Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 15
18.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
vera farinn að taka við sér en í ár eru tvær nám-
ur að fara í vinnslu í Grænlandi,“ segir Eldur og
bendir á að fjögur önnur verkefni séu komin
með vinnsluleyfi. Hann segir að svona verkefni
taki langan tíma, það þurfi að skilgreina hversu
mikið sé til af málmi, búa til framleiðsluplön,
arðsemisútreikninga, rannsaka og fjármagna
verkið.
„Mörg félög voru komin á þennan stað árið
2010 þegar botninn datt úr auðlindageiranum.
Okkar náma er með vinnsluleyfi og þekkta
stærð af gulli. Einnig er þekking á því hvernig á
að vinna það og svo eru allir innviðir til staðar.
Því erum við með forskot á önnur fyrirtæki og
stefnum á framleiðslu á næstu tveimur árum.“
Umhverfisvænt gull fyrir milljarða
Vilja ekki Grænlendingar sitja einir að þessu
gulli? Var ekkert mál fyrir ykkur að kaupa þessi
leyfi?
„Þetta er mjög góð spurning, og veigamikil. Á
Grænlandi vill heimastjórnin ekki taka áhætt-
una á því að rannsaka, byggja upp og reka nám-
ur. Þeir hins vegar innheimta skatta sem eru
svipaðir og á Íslandi og svo eru þeir með auð-
lindagjald sem er um 2,5% af seldum málmi,“
útskýrir Eldur.
„Þetta er sama þróun og við sjáum í öðrum
ríkjum, það er að ríkin reyna að taka sem
minnsta áhættu sjálf en reyna að fá sem mest út
úr eigninni. Ekkert ósvipað og bændur sem eiga
land við laxá gera.“
Þannig að þú tekur áhættuna, þú kostar verk-
ið, þú finnur gullið og þeir fá smáskatt af því?
„Já, en við erum ekki að tala um smáskatt,
þeir fá bæði fyrirtækja- og
arðsskatt sem og auðlinda-
gjald. Og svo fá þeir allar
skatttekjur í gegnum starfs-
mennina og starfsemina okk-
ar. Og við eigum ekki landið;
allt land í Grænlandi er í eigu
ríkisins, við fáum bara námu-
leyfaréttindi og greiðum
einnig leyfisgjöld, sem eru
sanngjörn miðað við önnur
lönd.“
Eldur útskýrir að búið sé
að rannsaka og finna það út
að í þessum námum sé mikið
gull að finna. „Við eigum
263.000 únsur í jörðu, en ein
únsa er 30 grömm. Únsan í
dag er seld á þrettán hundruð dollara. Þannig
að þetta er í kringum þrjátíu og fimm milljarða
virði, söluverðið,“ segir Eldur.
„Þetta er allt unnið mjög skilmerkilega og
þess vegna erum við á markaði í Kanada. Æðin
heldur áfram upp fjallið og kemur út á yfirborð í
eins kílómetra fjarlægð. Þegar við reiknum
lengd æðarinnar og þykkt og gefum okkur að
gullgildi séu þau sömu þá er möguleiki á því að
það séu um 1,2 milljónir únsa í sömu æð. Planið
er að byrja vinnslu árið 2019 og halda síðan allt-
af áfram að rannsaka svæðið.“
Umhverfismál eru Eldi hugleikin og hann vill
ekki skilja eftir sig sviðna jörð.
„Við viljum koma upp þessari námu og við
gerum það á sem grænastan hátt. Við erum af
þeirri kynslóð að þessi mál skipta miklu máli.
Náman er öll unnin neðanjarðar. Einu yfir-
borðsummerkin sem þú sérð eru vegur, sem er
eftir fyrri námufyrirtæki. Þarna er líka höfn og
tvö plön, sem við viljum síðan græða upp. Allt
efnið sem við vinnum, setjum við til baka inn í
fjallið, sem er mjög mikilvægt fyrir okkur. Það
er erfitt að segja að námuvinnsla sé græn, en
það er mikilvægt að við hugsum á þann hátt,“
segir Eldur.
Lagði allt undir
Mikil ferðalög og viðvera fylgir starfi gullleitar-
mannsins Elds.
„Ég er sjálfur mjög mikið á staðnum. Vinna
mín felst líka mjög mikið í að ferðast um allan
heim og tala um fyrirtækið. Það eru mörg fyrir-
tæki á markaði og við þurfum að útskýra af
hverju við erum áhugaverður fjárfestingar-
kostur. Það er engin launung á því að við erum
ekki komnir í vinnslu, en það er ekki fyrr en þá
sem við skilum tekjuflæði,“ segir Eldur.
„Þegar full vinnsla verður komin í gang verða
um sextíu manns á launaskrá. Hluti af þeim
verður Grænlendingar en það er mjög mikil-
vægt fyrir okkur að vinna þetta verkefni með
heimamönnum. Það er gott fólk þarna en það
sem á vantar er að hjálpa Grænlendingum að
komast á þann stað að þeir geti tekið við stjórn-
inni á verkefnum eins og þessum. Grænland er
að mörgu leyti eins og við vorum fyrir 30 árum.
Mögulega verða þeir næstir að leita að gullinu,“
segir hann.
„Það er auðvitað alltaf áhætta en ég og mitt
teymi og fjárfestar erum búin að leggja allt und-
ir í þetta og við værum ekki í þessu nema við
hefðum mikla trú á þessu,“ segir Eldur og bætir
við að gullverð hafi farið hækkandi með ár-
unum.
„Fjárfestar eru að verða áhugasamari um
það sem er að gerast á Grænlandi vegna þess að
Grænland er algjörlega ósnortið og þar hafa
verið að finnast námu „deposit“ í gríðarlegu
magni við yfirborð. Við eigum ekki bara þessa
námu, við eigum 690 ferkílómetra svæði í kring-
um námuna þar sem gull er að finna á yfirborði.
Á öðrum svæðum, eins og í Suður-Afríku, Kína
og Kanada, þarf oft að fara á mikið dýpi, jafnvel
nokkra kílómetra þangað sem vinnslan er,“ seg-
ir Eldur, en fyrirtækið Alopex Gold er eina
skráða gullleitarfyrirtækið á Grænlandi.
Trausti fylgir ábyrgð
Hvað drífur þig áfram?
„Í fyrsta lagi er ég keppnismaður og vil ná ár-
angri,“ segir hann. „Og ég er lukkulegur að vera
með mjög öflugt teymi, stjórn, hluthafa og þjón-
ustuaðila. Það gefur mér mjög mikið að vinna
með öflugu fólki og vera sífellt að læra eitthvað
nýtt. Svo er það líka ábyrgðin, og það er
kannski númer eitt, tvö og
þrjú sem drífur mig áfram,“
segir hann og nefnir að
hann finni til ábyrgðar
gagnvart Grænlendingum.
„En mín sterkasta
ábyrgðartilfinning er gagn-
vart fólki sem treystir
manni fyrir fjármagni.
Fólki sem trúir á það sem
maður er að gera, og það er
ekkert alltaf auðvelt að fá
fólk til að treysta manni. Ég
heiti Eldur, ég er jarðfræð-
ingur og ég er að leita að
gulli á Grænlandi. Það ættu
að blikka rauð viðvör-
unarljós,“ segir hann og
hlær.
„En punkturinn er sá að mér er treyst fyrir
fjármagni og þá verður maður að sýna að hægt
sé að nýta það vel og gera allt sem í manns valdi
stendur til að taka réttar ákvarðanir.“
Gaman að klára verkin
Er þetta skemmtilegt starf?
„Já, reyndar leggur mín kynslóð stundum
áherslu á að það eigi allt að vera skemmtilegt.
Ég fór í jarðarför á síðasta ári hjá manni úr Ölf-
usi sem var um áttrætt þegar hann féll frá. Í
ræðu prestsins kom fram að þessi maður hefði
komið úr fjölskyldu sem ekki hefði átt mikið en
að þau hefðu aldrei verið svöng. Þessi aðili vann
sleitulaust á mjólkurbíl alla sína tíð svo að hann
gæti skapað meira frelsi fyrir börnin sín svo að
þau gætu lært það sem þau vildu. Að setja al-
gjörlega sjálfan sig til hliðar, til að vinna fyrir
heildina finnst mér göfugt. Og mér finnst þetta
merkileg lífssýn, þetta er kynslóðin sem kom
okkur úr moldarkofanum, og byggði undir for-
eldra mína,“ segir hann. „Stundum vill unga
kynslóðin í dag hætta við hlutina af því að þeir
eru hættir að vera skemmtilegir. Ég skal segja
þér, flestum dögum eyði ég í flugvél, á leiðinni
til Grænlands eða eitthvað annað. Þegar ein-
hver spyr, er þetta skemmtilegt? svara ég að ég
sé nú frekar einfaldur maður og þetta sé nú allt í
lagi. Mögulega er þetta það sem maður lærði í
sveitinni. Þegar pabbi sagði mér að fara inn í
fjárhús til að moka út þá gerði ég það. Verkið
gat tekið margar vikur og maður var með skít
upp fyrir haus en þegar skíturinn var kominn út
á túnin og fjárhúsið hreint þá helltist yfir mann
vellíðanartilfinning að hafa klárað verkið,“ segir
hann og bendir á að það sama eigi við um gull-
gröftinn.
„Við fórum í þetta verkefni, þetta er okkar
sýn, við erum á áætlun, við munum komast í
vinnslu og við ætlum að ná okkar markmiðum.“
Morgunblaðið/Ásdís
’ En mín sterkastaábyrgðartilfinning ergagnvart fólki sem treyst-ir manni fyrir fjármagni.
Fólki sem trúir á það sem
maður er að gera, og það
er ekkert alltaf auðvelt að
fá fólk til að treysta
manni. Ég heiti Eldur, ég
er jarðfræðingur og ég er
að leita að gulli á Græn-
landi. Það ættu að blikka
rauð viðvörunarljós.
lenskum og breskum fjárfestum sem komu
saman og trúðu á þetta. Það er mikilvægt að
átta sig á því hvað fjárfestar skipta miklu máli í
þessu tilliti en þarna, í kringum 2012 er allur
námuheimurinn nánast að hruni kominn.
Helstu málmar voru lágt verðlagðir og því mjög
erfitt að fá fjármagn. Það var tækifærið sem við
höfðum í höndunum. Síðan um aldamótin, eða
eftir að námulögunum var breytt, hefur erlend
fjárfesting á Grænlandi, aðallega í gegnum
Kanada, London og Ástralíu verið upp á 150
milljarða króna,“ segir hann.
„Eftir sjö ára kreppu virðist námugeirinn
skiptir máli er að geta orðið yfir tíma sam-
keppnisfær við önnur lönd í kostnaði,“ útskýrir
hann.
„Frá 2013 byrjuðum við að þefa uppi gullleit-
arleyfi. Lykileignin okkar er náma sem heitir
Nalunaq og var í vinnslu frá 2004-2014. Hún
hætti vinnslu þar sem ekki var eytt fjármagni í
rannsóknir á aðalgullæðinni. Við sömdum við
stærsta lánveitandann sem er sjóður sem heitir
Cyrus Capital. Saman fórum við í þá vegferð að
rannsaka og finna gullæðina sem fyrri eigendur
höfðu ekki sett fjármagn í að rannsaka nægi-
lega. Í Arctic Resources var svo hópur af ís-