Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 82
82 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður
560-8888 • www.vfs.is
Þegar þig vantar
alvöru hörkutól
Unndór Jón Egilsson myndlistarmaður á fjörutíu ára afmæli ídag. Hann útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistardeildListaháskóla Íslands árið 2008 og lauk MFA-námi frá Valand
School of Art í Gautaborg árið 2011.
Unndór vinnur aðallega með innsetningar og er undirbúa þrjár
sýningar fyrir vorið. Fyrst verður samsýning sem hefst 24. mars í
bænum Moss í Noregi og heitir Tenderness, síðan verður Unndór með
einkasýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði í maí og svo verður hann
með verk á samsýningu í Tallinn í Eistlandi sem hefst í júní.
„Ég verð með eina innsetningu á hverri sýningu, allt ólík verk.“
Unndór kennir einnig á smíðaverkstæðinu í Listaháskóla Íslands.
„Ég er sjálfmenntaður í smíðum, lærði í gegnum myndlistina að smíða
og get því sett upp mín verk alveg sjálfur. Svo smíða ég mín eigin hús-
gögn, eins og borðstofuborð, sófaborð, skápa og rúm. Eiginlega öll
húsgögnin sem eru heima hjá mér smíðaði ég sjálfur.“ Myndlistin og
smíðarnar taka mestallan tíma hjá Unndóri, en svo finnst honum einn-
ig gaman að ganga á fjöll.
„Ég verð með fjölskylduboð um helgina í tilefni afmælisins, en kem
líklega með köku í vinnuna í dag og fer svo út að borða um kvöldið.“
Kærasta Unndórs er Anna Valenius, nemi í keramik í Myndlista-
skólanum í Reykjavík, en hún er frá Finnlandi. Foreldrar Unndórs
eru Jón Egill Unndórsson og Ólöf Elva Sigvaldadóttir
Listamaðurinn Unndór Jón Egilsson, dverghagur á járn og timbur.
Smíðar sjálfur sín
eigin húsgögn
Unndór Jón Egilsson er fertugur í dag
S
igríður Þorgeirsdóttir
fæddist í Reykjavík 22.2.
1958, en ólst fyrstu árin
upp í Grænási við Kefla-
víkurflugvöll þar sem
faðir hennar var lögreglustjóri og
síðar sýslumaður: „Návígið við
flugvöllinn og bandarísku herstöð-
ina hafði óneitanlega mikil áhrif á
umhverfið, en annars var Grænás
barnmargt samfélag fjölskyldna
opinberra starfsmanna sem tengd-
ust með einum eða öðrum hætti
starfseminni þarna.“
Fjölskyldan flutti í Garðabæ er
Sigríður var níu ára og er hún var
18 ára, lá leiðin til Reykjavíkur.
Hún byrjaði ung að sendast á
sumrin hjá Júpíter og Mars hf., í
Aðalstræti, útgerðarskrifstofu móð-
urföður síns, Tryggva Ófeigssonar.
Þar fékk hún innsýn í sjómennsku
og togaraútgerð þeirra tíma. Í
sumarleyfum fór hún til Reyð-
arfjarðar til afa og ömmu, Þor-
steins Jónssonar, áður kaupfélags-
stjóra og Sigríðar Þorvarðardóttur,
vann eitt sumar við Kaupfélag
Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur 60 ára
Fjölskyldan Sigríður og Magnús Diðrik með dóttur sinni, Elísabetu, og manni hennar, Christoph Buller.
Með hugann við jafn-
rétti og náttúruvernd
Morgunblaðið/Golli
Heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor hefur kennt víða.
Í dag, fimmtudaginn 22.
febrúar 2018, eiga 60
ára brúðkaupsafmæli
hjónin Katrín Björk Frið-
jónsdóttir og Pálmi Við-
ar, búsett að Hraunsvegi
13 í Njarðvík. Þau voru
gefin saman 22. febrúar
1958 af sr. Birni Jóns-
syni.
Árnað heilla
Demants-
brúðkaup
85 ára er í dag,
fimmtudaginn 22.
febrúar 2018,
Friðbjörg Krist-
jana Ragnars-
dóttir, til heimilis
að Skipalóni 20 í
Hafnarfirði. Í til-
efni dagsins mun Friðbjörg taka á móti
gestum í samkomusal hússins að
Skipalóni 20, Hafnarfirði frá kl. 16.00
og fram á kvöld á afmælisdaginn.
Árnað heilla
85 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frámerkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
stórafmælum,hjónavígslum,barns-
fæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón