Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
✝ Vigdís EiríkaHelgadóttir
fæddist í Meðal-
heimi í Torfulækj-
arhreppi í Austur-
Húnavatnssýslu 21.
ágúst 1954. Hún
lést á heimili sínu,
Þórustöðum 7 í
Eyjafjarðarsveit,
16. febrúar 2018
eftir harða baráttu
við krabbamein.
Foreldrar hennar voru Jón
Helgi Sveinbjörnsson, f. 26.5.
1917, d. 11.10. 1995, og Helga
Sigríður Lárusdóttir, f. 14.4.
1922, d. 26.9. 2016. Systkini
hennar eru Björg, f. 20.9. 1947,
Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f.
15.3. 1975, dóttir þeirra Guðný
Dís, f. 1.2. 2016. Frá fyrra
hjónabandi á Örlygur dæt-
urnar Ólöfu Kristínu, f. 28.4.
2005, og Eydísi Örnu, f. 20.11.
2008. Stjúpsonur hans er
Ragnar Ágúst Bergmann, f.
10.11. 1998. 3) Jón Helgi, f.
30.1. 1984, maki Díana Rós
Þrastardóttir, f. 23.10. 1992.
Synir þeirra eru Óliver Kári, f.
26.6. 2013, og Birkir Logi, f.
18.10. 2015.
Vigdís Eiríka, sem oftast var
kölluð Dísa, ólst upp í Garða-
bæ og Þórormstungu, Vatns-
dal. Hún hóf búskap á Ak-
ureyri árið 1974 með Helga og
þau giftu sig 30. ágúst 1975.
Árið 1979 fluttu þau á Þóru-
staði 7 og gerðust kart-
öflubændur.
Útför Vigdísar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 23.
febrúar 2018, klukkan 13.30.
Lárus, f. 14.3.
1949, Ragnhildur,
f. 12.6. 1950, Erna
Ingibjörg, f. 15.12.
1951, og Svein-
birna, f. 9.3. 1953.
Vigdís giftist
Helga Örlygssyni,
f. 9.6. 1955, og
eignuðust þau þrjú
börn sem eru: 1)
Margrét, f. 13.1.
1975, maki Óttar
Gautur Ellingsen Erlingsson, f.
18.9. 1972. Dætur þeirra eru
Rakel María Ellingsen, f. 7.2.
2002, og Elisabeth Eiríka Ell-
ingsen, f. 26.11. 2004. 2) Örlyg-
ur Þór, f. 10.5. 1978, maki
Í dag verður mín elskulega
tengdamóðir, Vigdís Eiríka
Helgadóttir, borin til grafar.
Ég kynntist henni haustið
2014. Ég mun aldrei gleyma þeim
degi þegar Öggi eiginmaður
minn í dag kynnti mig fyrir
mömmu sinni. Þessi glæsilega
kona tók á móti mér með svo mik-
illi hlýju og ástúð. Það var eins og
ég hefði alltaf verið hluti af fjöl-
skyldunni.
Jólin 2014 vorum við Öggi ekki
búin að vera saman nema í fjóra
mánuði, yfir okkur ástfangin og
það kom ekkert annað til greina
en að vera saman yfir hátíðirnar.
Ég hafði aldrei áður verið í burtu
frá fjölskyldunni minni yfir jól en
ég fann það að ég var meira en
tilbúin að halda jólin í faðmi
tengdaforeldra minna. Tengda-
mamma mín var svo mikill fag-
urkeri. Ég hafði aldrei séð eins
fallega skreytt jólatré og jafn
mikið af fallegu jólaskrauti og á
heimili tengdaforeldra minna,
Þórustöðum. Þessi sömu áramót
þegar klukkurnar slógu í nýtt ár
komu yfir mig yndislegar minn-
ingar og söknuður til elsku pabba
sem hafði látist úr sama illkynja
sjúkdómi og tengdamamma ári
áður. Ég mun aldrei gleyma hvað
elsku tengdamamma mín gaf mér
mikla hlýju og þétt faðmlög þetta
kvöld þegar hún sá að ég fékk tár
í augun.
Dísa, eins og hún var alltaf
kölluð, var ekki einungis stór-
glæsileg kona heldur var hún
með stærsta hjarta sem hugsast
getur. Hún var svo gjöful. Alltaf
þegar hún og tengdapabbi komu
frá útlöndum kom hún með gjaf-
ir. Þegar elsku Dísa frétti að ég
væri ólétt og hún væri að verða
amma byrjaði hún strax að
prjóna skírnarkjól og húfu fyrir
gimsteininn okkar. Annan eins
grip hafði ég aldrei séð. Nokkr-
um mánuðum áður en hún lést
kom hún með eina af mörgum
postulínsdúkkum sem hún átti og
gaf Guðnýju Dís okkar. Ég mun
ávallt varðveita þennan gullfal-
lega skírnarkjól og þessa fallegu
postulínsdúkku fyrir Dísina okk-
ar.
Vorið 2016 þegar Guðný Dísin
okkar var tveggja mánaða fór
pabbi hennar í heilsuferðalag í
tvo mánuði. Aldrei mun ég
gleyma hvað elsku tengda-
mamma reyndist mér vel. Hún
var kletturinn minn í þessa mán-
uði á meðan ég var ein með ung-
barnið okkar. Hún hringdi í mig
þrisvar sinnum á dag í þessa tvo
mánuði til þess að segja mér
hversu mikil hetja ég væri. Án
hennar hefði þessi tími verið
þungur en alltaf sá ég von og sól-
ina aftur þegar ég var búin að
heyra röddina hennar.
Ég er svo gífurlega stolt af að
hafa skírt stærstu guðsgjöfina
mína í höfuðið á þessari dásam-
legu konu. Ég mun ávallt halda
minningu þinni í hjarta mínu og
láta Dísina mína vita hversu ynd-
isleg amma þú varst. Ég veit að
elsku pabbi mun taka á móti þér
með opnum örmum, elsku besta
tengdamamma mín.
Elsku Helgi tengdapabbi,
Öggi minn, Jón Helgi, Maggý og
fjölskyldur, ég bið góðan Guð að
styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Ég mun sakna þín á hverjum
degi, Dísa mín. Ég elska þig mjög
heitt.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Þín tengdadóttir
Guðrún (Gunna Sigga).
Dísa mín, ég ætla að hafa þetta
beint til þín, því ég veit að þú hef-
ur bara skipt um tíðnisvið. Komin
í andlega heiminn og getur lesið
þetta sem ég ætla að rifja upp í
minningarorðum um þig. Fyrsta
minning er þú fæddist, ég þá
fjögurra ára.
Bjuggum í eldra húsinu á Með-
alheimi – Ásum, þar sem þú
fæddist. Við systkini þín vorum
send í berjamó á meðan og þú
varst komin í heiminn er við kom-
um til baka, yngsta barnið en ferð
fyrst af okkur.
Svo liðu árin við ýmsar breyt-
ingar í lífi okkar. Foreldrar okkar
veiktust, þegar þú varst þriggja
ára, heimilið leystist upp og við
fórum til ættingja aðskilin tíma-
bundið. En það hafði mikil áhrif á
okkur, söknuður eftir því sem
var, hvert öðru og foreldrunum.
En við sameinuðumst öll seinna
þá suður í Garðabæ. Fluttum
þaðan norður í Þórormstungu í
Vatnsdal þú tæplega 10 ára. Átt-
um þar góð og vinnusöm ár. Þú
fórst svo í Húsmæðraskólann á
Laugalandi í Eyjafirði. Kynntist
svo honum Bróa þínum og þið
stofnuðuð ykkar fyrsta heimili á
Akureyri. Svo lá leiðin að Þóru-
stöðum í Eyjafirði, en þaðan var
Brói, byggðuð ykkur hús þar sem
var ykkar heimili síðan. Fallegur
staður í fallegri sveit, sem maður
naut oft að vera gestkomandi á.
Við stórfjölskyldan komum oft
saman við ýmis tilefni, ferðalög
o.fl. Við höfðum þann sið að reyna
að hittast öll um verslunar-
mannahelgina ár hvert. Þetta
voru ógleymanlegar samveru-
stundir og þú, Dísa mín, áttir oft-
ast hugmyndirnar og Lárus
bróðir okkar um hvað skyldi
gera.
En svo breyttist lífið, sumir
hurfu úr hópnum, börnin uxu úr
grasi. Þú varst vinnusöm við ykk-
ar kartöflubú, garðinn ykkar fal-
lega, ræktaðir sumarblóm og
grænmeti, varst með græna fing-
ur. Svo var það heimilið, þú varst
fyrir handverk – saumaðir,
prjónaðir og saumaðir út. Þú
varst stórhuga og hann Brói þinn
var nú ekki að draga úr hlutun-
um, þið voruð mjög samtaka í
uppátækjum, framkvæmdagleð-
inni og að lifa lífinu. Því er missir
hans sár og mikill. Ég veit, mín
kæra, að þú varst ekki tilbúin að
fara frá þínu og þínum. En það
kom vágestur í líkama þinn fyrir
tæpum fjórum árum – fórst í
lyfjagjafir, tókst á við þetta verk-
efni með þínum baráttuhug með
þitt fólk í kring og ómetanlega
aðstoð frá heimahlynningu og
fékkst og gast verið heima allt til
enda.
Þú sinntir þínum verkum mik-
ið til, nema síðustu vikurnar. En
svona er komið og margt að
þakka þér, Dísa mín. Þú kvaddir
16. feb. en Gestur minn 19. feb.
fyrir 13 árum. Ykkur varð vel til
vina. Þið eruð vonandi búin að
hittast.
Takk fyrir allar góðar stundir,
alla hjálp – samveru og margt
margt fleira. Gangi þér vel í nýj-
um heimi, ég veit að þú ert nálæg.
En það þarf tíma til að venjast
öllum breytingum og sættast við
þær.
Elsku Brói mágur, þú ert bú-
inn að standa þig vel í veikindum
Dísu þinnar. Þú átt samúð mína
alla og samkennd, einnig þið
Maggý – Öggi, Jón Helgi makar
ykkar og ömmubörnin, einnig
tengdaforeldrar, Örlygur og
Margrét, tengdafólk og systkini
mín og fjölskyldur þeirra.
Þín verður sárt saknað, Dísa
mín. Megi góðar vættir fylgja
okkur öllum inn í ókominn tíma.
Bless í bili, þín systir
Ragnhildur.
Jæja Dísa mín, nú er er ekki
lengur hringt og manni heilsað
„komdu sæl gamla mín, hvað seg-
ir þú gott?“
En Dísa var tæpum þremur
árum yngri en ég. Vorum við
skírðar saman ásamt Birnu. Dísa
tveggja ára, Birna þriggja ára og
ég að verða fimm ára í sextugs-
afmæli móðurömmu okkar.
1958 flytjum við í Garðabæ og
þaðan 1964 norður í Þórorms-
tungu í Vatnsdal í A-Hún. Þar
varst þú á fullu í útiverkunum og
varðst fróð um gang lífsins og
dýrin og gast frætt Reykjavíkur-
dömurnar sem komu í sumar-
vinnu í sveitinni um hvernig átti
að halda kúnum.
Þú fetaðir í fótspor mín og
fórst í Húsmæðraskólann á
Laugalandi 1972-73 en ég kom
svo sem aðstoðarstúlka í febrúar
’73 og sagði í gríni að þú hefðir
orðið eilífðarnemandi þar ef ég
hefði ekki komið, en þú varst nú
myndarleg í höndunum, saumað-
ir, prjónaðir og fegraðir heimili
þitt með handbragði þínu.
Haustið ’73 komst þú svo til
Akureyrar og fórst að vinna á
sjúkrahúsinu eins og ég og þá var
framtíð þín ráðin.
Í þér bjó mikill kraftur og stutt
í grínið þannig að það var gott að
heyra í þér þegar maður var ekki
nógu hress.
Saman gengum við á Esjuna
ásamt dóttur minni, Ingu Ingólfs,
og Bróa, en það var gott að hafa
hann með til að styðja okkur nið-
ur Þverfellshornið.
2002 fórum við saman í hálfan
mánuð til Austurríkis og Ítalíu,
þá var líka gott að hafa Bróa til að
redda þessum konum sem tala
ekki erlend tungumál.
Vil ég svo þakka ykkur hjónum
fyrir öll heimboðin þar sem ég
dvaldi hjá ykkur, fór ég heim
endurnærð bæði á sál og líkama.
Ég vona að pabbi sé ekki búinn
að helluleggja sumarlandið svo
þú fáir þar pláss fyrir blómin þín.
Þú systir ert horfin í himnanna geim,
nú þjáningum leyst ert þú frá.
Ein sit ég eftir í veraldarheim
en Guði þú situr nú hjá.
En minningin um þig í hjarta ég geymi,
er kúrðum við saman um nætur.
Stundum okkar þeim aldrei ég gleymi
því sál þín hún festi í mér rætur.
Þær stundir ég þakka þér systir,
faðmlög þín, kossa og hlýju.
Mynd þín hún djúpt í huga ristir,
þar til við hittumst að nýju.
(HB)
Þín systir,
Erna.
Hún Dísa var manneskja sem
sýndi vináttu bæði í orði og verki.
Upphaf okkar kynna var þann-
ig að Elva dóttir mín var í sveit
hjá foreldrum Dísu í Þórorms-
tungu í Vatnsdal, þá var Dísa lík-
lega 18 ára en Elva níu ára. Síðar
passaði Elva Maggý, elsta barn
Dísu, eitt sumar á Akureyri, svo
fluttum við Elva til Akureyrar frá
Blönduósi og þeirra kynni héldu
áfram þar til Elva lést 1979.
Eftir það hélt Dísa sambandi
við mig, hún mundi alltaf afmæl-
isdag Elvu, hringdi og sagði „Guð
blessi þér daginn“ á sinn hressi-
lega hátt.
Þessa kveðju þótti mér alltaf
vænt um. Svo þegar ég flutti í
nýtt húsnæði hér á Akureyri og
Dísu var kunnugt um að mitt
nánasta hjálparlið var bakveikt
og illa í stakk búið til að bera
þungar byrðar, þá mætti Dísa
með tvo fíleflda syni sína, Örlyg
og Jón Helga, sem báru þyngstu
hlutina upp í íbúðina á 3. hæð,
svonalöguðu gleymir maður ekki.
Ég verð alltaf þakklát fyrir að
hafa þekkt hana Dísu og notið
hennar góðvildar og hjálpsemi.
Kæra fjölskylda hennar, Brói,
Maggý, Örlygur og Jón Helgi og
allir aðrir aðstandendur, innileg-
ar samúðarkveðjur, þið áttuð
góða konu, móður, tengdamóður,
ömmu og vin.
Ása Vilhjálmsdóttir.
Vigdís Eiríka
Helgadóttir
✝ Ester Sigur-björnsdóttir
fæddist í Krossa-
landi í Lóni 6. maí
1924. Hún lést 5.
febrúar 2018.
Móðir hennar
var Þórunn Bjarna-
dóttir, f. 18. okt.
1884, d. 12. ágúst
1985 og faðir henn-
ar Sigbjörn Jóns-
son, f. 17. júní
1878, d. 8. júlí 1929.
Eiginmaður Esterar, Sveinn
Jónsson vélstjóri, fæddist á
Hlíðarenda í Ölfusi 8. febrúar
1917. Hann lést 3. apríl 1999.
Ester ólst upp á Höfn í
Hornafirði hjá móður sinni og
föðurfólki sínu. Hún vann m.a.
við afgreiðslustörf hjá Kaup-
félagi Austur-Skaftfellinga,
KASK, þar til hún flutti til
Reykjavíkur árið 1945 og hóf
búskap með verðandi eig-
inmanni sínum en þau höfðu
kynnst á Höfn í Hornafirði. Þau
eignuðust fjögur börn:
1) Ólafía Sveinsdóttir, f. 1946,
fv. kennari og síðan starfandi á
Ferðaskrifstofunni Atlantik.
Maki: Friðrik D. Stefánsson við-
skiptafræðingur. Börn: Sigríð-
ur, f. 1980. Maki: Snorri Gunn-
arsson. Börn þeirra: Daníel
Tryggvi, f. 2008, Júlía Katrín, f.
2011, og Ísabella
Helga, f. 2015 og
Ester Aldís, f. 1986.
Maki: Sverrir Gauti
Ríkarðsson. Börn
þeirra: Aron Berg,
f. 2012, og Katla
Maren, f. 2014. 2)
Haukur Sveinsson,
f. 1949, fv.
menntaskólakenn-
ari. Maki: Phiyada
Phrommachat frá
Taílandi. Börn Hauks: Kjartan,
f. 1970, Ingi Þór, f. 1970, Hulda,
f. 1973, Steinunn f. 1974, og
Helga, f. 1980. 3) Jón Árni, f.
1957, vélstjóri. Ókvæntur og
barnlaus. 4) Trausti, f. 1959,
vélstjóri, drukknaði í Þýska-
landi 1981. Ókvæntur og barn-
laus.
Sveinn stofnaði sitt eigið fyr-
irtæki, sem annaðist sölu, upp-
setningu og eftirlit með frysti-
tækjum, ásamt viðgerðarþjón-
ustu. Þetta fyrirtæki var í
kjallara og bílskúr húss, sem
þau byggðu, Breiðagerði 7.
Þau bjuggu þar frá 1953 til
1999 þar til Sveinn lést. Síðustu
æviárin dvaldist Ester á Hjúkr-
unarheimilinu Eyrarholti, Hlíð-
arhúsum 3-5.
Útför Esterar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 23. febrúar
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
Heimsóknir síðustu ára hafa
einkennst af samtölum eins og
„Þekkir þú mig ekki?“ „Manstu
ekki eftir mér?“ „Þú manst eftir
mömmu Rósu?“ Og Ester svar-
aði: „Jú, hvernig hefur hún
það?“ Og ég „Hún er dáin fyrir
mörgum árum,“ og Ester hissa,
„það vissi ég ekki“. Algleymið
hafði náð tökum á Ester en hlýj-
an og viðmótið var óbreytt frá
fyrri tíð og hláturinn, röddin og
raddbeitingin var sú sama.
Í minningunni hófst sameig-
inleg saga okkar fyrir rúmlega
60 árum eða þegar ég man fyrst
eftir mér. Fyrstu minningarnar
eru frá því þegar ég kom í bæ-
inn alla leið frá Akranesi með
foreldrum mínum og bróður.
Ester tók konunglega á móti
okkur og það sem er mér minn-
isstætt er setningin: „Þú ert
uppáhaldsfrænkan mín“. Sem
barn efaðist ég aldrei um að
þetta væru sönn orð og mér
fannst það mjög merkilegt bæði
að ég ætti aðgang að frænku
sem bjó í fínu einbýlishúsi í höf-
uðborginni og einnig að ég,
barnið, væri í hlutverki uppá-
haldsfrænku.
Með árunum urðum við uppá-
haldsfrænkur hvor annarrar.
Ester var hafsjór af fróðleik og
var gædd góðum frásagnarhæfi-
leikum. Ég hafði miklar mætur
á að hlusta á frásagnir frá upp-
vaxtarárum hennar og mömmu
frá Hornafirði.
Á seinni árum eru minning-
arnar um þær frásagnir mér
dýrmætar, sér í lagi hugsa ég
um hlutverk kvennanna í þá tíð.
Ester gæti hafa gengið mennta-
veginn nema hvað hún var
einkabarn bláfátækrar og ein-
stæðrar móður og slíkt stóð því
ekki til boða.
Mælska Esterar einkenndist
af því að hún talaði hratt og
hafði mikinn orðaforða og stund-
um skondinn. Hún kallaði tert-
urnar hnallþórur og talaði um
þá eiginleika sumra karlmanna
að skaffa vel. Ester var gædd
góðum reikningsgáfum. Þegar
hún var úti að versla var hún
löngu búin að leggja saman í
huganum hvað innkaupin kost-
uðu áður en henni var tilkynnt
verðið. Hún gaf oft ekki mikið
fyrir reikningsgetu fólks í versl-
unum og sagði að það hefði nú
verið öðruvísi þegar hún var
innanbúðar í Kaupfélaginu á
Hornafirði.
Hún var um margt sérstök.
Hún var fyrirmyndarkokkur og
var alltaf að prófa eitthvað nýtt.
„Smakkaðu“ sagði hún og ég
smakkaði og svo sagði hún frá
hvaðan hráefnið kom, hvernig
hún hefði nálgast það og hvaðan
hugmyndin kom. Hún gekk bæ-
inn á enda til að nálgast það
sem hún kaus til matar, til
dæmis osta eins og emmentaler.
Hún gaf ekki mikið fyrir
gúmmíostana í matvöruverslun-
unum í nágrenninu. Það var allt-
af matur og kaffibrauð á borð-
um í Breiðagerði og það voru
alltaf einhverjir að koma í mat
og kaffi. Ester passaði upp á lín-
urnar og gætti þess að fá næga
hreyfingu. Við tvær fórum oft í
langar gönguferðir og í minn-
ingunni var það hún sem talaði
og ég sem hlustaði mér til fróð-
leiks og íhugunar og stundum
hálf utangátta eftir óvænt tíð-
indi.
Það er gott að hún Ester,
hart nær 94 ára, skuli vera laus
undan viðjum ellinnar og al-
gleymisins, samt syrgi ég hana
látna vel vitandi að minningin
um þessa uppáhaldsfrænku
mína mun lifa.
Bergþóra Kristjánsdóttir.
Elskuleg kona er fallin frá í
hárri elli, mig langar að minnast
hennar á einfaldan hátt eins og
Ester hefði viljað hafa það, hún
var einstök kona, dugleg, ósér-
hlífin og góður vinur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Góða ferð í Sumarlandið,
elsku gamla góða vinkona.
Aðstandendum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Aðalheiður Árnadóttir
(Heiða).
Ester
Sigurbjörnsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með ævi-
ágripi í innsendikerfinu. Hafi
æviágrip þegar verið sent er ráð-
legt að senda myndina á net-
fangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar