Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 24
Það er útbreiddur misskilningur að tann-réttingar henti bara börnum og ungling-um. Þá þurfa fullorðnir ekki endilega að
ganga um með gelgjulegar spangir á meðan
verið er að rétta tennurnar, því hægt er að gera
meðferðina nær ósýnilega.
Þetta segir Berglind Jóhannsdóttir, tann-
læknir og sérfræðingur í tannréttingum. „Þeg-
ar við eldumst verða beinin þéttari og hægir á
efnaskiptum líkamans sem hefur þau áhrif að
færsla tannanna er hægari hjá fullorðnum en
hjá börnum og unglingum. Á móti kemur að
fullorðna fólkið hlýðir betur fyrirmælum tann-
læknisins og getur meðferðin því gengið hraðar
fyrir sig hjá þeim en hjá þeim sem yngri eru.“
Tennurnar hætta ekki að hreyfast
Berglind segir alls ekki óalgengt að fullorðið
fólk láti rétta í sér tennurnar. „Margir koma
til mín á þrítugs- eða fertugsaldri og segja
mér að þeir hafi ekki treyst sér í að fara í
tannréttingu sem unglingar, eða að aðstæður
á heimilinu hafi valdið því að ekki var hægt að
ráðast í að rétta tennurnar þegar þeir voru
yngri,“ útskýrir hún. „Tennurnar halda líka
áfram að færast til eftir að uppvaxtarárunum
er lokið og ekki óalgengt að í kringum fertugt
verði fólk vart við að t.d. framtönn í neðri
gómi er farin að skekkjast eða bitið að dýpka.
Ef tönn er fjarlægð getur það líka valdið því
að tanngarðurinn fer á hreyfingu, og tenn-
urnar í kring fara að síga ofan í bilið sem varð
eftir.“
Endajaxlar hafðir fyrir rangri sök
Mjög einstaklingsbundið er hvort tannrétt-
ingar valda sársauka, og þá hve miklum.
„Margir halda ranglega að alltaf verði að byrja
tannréttingu með því að fjarlægja endajaxlana,
en þess þarf sjaldnast og yfirleitt ekki sem
endajaxlarnir eru valdir að tannskekkjunni,“
segir Berglind. „Óþægindin sem fólk finnur
vegna tannréttingarinnar eru yfirleitt tíma-
bundin. Sumir finna lítið fyrir meðferðinni á
meðan aðrir geta verið mjög aumir í tönn-
unum.“
Tannrétting getur tekið frá sex mánuðum
upp í fjögur ár og segir Berglind algengast að
meðferðin vari í um tvö ár. Á þeim tíma þarf að
heimsækja tannlækninn reglulega, yfirleitt í
hverjum mánuði, og má reikna með að heildar-
kostnaðurinn verði á bilinu 600 til 1.600 þús. kr.
Morgunblaðið/Eggert
Aldrei of seint að fá fallegt bros
Margir sem gátu ekki farið í
tannréttingu sem börn láta
verða af því þegar komið
er á fullorðinsár.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Ósýnilegar
spangir henta
mörgum.
„Að meðferðinni lokinni er síðan settur fín-
gerður stoðbogi bak við tennurnar til að
tryggja að þær hreyfist ekki úr stað. Er stoð-
boginn límdur við tennurnar og þarf að gæta
þess að hreinsa hann vel,“ upplýsir Berglind.
„Þá þarf að sofa með þar til gerðan góm fyrstu
tvö til þrjú árin eftir tannréttinguna.“
Berglind segir breytilegt eftir
einstaklingum hversu miklum
óþægindum tannréttingin veldur.
HEILSA Bandarískir vísindamenn hafa fundið efnasambönd í jarðvegi sem hafa sýkla-drepandi áhrif og gætu orðið grunnurinn að nýrri gerð sýklalyfja. Á tilraunastofu
hafa efnasamböndin náð að drepa ýmsa stofna fjölónæmra baktería.
Nýtt vopn gegn fjölónæmum sýklum
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018
Ef marka má nýja rannsókn þá er loftmengun ekki bara
hættuleg heilsunni heldur siðferðinu líka. Niðurstöður
rannsóknarinnar, sem birt var í tímaritinu Psychological
Science, benda til þess að tengsl séu á milli versnandi
loftgæða og hækkandi glæpatíðni. Eftir því sem meiri
mengun er í loftinu, því meiri er hættan á að fólk fremji
glæpi.
Rannsakendur frá Columbia-, Harvard- og Michigan-
háskóla báru saman mengunarmælingar Umhverfis-
verndarstofnunar Bandaríkjanna og glæpatölfræði FBI í
9.000 borgum yfir níu ára tímabil. Eftir að hafa leiðrétt
fyrir fjölda lögreglumanna og hlutfall fátækra íbúa á hverj-
um stað þótti sýnt að loftmengun yki tíðni glæpa.
Breska dagblaðið The Independent segir frá þessu
og hefur eftir einum af rannsakendunum að það geti
haft kvíðavaldandi áhrif að vera í menguðu umhverfi,
sem síðan getur breytt hegðun fólks svo það verður
líklegra til að brjóta af sér.
Til viðbótar við að skoða mengunar- og glæpatölur
gerðu rannsakendurnir tilraunir á sjálfboðaliðum
sem sýndar voru myndir þar sem annars vegar var
heiður og blár himinn og hins vegar mengunarský
yfir landslaginu. Þeir sem sáu myndir af mengun
mældust með meiri kvíða og voru líklegri til að
svindla á verkefnum sem þeim voru sett fyrir í til-
rauninni. ai@mbl.isKona á ferð og lest aðvífandi á miklum mengunardegi á Indlandi.
AFP
HEGÐUNIN BREYTIST Í MENGUÐU UMHVERFI
Mengun og glæpir haldast í hendur
Þeir sem ekki vilja nota spangir geta í
staðinn notað góm t.d. frá bandaríska
fyrirtækinu Invisalign. Um er að ræða
nær ósýnilegan plastgóm sem smeygt
er yfir tennurnar og þarf að hafa í
munninum a.m.k. 22 stundir á sólar-
hring. Byrjað er á að taka skönnun af
tönnunum síðan er send til framleið-
andans. Því næst notar tannlæknirinn
forrit til að ákveða rétta stöðu tann-
anna og framleiðir Invisalign röð af
gómum þar sem hver gómur hnikar
tönnunum örlítið í átt að sléttu og fal-
legu brosi. „Munurinn er ekki mikill á
milli góma, en þegar fólk er komið
með tuttugasta góminn þá passar
fyrsti gómurinn ekki lengur á tenn-
urnar,“ segir Berglind.
Ef aðeins smávægileg skekkja er á
tönnunum getur líka dugað að slípa
þær lítillega til, s.s. ef lítill spíss stend-
ur fram á einum stað, ellegar setja
plastefni á yfirborð tannarinnar til að
skapa reglulegra bros. „Plastið hefur
þann ókost að þarfnast yfirleitt við-
halds; það slitnar og gulnar og þarf að
endurnýja að ákveðnum árafjölda
liðnum.“
Ósýnileg tannrétting