Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 11
18.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Nóa Konfekt er tilvalin gjöf fyrir ástina í lífi þínu,
því leiðin að hjartanu liggur í gegnum bragðlaukana.
Gott að gefa, himneskt að þiggja
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Komdu ástinni
þinni á óvart
með ómótstæðilegu Nóa Konfekti
Jennifer Aniston og Justin Theroux hafa
ákveðið að skilja eftir sjö ára samband og
tveggja og hálfs árs hjónaband. Tilkynning
frá þeim var birt í fjölmiðlum á fimmtu-
daginn var.
Parið sendi frá sér tilkynninguna til þess
að slá á kjaftasögur, en Aniston fagnaði
afmæli fyrr í mánuðinum og var eftir því
tekið að eiginmaðurinn var fjarri góðu
gamni. Þau segjast staðráðin í að halda
góðum vinskap og virðingu hvort fyrir
öðru. Segja þau að ákvörðunin hafi verið
tekin í lok síðasta árs.
Parið kynntist árið 2007 þegar
sameiginlegur vinur, Ben Stiller, kynnti
þau, en Stiller og Theroux skrifuðu sam-
an grínmyndina Tropic Thunder. Það var
svo árið 2010 að parið lék saman í róm-
antísku grínmyndinni Wanderlust, sem
sýnd var árið 2012, en á þeim tíma var
Theroux í sambandi við stílistann Heidi
Bivens. Sögusagnir fóru á kreik árið 2011
og það sama ár opinberuðu þau samband
sitt. Hann bað hennar á afmælisdaginn
sinn árið 2012. Þau giftu sig í leynilegri at-
höfn árið 2015.
Eftir nokkur rómantísk ár er ævintýrið
úti og þau halda hvort sína leið.
Skilnaður stjörnupars Jennifer Aniston
og Justin Theroux
hafa ákveðið að
skilja í góðu.
Útvarpsmaðurinn Patrick Connor
var rekinn eftir að hafa verið með
óviðeigandi kynferðislegt tal um
gullverðlaunahafa á Ólympíu-
leikunum.
Hin 17 ára gamla snjóbretta-
kona Chloe Kim komst í heims-
fréttirnar þegar hún vann gull á
mánudag.
Útvarpsmaðurinn talaði óvar-
lega í útvarpi um stúlkuna og var
rekinn í kjölfarið.
Hann baðst afsökunar og sagð-
ist skammast sín.
Chloe Kim vann gull á mánudag.
AFP
Rekinn úr
útvarpi
Talið er að meira en 100,000 ór-
angútanapar hafi verið drepnir í
Borneo síðan 1999, en þeir eru í
útrýmingarhættu.
Vísindamenn segja að sumir
hafi drepist vegna iðnaðar á svæð-
inu en að margir virtust „hverfa“
og er talið að þeim sé slátrað.
Ástæðan er sú að órangútanar
herja á akra bændanna og éta
uppskeruna.
Hverfandi skóglendi af völdum
iðnaðar er einnig stór ástæða fyrir
dauða apanna, en talið er að
45.000 apar munu drepast vegna
þess á næstu 35 árum.
Það er ekki gott að vera órangútan í
Borneo en skóglendi þar er í hættu.
Apar
drepast