Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 26
Hinn þekkti hönnuður Carolina Herrera sýndi sína síðustufatalínu eftir meira en þrjátíu ár í starfi fyrir samnefnttískuhús á tískuvikunni í New York í upphafi vikunnar. Á tískuvikunni sýna hönnuðir fatalínur sínar fyrir haustið 2018. Hún lætur af störfum sem aðalhönnuður og listrænn stjórnandi tísku- húss síns með þessari sýningu. Framvegis mun hún gegna hlut- verki sendiherra tískuhússins um allan heim en við hönnunar- hlutverkinu tekur Wes Gordon. Gordon ólst upp í Atlanta og starfaði meðal annars fyrir Oscar de la Renta og Tom Ford áður en hann fór að hanna undir eigin nafni. Föt hans hafa einkennst af rómantík og kvenleika og þykir hann því eiga vel við Carolinu Her- rera. Sýningin fór fram í MoMA, nútímalistasafni New York, og þótti umhverfið hæfa fötunum en undir hljómaði tónlist Cole Porter. Tískuhúsið er þekktast fyrir glæsilegan kvöldklæðnað sinn og var enginn skortur á honum í þessari síðustu línu hennar. Þarna voru léttleikandi kjólar úr tjulli og voru sterkir litir áberandi. Herrera er þekkt fyrir þokkafulla kjóla en hún er mótfallin því að „sýna allt“ í nafni kynþokka. Sumum hönnuðum „finnst það svo nútímalegt að vera nakinn eða næstum því nakinn. Þeir halda að þeir eigi eftir að lokka að sér yngra fólk ef þeir sýna þannig kjóla,“ sagði Herrera í samtali við The Washington Post árið 2015. „Þeir eru að reyna að fá fólk að veita sér athygli. Í veruleikanum þarf að vera einhver leyndardómur,“ sagði Herrera sem er ekki sátt við stjörnur sem klæðist efnislitlum kjólum fyrir athyglina. „Þær eiga að vera tískufyrirmyndir og þær eru ekki í neinu. Þetta er algjör þráhyggja núna,“ sagði hún. Herrera fæddist í Venesúela 8. janúar 1939 og er því 79 ára gömul. Hún er þekkt fyrir glæsilegan stíl sinn og það að hafa klætt margar forsetafrúr í gegnum tíðina og eru þar á meðal Jacqueline Onassis, Laura Bush, Michelle Obama og Melania Trump. Carolina Herrera þakkaði fyrir sig í síðasta sinn á tískuvikunni í New York í sl. viku. Hún er iðu- lega í hvítri skyrtu og svörtum buxum við vinnu sína. Wes Gordon er við hlið hennar. Carolina Herrera kveður Carolina Herrera sýndi sína síðustu fatalínu fyrir samnefnt tískuhús sitt á tískuviku í New York í vikunni. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Allur klæðnaðurinn er úr haustlínunni 2018 þar sem glæsilegur kvöldklæðnaður var áberandi. AFP TÍSKA 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018 Saga Kakala kynnir slæðulínuna Slæður fyrir læður eftir Gjörninga- klúbbinn á Listasafni Íslands. Laugardaginn 17. mars verður listamannatal Gjörningaklúbbsins um Slæður fyrir læður í Listasafni Íslands kl. 13.30. Slæður fyrir læður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.