Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 28
FERÐALÖG Hin umfangsmikla myndlistarkaupstefna ArmoryShow er í New York 8. til 11. mars. Þá er svokölluð myndlistarvika í borginni með fjölda sýningaropnana. Myndlistarvika í mars 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018 Á leið til New York á dögunumspurðu farþegar í vélinni,sem voru á leið þangað í langt helgarfrí, hvað þeir ættu helst að skoða í borginni þar sem spáð var kulda og hálfgerðu leiðindaveðri. Það er ekki spurning, svaraði ég – þeir ættu að skella sér á listasöfn og sýningar. Örva andann og nota tæki- færið til að upplifa áhugaverða heima frjórra listamanna. Þar væri fjöldi áhugaverða sýninga í gangi, fyrir utan alla dýrgripina sem ávallt eru sýndir í merkustu söfnum borg- arinnar. Og ég bætti við að megin- erindi mitt væri einmitt að sjá tvær yfirlitssýningar listamanna sem ég dái og vildi alls ekki missa af. Svo fór að ég skrifaði fyrir fólkið lista með mikilvægum söfnum og menningarstofnunum á Manhattan- eyju – fleiri listastofnanir er vita- skuld að finna í öðrum hverfum borgarinnar, en þessar stofnanir eru mjög aðgengilegar gestum sem eiga viðdvöl í nokkra daga. Og ég vona að listinn hafi nýst ferðalöngunum vel því eins og ég komst sjálfur að á rölti milli safna, þar sem ég eyddi mis- löngum tíma en kom ætíð upprifinn og endurnærður út af, þá er ákaf- lega margt forvitnilegt að sjá af gamalli sem nýrri myndlist í New York þessa dagana, í heillandi um- hverfi margra bestu safna jarðar. Veturinn er vinsæll tími fyrir borgarferðir og um þessar mundir er boðið upp á nokkrar daglegar flugferðir til New York. Ferða- langar vilja gjarnan gera vel við sig í mat og drykk, kannski sjá leiksýn- ingar eða bregða sér á íþróttakapp- leiki. En allt síðan ég var búsettur í New York á sínum tíma hef ég einn- ig bent gestum í borginni á að líta í söfnin – og ekki bara þau frægustu, Metropolitan, MoMA og Guggen- heim – og hef sannreynt að þau hafa auðgað upplifanir margra. Hér lítum við á tíu ólík en athygl- isverð söfn og sýningarstaði í borg- inni; byrjum við Central Park- garðinn austanverðan og fikrum okkur suður eftir eynni. Vitaskuld er alls ekki um tæmandi lista að ræða, enda borgin iðandi miðstöð mynd- listarstrauma alls staðar að. Hér er til að mynda ekki vísað á helstu kjarna myndlistargalleríanna á Manhattan, sem eru í Chelsea, á Lower East Side, í kringum 57. stræti í miðborginni, og á víð og dreif við Central Park að austan- verðu. Óhætt er að mæla með rölti um Chelsea-hverfið á laugardegi, þar sem rekast má inn á opnanir og sjá margt forvitlegt, örvandi og upp- lýsandi í hinum ólíku galleríum. Flest safnanna eru lokuð einn dag í viku og er fólki bent á að kynna sér á heimasíðum þeirra hvaða dagar það eru. Aðgangseyrir er á bilinu 10 til 25 dalir. Guggenheim-safnið Safnið er í einni þekktustu bygg- ingu New York-borgar, hannaðri af meistaraarkitektinum Frank Lloyd Wright, og var opnað árið 1959. Margir koma í safnið til að sjá og upplifa frægan spíralganginn sem liðast upp aðalbyggingu safnsins – flesta daga er boðið upp á leiðsögn með áherslu á arkitektúrinn – en safneignin er einnig merkileg. Í hliðarbyggingunni gefur að líta sýn- ingu á merkum verkum eftir im- Morgunblaðið/Einar Falur Guggenheim-safnbyggingin var teiknuð af Frank Lloyd Wright og njóta gestir bæði byggingarinnar og fjölbreytilegra sýninganna. Metropolitan-safnið er flennistórt og fjársjóðirnir margir. Gott er að ákveða fyrir fram hvað fólk vill skoða í hverri heimsókn. Fjársjóðir í söfnum New York-borgar Nú er tími fyrir borgarferðir en í stórborgum eins og New York eru oft merkir staðir sem gestum sést yfir. Þar þekkja margir helstu listasöfnin og mega ekki missa af þeim en hér er líka mælt með fleiri góðum söfnum. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í Metropolitan Museum stendur nú yfir marglofuð yfirlitssýning á verkum eftir David Hockney. Samtímalistadeild Metropolitan-safnsins setur nú upp sýningar undir heitinu Met Breuer í fyrrverandi húsi Whitney-safnsins. Listasöfn í New York 1 Guggenheim Museum, 1071 5th Avenue, við 89. stræti. 2 Metropolitan Museum of Art, 1000 5th Avenue, milli 80. og 84. strætis. 3 Met Breuer, 945 Madi- son Ave, við 75. stræti. 4 The Frick Collection, 1 East 70th Street, við 5th Avenue. 5 MoMA – Museum of Modern Art, 11 West 53rd Street. 6 Scandinavia House, 58 Park Avenue, milli 37. og 38. strætis. 7 The Morgan Library & Museum, 225 Madison Avenue, við 36. stræti. 8 Whitney Museum of American Art, 99 Gan- sevoort Street, við suður- enda High Line-garðsins. 9 ICP – International Center of Photography, 250 Bowery, í Litlu-Ítalíu austast í SoHo. 10 New Museum, 235 Bowery, austan við Litlu- Ítalíu á Lower East Side. 1 4 7 2 5 8 3 6 9 10

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.