Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Góð og öflug vörn fyrir meltingarveginn Bio-Kult Candéa inniheldur góðgerla, hvítlauk og greipkjarnaþykkni. Öflug blanda sem eflir mótstöðuafl líkamans l Styrkir meltinguna l Vinnur á Candida sveppnum l Kemur jafnvægi á meltingaflóruna l Bestu gæði góðgerla Öll sykurlöngun hefur minnkað Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða tók á daginn, varð útblásin og leið ekki vel. Ég taldi það líklegt að um óþol væri að ræða. Fyrir rúmum þremur árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin og hef tekið staðfastlega tvö hylki á dag með stærstu máltíðum dagsins. Öll sykurlöngun hefur minnkað, en áður fyrr drakk ég mikið sykraða gosdrykki. Ég hef náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult, sem fær að ferðast meðmér hvert sem ég fer. Kolbrún VETTVANGUR Bí, bí og blaka, álftirnar kvaka, ég læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka. Bíum bíum bamba, börnin litlu ramba fram um fjalla kamba að leita sér lamba. Hver þekkir ekki hljómfögru barnagælurnar sem skáldin hafa eftirlátið okkur til að syngja börnin okkar í svefn, dreifa huga þeirra, þar til Óli lokbrá tekur völdin, bí bí og blaka, álftirnar kvaka ... Það var Sveinbjörn Egilsson sem kvað þessar litlu stökur og ekki er síður angurvært rökkurljóð Jóhanns Sigurjónssonar: Sofðu, unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Þetta kom upp í hugann þegar starfshópur ríkisstjórnarinnar um kjararáð skilaði af sér áliti um að ráðið yrði lagt af. Og forseti ASÍ var að sjálfsögðu kallaður í beina útsendingu í fréttatíma Sjónvarps til að inna hann eftir því hvort tillögurnar myndu duga til að róa stjórn Viðskiptaráðs sem ekki hefur orðið svefnsamt eftir að ljóst varð að ákvarðanir kjararáðs lýstu upp íslenskt kjaraumhverfi, þar á meðal þeirra eigin kjör, á þann hátt að stórkostleg hætta stafaði af. Hættan sem af þessu stafaði var sú, eins og margoft hefur komið fram, að láglaunafólkið vaknaði af værum blundi og færi að gera kröf- ur um að fá réttlátari hlut sem tæki mið af þeim kjörum sem kjararáð hafði opinberað með úrskurði sínum. „Það er margt sem myrkrið veit,“ orti Jóhann Sigurjónsson, og þannig vilja þeir Gylfi hjá ASÍ og Halldór Benjamín hjá SA helst hafa það, í anda þess sem Gestur, Guð- mundur Björnsson, réttu nafni, kvað: Þei, þei og ró, ró. Brátt mun birtan dofna, barnið á að sofna. Þei, þei og ró, ró. Barnið á að blunda í ró. Þei, þei og ró, ró. Blessað litla lífið, laust við jarðarkífið. Þei, þei og ró, ró. Blunda elsku barnið í ró. Talsmenn „aðila vinnumarkaðar“ segja að tillögusmiðir ríkisstjórnar- innar hafi nú vissulega lagt til fram- faraskref þótt þeir hefðu kosið að það yrði stærra. Sjálfur hjó ég eftir einu, nefnilega að kjör þingmanna og ráðherra yrðu samkvæmt tillögunum ákveðin með lögum. Þetta hef ég sjálfur áður lagt til og flutt um það þingmál. Þá þyrftu fulltrúar á Alþingi að standa skil gerða sinna. Mín tillaga var þá sú að þingmenn ákvæðu eigin laun helst í sömu vikunni og þeir ákvörðuðu kjör öryrkja. Þar með færi um- ræðan inn í þann farveg sem ég hefði helst viljað sjá opnast: Að rætt yrði um launa- og kjarahlutföll, réttlæti og ranglæti en ekki hitt hvernig megi koma í veg fyrir að þau sem eru hlunnfarin í þjóðfélaginu komi auga á ranglæt- ið og rísi upp til baráttu, þei, þei og ró, ró. En barátta kallar á árvekni, að vaka verður um dimmar nætur. Bót í máli er vissan um að þá muni líka fyrr en varir lýsa af nýjum degi. Það er góð tilhugsun. Er slæmt að vaka um dimmar nætur? ’Hættan sem af þessustafaði var sú, eins ogmargoft hefur komið fram,að láglaunafólkið vaknaði af værum blundi og færi að gera kröfur um að fá réttlátari hlut sem tæki mið af þeim kjörum sem kjararáð hafði opinberað með úrskurði sínum. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Morgunblaðið/Ásdís Hálfgert æði gekk yfir á Facebook í vikunni þar sem fólk notaði app til að sjá hvernig það myndi líta út væri það af gagnstæðu kyni, ýmist karlar eða konur út frá prófílmynd sinni. Rithöf- undurinn Birna Anna Björnsdóttir velti ákveðnu atriði fyrir sér á Twitter: „Faceappið sem allir eru að gera á fbook: konur verða gamlir frekar ljótir karlar en karlar verða ungar sætar gellur. What does it mean?“ Sjónvarpsstjarnan Berglind Pétursdóttir, gjarnan kennd við Festival, var á tónleikum með Kend- rick Lamar í London í vikunni og tísti: „Leið smá eins og ég væri að gleyma einhverju. Fattaði svo að ég var að gleyma öllum farangrinum mínum og veskinu úti á miðju gólfi á Gatwick.“ Karen Kjartans- dóttir al- mannatengill skrifaði á Face- book: „Er að mastera tví- skinnung með því að ganga um Múlahverf- ið í leit að veg- an-skyndibita, íklædd sel- skinnspels.“ Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavík Grapevine, svaraði að bragði: Ertu kannski að skrifa status- inn með iPhone klædd í H&M-flík undir pelsinum? Þrælafótsporið verður eiginlega ekki mikið lengra,“ en Karen sagði þetta erfitt: „Text- íliðnaður er að stórum hluta svo hræðilegur að eiginlega þykir mér inúítakápan mín helst uppfylla kröf- ur um sið- ferði.“ Kamilla Einarsdóttir bókavörður varpaði spurn- ingu fram í kosmósið á Twitter í vikunni: „Send- ið þið stundum fólki skilaboð bara af því ykkur langar í smá athygli og svo um leið og þið hafið ýtt á send sjáið þið svo eftir því að ykkur langar til að brenna símkortið ykkar?“ Kam- illa bætti svo við að það þyrfti að finna upp app til að stoppa fólk eins og hana. Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og skáld, tísti um ljóðaþýðingar: „Persónuleg amatörrannsókn mín á ljóðaþýðingum á íslensku (sem eng- inn hefur áhuga á) sýnir að margir þýðendur hafa tilhneigingu til að skrúfa texta upp og nota tilgerðar- leg íslensk „ljóðaorð“ þegar það er algjör óþarfi.“ Við þetta bætti hún: „Íslenskt bókmenntamál hefur til- hneigingu til að verða dálítið upp- skrúfað og sérstaklega ljóð. Það er hefð fyrir því. En þetta er bara al- gjörlega óvísindaleg kenning mín byggð á tilfinningu.“ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.