Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
Jón Gunnarsson mælti í gær fyrirfrumvarpi sínu um breytingu á
sveitarstjórnarlögum sem ætlað er
að auka frelsi sveitar-
félaga til að ákveða
sjálf fjölda sveitar-
stjórnarmanna. Verði
frumvarpið samþykkt
mun það meðal ann-
ars hafa þau áhrif að
Reykjavíkurborg
verður ekki knúin til
að fjölga verulega
borgarfulltrúum held-
ur yrði borgarstjórn
sjálf að taka slíka
ákvörðun væri vilji til
þess.
Að frumvarpinustanda fulltrúar úr Sjálfstæð-
isflokki, Miðflokki, Framsókarflokki
og Flokki fólksins, en fulltrúar
vinstri flokkanna hafa lagst gegn
frumvarpinu og færa fyrir því ýmis
og misjafnlega frumleg rök.
Smári McCarthy pírati var senni-lega frumlegastur, en hann not-
aði tækifærið í umræðunni til að lýsa
þeirri skoðun sinni að frekar ætti að
auka skattheimtuheimildir sveitar-
félaga með því að afnema hámarks-
útsvar.
Þetta yrði eflaust kærkomið íReykjavík og víðar þar sem út-
svarið er í hámarki þrátt fyrir gríð-
arlegar launahækkanir síðustu ára,
sem aukið hafa þessar tekjur sveit-
arfélaganna að sama skapi. Fulltrúi
Viðreisnar andmælti frumvarpinu
einnig og hið sama er að segja um
fulltrúa Vinstri grænna, sem fann
þessu flest til foráttu.
Eins og Jón Gunnarsson benti áhefur fjöldi borgarfulltrúa áð-
ur orðið að kosningamáli í Reykjavík
og ekki er ólíklegt að svo verði einn-
ig í vor þó að vinstri flokkarnir reyni
að hindra það með því að hengja
handjárnin á borgarstjórnina.
Jón Gunnarsson
Fjöldi fulltrúa
verði valfrjáls
STAKSTEINAR
Smári McCarthy
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta útspil kemur okkur mjög á
óvart og það hefur aldrei verið rætt
áður af hálfu bæjarins,“ segir Anna
Gyða Pétursdóttir, annar eigenda
hússins við Austurgötu 36 í Hafnar-
firði, sem dæmt var ónýtt í apríl
2017 vegna veggjatítla og myglu.
Vísar hún til þess að umhverfis-
og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar
mælir með að fengið verði álit fleiri
og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið
sé í raun ónýtt eða hvort hægt sé að
bjarga því frá niðurrifi. Minja-
stofnun gerir ekki athugasemdir við
niðurrif hússins.
„Fyrir örfáum vikum stóð málið
þannig að einungis ætti eftir að gefa
út framkvæmdaleyfi á niðurrifið og
skrá byggingarstjóra í verkið,“ segir
Anna Gyða og bætir við að aleiga
fjölskyldunnar liggi í áðurnefndri
fasteign og að hún hafi mánuðum
saman þurft að bíða í óvissu um
næstu skref og hvenær hægt yrði að
byggja nýtt hús á lóðinni.
Mygla á stóru svæði í húsinu
„Við fengum á sínum tíma líffræð-
ing, meindýraeyði og sérfræði-
fyrirtæki til að gera úttekt á húsinu
strax í upphafi til að meta stöðuna,“
segir hún og bendir á að niðurstöður
þeirra sýna sem tekin voru í húsinu
sýni að um sé að ræða skaðlegan
myglusvepp. „Við erum búin að opna
meginpart hússins til að vera viss
um umfangið. Í ljós hefur komið að
myglan er miklu meiri en okkur
grunaði í fyrstu – húsið er allt svart
og þakið myglu. Veggjatítlan er á
nokkuð afmörkuðu svæði í húsinu,
en þegar veggjatítla hefur verið
svona lengi í gömlu og röku timbur-
húsi er mjög erfitt að losna við hana
með vissu,“ segir Anna Gyða.
Þá hafa eigendur að Austurgötu
34 lýst yfir áhyggjum af því að fyrir-
huguð nýbygging auki skuggavarp á
þeirra lóð. Anna Gyða segir það í
vinnslu að færa viðbygginguna svo
skuggavarp minnki. „Við getum
hugsað okkur að gera það til að
koma til móts við áhyggjur fólks.“
Morgunblaðið/Eggert
Altjón Búið er að opna gólf og veggi til að kanna umfang myglu í húsinu.
„Húsið er allt svart
og þakið myglu“
Skaðvaldur
» Veggjatítla er útbreidd um
alla Evrópu, Asíu, N-Ameríku,
Ástralíu og S-Afríku, sam-
kvæmt vef Náttúrufræðistofn-
unar Íslands.
» Hún hefur fundist í Reykja-
vík og Hafnarfirði, á Akranesi,
Siglufirði, Eskifirði, Fáskrúðs-
firði og Heimaey.
» Fullorðnar bjöllur eru einlit-
ar brúnar, 2,8-4,8 mm að
stærð.
Veður víða um heim 22.2., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Bolungarvík -3 snjókoma
Akureyri -1 heiðskírt
Nuuk -16 skúrir
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló -4 léttskýjað
Kaupmannahöfn 0 heiðskírt
Stokkhólmur -4 heiðskírt
Helsinki -9 léttskýjað
Lúxemborg 1 heiðskírt
Brussel 3 léttskýjað
Dublin 6 skýjað
Glasgow 5 léttskýjað
London 4 heiðskírt
París 4 heiðskírt
Amsterdam 3 léttskýjað
Hamborg 1 léttskýjað
Berlín 1 skýjað
Vín 1 snjókoma
Moskva -11 léttskýjað
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 9 heiðskírt
Barcelona 9 skýjað
Mallorca 7 rigning
Róm 7 rigning
Aþena 15 skýjað
Winnipeg -15 heiðskírt
Montreal -6 alskýjað
New York 6 rigning
Chicago 1 rigning
Orlando 25 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:56 18:27
ÍSAFJÖRÐUR 9:08 18:25
SIGLUFJÖRÐUR 8:51 18:07
DJÚPIVOGUR 8:27 17:55
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR
u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist
á rúðuna / sólaselluna
u Eykur öryggi og útsýni allt að
tvöfalt í bleytu og rigningu
u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla,
snjór og ísing safnist á rúðuna
u Heldur regnvatni frá rúðunni
u Býr til brynju á rúðunni fyrir
leysiefnum og vökvum
u Þolir háþrýstiþvott
u Virkar við -30°C til + 30°C
u Endingartími er 6 – 12 mánuðir
Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og
hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum
eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu
þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn
Allt um sjávarútveg