Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 31
það var einmitt til þeirrar hallar sem
prinsinn vildi fara þegar lokastundin
nálgaðist. Þótt fundum bæri þannig
alloft saman á löngum tíma þá var
bréfritari ekki einn af þeim sem
þekktu Hinrik prins. En þó nóg til þess
að geta sannarlega vitnað um að hann
var prýðilegur samvistum. Kátur, glað-
beittur og skrafhreifinn og það er auð-
velt að hafa fjölmargt eftir úr þeim
samtölum öllum, sem aðra getur glatt,
en þetta er ekki stundin til þess.
Þeim, sem raunverulega þekkja til,
ber öllum saman um að drottningar-
hjónin dönsku hafi notið langra og
góðra stunda saman. Það voru ekki að-
eins sístækkandi og sterkari fjöl-
skyldubönd sem bundu þau þéttar,
heldur einnig fjölmörg sameiginleg
áhugamál þessara listrænu einstak-
linga. Þeir eru til sem kjósa að nota til-
efnið til að leggja neikvæða áherslu á
eitthvað smálegt á síðustu metrunum.
En það virðast ekki vera nein raun-
veruleg efni til þess.
Við þekkjum marga
svo raunverulega vel
Það hefur ákveðið gildi að fá tækifæri
til að kynnast fólki sem gegnir miklum
ábyrgðarstörfum eða hefur af öðrum
ástæðum kallað eftir athygli umheims-
ins. En það er ekki síst áminning til
okkar allra um að rækta fyrst og
fremst garðinn okkar. Hlúa að vináttu,
sem skaði væri að ef glataðist.Vináttu
sem stundum varð til af hreinni til-
viljun.
Við eigum öll stærri hóp innan seil-
ingar sem við þekkjum vel og megum
kalla vini.
Jafnvel þegar slíkir hafa kvatt eigum
við enn tilkall til þeirra þótt með öðrum
hætti sé. Skyndilega heyrist stikkorð
sem kallar fram mynd af vinarbragði
einhvers í okkar garð. Maður býr að
því lengi, þótt ekki sé haft orð á því við
neinn. Stundum bregður óvænt fyrir
leiftri af einhverju sem gerðist, og
maður hélt að væri týnt, og er eins og
heimt úr helju. Og þótt endurminn-
ingin vari aðeins augnablik líður manni
eins og eftir kvöldstund í kátra vina
hópi.
Og það kemur fyrir að manni sé eins
og óviljandi bent á eitthvað smálegt úr
nýliðinni fortíð og áttar sig á að það
Einhver þar gat ekki stillt sig og tók
gamla landstjórann tali og spurði hvort
hann væri ekki sá sem hefði sinnt mál-
um keisarans austur í Jerúsalem. Jú,
Pílatus kannast við það, enda hefði ver-
ið í ýmsu að snúast þar, og fróðlegur
tími um margt. Sá forvitni spurði hvort
goðmagnið myndi eftir manni, eins
konar blandi af spámanni og föru-
manni, sem hefði safnað að sér ófáum
liðsmönnum sem hefðu trúað því að
þessi væri sá sem vænst væri.
Pílatus innti spyrjandann eftir því,
hvort hann gæti nefnt frekari deili á
þessum manni. Hinn sagðist helst
halda að sá hefði heitið Jesús og verið
frá Nazaret. Pílatus hugsaði sig lengi
um. Jesús frá Nazaret, muldraði hann
fyrir munni sér.
Nei, hann sagðist ekki koma þeim
manni fyrir sig.
Sennilega hefði Pontíus Pílatus seint
trúað því að einasta ástæða þess að
heimurinn hefði enn pata af jarðvist
Pílatusar, væri maðurinn frá Nazaret
sem hann kom ekki fyrir sig. Pílatus
kannaðist ekki við að hafa þekkt Jesú
frá Nazaret.
Hann hefði hins vegar getað þulið
upp fjölmarga merkismenn þeirrar tíð-
ar í Jerúsalem, sem hann hefði þekkt
og suma mjög vel, en ekki þennan.
hefði verið stórslys að fara á mis við
það.
Fæst af því er eitthvað sem við
stefndum að. Ekki sigrar í lífsbarátt-
unni sem talið var að ráða mundu úr-
slitum. Heldur tíð, dýr eða fólk sem við
þekktum. Raunverulega þekktum. Og
við vitum fyrir víst að við værum ekki
söm án þess.
Munum allt nema
það ógleymanlega
Og svo er allt hitt sem við höfum
gleymt. Sumu höfðum við mikið fyrir
að gleyma. En svo er allt hitt sem við
vitum ekki lengur hvað varð af og höf-
um týnt lyklunum að þeim hirslum.
Kannski liggja þar minnin sem mestu
varða. Hver veit?
Innihald frægrar smásögu var eitt-
hvað á þá leið, að Pontíus Pílatus var
kominn á ítalskt Sóltún, í hlíðunum of-
an við Róm eða á annan fallegan stað
til að njóta að verðleikum höfð-
inglegrar elli.
Morgunblaðið/Ásdís
’
En þótt bréfritari „þekki“ Ramaphosa með þessum hætti er
hann engu nær því en aðrir að sjá það fyrir hvernig hann
muni reynast sem forseti Suður-Afríku. Það gamalkunna blað,
Times í London, sagði í gær að Ramaphosa hefði verið maðurinn
sem Nelson Mandela hefði viljað fá sem eftirmann. Sé það rétt,
þá eru það sannarlega meðmæli, sem vega þungt.
18.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31