Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 18
RAKSTUR
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018
Þ
eir eru óvenju samheldinn hópur og
nota flest tækifæri til að koma
saman. Þannig þótti sjötíu ára af-
mæli ljósmyndar frambærilegt til-
efni um árið. Að þessu sinni er til-
efnið hins vegar mun stærra og merkilegra og
ekki þarf að réttlæta samsætið gagnvart nokkr-
um manni; það er aldarafmæli lærimeistara
þeirra, Páls Sigurðssonar rakara, 4. janúar síð-
astliðinn. Enda þótt hann hafi fallið frá árið
2000 er Páll límið í hópnum enda lærðu fé-
lagarnir sína iðn allir hjá honum og störfuðu hjá
Páli á víðfrægri stofu hans í Eimskipafélags-
húsinu í Pósthússtræti í Reykjavík sem kennd
var við föður Páls, Sigurð Ólafsson rakara.
Vel fer á því að sonur Páls, Kolbeinn Her-
mann, sé gestgjafinn að þessu sinni en sem
ungur maður starfaði hann um tíma við hlið föð-
ur síns á stofunni góðu sem þriðji ættliðurinn,
Sigurður Ólafsson, afi Kolbeins, setti á lagg-
irnar.
Aðrir í hópnum eru aldursforsetinn Trausti
Thorberg Óskarsson, Hörður Þórarinsson,
Garðar Scheving, Ágúst Friðriksson, Þorberg
Ólafsson, Ólafur Ægisson og Elías Jónasson.
Sá síðastnefndi átti raunar ekki heimangengt
þennan laugardagsmorgun og á því ekki á
hættu að fá magakrampa – úr hlátri. Já, dátt er
hlegið þegar þessi hópur kemur saman enda
margs að minnast úr heimi hárskurðar og
raksturs á langri vegferð.
Sumir hafa þekkst lengur en aðrir, til dæmis
passaði Trausti Kolbein og Þorberg þegar þeir
stóðu vart út úr hnefa og foreldrar þeirra brugðu
sér í bíó. „Að hugsa sér,“ segir hann. „Og nú eru
þessir drengir orðnir gamlir karlar!“ Trausti,
sem orðinn er níræður og var fyrsti lærisveinn
Páls, hóf störf á stofunni árið 1943.
Þess má geta að tengdafaðir Trausta og afi
Þorbergs, Sigfús Elíasson, var fyrsti nemandi
Sigurðar Ólafssonar. „Þannig má segja að við
séum þrítengdir stofunni,“ segir Þorberg.
Efldist og óx
Rakarastofa Sigurðar Ólafssonar var sett á
laggirnar árið 1907 af Sigurði og félaga hans
Kjartani Ólafssyni en þeir lærðu saman í Kaup-
mannahöfn. Fyrstu árin var hún í Hafnarstræti
en flutti sig yfir í Eimskipafélagshúsið árið
1921, þegar það var tekið í notkun.
„Hér í húsinu efldist og óx stofan undir
stjórn föður míns enda var hann stakur elju- og
reglumaður, og af þeim eðliskostum hefur hann
á langri tíð óspart miðlað mér og öðrum, sem
hér hafa lært og starfað undir handleiðslu
hans,“ sagði Páll Sigurðsson í samtali við Morg-
unblaðið árið 1963. „1931 endurnýjaði hann inn-
réttingu og tæki stofunnar, en það var fyrir
tuttugu árum réttum, sem ég gerðist meðeig-
andi hans. Við stjórn stofunnar tók ég svo þeg-
ar hann lét af störfum fyrir átta árum, þá sjö-
tugur að aldri, og fyrirtækið eignaðist ég að
fullu fyrir fjórum árum.“
Tilefni viðtalsins var það að Páll hafði end-
urnýjað stofuna í hólf og gólf „í samræmi við
þær auknu kröfur, sem á síðustu tímum eru
gerðar til hvers kyns þjónustu“. Fram kom að á
stofunni störfuðu aldrei færri en fimm menn
svo afgreiðslan gæti gengið sem fljótast fyrir
sig. „Menn hafa að vonum minni og minni tíma
til að bíða,“ sagði Páll.
Mikil og stór flóra
Tíminn á stofunni með meistara Páli er læri-
sveinunum öllum ógleymanlegur. „Nemendur
fengu víðtæka og góða kennslu og okkur var
taminn agi, stundvísi, snyrtimennska og kurt-
eisi í hvívetna,“ segir Þorberg sem vann í sjö ár
á stofunni.
Mikil og stór flóra af mönnum kom á stofuna
enda var hún stór og miðsvæðis og bærinn full-
ur af fólki. „Reykjavík var að vaxa og dafna á
þessum tíma,“ upplýsir Þorberg. „Valdamenn
voru til dæmis áberandi og einu sinni náðum við
því að vera með alla ráðherrana í ríkisstjórinni í
viðskiptum á sama tíma.“
Af eftirminnilegum stjórnmálamönnum
nefna þeir Gylfa Þ. Gíslason og Gunnar Thor-
oddsen en Gunnar mun hafa hringt reglulega í
Pál „til að taka stöðuna í þjóðlífinu“. Það sætir
svo sem ekki tíðindum enda fékk Páll þver-
skurð þjóðfélagsins inn á gólf til sín á degi
hverjum. Og margt var skrafað meðan skærin
og rakhnífurinn eða -vélin voru á lofti.
Sumir fengu þjónustu heima, eins og Sveinn
Björnsson forseti. Þegar hann hringdi tók Páll
skæri sín og rakhníf og skundaði til Bessastaða.
Eftirmaður Sveins, Ásgeir Ásgeirsson, fékk
sömu þjónustu.
Sendiherrar annarra ríkja voru sem grár
köttur á stofunni og menn minnast þess að sá
sovéski hafi alla jafna ekki verið skrafhreif-
inn. „Annars voru þetta allt bara kúnnar og
allir fengu sömu þjónustu,“ segir Hörður.
Til siðs var að þéra viðskiptavini, sérstak-
lega broddborgarana, og Kolbeinn rifjar upp
að snúið hafi verið að muna hverja átti að þéra
og hverja ekki. Þannig átti Hörður það til að
ávarpa sína kúnna í þriðju persónu, svo hann
lenti ekki óvart í þeim ósköpum að þúa þá.
„Gamli var alltaf á nálum þegar ég var með
einhvern í stólnum; var logandi hræddur um
að ég missti eitthvað út úr mér,“ segir Ólafur
hlæjandi en hann er yngstur í hópnum. Upp
úr hippatímanum dró hratt úr þéringum.
Klippt til að fela skallann
Rakararnir þurftu að vonum að hafa helstu
mál á hraðbergi og vera fljótir að lesa við-
skiptavinina; hvort þeir vildu tala um pólitík,
menningu, íþróttir eða eitthvað allt annað.
Eða hreinlega bara hafa hljóð meðan á gjörn-
ingnum stóð.
Andans menn komu vitaskuld líka við á
stofunni, Halldór Laxness fremstur meðal
jafningja. Hann kom að jafnaði vikulega.
„Hann var eins og hver annar kúnni, mjög
vingjarnlegur,“ segir Ágúst og Kolbeinn upp-
lýsir að nóbelsskáldið hafi verið með fyrstu
mönnum á Íslandi sem kunnu að láta klippa
sig til að fela skallann. Þeir draga fram ljós-
myndir máli sínu til stuðnings. „Það var gert
með því að raka upp í miðjar hliðar,“ segir
Ágúst og Hörður bætir við: „Já, það er að
segja þegar búið var að finna upp rafmagns-
rakvélina.“ Sú ágæta græja hratt að sjálf-
sögðu af stað mikilli byltingu.
Kolbeinn minnist þess að hafa æft rakstur-
inn á Helga nokkrum bjólu, litríkum sjómanni
sem sló um sig þegar hann var í landi. Svo
hraustlega raunar að hann var alltaf með tvo
vasa tóma þegar hann fór aftur á sjóinn.
Helgi drukknaði að lokum í læknum í Naut-
hólsvík.
Vel að sér í Íslendingasögunum
Annar sjómaður, Pétur Hoffmann Salómons-
son, er þeim félögum einnig minnisstæður.
Einhverju sinni var hann í stólnum þegar Sig-
urð Nordal bar að garði. Pétur bað þá Pál að
spyrja sig um tiltekið atvik í Íslendingasög-
unum, sem hann þekkti eins og lófann á sér,
Allir eru jafnir
frammi fyrir
rakaranum
Halldór Laxness, Gunnar Thoroddsen, Jóa risa, Óla Maggadon
og fjölmarga fleiri bar á góma þegar nokkrir gamalreyndir rak-
arar komu saman til að minnast þess að öld er um þessar mundir
liðin frá fæðingu lærimeistara þeirra, Páls Sigurðssonar, sem alla
tíð starfaði á víðfrægri stofu í Eimskipafélagshúsinu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rakarastofa Sigurðar Ólafssonar var lengst af í Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti í Reykjavík.
Sigfús Elíasson klippir Jóhann Pétursson
Svarfdæling á Akureyri. Jóhann kom
stundum á stofuna í Eimskipafélagshúsinu.
Páll með einn af fastakúnn-
unum í stólnum, nóbels-
skáldið Halldór Laxness.
Kári Elíasson og Trausti Thor-
berg Óskarsson við rakstur á
Rakarastofu Sigurðar Ólafs-
sonar um miðja síðustu öld.