Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Blaðsíða 35
18.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 7.-13. FEBRÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 UppruniDan Brown
2 ÞorstiJo Nesbø
3 Myrkrið bíðurAngela Marsons
4 Óþægileg ástElena Ferrante
5 Sálir vindsinsMons Kallentoft
6 Óvelkomni maðurinnJónína Leósdóttir
7 Stígvélaði kötturinnStella Gurney
8 Fólkið í blokkinniÓlafur Haukur Símonarson
9 Sigraðu sjálfan þigIngvar Jónsson
10 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar
1 Stígvélaði kötturinnStella Gurney
2
Lói þú flýgur aldrei einn
Styrmir Guðlaugsson/
Sigmundur Þorgeirsson
3
Stóra bókin um
Hvolpasveitina
Mary Tillworth
4 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson
5
Skrímsli í vanda
Áslaug Jónsdóttir/Kalle
Güettler/Rakel Helmsdal
6 Saga tveggja töfraandaBoveda Spackman
7
Handbók fyrir ofurhetjur,
fyrsti hluti; handbókin
Elias/Agnes Vahlund
8 Benjamín dúfaFriðrik Erlingsson
9 Bjarnastaðabangsarnir og of mikið sumarfrí
10
Bjarnastaðabangsarnir og
of mikið afmæli
Stan og Jan Berenstain
Allar bækur
Barnabækur
Ég var að klára Sakramentið eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson. Mér fannst
hún æðisleg og mæli
með henni hiksta-
laust. Ég er beggja
blands með Ólaf
sem höfund, en þessi
bók er mjög góð.
Núna er ég að lesa
Blóðuga jörð eftir
Vilborgu Davíðsdóttur, söguna um
Auði djúpúðgu. Ég las hinar bæk-
urnar hennar um hana og reyndar
allar bækurnar
hennar Vilborgar, ég
er sérstaklega hrifin
af henni.
Svo var ég að lesa
Gatið eftir Yrsu og
Mistur eftir Ragnar
og er að fara að lesa
Arnald. Mér finnst þessar bækur
eftir Yrsu og Ragnar þeirra bestu
bækur til þessa. Ég les ekki mikið af
glæpasögum, en les
þær sem eru eftir ís-
lenska höfunda,
nenni ekki að lesa er-
lenda höfunda. Hvað
Ragnar varðar þá er
hann náttúrlega Sigl-
firðingur og það
koma margir túristar hingað sem
hafa lesið bækurnar hans og vilja
sjá hvar húsin eru.
ÉG VAR AÐ LESA
Hrönn
Hafþórsdóttir
Hrönn Hafþórsdóttir er for-
stöðukona bókasafns og héraðs-
skjalavörður Fjallabyggðar.
Jón Halldórsson frá Stóruvöllum (1838-1919)
fluttist vestur um haf árið 1897 og bjó lengst af í
Nebraska. Hann lét eftir sig safn ljósmynda og
ýmis skrif, æviágrip, bréf, dagbækur, greinar og
kvæði. Í bókinni Frelsi, menning, framför fjallar
Úlfar Bragason um allar þær heimildir sem Jón
lét eftir og bætir við ýmsu sem hann hefur kom-
ist á snoðir um um lífshlaup Jóns. Í bókinni gerir
Úlfar einnig grein fyrir þeim hugmyndum sem
vesturfaranir höfðu um Ameríku, þeim for-
sendum sem Jón taldi sig hafa til frambúðar á Ís-
landi og væntingum sem hann hafði með því að
létta heimdraganum. Háskólaútgáfan gefur út.
Malin Fors er fráskilin móðir á fertugsaldri,
lögregluforingi í Linköping í Svíþjóð. Mons Kall-
entoft hefur ritað sögur af henni og fyrir stuttu
kom sjöunda Malin Fors-bókin út á íslensku sem
nefnist Sálir vindsins. Í bókinni ber það við að
aldraður vistmaður á elliheimili finnst hengdur í
snúrunni á neyðarhnappnum hans. Í fyrstu virð-
ist um sjálfsvíg að ræða, en við krufningu kemur
annað í ljós. Malin Fors reynist erfitt að fá botn í
málið. Jón Þ. Þór þýddi bókina sem Ugla gefur út.
Robert Langdon er prófessor í táknfræði og laginn að koma sér í
klandur. Í Uppruna Dans Browns er hann
mættur á blaðamannafund í Guggenheim-
safninu í Bilbaó, þar sem kynna á vísindalega
uppgötvun sem muni kollvarpa helstu trúar-
brögðum heims. Blaðamannafundurinn er í
beinni útsendingu um allan heim, en áður en
komið er að kjarna málsins fer allt úrskeiðis og
Robert Langdon dregst inn í háskalega baráttu
sem tengist bæði andlegum og veraldlegum
yfirvöldum á Spáni. Ingunn Snædal þýddi bók-
ina, Bjartur gefur út.
NÝJAR BÆKUR
Marta Eiríksdóttir segir að aðalpersóna bókarsinnar, Mojfríður einkaspæjari, hafi orðið til ásundlaugarbakka þar sem hún var í fríi með
eiginmanni sínum. „Við hjónin vorum að spjalla og ég
sagði við hann að ég væri orðin leið á því að geta ekki les-
ið fallegar bækur, bækur þar sem ekki væri verið að
drepa einhvern eða eitthvað álíka í gangi, og mig langaði
til að búa til kvenkyns einkaspæjara, sem væri dálítið
sérvitur og dálítið sérstök. Við höfum búið í Noregi í á
sjöunda ár og þar er til nafn sem ég heyrði sem Moj-
fríður, er er ekki skrifað þannig, og þýðir meyjan fríð.
Mér fannst það svo fyndið og eiga svo vel við þennan
einkaspæjara,“ segir hún, en bætir við að ekki sé hægt
að segja fyrir um hvort hafi komið á undan, persónan eða
sagan. „Þetta var tilfinning sem kom á sundlaugarbakk-
anum. Ég var ekki með tölvu, bara stílabók, og svo byrj-
uðum við að bulla, ég fór að segja honum hvernig per-
sónu ég sá fyrir mér – þetta bara gerðist.“
– Þú ert semsé ekkert gefin fyrir glæpasögur.
„Ég vil ekki lesa krimma. Mig langar ekki að lesa
bækur sem í eru dráp og eitthvað sem veldur vanlíðan og
ég fór að hugsa hvort það væru ekki til einhverjir fleiri
eins og ég, fólk sem vill lesa eitthvað sem er ekkert
hættulegt. Það hættulegasta í þessari bók er að Moj-
fríður verður ástfangin.“
– Það getur nú verið býsna hættulegt.
„Já, og það var það, en ég má ekki segja of mikið,“
segir Marta og hlær.
Á kápu bókarinnar er sagt frá því að straumhvörf
verði í lífi Mojfríðar þegar foreldrar hennar deyja með
voveiflegum hætti og í framhaldinu ákveði hún að láta
draum sinn rætast um að starfa sem einkaspæjari fyrir
konur er gruna eiginmenn sína um framhjáhald. „Þegar
einhver deyr þá áttar fólk sig oft á því að það sé ekki hér
að eilífu og eins gott að láta draumana rætast.“
– Nafnið Mojfríður og það hvernig þú lýsir bókinni
bendir til þess að það sé mikill húmor í henni.
„Já, það er bullandi húmor í bókinni, en ég á erfitt með
að lýsa honum, þú verður bara að lesa bókina til að átta
þig á hvernig húmor er á ferðinni. Það var líka ofboðs-
lega gaman að skrifa bókina, ég hló oft sjálf. Þetta er
sjötta bókin mín og þegar ég er að skrifa þá koma þær
bara einhvern veginn, flæða bara í gegnum mig, ef ég get
sagt það, þetta eru hugmyndir sem flæða, og stundum
þegar ég var að skrifa þessa bók spurði ég sjálfa mig:
ertu að meina það, á ég að skrifa þetta? Ég hló því mikið
og svo las ég fyrir manninn minn og þegar ég sá viðbrögð
hans sá ég að það var eitthvað í þessu.“
Aðspurð hvort hún sé að byrja bókaflokk um Mojfríði
segist Marta ekki geta svarað því, hún hafi farið af stað
með það í huga að það yrði bara ein bók skrifuð um Moj-
fríði. „Það bíða þrjár bækur í viðbót sem ég ætla að gefa
út, en þær eru allt öðruvísi og allar frábrugðnar hver
annarri. Það var aftur á móti þannig að þegar ég sat í
flugvélinni á leið heim til Íslands hitti ég fólk og fór að
spjalla og fékk þá skemmtilegar hugmyndir og hugsaði:
þetta gæti passað fyrir Mojfríði.“
Ástin eina hættan
Í nýrri skáldsögu Mörtu Eiríksdóttur segir frá einkaspæjaranum Mojfríði
sem hefur þá iðju að njósna um eiginmenn á glapstigu.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Marta Eiríksdóttir fann Mojfríði á sundlaugarbakka.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Almött veggjamálning
Dýpri litir - dásamleg áferð
ColourFutures2018
Silver Shores
Steel Symphony
Faded Indigo