Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 2
Hvernig urðu Hollvinasamtök Sjúkra- hússins á Akureyri til? „Stofnandinn var Stefán Gunnlaugsson. Hann veiktist og lá lengi á spítala, lengst af hér á Akur- eyri, og komst að því að hann var í 20 eða 30 ára gömlu sjúkrarúmi. Eftir því sem hann talaði meira við starfsfólkið fylltist hann löngun til að bæta aðstöðuna, hafði samband við mig og við fengum fleiri til liðs við okkur. Samtökin voru svo stofnuð 13. desember 2013.“ Hvað kom til að þú tókst að þér formennsku? „Ég gat ekki sagt nei við Stebba Gull! Hann sagði mér í byrjun að ég gæti byrjað að ígrunda það að láta af störfum annaðhvort þegar félagarnir væru orðnir 10 þúsund eða ég búinn að vera formaður í 10 ár, sem mér þótti nokkuð strangt! Nú er Stefán fallinn frá, stjórnin ákveður hver er í forsvari fyrir hópinn og ég hef svo sem ekki þungar áhyggj- ur af því að mér verði velt úr sessi.“ Hve margir eru meðlimirnir? „Um 3.000 félagar eru í hollvinasamtökunum og greiða árgjald. Auðvitað vildum við sjá ennþá fleiri en okkur hefur þó gengið bærilega að fjölga félögunum. Við fáum ágætis tekjugrunn í gegnum árgjöldin, um 15 milljónir króna á ári.“ Hve miklu hafið þið safnað? „Það sem við höfum safnað ein og sér losar 200 millj- ónir en þegar við öflum peninga ræðum við oft við hin og þessi félagasamtök og þá hafa þau oft gert eitthvað fyrir sjúkrahúsið án þess að við séum milliliðir, þótt við höfum jafnvel átt þátt í því. Ég hitti til dæmis for- svarsmenn Oddfellowreglunnar þegar við söfnuðum fyrir ristilspeglunarvél, þeir styrktu þá söfnun og upplýstu mig í leiðinni um að stórafmæli væri fram undan hjá þeim og meiningin væri að gera eitthvað rausnarlegt. Þeir settu svo um 20 milljónir í endur- nýjun bráðamóttökunnar.“ Starf samtakanna er væntanlega eilífð- arverkefni. Hvað er helst fram undan? „Við erum með lista frá lækningaforstjóranum og kaupum stöðugt eitthvað, þótt það sé ekki jafn dýrt og ferðafóstran, sem við afhentum um síðustu helgi. Hún er, í krónum talið, það stærsta hingað til. En næsta stóra verkefni er endurnýjum tækja á skurðdeildum.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson JÓHANNES G. BJARNASON SITUR FYRIR SVÖRUM Liðlega 200 milljónir Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Aldavinur minn náði þeim merka áfanga fyrr í þessum mánuði aðverða 47 ára. Ég sló á þráðinn til hans af því tilefni og bar hann sigbýsna vel, miðað við aldur og fyrri störf. Viðurkenndi þó að sér hefði brugðið lítið eitt þegar vinnufélagi hans færði honum þá afmæliskveðju að nú þyrfti hann senn að fara að koma sér upp öðru setti af svörtum jakka- fötum. „Nú?“ spurði vinurinn. „Jú, sjáðu til. Þú ert kominn á þann aldur að jarðarförum sem þú þarft að sækja fer ört fjölgandi,“ svaraði vinnufélaginn. Við hlógum dátt að þessu, félag- arnir, enda finnst okkur við alltaf vera tólf ára að sparka tuðrunni í svalahurðina hjá Ella Færeyingi heima í Þorpinu á Akureyri. Annars er best að fara varlega í þeirri upp- rifjun; ég lenti nefnilega einu sinni í því þegar ég sagði þessa sögu að viðstöddu fjölmenni að einn úr hópnum rétti upp hönd og upplýsti: „Elli Færeyingur var afi minn!“ En það er allt önnur saga. Sjálfur var ég minntur á dauð- leika minn hér í Móunum í vikunni. Ég var þá að ræða sviplegt fráfall Jóhanns Jóhannssonar tónskálds við djúp- spakan vinnufélaga minn, sem gengur ekki að ósekju undir nafninu „páfinn“ eða „hinn æðsti páfi“ hér á ritstjórninni. „Já, þetta er fljótt að gerast,“ sagði páfinn. „Maður veit aldrei hver er næstur!“ Að svo mæltu stóð hann upp og faðmaði mig innilega að sér; ef ske kynni að ég yrði næstur á útkallslista almættisins. Páfinn faðmar mig raunar alltaf annað slagið að sér enda sannfærður um að menn faðmist aldrei of oft í þessu lífi. „Maður faðmar ekki þá sem eru farnir,“ segir hann og hefur þar lög að mæla. Engin trygging er heldur fyrir því að faðmlög séu í boði í heiminum/heimunum hér fyrir handan. Vel að merkja. Við íslenskir karlmenn fáum þarfa áminningu innar í þessu blaði en tvö spænsk sprund, sem Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður hitti á förnum vegi, hafa allt gott um Ísland að segja – nema hvað innfæddir karl- menn séu of kaldir og lokaðir. Þá heilsist allir hér um slóðir með handabandi. Hvernig væri að breyta þessu í eitt skipti fyrir öll með páfatilskipun!? AFP Jarðarförum fer fjölgandi, lagsi! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Að svo mæltu stóðhann upp og faðmaðimig innilega að sér; ef skekynni að ég yrði næstur á útkallslista almættisins. Edda Sigfúsdóttir Ég æfi crossfit, syng í kór og eyði tíma með fjölskyldunni. SPURNING DAGSINS Hvað gerir þú í frístund- um? Kópur Árnason Ég les og kíki í símann. Bergþóra Guðmundsdóttir Þesssa dagana eyði ég langflestum frístundum með barninu mínu, tíu mánaða. Anton Andri Guðmundsson Ég ferðast, stunda íþróttir og er með fjölskyldu og vinum. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Jóhannes Gunnar Bjarnason er formaður Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri. Hollvinir færðu stofnuninni á dögunum ferðafóstru að verðmæti um 30 milljónir króna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.