Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 92
92 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
OCEAN MIST
Modus Hár og Snyrtistofa
Smáralind | harvorur.is
REF Stockholm er 12 ára gamalt
Professional haircare merki
Ocean Mist er 100 % Vegan ,
sulfate, Paraben, glúten
og Cruelity free
Verð 2.560 kr.
Sjá nánar á harvorur.is
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Listasafn Reykjavíkur minnist ald-
arafmælis sjálfstæðis og fullveldis
Íslands í ár með því að bjóða mynd-
listarmönnum frá Danmörku að
sýna í safninu. Sýning þeirra, Tak i
lige måde: Samtímalist frá Dan-
mörku, verður opnuð í Hafnarhúsinu
annað kvöld, föstudag, kl. 20.
Fjórir kunnir danskir myndlist-
armenn eiga verk á sýningunni, þau
Jeannette Ehlers, Jesper Just, John
Kørner og Tinne Zenner. Just verð-
ur viðstaddur opnunina og mun kl.
21 ræða við Markús Þór Andrésson
sýningarstjóra um sýninguna og eig-
in verk.
Mikil gerjun á sér stað í danskri
myndlist um þessar mundir, ekki
síst í ljósi breyttrar heimsmyndar í
pólitísku og samfélagslegu tilliti.
Þessi fyrrverandi herraþjóð okkar
á sér langa sögu sem nýlenduveldi
og heyra Grænland og Færeyjar enn
undir konungsríkið. Þá er Danmörk
í dag fjölmenningarsamfélag. Marg-
ir danskir listamenn, og þar á meðal
þeir sem eiga verk á sýningunni,
endurspegla í verkum sínum þessa
þætti í sögu þjóðarinnar og samtíma.
Viðfangsefni þeirra tengjast meðal
annars hugmyndum um síðný-
lendustefnu, fólksflutninga, sjálfs-
mynd þjóða og landamæri. Í verk-
unum vísa listamennirnir ýmist í
eigin reynsluheim og fjölskyldusögu,
eða takast á hendur heimildavinnu,
ferðalög og rannsóknir.
Veggur verður hljóðfæri
Sem dæmi um verk á sýningunni
má nefna nýtt myndbandsverk
Tinne Zenner, Nutsigassat (Þýð-
ingar). Það er tekið á Grænlandi og
fá áhorfendur innsýn í starfsemi
fólks í höfuðstaðnum Nuuk og er
horft til snævi þakinna fjalla og jökla
allt um kring. Yfir kvikmyndinni er
fluttur texti á grænlensku sem
greinir frá því hvernig Danir tóku
upp á því að nefna ýmsa staði á
Grænlandi upp á dönsku þegar
valdatíð þeirra hófst í landinu. Þann-
kæmi fram í og myndi spila, ekki á
gítar heldur á landamæravegg milli
Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta er
einföld kvikmynd og ekkert er gefið í
skyn um það hvort þessi mikli stál-
veggur sé góður eða slæmur þar sem
hún spilar á hann. En verkið hefur
breyst síðan ég gerði það, áður en
Donald Trump var kosinn forseti.
Hugmyndir hans um vegg urðu mik-
ilvægur hluti kosningaherferð-
arinnar, þótt hann verði sjálfsagt
aldrei reistur, en engu að síður er
landamæraveggur víða þegar til
staðar,“ segir hann. Og bætir við að
sér þyki þetta verk orðið fullpólitískt
í ljósi hugmynda Trumps. Just hefur
sínar hugmyndir um þær en vill alls
ekki þröngva þeim upp á áhorf-
endur.
„En það má finna ákveðna ljóð-
rænu í þessum vegg sem er umdeild-
ur nú en var það auðvitað líka áður,“
segir hann. „Ég hef sýnt þetta verk
annarsstaðar með öðrum verkum
mínum sem fjalla um byggingar og
strúktúra með mikla táknræna
merkingu, eins og Tvíburaturnana í
New York.
Í sumum verka minna birtast
kvenpersónur og mynda ákveðið
jafnvægi við byggingar sem eru
mjög karllægar – eru líka oftast
reistar af körlum.“
Sérkennilegt að vera fulltrúi
Sum verka Just eru vandlega
skrifuð fyrirfram og hann gerir þá
tökuhandrit, ólíkt því verki sem sýnt
er hér nú, og eru þá jafnvel sýnd á
mörgum skjáum. Í þessu verki hér
skipti hugmyndin mestu máli, segir
hann. Þá hefur Just líka unnið með
innsetningar í auknum mæli og flétt-
að saman við kvikmyndir en í seinni
tíð hefur hann oftast kvikmyndað á
filmur, ekki vídeó. „Mér finnst
áhugavert að skapa frásagnir, ekki
bara innan kvikmyndanna heldur
samhliða í sýningarrýminu öllu,“
segir hann.
Á sýningunni í Hafnarhúsinu er
Jesper Just kynntur sem danskur
listamaður í hópi landa sinna og hon-
um finnst það skemmtilegt þar sem
ákveðinn húmor er í því hvernig sýn-
ingin er sett fram, til að minnast
þess að Danir réðu eitt sinn landinu.
„Ég hef ekki búið í Danmörku í 11
ár og finnst það í raun sérkennilegt
að vera kynntur sem fulltrúi lands-
ins,“ segir hann. „Það getur þó verið
áhugavert í samhengi eins og núna,
þar sem Listasafn Reykjavíkur vel-
ur listamennina og býður okkur, en
það er annað þegar til að mynda
ráðuneyti setur saman hóp og otar
honum að öðrum sem fulltrúum. Því
geta fylgt vandamál … En þegar Ís-
lendingar vilja þakka Dönum fyrir
síðast, og hafa ákveðinn húmor í
skilaboðunum, þá er ég til í að taka
þátt.“ Og Just minnist á húmorinn í
verkum Ragnars Kjartanssonar sem
hann kann greinilega að meta. Þeir
hittust fyrst þegar báðir sýndu á
listahátíð í Noregi. „Og þar sýndi
Ragnar myndbandsverk sem sýnir
danskan kaupmann flengja Íslend-
ing! Það var rosalega fyndið.“
Landamæri, þjóðir og nýlendur
Sýning með verkum fjögurra þekktra danskra myndlistarmanna í Listasafni Reykjavíkur
Jesper Just, einn listamannanna, segir ákveðna ljóðrænu í landamæravegg í myndbandsverki hans
Birt með leyfi listamannsins & Perrotin
Landamæri Úr myndbandsverki Jespers Just, Continuous Monuments (Interpassivities). Bassaleikarinn kunni úr
Sonic Youth, Kim Gordon, sést hér banka taktviss á stálvegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
ig voru ný nöfn gefin náttúrufyr-
irbærum og stöðum sem Grænlend-
ingar þekktu undir sínum eigin
heitum. Sum hver eru langsótt, eins
og að nefna fjall „Söðul“ því hestar
voru aldrei á Grænlandi og nafnið
því úr samhengi við menningu svæð-
isins. Texti verksins er þýddur með
enskum texta þar sem orðalag og
orðaskipan er nákvæmlega eins og á
grænlensku. Þannig opnast nýr
skilningur á virkni tungumálsins
fyrir þá sem skilja það ekki.
Jesper Just er einn þekktasti
samtímalistamaður Dana en síðustu
11 ár hefur hann verið búsettur í
New York og unnið þar að list sinni.
Hann var fulltrúi Dana á Feneyja-
tvíæringnum árið 2013. Í mynd-
bandsverkinu Continuous Monu-
ments (Interpassivities), sem er
rúmlega árs gamalt, er komið að
landamærunum milli Bandaríkjanna
og Mexíkó en þar er þegar voldug
stálgirðing á köflum – sem Banda-
ríkjaforseti vill nú lengja með mikl-
um vegg. Í verkinu sést Kim Gord-
on, sem er þekkt sem bassaleikari
hljómsveitarinnar Sonic Youth, rölta
meðfram girðingunni, dangla í hana
með spýtu og breyta henni í hálfgert
hljóðfæri. Hlutverki voldugrar
landamæragirðingarinnar er breytt
með græskulausu gamni „og þannig
verður hugmyndin um þessa girð-
ingu í miðri eyðimörk sem aðskilur
mannfólk nánast hjákátleg“, segir í
lýsingu á verkinu.
Orðið fullpólitískt
Þegar rætt er við Jesper Just seg-
ir hann þetta myndband sem sýnt er
hér upphaflega hafa verið hluta viða-
mikils dansverkefnis sem þau Kim
Gordon unnu saman fyrir Kon-
unglega danska ballettinn og fjallaði
um landamæri og skorður, milli
landa sem manna.
„Verkin mín fjalla iðulega um
arkitektúr og form, ekki endilega
um fólk – og hér er fjallað um vegg,“
segir Just um Continuous Monu-
ments (Interpassivities). „Þegar það
var ljóst að Kim Gordon myndi
skapa tónlist fyrir ballettinn þá lang-
aði mig að gera kvikmynd sem hún
Ljósmynd/Guillaume Ziccarelli
Listamaðurinn
„Þegar Íslendingar
vilja þakka Dönum
fyrir síðast, og
hafa ákveðinn
húmor í skilaboð-
unum, þá er ég til í
að taka þátt,“ segir
Jesper Just.
i8 galleríið tekur þátt í ARCO
Madrid-listkaupstefnunni á Spáni
sem hófst í gær og stendur út
helgina. Alls sýna 211 gallerí frá 29
löndum verk eftir listamenn á
þeirra snærum en þetta er ein um-
fangsmesta listkaupstefnan sem
sett er upp í Evrópu á ári hverju.
160 galleríanna eru á hinu al-
menna svæði en unnið er sérstalega
með nokkrum og þar á meðal i8
sem sýnir í þeim hluta kaupstefn-
unnar sem kallaður er Dialogues,
eða Samtöl. Þar hafa 14 gallerí ver-
ið valin af stjórnendum kaupstefn-
unnar til að kynna sérstaklega vel
ákveðna listamenn og verk þeirra
og sýnir i8 þar verk eftir Sigurð
Guðmundsson og Ragnar Kjart-
ansson.
Verk Sigurðar og Ragnars á ARCO
Sigurður
Guðmundsson
Ragnar
Kjartansson