Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 37
Þú finnur allt á
FINNA.IS
Bókhald,
skattar og vskBilly Zane er ekki sá eini sem hefurþurft að svara fyrir dauða Jacks.
KVIKMYNDIR Rúmum 20 árum eftir
frumsýningu Titanic ræðir fólk enn og
deilir um söguþráðinn, sérstaklega þá
staðreynd að persóna Leonardo Di-
Caprio, Jack, var látin deyja í lok
myndar. Nú síðast var það leikarinn
Billy Zane sem svaraði fyrir það en
Zane lék unnusta Rose, sem Kate
Winslet lék, í myndinni.
„Hetjan þín verður að deyja,“ sagði
Zane í viðtali við People. Leikstjórinn
James Cameron hefur svarað þessari
sömu spurningu á þann veg að það hafi
haft listrænt gildi að láta Jack deyja.
Auk þess sé svarið augljóst af hverju
Jack dó. „Svarið er einfalt því á bls. 147
í handritinu stendur að Jack deyi.“
Jack varð
að deyja
Leikstjórinn Guillermo del Toro sést hér með leikkonunni Octaviu Spencer.
BÍÓ Ný kvikmynd, The Shape of
Water, var frumsýnd á föstudag-
inn í Smárabíói og Háskólabíói.
Myndin er sögð ævintýramynd
en hún gerist á tímum kalda
stríðsins í Bandaríkjunum í byrj-
un sjöunda áratugar síðustu ald-
ar. Í leynilegri rannsóknarstofu
hins opinbera starfar hin ein-
mana Elisa, föst í hljóðlátu og
einangruðu umhverfi. Líf henn-
ar breytist til frambúðar þegar
hún og samstarfskona hennar
Zelda, uppgötva háleynilega til-
raun. Myndin hefur verið til-
nefnd til þrettán Óskarsverð-
launa, m.a. fyrir bestu mynd,
besta leikara, bestu leikkonu í
aukahlutverki og besta leik-
stjóra. Bandaríska kvikmynda-
stofnunin valdi myndina eina af
tíu bestu myndum ársins.
Tilnefnd
til 13 Óskara
18.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
STÖÐ 2 Á sunnudagskvöld
kl. 22 verður sýnd heimildar-
myndin The Newspaperman:
The Life and Times of Ben
Bradlee, frá árinu 2017.
Fjallar hún um ævi Ben Brad-
lee, ritstjóra Washington Post,
sem talinn er hafa stuðlað að
afsögn Nixons Bandaríkja-
forseta. Það er Tom Hanks
sem leikur ritstjórann í The
Post, nýrri mynd sem nú er í
kvikmyndahúsum. Í heim-
ildamyndinni er farið yfir ævi
ritstjórans; æskuna, háskóla-
árin í Harvard, veru hans í
sjóhernum og starf hans sem
blaðamanns. Ítarlega er
fjallað um starf hans sem rit-
stjóra og vinskap við John F.
Kennedy forseta. Málin um
Pentagon-skjölin og Water-
gate eru rakin.
Ævisaga ritstjóra Washington Post
Ben Bradlee árið 1973. Hann lést árið 2014.
Það var 12. febrúar 1993 að myndin
Groundhog Day með Bill Murray
var frumsýnd. Síðan er aldar-
fjórðungur liðinn og enn eru nýjar
kynslóðir að horfa á myndina, enda
er hún löngu orðin klassísk. Fyrir þá
sem ekki hafa séð hana er hún um
veðurfréttamanninn Phil, sem
sendur er til Punxsutawney í Penn-
sylvaniu, fjórða árið í röð. Þar fer
árlega fram athöfn þar sem múr-
meldýrið Punxsutawney Phil spáir
fyrir um hve mikið er eftir af vetr-
inum. Veðurfréttamaðurinn er
mjög ósáttur við þetta verkefni og
dylst það fáum. Hann klárar daginn
með hangandi hendi, fer að sofa og
vaknar næsta dag og sér til furðu,
er sami dagurinn og sá á undan.
Þannig gengur þetta dag eftir dag;
það er alltaf 2. febrúar. Hann fer að
nýta sér það til framdráttar en
hann áttar sig fljótlega á því að
hann virðist fastur á sama degi til
eilífðarnóns. Hann notar tækifærið
og stundar ólifnað, drekkur sig full-
an trekk í trekk og sefur hjá
ókunnugum konum. Til að losna
við þennan leiðinlega dag reynir
hann nokkrum sinnum sjálfsmorð
en alltaf vaknar hann við sama lag-
ið í útvarpinu, I Got You Babe með
Sonny & Cher. Smátt og smátt fer
hann að endurskoða lífsgildi sín.
Mitt í þessu öllu saman fellur
hann fyrir hinni fögru Ritu, leikinni
af Andie MacDowell.
Myndin er talin ein af bestu grín-
myndum sögunnar.
Kvikmyndin hefur gert þennan
dag, 2. febrúar, enn frægari en
áður. Stærstu hátíðarhöldin eru ár
hvert í Punxsutawney í Pennsylv-
aníu. Fyrir gerð myndarinnar
mættu um 2.000 manns, en strax
árið eftir voru gestir orðnir tíu þús-
und og eru nú árlega um 40 þús-
und.
Bill Murray lék eftirminnilega lífs-
leiðan veðurfréttamann í myndinni
Groundhog Day, en nákvæmlega 25
ár eru síðan myndin var frumsýnd.
GROUNDHOG DAY
Sami dagur,
25 árum síðar
Opið alla daga vikunnar.
Viðburðardagatal á norraenahusid.is
Hlýlegtmenningarhús
í Vatnsmýrinni