Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018
LESBÓK
Það var líf og fjör á æfingu á söng-leiknum The Phantom of theOpera í vikunni en þessi vinsælasti
söngleikur í heimi, eftir Andrew Lloyd
Webber, er frumfluttur á Íslandi í Eld-
borg í Hörpu hinn 17. febrúar. Tvær sýn-
ingar til viðbótar verða 18. og 24. febrúar.
Uppfærslan verður sinfónísk tónleika-
sýning með þátttöku 50 hljóðfæraleikara
úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, undir
stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar,
níu einsöngvara og 30 manna kórs.
Með helstu sönghlutverk fara Þór
Breiðfjörð, Valgerður Guðnadóttir, Elmar
Gilbertsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hlöð-
ver Sigurðsson, Bergþór Pálsson, Gísli
Magna, Bjarni Snæbjörnsson, Margrét
Eir og Greta Salóme, sem sér einnig um
leikstjórn á verkinu.
Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, í
hlutverki Carlottu Guiudicelli
bendir á Gísla Magna á meðan
Hlöðver Sigurðsson horfir á.
Morgunblaðið/Ásdís
Óperudraugurinn
Loksins er The Phantom of the Opera kominn til landsins, en þrjár sýningar
eru í Hörpu um þessar mundir. Stórskotalið íslenskrar tónlistar sér um söng
og hljóðfæraleik. Gestir eiga von á veislu fyrir eyru og augu.
Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Elmar Gilbertsson, Bergþór Pálsson og Gísli Magna í hlutverkum sínum.
Þór Breiðfjörð er í hlutverki óperudraugsins og Valgerður Guðnadóttir fer með hlutverk Christine Daaé.
Greta Salóme líður yfir sviðið í dansi. Hún er leikstjóri verksins.
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu