Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 86

Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 86
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Lies Are More Flexible, eða Lygar eru sveigjanlegri, nefnist nýjasta breiðskífa Gus Gus sem kemur út á morgun, 23. febrúar, og er hún jafn- framt sú tíunda sem sveitin sendir frá sér. Gus Gus skipa nú Biggi Veira og Daníel Ágúst Haraldsson og hefur hljómsveitin bæði stækkað og minnkað á þeim tæplega 23 árum sem liðin eru frá stofnun hennar, ár- ið 1995. Síðasta plata Gus Gus, Mexico, kom út fyrir um þremur og hálfu ári og þeir Biggi og Daníel eru spurðir að því hvað hafi á daga Gus Gus drifið frá þeirri útgáfu. „Við höfum verið að túra, ferðast um heiminn og náttúrlega semja nýja plötu ... eða plötur,“ svarar Daníel og Biggi bætir við að þeir hafi alltaf verið dá- lítið lengi að gera plötur. „En nú ætlum við að laga það … eða næst,“ segir hann kíminn og Daníel skýtur inn í að þetta segi þeir í hvert sinn sem þeir sendi frá sér breiðskífu. – Hvernig stendur á því, eruð þið svona vandvirkir? „Þegar maður gefur út plötu tek- ur alltaf tíma að losna við hana úr taugakerfinu þannig að maður geti gert nýja, það getur tekið heilt ár. Svo fer maður að þreifa fyrir sér og spá í hvað mann langar að gera næst. Stundum er maður kominn með einhverjar hugmyndir um það, búinn að hlusta á einhverja tónlist eða tappa inn í einhverja strauma og stefnur, bæði nýjar og gamlar og þannig mótast hvað okkur langar að prófa að sjóða saman næst,“ svarar Biggi. „Síðan kemur alltaf að því að demóin fara að gefa lykt af næstu plötu og þá fer þetta að ganga að- eins hraðar.“ Textarnir og melódíurnar koma oft samsíða Biggi segir plötugerðarferlið í raun tvíþætt. „Annars vegar er ég bara í stúdíóinu að kokka upp ein- hverja elektróníska sýru á synth- ana mína, reyna að ná niður ein- hverjum einföldum skissum sem innihalda eitthvert sánd eða grúv sem hægt væri að nota. Og þegar Daníel tengir við einhverja skissuna verður kannski til lag,“ segir Biggi og Daníel fær orðið. „Textarnir við lögin og melódíurnar koma oft sam- síða. Ég þarf náttúrlega líka að upplifa eitthvað og gera einhverja sýru til þess að hafa eitthvað um að semja svo eitthvert innihald sé í þessu,“ segir hann. Biggi segir þá Daníel oft hanga saman löngum stundum í stúdíóinu og vilji þeir fá algeran frið til list- sköpunar er haldið í sumarbústað. Á umslagi plötunnar nýju er ljós- mynd af Daníel með bensínstöð í bakgrunni og veðrið heldur hrá- slagalegt, snjór og kuldi. Blaðamað- ur spyr hvort myndin hafi verið tekin þegar þeir voru á leið í bústað og Daníel svarar um hæl: „Ná- kvæmlega“. Mynd af engu – Þetta er skemmtileg súr ljós- mynd, verð ég að segja. Hver er pælingin með henni? Fólk þarf eldsneyti  Tíunda breiðskífa tvíeykisins Gus Gus, Lies Are More Flexible, kemur út á morgun  Nýjar upp- skriftir en sami kryddskápurinn  Lygar eru miklu sveigjanlegri en sannleikur, segja Gus Gus-menn Morgunblaðið/Hari Áreitislausir Gus Gus-menn, þeir Daníel Ágúst og Biggi Veira, á ferðinni við eina af bensínstöðvum höfuðborgarinnar. „Þú finnur þig sjálfan á bensín- stöðinni því það er ekkert annað þar,“ segir Biggi og Daníel bætir við að lífsfyllingin komi innan frá, þegar ekkert er áreitið. 86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Norræn kvikmyndahátíð hefst í Norræna húsinu í dag og stendur yfir til þriðjudags, 27. febrúar. 15 kvikmyndir frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi verða sýndar á hátíðinni og er aðgangur að sýn- ingum ókeypis. Miðapantanir fara fram á tix.is og segir markaðs- og kynningarstjóri Norræna hússins, Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, að þegar sé orðið uppbókað á nokkrar sýningar og á aðrar nærri fullbókað. Kristbjörg minnir á að Nor- ræna húsið sé ekki kvikmynda- hús og að hver mynd verði aðeins sýnd einu sinni eða tvisvar á hátíðinni. „Þetta eru oftast myndir sem er búið að frum- sýna en það kemur fyrir að við frumsýnum myndir sem hafa ekki og munu ekki fara í almenna dreif- ingu á Íslandi,“ segir hún. Því mið- ur hafi norrænar kvikmyndir ekki ratað eins vel í íslensk kvikmynda- hús og þær bandarísku. „Þannig að við höfum fundið okkur knúin til að bjóða upp á þessa hátíð,“ segir Kristbjörg. Lengri útgáfa af Óþekkta hermanninum Kristbjörg segir hlutverk Nor- ræna hússins að miðla norrænni menningu til Íslendinga og að hátíð- in falli undir það. „Og Norðurlöndin standa framarlega í dag í sjón- varpsþátta- og kvikmyndagerð sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.“ Opnunarmynd hátíðarinnar er sænska kvikmyndin The Square sem hlaut fjölda verðlauna í fyrra, m.a. Gullpálmann í Cannes og af öðrum myndum má nefna Óþekkta hermanninn frá Finnlandi, dýrustu kvikmynd sem Finnar hafa fram- leitt og slegið hefur í gegn í heima- landinu en lengri útgáfa af henni verður sýnd í Norræna húsinu en sú sem sýnd var í Bíó Paradís fyrr á þessu ári, um klukkustund lengri. –Hver velur myndirnar og hvað ræður valinu á þeim? „Hún heitir Gunn Hernes og er 15 kvikmyndir og aðgangur ókeypis  Norræn kvikmyndahátíð hefst í dag Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir JUNG BRUNNDÆLUR TRAUSTAR UNDIR ÁLAGI Við veitum þér ráðgjöf fyrir dren og skolpdælur. Hafðu samband - s 5400600 www.daelur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.