Morgunblaðið - 23.02.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mikil uppbygging er að hefjast við
götuna Flugvelli í Reykjanesbæ. Þar
verða meðal annars nokkrar bílaleig-
ur með aðstöðu.
Uppbyggingin vitnar um mikinn
vöxt bílaleiga á Íslandi. Yfir 25 þús-
und bílaleigubílar eru nú í umferð
yfir hásumarið á Íslandi.
Gatan er vestan Reykjanesbraut-
ar og nokkur hundruð metra frá
flugvellinum í Keflavík. Við götuna
eru nú bílaleigurnar Procar, Green
Motion og Iceland 4x4 Car Rental.
Bílaleigunum mun fjölga með því
að Höldur, sem rekur Bílaleigu
Akureyrar, hefur fengið úthlutaðar
átta lóðir. Brimborg hefur fengið
þrjár lóðir fyrir bílaleigur sínar,
Dollar Rent a Car og Thrifty Car
Rental. Bílaleigurnar Lotus Car
Rental og Rent Nordic hafa fengið
úthlutaða sína lóðina hvor og Lotus
Car Rental jafnframt sótt um aðra
lóð. Þá hefur N1 fengið þrjár lóðir.
Fyrirtæki með aðra starfsemi
hafa líka fengið lóðir. Fyrirtækið
Anton ehf. hefur fengið eina lóð en
það er meðal annars í plastiðnaði.
Byggingarfélagið H34 fékk líka lóð
og leigufélögin Verkefni ehf. og Há-
dalur ehf. sína lóðina hvort. Fleiri
fyrirtæki hafa sótt um lóðir og jafn-
vel skilað þeim.
Orðið þröngt við flugvöllinn
Steingrímur Birgisson, forstjóri
Bílaleigu Akureyrar, segir fram-
kvæmdir á lóðunum ekki hafa verið
tímasettar. „Við munum funda um
málið í næstu viku. Hönnun er ekki
lokið,“ segir Steingrímur.
Hann segir höfuðstöðvar félagsins
áfram verða á Akureyri. „Við erum
með aðstöðu á fjórum stöðum á
Reykjanesinu. Hugsunin er að sam-
ræma starfsemina betur. Aðstaðan
okkar uppi á flugvelli er sprungin.“
Egill Jóhannsson, forstjóri Brim-
borgar, segir fyrirtækið hafa sótt um
lóðir á Flugvöllum haustið 2016, eða
um leið og svæðið var skipulagt.
„Þegar við vorum að hanna aðstöðu á
lóðunum kom í ljós að við þurftum
meira pláss. Þess vegna sóttum við
um lóðina Flugvelli 8 og vorum að fá
hana úthlutaða,“ segir Egill en
Brimborg var með lóðir 2 og 4.
Allt sprungið í Reykjavík
„Þarna verður þjónusta fyrir bíla-
leiguna,“ segir Egill. „Með því að
geta þjappað starfseminni á tiltölu-
lega lítinn flöt og
verið með alla
þjónustuna í
næsta húsi við
flugvöllinn, þar
sem bílarnir eru
afhentir, má
keyra á sömu um-
svifum í tekjum
en með minni
flota. Það er
grunnhugsunin.
Þegar bilaður bíll kemur inn er hægt
að skutla honum í næsta hús, gera
við hann og þrífa. Við höfum pantað
fullkomna bílaþvottastöð til að geta
þrifið bílana hraðar. Þá fáum við
fleiri bílastæði. Það er allt sprungið
hjá okkur í Reykjavík, Keflavík og í
kringum flugstöðina. Þar hefur ekki
orðið nein þróun. Við sjáum ekki
fram á að Isavia geri neitt í þeim
málum,“ segir Egill.
Hann segir uppbygginguna hluta
af hagræðingu hjá bílaleigum Brim-
borgar. Vegna hás gengis krónu og
kostnaðarhækkana sé nauðsynlegt
að draga úr kostnaði. Til dæmis með
því að gera bókunarferla sjálfvirka.
Þjónusta bílafyrirtækin
Eggert Þór Kristófersson, for-
stjóri N1, segir fyrirtækið fyrst og
fremst munu þjónusta önnur bíla-
fyrirtæki á Flugvöllum.
„Við sjáum tækifæri á svæðinu og
í ferðamennskunni. Við höfum lengi
leitað að nýrri staðsetningu, sérstak-
lega fyrir dekkjaverkstæði. Hug-
myndin er að setja upp dekkjaverk-
stæði annars vegar og bensínstöð
hins vegar til að þjónusta bílaleigur.
Við sjáum mest tækifæri í þeirri um-
ferð. Stærsti hlutinn [á Flugvöllum]
verður bílaverkstæði, sem okkur
vantar í Keflavík. Við erum með
verkstæði á gamla vallarsvæðinu.“
Hann segir hugmyndina þá að á
svæðinu verði hægt að sækja og
skila bílaleigubílum. Fulltrúar bíla-
leiganna hafi rætt um að sameinast
um rútur til að flytja viðskiptavini til
og frá flugstöðinni og á svæðið.
Leigunum ýtt út úr Reykjavík
Eggert Þór segir aðspurður farið
að þrengja að bílaleigum við Kefla-
víkurflugvöll og í Reykjavík.
„Það er verið að ýta bílaleigum út
úr bílaborginni Reykjavík. Það er
ekki ólíklegt að höfuðstöðvar bíla-
leiga muni færast nær flugvellinum.“
Bílaleigan Rent Nordic er með
heimilisfangið Malarhöfði 2a í
Reykjavík. Þar er líka Hjól.is.
Hjá Lotus Car Rental fengust þær
upplýsingar að félagið hyggist hafa
verkstæði og afhendingu og skil á
bílum á einum stað á Flugvöllum.
Það er nú með afhendingu á Blika-
völlum og verkstæði á Njarðarbraut
suður með sjó.
Nýtt hverfi fyrir bílaleigubíla
Bílaleigur sameinast á nýju athafnasvæði skammt frá Keflavíkurflugvelli Þar verða líka dekkja-
verkstæði og bílaþvottastöðvar Orðið er þröngt um bílaleigurnar við flugvöllinn og í höfuðborginni
Úthlutun lóða við götuna Flugvelli í Reykjanesbæ*
Samkvæmt fundargerðum umhverfis- og skipulagsráðs
STÆKKAÐ SVÆÐI
Keflavík
Reykjanesbraut
Reykjanesbraut
FlugvellirAð
alg
ata
Keflavíkur-
flugvöllur
Njarðvík
29
25
21
17
13
15
23
7
9
5
1
2
4
6
8
10
12
16
20
18
14
3
11
19
27
Umsækjandi Lóð númer
Brunavarnir Suðurnesja** 29
Brimborg 2, 4 og 8
Höldur 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19
N1 1, 3 og 27
Verkefni ehf. 20
Rent Nordic ehf. 10
Umsækjandi Lóð númer
Anton ehf. 25
Lotus Car Rental 21
Lotus Car Rental / ATH eignir ehf.
Verður úthlutað síðar með hlutkesti 23
H34 ehf. 14
Hádalur ehf. Sækir um leyfi til að
stækka lóð – samþykkt 13. febrúar 18
*Deiliskipulag Flugvalla var auglýst frá 18. ágúst
2016, með athugasemdafresti til 29. september 2016.
**Með fyrirvara um samþykki deiliskipulags. Hafi
félag sótt um lóð og aðra til vara er varalóð hér sleppt
til einföldunar. Þá er frestuðum afgreiðslum sleppt.
Á lóðum 12 og 16 er nú æfingavöllur fyrir knattspyrnu.
Úthlutun er frestað í eitt til tvö ár þar til nýtt æfinga-
svæði er tilbúið. Lóð 6 er byggð. Þar eru bílaleigurnar
Procar, Green Motion og Iceland 4x4 Car Rental.
Steingrímur
Birgisson
Egill
Jóhannsson
Eggert Þór
Kristófersson
Sveinn Númi Vilhjálmsson,
bæjarverkfræðingur Reykjanes-
bæjar, segir hundruðum bíla-
leigubíla, ef ekki þúsundum,
lagt á iðnaðarsvæði í Helguvík.
Það sé bráðabirgðalausn.
Samkvæmt deiliskipulagi sé
Helguvík iðnaðarhverfi með 0,3
til 0,5 í nýtingarhlutfall. Bíla-
leigur hafi jafnan lægra hlutfall.
Sveinn Númi segir hugmyndir
um að hafa stæði fyrir bílaleig-
ur á svonefndu Patterson-svæði
nærri flugvellinum. Hann segir
að í nýju aðalskipulagi bæjarins
sé ekki að finna svæði sem eru
eyrnamerkt bílaleigum.
Sveinn Númi kveðst að-
spurður aldrei hafa séð slíkan
fjölda bíla í Reykjanesbæ.
„Þetta hefur stigmagnast síð-
ustu þrjú árin,“ segir hann.
Í Helguvík
BÍLAFLOTINN
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Tveir menn af erlendum uppruna
voru dæmdir í Héraðsdómi Reykja-
víkur sl. þriðjudag fyrir að hafa tekið
á móti póstsendingu sem þeir töldu
innihalda fölsuð grísk vegabréf.
Tollayfirvöld á Íslandi höfðu þá hald-
lagt bréfin og komið fyrir gervi-
pakka í stað þeirra.
Vegabréfin reyndust breytifölsuð
þ.e. fölsuð að hluta á þann hátt að
skipt hafði verið um persónuupplýs-
ingar. Mennirnir tveir voru dæmdir í
30 daga fangelsi en þetta mun vera
annað dómsmálið á árinu þar sem
lögreglan hafði handsamað aðila við
að sækja fölsuð persónuskilríki á
pósthúsið.
Skilríki fölsuð frá grunni
Þann 31. janúar var maður af er-
lendum uppruna dæmdur fyrir að
sækja fölsuð slóvakísk persónuskil-
ríki, tvö ökuskírteini og tvö kenni-
vottorð á pósthús á Íslandi. Var ann-
ar maður með í för sem bíður dóms
sérstaklega, en sá var einnig ákærð-
ur fyrir þjófnað m.a. í verslunni
Costco. Öll fjögur persónuskilríkin
reyndust vera grunnfölsuð, þ.e. frá
rótum, samkvæmt dómi Héraðs-
dóms. Var maðurinn dæmdur í 30
daga fangelsi.
Grímur Grímsson, yfirlögreglu-
þjónn, segir að ekki hafi verið hægt
að staðfesta það við rannsókn máls-
ins í hvað nota átti fölsuðu persónu-
skilríkin, en grunur leikur á að málin
tengist skipulagðri glæpastarfsemi.
„Auðvitað grunar okkur það að
svona framleiðsla tengist því og
hennar sé aflað frá skipulögðum
brotasamtökum sem stunda falsan-
irnar,“ segir Grímur. Spurður um
gæðin á haldlögðu fölsuðu skilríkj-
unum segir hann þau vel gerð, ef svo
megi að orði komast. Bæði málin
komu upp í tengslum við rannsókn
lögreglu á víðtækari brotastarfsemi.
Fölsuð vegabréf
send með pósti
Grunur um skipulagða glæpastarfsemi
Morgunblaðið/Golli
Póstur Vegabréfin voru grísk með
fölsuðum persónuupplýsingum.