Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 97

Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 97
MENNING 97 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Leikritið Kvennaráð eftir Sellu Páls verður leiklesið undir leik- stjórn Sveins Einarssonar í Hann- esarholti í kvöld, fimmtudag, kl. 20 og sunnudaginn 25. febrúar kl. 16. „Kvennaráð fjallar um Þorgerði, áttræða ekkju sem var stoð og stytta áhrifamikils manns í fimmtíu ár og nú vill hún breyta til. Sam- band hennar við einkadótturina, forstjórann Birnu, er þvingað vegna tengdasonarins sem ekkjan grunar um græsku. Er ekkjan fer að taka á eigin málum bregst Birna illa við og ásakar hina víetnömsku heimilishjálp Kim um samsæri. En þegar Birna þarf a glíma við örð- ugar aðstæður koma móðir hennar og Kim henni á óvart,“ segir í til- kynningu. Með hlutverk kvennanna í verkinu fara Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðar- dóttir og Lieu Thuy Ngo. Búninga- og sviðshönnuður er Helga Björns- son. Miðar fást á tix.is, en aðgangs- eyrir er 2.000 kr. Kvennaráð leiklesið í Hannesarholti Leikskáldið Sella Páls. Nýjasta kvikmynd mexí-kóska leikstjórans Guill-ermo del Toro heitir TheShape of Water eða Lög- un vatnsins. Fyrir myndina hlaut Del Toro gullljónið á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum, ellefu tilnefn- ingar til BAFTA-verðlaunanna og heilar þrettán tilnefningar til Ósk- arsverðlaunanna. Del Toro er frábær leikstjóri og mynd hans frá 2006, Pan‘s Labyr- inth, er meistaraverk. Í nýjustu myndinni leitar Del Toro aftur á mið fantasíunnar en The Shape of Water er rómantískt ævintýri um mállausa konu sem verður ástfangin af ein- hvers konar hafmanni með tálkn og sundfit. Myndin, líkt og La La Land eftir Damien Chazelle, er uppfull af vísunum í gamla tíma, gullöldina í Hollywood, Bandaríki kalda stríðs- ins og París sjötta áratugarins í ein- um allsherjar nostalgíugraut. En eins og Del Toro hefur sjálfur sagt í viðtölum eru áhrifin úr myndinni einna mest úr B-hryllingsmyndum sjötta áratugarins og þá sérstaklega úr hinni stórskemmtilegu The Creature from the Black Lagoon. Elísa, leikin af Sally Hawkins, er hetja sögunnar. Hún vinnur við að þrífa tilraunastofu leyniþjónust- unnar CIA í ónefndri borg í kalda stríðinu undir illa innrættum yfir- manni sem er skemmtilega ofleikinn af Michael Shannon. Daglegt líf hennar einkennist af þrúgandi ein- manaleika. Hún fer í bað á morgn- ana, fróar sér, fer í vinnuna og hlust- ar á gamla franska slagara og horfir á kvikmyndir, en á neðstu hæð heim- ilis hennar er einmitt kvikmynda- hús. Hún á viðkunnanlegan, sam- kynhneigðan nágranna sem er líka einmana og deilir ást hennar á söng- leikjum. Einn daginn er hafmaður- inn, sem kemur úr djúpum Amason- fljótsins, færður inn í húsakynni CIA og lokaður í vatnstanki. Haf- skrímslið er dálítið Marvel-ofur- hetjulegur froskamaður, krípi og ófrýnilegur með tálkn og hreistur. Milli þeirra verður tenging, hann hlustar á lögin sem hún leikur fyrir hann og þau ná að eiga samskipti með táknmáli. Hann talar nefnilega ekki, líkt og hún, fyrir utan að gefa einhver hryglukennd fiskahljóð frá sér. Vondi CIA-yfirmaðurinn vill bara láta drepa þessa veru og nýtur þess að pína hann með raflostum. Vísindamaðurinn sem er að rann- saka veruna er hinsvegar á öndverð- um meiði og vill fyrir alla muni vita hvernig hann getur andað bæði lofti sem legi. Það kemur svo í ljós að vís- indamaðurinn er í raun sovéskur njósnari sem lekur upplýsingum um sæskrímslið til samlanda sinna á leynilegum fundum. Sæskrímslið, að hans sögn, var dýrkað sem guð af frumbyggjum í Suður-Ameríku og virðist einmitt búa yfir einhvers kon- ar ofurkröftum eins og við komumst að síðar í myndinni. Aðeins nágranni Elísu og vinkona hennar Zelda, sem vinnur sem ræst- ingakona á sama stað, vita að ástir hafa tekist milli hennar og haf- mannsins. Þegar Elísa kemst að því að hann er í hættu á að verða drep- inn tekst þeim að bjarga honum frá tilraunastofunni og koma honum í baðkarið hennar Elísu. Hér færist enn meiri hiti í leikinn: veran og El- ísa eiga erótíska ástarfundi í vatni og svo reyna vondu karlarnir að ná skrímslinu. Frá upphafi myndarinnar fannst mér henni svipa heilmikið til kvik- mynda franska leikstjórans Jean- Pierre Jeunet sem gerði meðal ann- ars Amélie, Delicatessen og The City of Lost Children. Stílbragðið er mjög keimlíkt og eftir smá eftir- grennslan komst ég að því að Jeunet var einmitt, nú í síðustu viku, að saka Del Toro um að hafa stolið at- riði úr Delicatessen. Kvikmyndin er afskaplega fögur og frábærlega vel gerð. Atriði eins og þegar Elísa fyllir baðherbergið af vatni eru eftirminnileg. Litirnir minna allir á hafið, íbúðin hennar El- ísu er sægræn, búningar og jafnvel bílar eru allir í grænum og bláum tónum. Eini kontrastinn er eldrauð tjöldin í kvikmyndahúsinu sem end- urspeglast í rauðu blóði verunnar þegar hún er særð, og rauðum skóm og rauðu kápunni hennar Elísu. Ein- manaleiki er þema í myndinni, sögu- persónurnar Elísa, nágranninn og sæskrímslið eru öll á skjön við „normið“. Elísa er mállaus, nágrann- inn samkynhneigður og veran er … tja … vera. „Hefur þú líka alltaf ver- ið einn?“ segir nágranninn við skrímslið, sem er ótrúlega vel gert, fallegt og hræðilegt á sama tíma. Vatnið í myndinni táknar bæði til- finningar og erótík, Elísa fróar sér í baðkarinu, Elísa og skrímslið tengj- ast og njótast í vatninu. Tónlistin leikur stórt hlutverk til að endur- spegla tilfinningarnar milli þeirra. Vissulega er The Shape of Water falleg en það var ýmislegt sem hreinlega fór í taugarnar á mér við hana. Elísa var ofleikin, tilfinningar hennar of dramatískar og kvik- myndin allt of stílfærð. Atriðið þar sem hún brestur í söng og dansar við skrímslið var pirrandi og í raun náði sagan ekkert að heilla mig. Ein- hvern veginn fannst mér sagan drukkna í allt of mikilli stílfæringu og persónusköpunin of einfeldnings- leg. Del Toro hefur sagt í viðtölum að hann hafi viljað búa til ævintýri fyrir fullorðna, en sem slíkt ævintýri gekk það ekki alveg upp. The Shape of Water er vissulega óvenjuleg og falleg áhorfs en vantar einhvern neista til þess að fanga áhorfandann. Undirtitill kvikmyndarinnar er A Fairy Tale for Troubled Times (Æv- intýri fyrir erfiða tíma) og ég velti fyrir mér hvers vegna þessi tiltekna mynd er að slá í gegn vestanhafs í ár. Kannski er einmitt ástæðan einhver raunveruleikaflótti þar ytra þar sem fólk vill hverfa aftur til fortíðarinnar og einblína á hvunndagshetjur, til- finningar og ólíklegar ástarsögur. Fortíðarþrá „Einn allsherjar nostalgíugrautur,“ segir rýnir meðal annars um The Shape of Water. Ævintýri sem drukkn- ar í formfegurð Sambíóin Álfabakka, Borgarbíó, Háskólabíó og Smárabíó The Shape of Water bbbnn Leikstjóri: Guillermo del Toro. Aðalleik- arar: Sally Hawkins, Michael Shannon, Richard Jenkins, Doug Jones og Mich- ael Stuhlbarg. Bandaríkin, 2017. 119 mín. ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON KVIKMYNDIR ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 8, 10.15Sýnd kl. 5.15, 7.50, 10.35 Sýnd kl. 10.30Sýnd kl. 7.50 Sýnd kl. 5.30Sýnd kl. 5.30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.