Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 ✝ SigurbjörnEldon Logason fæddist 8. apríl 1934. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 15. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Jónína Helga Jónsdóttir, f. 29.12. 1910 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 31.1. 1992, og Logi Eldon Sveinsson múr- arameistari, f. 28.9. 1907 í Reykjavík, d. 10.5. 1986. Systk- ini Sigurbjörns eru: Haraldur Eldon Logason múrarameist- ari, f. 1.6. 1938, d. 18.1. 2014, Jón Eldon Logason múr- Barn þeirra: a) Karl Rúnar, f. 16.11. 1964, heildsali í Reykjavík. Barnsmóðir Guðfinna Pálína Sigurjónsdóttir, f. 3.8. 1933. Barn þeirra: b) Áslaug Jóna, f. 13.8. 1954, myndlistarmaður í Reykjavík. Barnsmóðir Unnur Sigurbjörnsdóttir Knudsen, f. 4.6. 1939. Barn þeirra: c) Jón Logi f. 19.5. 1956, bygg- ingaverkfræðingur í Reykjavík. Sigurbjörn ólst upp í Reykja- vík. Hann lærði múrverk og lagði sérstaka áherslu á flísa- lagnir og arinsmíði. Meðfram sínu daglega starfi við múr- smíðina lagði Sigurbjörn stund á myndlist, teiknaði og málaði myndir og hélt margar sýn- ingar á listsköpun sinni gegn- um tíðina. Sigurbjörn var áhugamaður um flug og lauk einkaflugmannsprófi. Sigurbjörn verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju í dag, 2. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. arameistari, f. 17.12. 1941, og Ingibjörg Eldon Logadóttir tækni- teiknari, f. 17.2. 1950, d. 21. júní 2017. Eftirlifandi eig- inkona Sigurbjörns er Bjarnveig Karlsdóttir, f. 22.1. 1933. Hennar for- eldrar voru Karl Bjarnason, f. 28.5. 1908, d. 6.2. 1991, og Kristrún Þórarins- dóttir, f. 10.12. 1910, d. 2.9. 1986. Bjarnveig átti fyrir dótt- urina Eybjörgu Einarsdóttur, f. 1.1. 1954, snyrtifræðing í Reykjavík. Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína og allar ánægjustundirnar sem við áttum saman í leik og starfi; ég starfaði hjá þér fyrst sem handlangari með mennta- skóla og svo endrum og sinnum síðustu árin við ýmis verkefni. Mannkostir þínir og hæfileikar voru miklir og naust þú þín best í hinum ýmsu áhugamálum þínum. Þar bar kannski hæst myndlist, flug og svo golfið en það átti hug þinn allan síðustu árin. Þú naust þín líka vel í vinnunni og fékkst útrás fyrir sköpunargleðina við úrlausn og hönnun tengda hinum ýmsu verkefnum sem þú tókst að þér. Þú varst fyrir þungu höggi að- eins 48 ára, nýlokinn við að byggja glæsilegt hús fyrir fjöl- skylduna, veiktist alvarlega af undarlegum sjúkdóm tengdum skjaldkirtli og misstir næstum sjónina vegna þessa og varst frá vinnu í tvö ár. En þú náðir þér nokkuð vel og áttir góð ár þar til fyrir sjö árum að þú veiktist aftur og þá af krabbameini. Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin náðir þú góðum sprettum inni á milli við vinnu og áhugamál þér til ánægju, og tókst á við þetta af hugrekki og barst þig ávallt vel. Menn komu ekki að tómum kof- anum hjá þér þegar kom að gam- anmálum, þú kunnir ógrynni af hinum ýmsu skemmtisögum bæði af þér sjálfum og öðrum og virtist hafa mjög gott minni og naust þín vel með góða hlustendur við borð- ið. Það linar sorgina og söknuðinn að eiga minningar um góðan pabba sem vildi öllum vel og var ávallt tilbúinn að rétta hjálpar- hönd þegar á þurfti að halda. Blessuð sé minning þín. Þinn sonur Karl Rúnar. Það er erfitt að lýsa afa Sig- urbirni í stuttu máli. Hann var besti afi í heimi, traustur, bón- góður, glaðlyndur, mikill sögu- maður og umfram allt fullur af ást og kærleik. Þegar ég var lítið barn byrjaði ég að fara aðra hvora helgi til ömmu og afa, og hélst sú venja langt fram á ung- lingsár. Svo var ég mikið hjá þeim yfir sumartímann þegar mamma var að vinna. Það er ekki auðvelt fyrir fólk á sjötugsaldri að taka að sér svona ungt barn, en amma og afi urðu eins og for- eldrar mínir. Ég hlakkaði alltaf til að fara til þeirra, enda gerðu þau allt fyrir mig og voru mér svo góð. Ég var litla prinsessan hans afa og ég fylgdi honum hvert sem hann fór. Við fórum í útilegur og í bústaði, bústaðarferðirnar voru margar og ég mun halda upp á minningar úr þeim allt mitt líf. Afi gerði margar tilraunir til að fá mig til að spila golf, hann keypti golfsett handa mér í þeirri von að golfáhugi vaknaði hjá mér. Ég var hins vegar hrifnari af því að fá að keyra golfbílinn heldur en að sveifla kylfunum, og eftir að ég velti bílnum ofan í sandgryfju á velli fyrir austan gafst afi upp á að reyna að vekja hjá mér golf- áhuga. Við afi fundum hins vegar sameiginlegt áhugamál í spila- mennsku og tafli. Við gátum eytt heilu kvöldunum í að spila á spil og var manni í sérstöku uppá- haldi hjá okkur. Amma var ekki mikið fyrir að spila, svo að afi út- færði manna þannig að við gátum spilað hann tvö. Það voru engin vandamál hjá honum afa, bara lausnir. Við höfðum einnig gaman af því að tefla, og var afi ansi lunkinn í skák. Ásamt spilunum höfðum við afi bæði mikinn áhuga á mat, og það var ófáum sinnum sem við laumuðumst í súkkulaði rétt fyrir mat eða á milli spila um miðja nótt. Afi var mikill mat- gæðingur og honum fannst fátt betra en að borða góða matinn sem amma eldaði, en að mínu mati var amma besti kokkurinn og hennar matur bar af. Afi var vanalega búinn að fara í bakaríið og kaupa snúð handa mér áður en ég vaknaði á morgnana á „ömmu og afa helgum“ eins og við köll- uðum helgarnar okkar. Svona var afi, hann vaknaði fyrir allar aldir til að litla heimasætan fengi snúð í morgunmat. Á mánudags- morgnum þegar ég þurfti að mæta í skólann var afi alltaf bú- inn að fara út og hita bílinn svo ég þyrfti ekki að fara inn í kaldan bíl. Afi gerði allt fyrir fólkið sem hann elskaði, og hann sýndi væntumþykju sína í orðum og verki. Ég vissi alltaf að ég átti afa að, hann sá til þess. Ég gat alltaf hringt í hann, á hvaða tíma dags sem var, og afi var mættur tíu mínútum síðar til að koma mér til bjargar. Það skipti ekki máli hvað amaði að, afi gat lagað það með útsjónarsemi sína og jákvæðni að vopni. Afi var svo einstakur og hann á svo stóran hluta af hjart- anu mínu. Afi Sigurbjörn var meira en bara afi, hann var besti vinur minn. Ég sakna hans svo mikið og elska hann svo mikið. En ég veit að ég mun hitta hann aftur þegar minn tími er kominn. Oddný Rún Karlsdóttir. Sigurbjörn Eldon Logason ✝ Sverrir BragiKristjánsson fæddist í Reykja- vík 23. febrúar 1934. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. febrúar 2018. Foreldrar hans voru þau hjónin Þórarinn Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti Þing- vallasveit, f. 8. febrúar 1908, d. 1986, og Gróa Jónsdóttir, f. í Reykjavík 14. des. 1912, d. 1985. Eftirlifandi systkini Braga eru: Maron Hafsteinn, f. 1936, Sigurður Jón, f. 1939, Sigríður, f. 1941, og Jóna, f. 1952. Bragi gekk að eiga Margréti Gunnarsdóttur, eða Grétu eins og hún var jafnan kölluð að Mosfelli í Mosfellsdal 1955. Þau skildu 1976. Bragi og Gréta eignuðust tvær dætur: 1) Ragnheiður, f. 1955, maki Kristinn Pétur Pétursson, f. 1950, skilin 2016, og eiga þau tvö börn, Sverri Grétar, f. 1972, maki Margrét Björk Jó- hannsdóttir, f. 1976, og Ellisif, f. 1981. 2) Erla, f. 1961, maki Sölvi Jónsson, f. 1954, d. 1992, og eiga þau þrjá syni, Jón Bragi stundaði sjómennsku stærstan hluta starfsaldurs síns, á ýmsum togurum fram- an af og eftir að hann lauk prófi frá Sjómannaskólaum réð hann sig ýmist sem vél- stjóra eða stýrimann á m/s Leif Eiríksson RE 333 árin 1961-1962. Frá maí 1963 var hann skipstjóri á m/s Leifi Eiríkssyni eða þar til Leifur Eiríksson fórst á síldarmið- unum 30. ágúst 1963. Á ár- unum 1962-1964 var hann í afleysingum á ýmsum bátum; skipstjóri á m/s Leifi Eiríks- syni, stýrimaður á m/s Hall- veigu Fróðadóttur, vélstjóri á m/s Glað SH-67, stýrimaður á m/s Garðari GK-175 frá Garðahreppi og vélstjóri á m/s Vísi KE-70. Bragi var skipstjóri á m/s Reyni BA-66 á árunum 1964-1966 og síðan á björgunarskipinu Eldingu MB-14 til ársins 1970, er hann hélt til karabísku eyj- arinnar Trínidad, þar sem hann stundaði rækjuveiðar frá höfuðborginni Port of Spain. Eftir að Bragi kom heim haustið 1972 vann hann við leigubílaakstur, sem stýrimaður á Þorsteini RE-303, sem skipstjóri á sanddæluskipunum Sandey II og Perlu, verslunarstörf, smábátaútgerð og við sendi- bílaakstur þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Útför Braga fer fram frá Áskirkju í dag, 2. mars 2018, og hefst athöfnin kl. 15. Trausta, f. 1985, Sölva Frey, f. 1988, og Sæþór Braga, f. 1993, fyr- ir átti Sölvi soninn Sigurð Ívar, f. 1978, sem ólst upp hjá þeim Erlu og Sölva. 3) Gunnar Gunnarsson, f. 1954, sem Gréta átti fyrir og ólst hann upp með systrum sínum. Bragi giftist Sigurrós Ottós- dóttur 1979, þau voru barnlaus og skildu 1992. Bragi bjó með Kristínu Ástu Egilsdóttur í um 20 ára skeið hér heima og á Spáni eða allt til ársins 2012 er þau slitu samvistum og hann fluttist að Norðurbrún 1 og síðar á Hrafnistu í Reykja- vík 2016. Bragi ólst upp hjá foreldr- um sínum, m.a. á Laugalandi í Laugardal, Hlemmiskeiði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og síðar í Mjóanesi í Þingvalla- sveit. Bragi lauk fullnaðarprófi frá Brautarholti 1948, mót- orvélstjóraprófi 1952, meira- prófi 1955, og fékk skip- stjórnar- og stýrimannarétt- indi 1961. Með þessum örfáu orðum kveð ég föður minn Braga Kristjánsson og þakka honum samfylgdina í gegnum lífið. Faðir minn var alinn upp í sveit og byrjaði snemma að vinna eins og títt var í þá daga. Hugur hans hneigðist að sjó- mennsku, fór hann ungur til sjós, var á síðutogurum og á bátum. Hann sigldi til margra borga í Evrópu og síðar var stefnan sett á fjarlægari lönd. Draumur um ævintýri í fjar- lægu landi rættist 1970 er pabbi réð sig til starfa sem skipstjóri á rækjubát sem gera skyldi út frá Port of Spain í Trínidad, Vestur-Indíum. Vet- urinn 1970 fylgdist pabbi með smíði bátsins í Mobile Ala- bama, USA, og sigldi honum suður til Trínidad. Í desember 1970 kom pabbi heim til að sækja mömmu og Erlu og héldu þau út í byrjun jan. 1971 og ætlunin var að við hin sameinuðumst þeim síðar á árinu 1971. En hvorugt okkar yfirgaf Ísland, ástæðan var mikill órói í Port of Spain vegna Black Power-hreyfing- arinnar. Okkur til mikillar gleði sneru foreldrar okkar og systir aftur til Íslands haustið 1972. En tíminn líður hratt, mamma og pabbi skilja 1976 og lífið heldur áfram. Pabbi eign- ast nýja konu, Sigurrós Ott- ósdóttur, þau giftu sig 1979 og skildu 1992, pabbi eignast fljótlega aðra konu, Kristínu Ástu Egilsdóttur, og bjuggu þau saman um 20 ára skeið. Stóran hluta þess tíma dvöldu þau í Torrevieja á Spáni, nutu veðurblíðunnar og samvista við vini og kunningja. Eftir að þau Kristín slitu samvistum bjó pabbi nokkur ár í íbúð á Norðurbrún og síðustu tvö árin á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Ég var stödd erlendis þegar ég fékk þær fréttir að heilsu pabba hefði hrakað mikið og eftir innlögn á bráðadeildina 14. febrúar sl var það mat systur minnar að best væri að ég flýtti för minni og kæmi heim. Mat hennar reyndist rétt og fyrir það er ég þakklát, það gaf mér dýrmætar stundir með pabba allt fram í andlátið. Föður minn kveð ég með þriðja erindi í ljóði eftir ókunnan höfund og bið Guð að blessa og varðveita minningu hans. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Ragnheiður Bragadóttir. Bragi Kristjánsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR HELGI GUÐMUNDSSON, Miðvangi 8, Hafnarfirði, lést föstudaginn 16. febrúar á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 11. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Sunnuhlíðar. Jóna Baldvinsdóttir Guðmundur R. Gunnarsson Hugrún Reynisdóttir María Gunnarsdóttir Baldvin Ó. Gunnarsson Arna Hreinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, afi og langafi, BRAGI KRISTJÁNSSON skipstjóri, síðast til heimilis að Hrafnistu við Brúnaveg 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu mánudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 15. Gunnar Gunnarsson Ragnheiður Bragadóttir Erla Bragadóttir Sverrir Grétar, Ellisif, Sigurður Ívar, Jón Trausti, Sölvi Freyr, Sæþór Bragi og langafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL JANUS PÁLSSON, fyrrum lögreglumaður á Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði, sunnudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju þriðjudaginn 6. mars klukkan 14. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskuleg systir, mágkona og vinur, INGILAUG AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Núpstúni, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 25. febrúar. Jarðsungið verður frá Hrepphólakirkju föstudaginn 9. mars klukkan 14. Steinunn A. Guðmundsdóttir Theodór A. Guðmundsson Brynja Bergsveinsdóttir Guðjón Guðmundsson Ágústa Guðjónsdóttir Margrét Larsen Páll Jóhannsson Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞÓR KARLSSON skipstjóri, Breiðuvík 16, lést miðvikudaginn 28. febrúar. Helga Ólafsdóttir Karl Þorvaldur Jónsson Lilja Jónsdóttir Þórdís María Jónsdóttir Ólafur Páll Jónsson Birna Sigurðardóttir Ágúst Sturla Jónsson Oddný Hróbjartsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Elskulegi bróðir minn og frændi, ATLI HEIÐAR ÞÓRSSON, Álfaheiði 1, Kópavogi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. febrúar. Útför Atla verður mánudaginn 5. mars klukkan 13 frá Digraneskirkju. Árni Þórsson Lilja Guðmundsóttir Kittý Arnars Árnadóttir Pétur Ingi Haraldsson Eyrún Arnars Árnadóttir Þorgrímur Óli Victorsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.