sneru þær að vinnu af ýmsu
tagi, í Grímsnesi, Hveragerði og
Funafold 48 í Reykjavík, þar
sem þau byggðu sér fallegt
heimili.
Pétur var áræðinn til verka
en flanaði aldrei að neinu.
Hann aflaði sér upplýsinga og
setti verkin vel fyrir sig bæði
fjárhagslega og verklega.
Það má segja að samvinna
okkar hafi byrjað af alvöru þeg-
ar Pétur og Jóhanna byggðu
sumarhúsið sitt í Grímsnesi fyrir
um 35 árum.
Samvera fjölskyldna okkar
var þá mjög mikil og hélst í
mörg ár.
Við eyddum t.d. þó nokkrum
páskum saman í Grímsnesinu og
skemmtum okkur við ýmsa leiki
með drengjunum okkar.
Ekki minnkaði samvinnan og
samveran þegar Pétur og Jó-
hanna hófu að byggja glæsihúsið
að Funafold 48. Þau voru ófá
handtökin sem við Pétur unnum
saman að í því húsi og mun það
lifa í minningunni hvað hann var
þægilegur í samstarfi.
Pétur var sérlega hjálpsamur
og ávallt tilbúinn þegar þurfti að
taka til hendi í garðyrkjustöð-
inni hjá foreldrum okkar Jó-
hönnu og skipti þá ekki máli
hvað var verið að gera, smíða-
vinna, pípulagnir, glerjun gróð-
urhúsa eða að singarðyrkjunni
og blómaræktuninni.
Við hjónin og drengirnir okk-
ar Eiríkur og Ólafur munum
minnast Péturs sem góðs vinar
og félaga.
Við biðjum góðan guð að
styrkja Jóhönnu, Helga,
Tryggva og Þorkel, einnig
tengdadæturnar og barnabörnin
á þessum erfiðu stundum.
Steinn Guðmundur
Ólafsson og Guðrún
Sigríður Eiríksdóttir.
Pétur
Sigurðsson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ ARADÓTTIR,
Fróðengi 3, 112 Reykjavík,
er lést föstudaginn 9. febrúar á Land-
spítalanum, verður jarðsungin föstudaginn
23. febrúar klukkan 13 frá Grafarvogskirkju.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim er vildu
minnast hennar er bent á líknarsjóði Oddfellowreglunnar.
Karl Jónasson
Karl M. Karlsson Rósa P. Sigtryggsdóttir
Björg Karlsdóttir Örn Guðnason
Ari Karlsson Dóra Camilla Kristjánsdóttir
Kristjana Jónsdóttir
Björn Karlsson Svanhildur Rún Þórarinsdóttir
Gísli S. Karlsson Sigurbjörg Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN EMILSSON,
Laxárhlíð,
Hrunamannahreppi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
12. febrúar.
Útför fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 24. febrúar
klukkan 14.
Sigríður Guðmundsdóttir
Emil Guðjónsson Alma Guðmundsdóttir
Eyrún Guðjónsdóttir
Guðmundur Guðjónsson Berglind Bára Hansdóttir
Steinar Guðjónsson Hrönn Erlingsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ARNÓR EGGERTSSON
löggiltur endurskoðandi,
Víðimel 67, Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 20. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju
mánudaginn 26. febrúar klukkan 13.
Arndís Jóhanna Arnórsdóttir
Jóhanna Arnórsdóttir Helmut Hinrichsen
Valdís Arnórsdóttir Ingólfur Gissurarson
Hrafnhildur, Arnór Tumi, Margeir, Teitur,
Kristín Laufey, Jóhanna María og Eva Þórdís
Elsku eiginmaður minn og faðir okkar,
PÁLMI ÁSMUNDSSON
húsasmíðameistari,
Þverárseli 2, Reykjavík,
varð bráðkvaddur laugardaginn 17. febrúar.
Útförin fer fram frá Seljakirkju
þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 13.
Ásdís Halldórsdóttir
Linda Rós Pálmadóttir
Pálmi Þór Pálmason
Elskulegur sonur minn, bróðir og frændi,
RÖGNVALDUR AXEL RÖGNVALDSSON,
lést sunnudaginn 11. febrúar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi. Sálumessa hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Kristrún Elíasdóttir
Margrét G. Rögnvaldsdóttir
Anna A. Rögnvaldsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir og systir,
HELGA L. JÓNSDÓTTIR HUTCHINSON
frá Kirkjuhvoli, Akranesi,
lést á heimili sínu í Omaha, Nebraska,
mánudaginn 12. febrúar.
Útför hefur farið fram.
Ralph Hutchinson
Emma Hutchinson
og systkini hinnar látnu