Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 27
5Off-White HönnuðurinnVirgil Abloh gerði fatamerk-ið vinsælt á sl. ári. Ítalska tískuhúsið Gucci trónir á toppnum á lista yfir umtöluðustu fatamerkiársins 2017 sem Lyst tók saman í samstarfi við Business of Fashion. Oftarvar leitað að Gucci á Lyst.com á árinu en að orðunum „skór“ eða „kjóll“. Listrænn stjórnandi Gucci, Alessandro Michele, hefur komið tískuhúsinu í fremstu röð á ný. Gucci var líka það tískuhús sem mest var leitað að á Google um heim allan. Fatamerkið hefur ennfremur bætt við sig átta milljón fylgj- endum á Instagram á árinu 2018. Rómverjinn Michele er alls enginn naum- hyggjumaður og á litríkur og hlaðinn stíll hans vel við sjónræna veröld Insta- gram. Balenciaga, sem situr í öðru sæti, hefur sömu- leiðis verið mikið í umræðunni eftir að Demna Gvasalia tók við stjórninni. „Báðir þessir [Gva- salia og Michele] hafa þá stefnu að nota sterkt hönnunartungumál sem auðvelt er að bera kennsl á sem þróast frá einni sýningu til ann- arrar, í stað þess að vera alltaf að finna upp hjól- ið og byrja upp á nýtt. Þannig þjálfa þeir neyt- endur sem vita við hverju þeir eiga að búast en á sama tíma koma þeir með nógu mikið nýtt til að halda athyglinni,“ segir í grein á www.bus- inessoffashion.com. Í kringum 65% af kaupendum Balenciaga til- heyra svokallaðri aldamótakynslóð og ber hún ábyrgð á um helmingi allrar sölu hjá þessu gamla franska tískuhúsi, sem hefur algjörlega endurnýjað sig með tilkomu Gvasalia. Demna Gvasalia er líka maðurinn á bak við Vetements, sjóðandi heitt tískumerki sem er í þriðja sæti listans. Vetements hefur notið mik- illa vinsælda og höfðar til yngra fólks þrátt fyrir að sumum þyki fötin líta út fyrir að koma beint af flóamarkaðnum. Business of Fashion spáir því að tískuhúsin í efstu tveimur sætunum haldi velli á þessu ári en aðdráttarafl Vetements fari dvínandi. Til þess að búa til þennan vinsældalista voru notuð gögn frá yfir 70 milljón neytendum frá Google og Lyst hvað sölu varðar og hvað neyt- endur skoða. Vegna öðruvísi dreifingaraðferða eftirfarandi tískuhúsa nær Lyst-listinn ekki til Chanel, Christian Dior, Hermès, Louis Vuitton, Céline og Prada. Tískumerkin á toppnum Tískuhúsin sem fjallað er um hér eru þau sem eru á topp tíu á lista Lyst yfir eftirsóttustu merki ársins 2017. Tvö tískuhús voru allsráð- andi, Gucci og Balenciaga, en þessi merki voru þau umtöluðustu á síðastliðnu ári bæði meðal neytenda og fólks í tískuiðnaðinum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 6Givenchy Frá fyrstu hátísku-línu Clare Waight Keller fyrirGivenchy. Lógómerktir sand- alar seldust vel á síðasta ári. 10Yeezy Kanye West hefur hannað vinsælastrigaskó í samvinnu við Adidas en fatalínurmerkisins hafa líka vakið athygli. Hér sýnir Par- is Hilton í gervi Kim Kardashian nýjustu tísku frá Yeezy. 2Balenciaga Tískuhúsið hef-ur verið vinsælt hjá ungufólki. Sokkastrigaskórnir hér til hægri seldust upp á fyrsta degi hjá mörgum vefverslunum. 8Stone IslandRapparinn Drakeákvað að klæðast einungis fatnaði frá Stone Island á tónleikaferðalagi sínu um heiminn og í kjöl- farið jókst eftirspurn eftir fötum frá merkinu mjög. 3Vetements Flóamarkaðatískaí yfirstærð frá Vetements hefurheillað tískuaðdáendur. 1Gucci Tískuhúsið bætti við sigátta milljón fylgjendum á Insta-gram á síðasta ári. 7Moncler Tískuhúsið er þekkt fyrir vetr-arklæðnað sem þennan en ennfremur hafadúnúlpur frá fatamerkinu notið vinsælda. 9 Balmain Það var ekki síst samvinna Oliviers Rousteings frá Balmain við Victoria’s Secret sem vakti athygli á fatamerkinu á árinu. 4Valentino Skýr sýnPierpaolos Picciolisásamt söluvænlegum vörum hefur haldið Valentino í fremstu röð. 18.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.