Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ýmis gjöld á heilsugæslustöðvum
og sjúkrahúsum hækkuðu í gær
þegar ný reglugerð um greiðslu-
þátttöku sjúkratryggðra í kostnaði
vegna heilbrigðisþjónustu tók gildi.
Reglugerðin er að mestu sam-
hljóða fyrri reglugerð frá 1. maí
2017. Fjárhæðirnar hækka í sam-
ræmi við forsendur fjárlaga 2018,
samkvæmt upplýsingum frá velferð-
arráðuneytinu. Samkvæmt þeim eru
gerðar breytingar á ákveðnum fjár-
hæðum tengdum þjónustu á heilsu-
gæslustöð að fengnum tillögum og
upplýsingum frá Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins. Komugjöld á
heilsugæsluna haldast óbreytt og
gjöld vegna vitjana lækna, en gjöld
fyrir ýmsa aðra þjónustu hækka.
Sem dæmi fara streptokokka-
rannsóknir úr 300 kr. í 310 kr., nám-
skeið fyrir verðandi foreldra fer úr
10.200 kr. upp í 10.500 kr. og upp-
eldis- og foreldrafærninámskeið
fyrir foreldra barna með ADHD fer
úr 14. 900 kr. fyrir báða foreldra
upp í 15.200 kr. Færniþjálfunar-
námskeið fyrir 8–10 ára börn með
ADHD, fer úr 8.500 kr. upp í 10.500.
Vottorð hækka líka lítillega, en
þannig fer t.d. vottorð um fjarvistir
nemenda úr skólum úr 570 kr. upp í
580 kr. og vottorð vegna sjúkra-
nudds úr 1.250 kr. upp í 1.280 kr.
Komugjöld á sjúkrahús hækka
Gjöld vegna krabbameinsleitar
hækka öll um 100 kr. Lykkjan
lækkar aftur á móti úr 6.000 kr. í
3.105 kr.
Þá hækka komugjöld á slysadeild
og bráðamóttöku sjúkrahúsa úr
6.200 kr. upp í 6.400 kr. og koma á
dag- eða göngudeild sjúkrahúsa fer
úr 3.400 kr. í 3.500 kr. Gjald fyrir
sjúkraflutninga fyrir sjúkratryggða
hækkar líka úr 6.500 kr. upp í 6.700
krónur.
Með reglugerðinni var heilbrigð-
isþjónusta sem veitt er á Heyrnar-
og talmeinastöð felld undir greiðslu-
þátttökukerfið.
Gjöld á heilsugæslunni hækka
Ný reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu tók gildi í gær
Komugjöld á sjúkrahús hækka Á heilsugæslunni hækka ýmis þjónustugjöld t.d. vegna rannsókna
Nokkrir áskrifendur Morgunblaðs-
ins duttu í lukkupottinn þegar
dregið var í áskriftarleik Morgun-
blaðsins og WOW air. Í verðlaun
var ferð til St. Louis í Bandaríkj-
unum og voru fimm áskrifendur
dregnir út í leiknum. Fengu þeir
hver um sig tvo flugmiða.
Meðal þeirra sem unnu voru
hjónin Kristján Guðmundsson og
Sigurveig Runólfsdóttir. Kristján
er rafvirki og rafmagnsiðnfræð-
ingur en Sigurveig er heimavinn-
andi. Þau eru nýlega flutt í Mos-
fellsbæ frá Akranesi.
Áskrifendaleikurinn stendur í tíu
vikur og var útdrátturinn í gær sá
áttundi í röðinni. Enn á eftir að
draga út flug til Dallas í Bandaríkj-
unum og Dublin á Írlandi. Alls
verða 104 flugmiðar gefnir í
áskriftarleiknum.
„Þetta var rosalega skemmtileg
hringing,“ segir Sigurveig um sím-
talið þegar þeim var tilkynnt um
vinninginn, en hún átti aldrei von á
að þau myndu vinna í áskrifenda-
happdrættinu. „Ég vinn aldrei
neitt,“ segir hún létt í bragði í sam-
tali við blaðamann.
Þau hjónin hafa verið áskrif-
endur að blaðinu í allmörg ár, eða
síðan snemma árs 1982, og ekki
stóð á svari þegar blaðamaður
spurði hversu lengi þau hefðu verið
áskrifendur. „Við byrjuðum að búa
þá. Ég ólst upp við að Mogginn
kæmi heim til foreldra minna alla
morgna og þetta var með því fyrsta
sem við gerðum þegar við byrj-
uðum að búa,“ segir Sigurveig.
Þau hjónin höfðu ekki ákveðið
hvenær þau ætluðu að skella sér út
enda ekki liðinn heill dagur frá því
að þeim var tilkynnt um vinninginn
þar til blaðamaður sló á þráðinn til
þeirra. „Verður maður ekki að
koma til Bandaríkjanna allavega
einu sinni á lífsleiðinni,“ segir hún
létt, en hún hefur aldrei komið til
landsins. Aðrir vinningshafar voru
Þorsteinn Ingólfsson, Hanna Fríður
Stefánsdóttir, Marínó Einarsson og
Elísabet Tómasdóttir. ash@mbl.is
Verið áskrifendur í
yfir þrjá áratugi
Heppinn hópur vann ferð til St. Louis
Ljósmynd/Wikipedia
St. Louis Fimm áskrifendur blaðs-
ins unnu flugmiða til St. Louis.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Maður sem leitað var að í íshelli í
Blágnípujökli í Hofsjökli fannst lát-
inn seint í fyrrakvöld. Hann fannst
við vegg þar sem hann hafði runnið
niður ísbreiðu.
Mælitæki björg-
unarmanna
sýndu mjög há
mæligildi brenni-
steinsdíoxíðs
(S02) á staðnum.
Beðið er niður-
stöðu krufningar
um hvert bana-
mein mannsins
var.
Maðurinn sem
lést hét Ingi Már Aldan Grétarsson
og var til heimilis í Mosfellsbæ.
Hann var 63 ára að aldri. Ingi Már
lætur eftir sig eiginkonu, þrjú upp-
kominn börn og 5 barnabörn.
Ingi Már var leiðsögumaður belg-
ískra hjóna sem keypt höfðu fjög-
urra daga ferð um landið, samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar. Gistu
þau á Hveravöllum og hittu þar aðra
ferðamenn. Þau urðu samferða í
Kerlingarfjöll þar sem til stóð að
gista og líta í íshellinn í leiðinni. Síð-
arnefndu ferðamennirnar voru með
tæki til að mæla mengun í hellinum.
Loftgæði reyndust í lagi.
Þegar út var komið ákvað Ingi
Már að skjótast aftur inn í hellinn.
Þegar fólkið fór að huga að heimferð
sást hann hvergi. Mælitæki sýndu þá
mjög há gildi mengunar í hellinum
þannig að ekki var hægt að leita þar
inni og hringdi fólkið þá eftir aðstoð,
um klukkan 18.
Mikið lið björgunarfólks var kall-
að út til leitar og aðstoðar en veður
var slæmt og færð erfið. Áhöfn þyrlu
Landhelgisgæslunnar var við störf á
Vestfjörðum og til að geta mætt sem
fyrst á leitarstað var óskað eftir
reykköfurum frá slökkviliði Ísafjarð-
arbæjar. Fóru tveir fullþjálfaðir og
reyndir reykkafarar með þyrlunni.
Biðu eftir bakstuðningi
Lenda þurfti í Kerlingarfjöllum og
ferja björgunarmenn með vélsleðum
starfsmanna þar að jöklinum. Þeir
gátu tryggt vettvang og undirbúið
björgunaraðgerðir en reykkafararn-
ir máttu ekki, samkvæmt starfs-
reglum, fara inn í hellinn fyrr en
komnir væru fleiri reykkafarar þeim
til stuðnings ef eitthvað kæmi uppá.
Björgunarmenn úr þyrlunni voru
komnir á staðinn um klukkan níu um
kvöldið en Ingi Már fannst á tólfta
tímanum, látinn.
Lögregla og Veðurstofa hafa var-
að fólk við hættu vegna mengunar og
hruns í íshellinum. Þess má geta að
fólk sem lendir í háum gildum
brennisteinsdíoxíðs getur átt í erfið-
leikum með öndun og jafnvel kafnað.
Mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs
Íslenskur leiðsögumaður erlendra ferðamanna fannst látinn í íshelli í Blágnípu-
jökli seint í fyrrakvöld Dánarorsök liggur ekki fyrir Afar umfangsmikil leit
Ljósmynd/Björgunarfélagið Blanda
Vettvangur Slæm færð var á leiðinni að íshellinum í Blágnípujökli og veður
slæmt á köflum. Hátt í 200 björgunarmenn komu að aðgerðinni.
Ingi Már Aldan
Grétarsson
Stóri osturinn brosti við íbúum víða um land í gær-
kvöldi. Léttskýjað var á höfuðborgarsvæðinu, þar sem
þessi mynd var tekin, í Kópavogi.
Veðrið hefur snúið sér til norðlægrar áttar og verður
svo næstu daga. Léttskýjað verður á Suður- og Vestur-
landi, en búast má við vindstrengjum suðaustanlands í
dag og éljum norðanlands og austan. Þessu fylgir svalt
veður. Vægt frost um allt land, nema helst við suður-
ströndina þar sem hann hangir við frostleysu. Ein-
hverra breytinga er að vænta undir vikulokin.
Svalt veður um allt land næstu daga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tunglið brosir við Kópavogsbúum
Ein þyrluáhöfn Landhelgisgæsl-
unnar var til taks þegar þyrla var
kölluð út vegna slyssins í íshell-
inum í Blágnípujökli í fyrrakvöld.
Auðunn Kristinsson, verkefna-
stjóri aðgerðasviðs Landhelgis-
gæslunnar, sagði að tvær þyrlur
hefðu verið tiltækar í fyrrakvöld en
aðeins ein áhöfn.
„Um það bil 45% af árinu erum
við bara með eina þyrluáhöfn til
taks,“ sagði Auðunn. Hann sagði
að Landhelgisgæslan hefði farið
fram á meiri fjárveitingar frá Al-
þingi til að geta verið alltaf með
tvær áhafnir til taks. „Við erum
með fimm áhafnir í dag en þær
þurfa að vera sjö til að fullmanna
kerfið okkar. Við báðum um að
geta fjölgað um eina áhöfn á
þessu ári en því var hafnað.“ Fimm
eru í hverri þyrluáhöfn hjá Gæsl-
unni.
Kaupa þurfti menn úr fríi í fyrri-
nótt til að hafa þyrluáhöfn til reiðu
í gær. Áhöfnin sem sinnti útkallinu
í fyrrakvöld þurfti að vera í fríi í
gær vegna hvíldartímareglna.
Aðeins ein
áhöfn tiltæk
MANNEKLA HJÁ GÆSLUNNI