Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Eftirlitsmaður Umhverfisstofnunar gekk fjörur í Tálknafirði þann 27. febrúar sl. til að kanna hvort dauð- fiski hefði skolað á land, sem rekja mætti til óhapps þegar kví laskaðist hjá fiskeldi Arnarlax. Ekki fannst dauðfiskur frá fiskeldinu í fjörum á því svæði sem farið var um og ekki merki um óvenju mikinn fjölda fugla, en frá þessu er greint á vef Umhverfisstofnunar. Ekki komu göt á kvína en hand- rið og flotrör löskuðust og færa þurfti fiskinn yfir í aðra kví vegna viðgerða. Magn dauðfisks frá eld- inu verður staðfest með skrán- ingum úr innra eftirliti og kvitt- unum frá móttökuaðila úrgangsins. Því verður sinnt í næsta reglu- bundna eftirliti, segir á vef Ust. Fram hefur komið í Morgunblað- inu að í kvínni hafi verið 194.259 laxar. Hún var tæmd og drápust 53.110 laxar. Matvælastofnun fékk fyrstu tilkynningu frá Arnarlaxi 12. febrúar um að tjón hefði orðið dag- inn áður. Leitað að dauðum fiski á fjörum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Miklu munar á áætlaðri rekstrarniður- stöðu 20 stærstu sveitarfélaga lands- ins í ár. Hornafjörður áætlar að skila tæplega 200 þúsund króna afgangi á íbúa en gert er ráð fyrir mínustölum á Seltjarnarnesi og Vestmannaeyjum. Miðað er við A-hluta bæjarsjóða. Tölur um íbúafjölda sveitarfélaga í byrjun þessa árs liggja ekki fyrir á vef Hagstofunnar. Gera má ráð fyrir að íbúum flestra, ef ekki allra, 20 stærstu sveitarfélaga landsins hafi fjölgað í ár. Því eru skatttekjur á hvern íbúa hér eitthvað ofmetnar. Sama á við um rekstrarniðurstöðu fyrir fjármagns- liði. Skatttekjur allra sveitarfélaga eru áætlaðar samtals um 236 milljarðar. Þar af eru þær 90,8 milljarðar í Reykjavík, eða um 38,5% af heildinni. Áætlaðar skatttekjur á íbúa í borg- inni eru þær hæstu á höfuðborgar- svæðinu, eða um 737 þús. Þær eru lægstar á Nesinu, eða um 669 þús. Sú önnur lakasta í Reykjavík Rekstrarniðurstaða fyrir fjár- magnsliði á hvern íbúa í borginni er sú önnur lakasta á höfuðborgarsvæðinu, eða rúm 22 þúsund. Áætlað er að af- koman á þennan mælikvarða verði lök- ust á Seltjarnarnesi. Þar er því spáð að hún verði neikvæð um rúmar 26 þús- und krónur. Mosfellsbær er í efsta sæti en þar er áætlað að afkoman verði jákvæð um 76 þúsund á íbúa. Sem áð- ur segir lækka þessa tölur eitthvað þegar íbúatalan verður uppfærð milli ára. Sé litið til Suðurnesja er rekstrar- niðurstaðan í Reykjanesbæ jákvæð um tæplega 76 þús. á íbúa fyrir fjár- magnsliði. Á Suðurlandi vekur athygli að rekstrarniðurstaðan á hvern íbúa í Hveragerði er jákvæðari en á Sel- tjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði og í Reykjavík. Má í þessu efni rifja upp að Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, sagði í samtali við Morg- unblaðið í janúar að aðflutningur íbúa með hærri tekjur hefði aukið útsvars- tekjur bæjarins. Margir þeirra hefðu flutt frá höfuðborgarsvæðinu. Hornafjörður sker sig úr á Suður- landi. Þar er áætluð rekstrarniður- staða fyrir fjármagnsliði 429 milljón- ir, eða rúmlega 196 þúsund á hvern íbúa. Skatttekjurnar eru rúm 721 þúsund á íbúa. Það skilar Hornafirði í 4. sæti af 20 fjölmennustu sveitar- félögunum. Skatttekjurnar eru að- eins hærri í Fjarðabyggð, Reykjavík og Garðabæ. Mestar skatttekjur í Norðurþingi Á Norðurlandi er áætlað að Norður- þing verði með hæstar skatttekjur og bestu rekstrarniðurstöðu fyrir fjár- magnsliði á hvern íbúa. Áætlað er að niðurstaðan verði jákvæð um tæplega 82 þúsund í Norðurþingi og skatttekj- urnar um 689 þúsund á hvern íbúa. Á Vestfjörðum er áætlað að rekstrarniðurstaðan á Ísafirði verði já- kvæð um tæplega 12 þúsund á íbúa. Það er minnsti afgangur þeirra sveitarfélaga úti á landi sem eru í hópi þeirra 20 fjölmennustu á landinu. Á Austurlandi eru skatttekjur á íbúa í Fjarðabyggð tæplega 768 þús- und. Á Fljótsdalshéraði er áætlað að rekstrarniðurstaðan fyrir fjármagns- liði verði jákvæð um tæplega 117 þús- und á íbúa. Það er önnur besta afkoma 20. stærstu sveitarfélaganna, á eftir Hornafirði. Rekstrarniðurstaða fyrir fjár- magnsliði er aðeins einn mælikvarði á rekstur. Hér er t.d. hvorki tekið tillit til niðurgreiðslu skulda né fjárfestinga hjá umræddum sveitarfélögum. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2018* (A-hluti) Höfuðborgarsvæðið Suðurnes Suðurland Vesturland Norðurland Vestf. Austurland Reykja- vík Kópa- vogur Hafnar- fjörður Garða- bær Mos- fellsbær Seltjarn- arnes Reykja- nesbær Grinda- vík Árborg Hvera- gerði Vestm. eyjar Horna- fjörður Akranes Borgar- byggð Akureyri Skaga- fjörður Norður- þing Ísa- fjörður Fjarða- byggð Fljótsd. hérað Skatttekjur, milljónir kr. 90.815 24.605 19.642 11.118 6.781 2.979 10.205 1.968 5.350 1.514 2.689 1.578 4.399 2.217 11.977 2.465 2.042 2.426 3.602 2.213 Tekjur samtals, milljónir kr. 116.106 29.189 23.756 13.620 9.875 3.766 13.905 2.808 7.671 2.660 3.964 2.499 6.128 3.532 18.476 4.551 3.267 4.121 5.247 3.936 Rekstrarniðurst. f. fjármagnsliði, m.kr. 2.753 2.110 1.470 730 745 -117 1.238 136 278 133 -84 429 129 185 1.010 217 242 43 421 408 Fjöldi íbúa 1. janúar 2017** 123.246 35.246 28.703 15.230 9.783 4.450 16.350 3.218 8.471 2.483 4.292 2.187 7.051 3.677 18.488 3.932 2.963 3.608 4.691 3.493 Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði á hvern íbúa, þús. kr. 22.337 59.865 51.214 47.932 76.153 -26.292 75.719 42.262 32.818 53.564 -19.571 196.159 18.295 50.313 54.630 55.188 81.674 11.918 89.746 116.805 Skatttekjur af hverjum íbúa, þús. kr. 737 698 684 730 693 669 624 612 632 610 627 722 624 603 648 627 689 672 768 634 *Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, 27. febrúar 2018 **Tölur fyrir 1. janúar 2018 eru óbirtar á vef Hagstofunnar Meðaltal: 698 þús. kr. 20 fjölmennustu sveitarfélög landsins Mikill munur er á afkomu sveitarfélaga  Áætlað að Hornafjörður skili bestri rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga  Mestir skattar í Reykjavík Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Nú er flokkur manna á fullu að rann- saka þetta og púsla saman,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fjórir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um innbrot. Tveir þeirra voru handteknir fyrir innbrot í heima- hús í Hafnarfirði á þriðjudag en áður höfðu tveir menn verið handteknir fyr- ir innbrot í Garðabæ. Allir voru þeir úrskurðaðir í vikulangt varðhald. Mennirnir sem teknir voru í Garðabæ eru erlendir ríkisborgarar sem eru ekki með íslenska kennitölu og talið er að þeir hafi komið hingað gagngert til að stunda innbrot. Annar þeirra sem tekinn var í Hafnarfirði er Íslendingur en hinn erlendur ríkisborgari sem búið hefur hér um nokkurt skeið. Lagt var hald á þýfi hjá báðum þessum hópum. „Við erum komnir með mikið af gögnum, verksummerki og annað í þeim dúr. Nú fer fram mikil greining- arvinna við að skoða aðferðir og fleira slíkt. Við sjáum að yfir þetta tímabil hefur misjöfnum aðferðum verið beitt og verksummerkin eru misjöfn. Það hefur sagt okkur að það séu fleiri en einn hópur brotamanna og það fékkst staðfest með þessum handtökum í vik- unni,“ segir Skúli. Líklegt er að talið að fleiri hópar séu enn á sveimi því í fyrrakvöld var gerð tilraun til innbrots í Garðabæ. Þar var spennt upp rúða en styggð virðist hafa komið að þjófunum þegar þjófavarn- arkerfi fór í gang. Engu var stolið. Um það bil sextíu innbrot hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu síðan um miðjan desember. Öll eru þau óupplýst. Báðar þessar handtökur komu til vegna ábendinga frá ná- grönnum og vill Skúli hvetja fólk til að vera óhrætt að koma slíkum ábend- ingum á framfæri. Sem stendur er ekki talin tenging á milli þessara tveggja hópa en það er þó til skoðunar. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er verið að kortleggja ferðir mannanna og sjá hvort þeir tengjast. Meðal þess sem stuðst er við eru gögn úr símum mannanna, hverjir hafi talað saman og hvenær. Skúli vill ekki tjá sig um þetta. Grunur leikur á að innbrotin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Já, þetta er alveg skipulagt. Maður sér það á gögnum sem tekin voru af þessum mönnum. Menn fara og skoða húsin með einhverjum hætti og láta svo til skarar skríða. Þeir koma og fara frá landinu. Við erum að kort- leggja það líka.“ Er talið að mennirnir hafi verið sendir hingað gagngert til þessa? „Það er hluti af rannsókinni að kanna skipulagið. Hvort það er ein- hver sem stýrir þessu, einhver sem er að græða á þessu. Það bendir allt til þess.“ Hvað með þýfið, hefur það verið sent úr landi? „Okkur grunar það. Það þýðir að mest af þessu verður ekki endurheimt. Við erum að skoða hvort menn hafa verið að taka þýfið með sér í flugi eða að senda það út. Við höfum verið í samstarfi við tollinn frá fyrsta degi með að skoða sendingar frá landinu. En það er auðvitað ekki flókið að setja skartgripi í ferðatösku og kaupa sér flugmiða fyrir tíu þúsund kall. Fóru ekki 2,2 milljónir ferðamanna um Keflavík í fyrra?“ Grunur um að fleiri þjófahópar gangi enn lausir  Innbrotstilraun í Garðabæ  Lögregla skoðar símanotkun þjófahópa  Þýfið líklega sent úr landi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögregla Fjórir sitja í gæslu- varðhaldi vegna innbrota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.