Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 87
„Fólk þarf að vera á ferðinni og
fólk þarf eldsneyti og það gerir það
á Íslandi í hvaða veðri sem er. Það
þarf eldsneyti í lífinu til að geta
haldið því gangandi,“ svarar Daníel
og Biggi segir að þessi ljósmynd sé
að hluta til valin út frá hugmynd
um mynd af engu þannig að sá sem
skoði hana verði sjálfur að finna
viðfangsefnið. „Það sem okkur
fannst áhugavert við þessa bens-
ínstöðvarpælingu var spurningin
um hvar þú finnur fyrir dýptinni í
lífinu. Er það ekki einmitt á stað
sem er frekar leiðinlegur, þar sem
þú finnur enga afþreyingu? Þú
finnur þig sjálfan á bensínstöðinni
því það er ekkert annað þar,“ segir
Biggi og Daníel bætir við að lífsfyll-
ingin komi innan frá, þegar ekkert
er áreitið.
„Við lifum á mjög sérstökum tím-
um þar sem skoðanir eru allt í einu
rétthærri en sannleikurinn, það eru
margir á þeirri skoðun. Sannleik-
urinn er orðinn afstætt fyrirbrigði á
þessum „post-truth“ tíma sem við
lifum á,“ segir Biggi um titil plöt-
unnar. „Hann tengist líka þessum
litlu lygum sem við segjum sjálfum
okkur til að réttlæta líf okkar og sá
þokuvefur torveldar okkur sýn á
hvað líf okkar raunverulega er því
oft er maður bara að elta ein-
hverjar lygar, í raun og veru. Þær
eru svo þægilegar, lygarnar, svo
miklu sveigjanlegri en sannleik-
urinn. Og við sjáum það líka í ís-
lenskri pólitík, ef hægt er að kom-
ast auðveldu leiðina er í lagi að hún
sé lygi.“
Eitthvað kunnuglegt
við áferðina
– Það er greinilegt frá fyrsta lagi
á plötunni að þarna er Gus Gus á
ferð og lögin minna sum hver á
eldri lögin ykkar. Hafa aðrir nefnt
þetta við ykkur?
„Nei, kannski ekki,“ svarar Biggi
og Daníel spyr á móti: „Hljómar
þetta ekki bara eins og eitthvert
gamalt lag með einhverjum allt öðr-
um?“ Þeir hlæja og Biggi segir að
fólk virðist alltaf þekkja Gus Gus-
hljóminn. „Það er eitthvað varðandi
áferðina sem fólk þekkir, hvernig
þetta blandast saman þó þetta séu
mörg mismunandi lög,“ segir hann.
Daníel bendir á að tónlistin sé
gerð í rafrænu umhverfi og að þeir
muni ekki taka upp kassagítarana
og fara að djamma. „Við erum í
þessu umhverfi og þó það sé sveigj-
anlegt og teygjanlegt hefur það tón
og hljóm sem þekkist. Og Biggi er
náttúrlega galdrakarlinn í Gus Gus-
stúdíóinu og þó hann komi með nýj-
ar uppskriftir þá er þetta jú sami
kryddskápurinn!“. Þeir hlæja inni-
lega að þessum matreiðslusamlík-
ingum og Biggi segir að alltaf megi
finna einhverjar nýjar pælingar þó
ekki sé endilega víst að hlustandinn
átti sig á því hverjar þær eru.
„Þegar við byrjuðum að vinna
þessa plötu höfðum við bakvið eyr-
að að tengja aðeins inn á nýbylgju-
tímabilið milli ’78 og 84, þá sér-
staklega rafræna hlutann,“ útskýrir
Biggi og að nýbylgjuáhrifin megi
greina bæði í hljómagangi og til-
teknum „sándum“.
Vínyllinn ennþá kósí
– Þetta er fyrri platan af tveimur
sem þið hafið verið að vinna í á
sama tíma?
„Já, síðasta vor var ákveðið að
skipta plötunni í tvennt svo við
gætum náð að klára plötu fyrir
haustið og gera næstu núna í vetur
og hafa plöturnar frekar styttri.
Það er nefnilega ekki búið að mót-
ast almennilega hvaða áhrif þessi
nýi veruleiki í tónlistarneyslu hefur
á þetta LP-format. Við lítum á okk-
ur sem albúm-artista. Við erum
ekki „single“-artistar – gerum ekki
lög og gefum út og svo fleiri lög og
svo eru plöturnar bara eitthvert
samansafn af lögum – heldur lítum
við svo á að við séum að gera stórar
plötur. Neysluhegðunin er búin að
breytast svo mikið og það er áhuga-
vert að pæla í því hvaða áhrif það
hefur á stóru plöturnar,“ svarar
Biggi.
Hann bendir á að vínylplötur hafi
sett ákveðinn tímaramma á sínum
tíma, 45 mínútur og geisladiskurinn
svo 80 mínútna ramma. Nú sé
geisladiskurinn svo gott sem dauð-
ur og rýmið orðið endalaust, þ.e.
hið stafræna á netinu, auk þess
sem líftími platna sé orðinn miklu
styttri en áður. „Það er þá betra að
vera með styttri plötur og gefa út
plötur oftar og því hentaði okkur
vel að tengja það við vínylformatið
sem er það eina áþreifanlega sem
eitthvert vit er í,“ segir Biggi. Enn
sé kósí að setja plötu á fóninn
heima í stofu.
Getur valdið gæsahúð
Gus Gus virðist síbreytileg að
stærð, í upphafi voru liðsmenn
sveitarinnar níu en núna eru þeir
tveir. Blaðamaður nefnir þetta við
þá félaga og svarar Daníel því til
að hljómsveitin hafi samt sem áður
aldrei verið stærri. Biggi hlær að
þessum ummælum, tekur undir
með vini sínum og bætir við að nú
sé fókusinn á samspil hans og
Daníels en áður hafi hann verið á
meira á framlínu söngvaranna.
– Gus Gus er bæði þekkt og vin-
sæl hljómsveit í hinum ólíklegustu
löndum. Í hvaða landi haldið þið að
hún sé hvað vinsælust?
„Það er nú bara hægt að horfa á
tölurnar. Við erum heimsóttir á
netinu af fólki frá hinum ólíkleg-
ustu löndum, eins og þú segir, en
mest er það frá Mexíkó og Rúss-
landi,“ segir Daníel og Biggi bætir
við Póllandi og Þýskalandi og segir
Gus Gus líka vinsæla í löndum
Austur-Evrópu og á Spáni. „Svo
höfum við alltaf verið með gott
fylgi í Bandaríkjunum en þau eru
bara svo stór og sá hópur mjög
dreifður,“ segir Biggi. Ef nefna eigi
borgir sem Gus Gus njóti hvað
mestra vinsælda í séu það Moskva,
Mexíkóborg, Kænugarður og
Berlín.
– Hvar er skemmtilegast að
halda tónleika, hvar er fólk lífleg-
ast?
„Hverjir einustu tónleikar eru
frábærir,“ svarar Daníel og Biggi
tekur undir það. Þeir hafi alltaf
verið heppnir með tónleikagesti.
„Það kemur til að skemmta sér og
hlusta á músíkina okkar, kann yf-
irleitt textana og fylgist með. Það
er bara æpandi af ánægju og gleði,
dansar og skemmtir sér, fer út úr
líkamanum,“ segir Daníel. Biggi
bætir því við að það sé markmið
þeirra Daníels að bjóða upp á dá-
leiðandi, tilfinningaþrunginn
ryþmaseið sem sé „einhver
skepna“. Hann hlær að þessari
skáldlegu lýsingu sinni og varar að
lokum við því að Gus Gus geti kall-
að fram gæsahúð.
Sú tíunda Umslag Lies are more
flexible, nýrrar plötu Gus Gus.
MENNING 87
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
verkefnastjóri hérna í Norræna
húsinu. Hún velur myndirnar í sam-
starfi við norrænu sendiherrana á
Íslandi og svo hefur hún bara sam-
band og athugar hvort við megum
sýna þær,“ segir Kristbjörg kímin.
–Þetta eru margar myndir og fáir
dagar sem hátíðin stendur yfir.
Fólk þarf að vera allan daginn í
Norræna húsinu til að ná sem flest-
um, eða hvað?
„Ef það nær því þá er það bara
eðal,“ svarar Kristbjörg glettin og
bætir við að veitingastaðurinn sé
alltaf opinn og því ætti enginn há-
tíðargestur að svelta.
Í gær var þegar orðið uppbókað á
nokkrar sýningar hátíðarinnar, sem
fyrr segir, og þurfa áhugasamir
væntanlega að hafa hraðar hendur
ætli þeir að ná miðum.
„Það fer hver að verða síðastur,“
segir Kristbjörg og að yfirleitt séu
um tíu sæti laus á hverja sýningu
því þeir sem bóki miða mæti ekki
alltaf allir. 80-90 manns komast á
hverja sýningu og skal því engan
undra að miðar gangi hratt út.
Frekari upplýsingar um kvik-
myndirnar má finna á vef Norræna
hússins á slóðinni nordichouse.is/
event/nordic-film-festival.
Unglingar mæta
á hasarmyndir
Kristbjörg er að lokum spurð að
því hverjir sæki að jafnaði þessa ár-
legu hátíð. Er það einkum miðaldra
fólk og unglingar kannski sjaldséð-
ir? Jú, rétt reynist það en Krist-
björg segir unglinga þó hafa sést
þegar hasarmyndir eru í boði og
sýningartími heppilegur fyrir þá.
Ein slík er nú í boði nú, norska has-
ar- og háspennumyndin Cave. „Og
ef myndin er ekki á ensku er hún
textuð á ensku,“ bætir Kristbjörg
við.
Háspenna Úr norsku kvikmyndinni Cave. Hún fylgir þremur ungum vinum sem stefna að því að verða fyrstu mann-
eskjurnar til að komast í gegnum hellakerfi í fjalli einu fjarri mannabyggðum. Þau hefja förina án þess að vita
hvaða martröð bíður þeirra, eins og segir á vef Norræna hússins. Cave er sögð háspennumynd sem nýti sér jaðar-
íþróttir og stórkostlegt sögusvið til að kanna mannshugann og þá sérstaklega mörk sjálfsbjargar og illsku.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s
Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas.
Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s
Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s
Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 23/2 kl. 20:00 128. s Fös 2/3 kl. 20:00 132. s Lau 10/3 kl. 20:00 136. s
Lau 24/2 kl. 20:00 129. s Lau 3/3 kl. 20:00 133. s Sun 11/3 kl. 20:00 137. s
Sun 25/2 kl. 20:00 130. s Sun 4/3 kl. 20:00 134. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s
Fim 1/3 kl. 20:00 131. s Fös 9/3 kl. 20:00 135. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning!
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Lau 24/2 kl. 20:00 55. s Lau 3/3 kl. 20:00 57. s Fös 9/3 kl. 20:00 59. s
Fös 2/3 kl. 20:00 56. s Fim 8/3 kl. 20:00 58. s Lau 10/3 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu aukasýningar komnar í sölu.
Lóaboratoríum (Litla sviðið)
Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas.
Í samvinnu við Sokkabandið.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 17. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn
Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn
Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn
Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn
Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn
Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn
Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fim 15/3 kl. 19:30 AUka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu
Sun 4/3 kl. 16:00 Sun 11/3 kl. 16:00 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Faðirinn (Kassinn)
Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn
Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Þri 27/2 kl. 19:30 Auka Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn
Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn
Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 25/2 kl. 13:00 12.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 22/2 kl. 20:00 Fim 1/3 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00
Fös 23/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00
Fös 23/2 kl. 22:30 Fös 2/3 kl. 22:30 Fös 9/3 kl. 22:30
Lau 24/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00
Lau 24/2 kl. 22:30 Lau 3/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30
Sun 25/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 7/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS