Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 36
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 54. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Tugir bíla skemmdust í sömu holu 2. Svala fékk snert af heilablóðfalli 3. Tossalisti Trumps vekur athygli 4. „Hún var myrt í síðustu viku“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Hádegistónleikar Ís- lenska flautukórsins  Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Grímur Helgason klarinettuleikari koma fram á hádegistónleikum Íslenska flautukórsins í Listasafni Íslands í dag kl. 12.10. Á efnisskránni eru verk eftir Alberto Ginastera, Heitor Villa-Lobos og André Jolivet. Aðgangur er ókeypis.  Skálholts- félagið hið nýja efnir til málþings um fornleifar í Skálholti í dag kl. 16-18 í fyrirlestra- sal Þjóðminja- safnsins við Suðurgötu. Fyrir- lesarar velta upp ýmsum þáttum sem lúta að minja- vernd, fornleifarannsóknum, minjum, framtíðarsýn og nýjum uppgötvunum í landi Skálholts. Aðgangur er ókeypis. Fornleifar í Skálholti  Svavar Knútur söngvaskáld fagnar 42 ára afmæli sínu með tónleikum í Tjarnarbíói annað kvöld kl. 20.30. Þar mun einvala lið íslenskra söngvara syngja lög hans með sínu nefi. Þeirra á meðal eru Kristjana Stefáns, Ragga Grön- dal, Eyþór Ingi, Hildur Vala og Jón Ólafsson. Ágóðinn rennur til góðs málefnis eftir hjarta afmælis- drengsins. Afmælistónleikar í Tjarnarbíói á morgun Á laugardag Suðaustan 10-18, en 18-25 norðaustan- og aust- anlands í fyrstu. Talsverð rigning framan af degi suðaustan til, en skúrir eða él um landið vestanvert. Hiti 1 til 8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt, 18-25 m/s seinni partinn með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig í kvöld. VEÐUR Íslandsmeistarar Vals eru í 4. sæti, stigi á eftir ÍBV og Selfossi, eftir góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í gærkvöld í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamenn voru yfir í hálfleik en Valsmenn sýndu styrk sinn í seinni hálfleik og unnu 31:28. Framarar virðast vera á flugi en þeir unnu stórsigur á Gróttu og fóru þannig upp fyrir Seltirninga í 9. sæti deildarinnar. »2 Meistarar Vals fögnuðu í Eyjum „Þetta nærri eina ár í Danmörku hefur kennt mér mikið. Í Danmörku er handboltinn miklu betri en heima á Íslandi auk þess sem umgjörðin í kringum liðið er mun öflugri en heima,“ segir Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, sem hefur samið við norska úrvals- deildarliðið Sola um að leika með því frá og með næsta sumri en hún hefur í vetur spilað í dönsku B- deildinni. »4 Hafdís hefur lært mikið á einu ári í Danmörku Körfuboltalið með nokkuð svipaðan leikstíl eigast við í Laugardalshöll í kvöld þegar Ísland tekur á móti Finn- landi í undankeppni heimsmeist- aramóts karla klukkan 19.45. Liðin eru ekki með marga mjög hávaxna menn miðað við það sem gengur og gerist hjá sterkum landsliðum. Bæði geta þau spilað hratt og skjóta tals- vert fyrir utan. » 3 Lið með svipaðan leik- stíl mætast í Höllinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlut- skarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meistara- réttir þeirra eru á sérstökum mat- seðli á saltfiskhátíð á Tapas Barnum við Vesturgötu í Reykjavík, sem stendur yfir út mánuðinn. Þremenningarnir kynntu mat- reiðslumönnum á Tapas Barnum uppskriftir sínar í fyrradag og í kjöl- farið hófst hátíðin, þar sem einnig er boðið upp á saltfiskrétti hússins. „Við buðum þeim til landsins til þess að kynna Íslendingum upp- skriftir sínar,“ segir Kristinn Björns- son, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, en meistarakokkarnir hafa verið iðnir við að vekja athygli á íslenskum þorski og saltfiski á veitingastöðum sínum í Barcelona og halda því áfram. Í gær var tekið upp myndband, þar sem kokkarnir sýndu réttu handtökin við matreiðsluna. Kristinn segir að það verði aðgengilegt á vefsíðu og samfélagssíðum Bacalao de Islandia. Frábærir réttir Guillem Rofes sigraði í keppninni. Hann er yfirkokkur á veitingastaðn- um Caballa Canalla, sem sérhæfir sig í sjávarréttum. Hann segist hafa fall- ið fyrir íslenska þorskinum og salt- fiskinum á kynningunni í fyrra og elski að búa til rétti úr hráefninu. „Nú vinn ég aðeins úr íslenskum fiski, því gæðin eru mikil og verðið gott,“ segir hann. Vinningsréttur hans er svo sannar- lega bragðgóður, eins og reyndar allir saltfiskréttir meistarakokkanna. „Rétturinn er einn sá vinsælasti á Caballa Canalla,“ segir hann og það kemur ekki á óvart. Guillem Rofes bætir við að gaman hafi verið að vinna með íslensku matreiðslumönnunum og það sé mikil og skemmtileg reynsla að fá að taka þátt í kynningarátaki Ís- landsstofu. Jordi Asensio er yfirkokkur á veit- ingastöðunum Quillo og Chico-Bar. Hann segist hafa kynnst íslensku sjávarfangi þegar hann vann á þekktu veitingahúsi í París og hann haldi sig við íslenskan saltfisk í Barcelona. „Þetta er frábært hráefni og ég ætla að koma aftur hingað í sumar til þess að kynna mér það enn frekar,“ segir hann. Francisco Diago Curto er yfirkokk- ur á L’ostia. Hann segir að íslenskur þorskur sé vel þekktur í Katalóníu og þeir leggi áherslu á að nýta allt hrá- efnið. „Ég læt fiskinn vera í sér- stökum bjórlegi og úr verður ferskur réttur, sem hentar vel í sumarhit- anum,“ segir hann um verðlaunarétt- inn. Lífið er íslenskur saltfiskur  Kokkar frá Barcelona kynna uppskriftir sínar á Tapas Barnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Tapas Barnum Francisco Diago Curto og Jordi Asensio með saltfiskrétti sína, Guillem Rofes með rétt hússins. Sigurvegarinn Matreiðslumeistarinn Guillem Rofes með sigurrétt sinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.