Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 ✝ Ernst FridolfBackman fædd- ist í Reykjavík 20. október 1920. Ernst lést á Hrafnistu DAS í Kópavogi 22. febrúar 2018. Hann var sonur hjónanna Ernst Fridolf Backman frá Värmalandi í Svíþjóð, f. 1891, d. 1959, og Jónínu Sal- varar Helgadóttur frá Kvíavöll- um á Miðnesi, f. 1894, d. 1988. Systkini Ernst eru Halldór Sig- urður, f. 1921, d. 1984, Elsa Viola, f. 1924, d. 2016, Henning Karl, f. 1927, d. 2013, Ingibjörg Helga, f. 1930, Valgeir, f. 1931, og hálf- bróðir Ingimar Karlsson, f. 1914, d. 1992. Ernst kvæntist 1948 eftirlif- andi konu sinni Ragnheiði Jóns- fræðingi, f. 1952, og eiga þau börnin Ernst Guðjón véltækni- fræðing, f. 1976, kvæntur Öldu Birgisdóttur lækni, f. 1981, búsett í Osló, Elínu Rúnu dýralækni, f. 1981, gift Sigtryggi Klementssyni véltæknifræðingi, f. 1978, búsett á Húsavík, og Jón Þór verkfræð- ing, f. 1993, búsettur á Dalvík. Langafabörnin eru orðin sjö tals- ins. Ernst vann við íþróttastörf alla sína starfsævi. Hann lauk námi við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni 1955. Hann var í fjölda ára þjálfari sunddeildar Ármanns auk vinnu við sund- kennslu í Sundhöll Reykjavíkur og víða út um land, oft við frum- stæð og erfið skilyrði. Hann var frumkvöðull og áhugamaður um sundleikfimi aldraðra, var virkur í Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra og stóð að ýmsum við- burðum í þeirra eða eigin nafni. Ernst bjó með eiginkonu sinni síðustu æviárin á hjúkrunarheim- ili Hrafnistu DAS í Kópavogi. Útför Ernst fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 2. mars 2018, klukkan 15. dóttur, sjúkraliða frá Berjanesi í Vest- mannaeyjum, f. 10.4. 1928, og eiga þau tvö börn, Þuríði, hjúkrunarfræðing og fv. alþingismann, f. 1948, og Jón Rún- ar Backman tré- smið, f. 1951. Þur- íður er gift Birni Kristleifssyni arki- tekt, f. 1946, börn þeirra eru Ragnheiður Sívertsen íþróttakennari, f. 1966, gift Hilm- ari Sigurðssyni vélfræðingi, f. 1965, búsett í Kópavogi, Krist- leifur myndlistarmaður, f. 1973, búsettur í Reykjavík, og Þor- björn, sviðslistamaður, f. 1978, búsettur í Berlín. Faðir Ragn- heiðar er Bjarni Sívertsen f. 1966. Jón Rúnar er kvæntur Þóru Elínu Guðjónsdóttur hjúkrunar- Ernst Fridolf Backman eldri var sænskur innflytjandi, hann kom hingað til að vinna í síld á Siglufirði og þar kynntist hann konu sinni, Jónínu Salvöru. Þau frusu inni frostaveturinn mikla 1918, komust ekki í burtu og voru þannig neydd til vondrar vetur- setu; ástin ein nærði þau og hélt á þeim hita. Fyrstu ár búskaparins, þegar suður til Reykjavíkur kom, bjuggu þau hjón við þröngan kost í Pólunum og börnin voru mörg. Ár- ið 1930 byggðu þau reisulegt hús á erfðafestulandi á gróðurlitlum mel efst við Háaleitisveg, en þá var Ernst 10 ára gamall. 1946 bregður Ernst Fridolf yngri sér til Vestmannaeyja á þjóðhátíð, eins og ungra manna hefur stundum verið siður. Hann fer á húkkaraball í Alþýðuhúsinu og býður fallegustu stúlkunni í húsinu upp í dans, minna mátti það ekki vera. Hún var að vísu á vakt í fatahenginu, en það var vandamál til að leysa, við þessa stúlku ætlaði hann að dansa og síðan hafa þau Ragnheiður Jónsdóttir frá Berja- nesi í Vestmannaeyjum dansað í takt gegnum lífið og hjónabandið, valsa, skottísa, ræla og polka. Í litlu risíbúðinni í fjölskylduhúsinu við Háaleitisveginn bjuggu Ernst yngri og Ragnheiður sín fyrstu 15 hjúskaparár og þar fæddust börn- in, Þuríður og Jón Rúnar. Árið 1944 hóf Ernst vinnu sem laugarvörður við Sundhöll Reykja- víkur og þeir sem eldri eru muna eftir honum á laugarbakkanum, svarthærðum, hvítklæddum og teinréttum horfa haukfránum aug- um yfir laugina og fylgjast með að allt fari eftir settum reglum og að fyllsta öryggis sé gætt. Á þessum árum voru fáir menntaðir sund- kennarar og -þjálfarar, þeir voru fengnir tímabundið erlendis frá. Ernst fylgdist með störfum þess- ara manna og lærði fræðin af þeim og fljótlega var hann farinn að kenna og þjálfa sjálfur, mest fyrir Glímufélagið Ármann. 1954 fer hann að Laugarvatni og lýkur þar íþróttakennaranámi, með sund sem aðalgrein. Fjölmörg sumur ferðaðist Ernst um landið og var með sundnámskeið vítt og breitt og mörgum kom hann á flot og víða var honum heilsað. Ernst var einn af stofnendum Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra og sat í stjórn þess félags í 25 ár. Hann ferðaðist um landið og rak áróður fyrir heilbrigðri hreyf- ingu og útivist og aftur var hann kominn ofan í laugina, nú sem kennari og frumkvöðull í sundleik- fimi fyrir aldraða. Fyrir þessi störf sín hefur hann verið sæmdur heiðursmerkjum Sundsambands Íslands og Glímu- félagsins Ármanns, úr gulli. Ernst var tónelskur og lærði ungur á píanó og harmonikku, hann hafði fallega söngrödd og söng með Ekkó-kórnum, kór kenn- ara á eftirlaunum. Hann var sann- ur gleðigjafi á öllum samkundum, dillandi fjörugur með nikku eða pí- anó. Þegar um fór að hægjast átti hann fleiri stundir við nótnaborðið og fór að skrifa niður þau lög, sem hann hafði samið um ævina. Úrval þessara laga kom út á hljómdiski fyrir 90 ára afmælið, – Ern er vor sál – heitir diskurinn, fullur af fjöri og lífsgleði þessa jákvæða atorku- manns. Takk fyrir samveruna og kon- una mína. Björn Kristleifsson. Bróðurkveðja. Litið yfir liðna tíð lesið í gamlar slóðir Einstök atvik ár og síð endurvakin kæri bróðir Berast til hugans háreysti og köll þá hamast var á túninu heima hafa þar allir haslað sér völl því heyannir má eigi geyma. Minningarnar leika um heimahaga háir tónar útum glugga streyma að dekra við þá dásamlegu daga þá dansað var í eldhúsinu heima. Nú hvílir í huga himneskur friður uns hug-annir hefjast að nýju tilvalið tilefni að tylla sér niður og til þess að hell’uppá tíu. Vorsins vindar – vinir góðir varðveitt hafa þessi ár aftur í bollann elsku bróðir örfá andans kaffitár. Upp til fjalla inn til heiða Internasjónalt áfram láttu brosið breiða breiðast útum allt. Í Guðs friði – elsku bróðir! Vottum aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Valgeir og Helga. Í gær kvaddi þennan heim kær vinur, Ernst F. Backman, 97 ára gamall. Það má með sanni segja eftir langan og einstaklega góðan vinskap, að ég veit hvað það er að sakna vinar í stað. Sá sem lifir lengi horfir á eftir ættingjum og vinum, þannig er gangur lífsins að sakna þess fólks sem er gengið. Þá er gott að geta yljað sér við allar fal- legu minningarnar gegnum ára- tugina og má réttilega segja að hnífurinn komst ekki á milli okkar – Ragnheiðar og Ernst og okkar Dóru og Steina. Samverustundirn- ar gegnum árin urðu margar og ferðalögin fjölmörg hérlendis og erlendis en minnisstætt verður mér þegar við fórum 1949 með Ragnheiði og Ernst til Vestmanna- eyja á þjóðhátíð og eins og við manninn mælt þótti það sjálfsagð- ur hlutur að við Steini kæmum með dóttur föðursystur minnar og Jóns föður Ragnheiðar sem áttu þá enn heima í Berjanesi við Faxastíg 20 og yrðum eins og heimafólk með fjölskyldunni inni í Dal. Ánægju- legri þjóðhátíð var vart hægt að hugsa sér. Svo voru það gömlu dansarnir, flottara danspar var vart hægt að sjá en Ragnheiði og Ernst, enda alltaf fyrst út á gólfið og vöktu ætíð hina mestu eftirtekt ekki aðeins okkar sem vorum vinir þeirra hjóna heldur einnig allra sem á dansleiknum voru enda allt- af sama fjörið kringum Ernst. Við nutum þess svo sannarlega að vera vinir þeirra og meðal annars kynntumst við Steini aldagömlum vinum Berjanessfólksins, fólkinu í Hlíðardal, reyndar höfðum við þekkt systurnar Möggu sem vann í Kron eins og ég og Gunnu sem vann í Pennanum eins og Steini minn. Þetta urðu allt vinir okkar og þótt ég telji ekki upp alla sem til- heyrðu þessum vinahóp, þá eru margir ótaldir bæði vinir og fé- lagar. Svo voru það spilakvöldin okkar, ekki má gleyma þeim en við spil- uðum alltaf einu sinni í viku brids yfir vetrarmánuðina. Síðan voru það öll skiptin þegar Ernst tók fram harmonikkuna eða settist við píanóið og tók lagið og oft eitthvað sem hann var að semja sjálfur enda fjölmörg falleg lög til eftir hann. Eitt enn verð ég þó að nefna til að sýna hvern hug þau báru til okkar, en það var þegar við Steini fórum til Sovétríkjanna, þá buðust þau hjónin til að hafa son okkar í fóstri á meðan og voru þau ætíð eins og pabbi og mamma hans eftir það. Ernst og Ragnheiður voru okk- ur samferða í pólitíkinni og seinni árin í félagsskap eldri vinstri grænna þar sem fólk kemur saman einu sinni í mánuði yfir vetrarmán- uðina til að eiga ánægjulegar stundir með gömlum félögum. Ernst lifði fram í háan aldur, var alla tíð brattur í orðsins fyllstu merkingu og bar sig vel enda dug- legur að hreyfa sig og synda langt fram eftir aldri. Sundkennsla var hans ævistarf og líklegast þúsundir barna og fullorðinna sem tóku sín fyrstu sundtök undir hvatningu hans og leiðsögn. Ég kveð kæran vin okkar með söknuð í huga en gleðst yfir því að það er stutt síðan farið var með mig í heimsókn í Boðaþing til þeirra beggja, elsku vina okkar. Blessuð sé minning Ernst Backmans og þakkir fyrir allan okkar vinskap gegnum ára- tugina. Einlæg vinkona þeirra hjóna. Halldóra H. Kristjánsdóttir. Glaður maður með mikla hæfi- leika, brosandi og tilbúinn að hjálpa. Þetta er sú mynd er stend- ur efst í huga okkar. Söngur og sund voru óskaverk- efni hjá Ernst. Ernst var tónelskur maður og lærði á píanó og harmonikku ung- ur að árum. Hann samdi fjölda laga sem komið hafa út á hljóm- diski. Ernst kenndi sund í Sundhöll Reykjavíkur og víðar í áraraðir og var þjálfari Ármanns. Sundsam- band Íslands veitti honum gull- merki sambandsins 2010. Ernst var einn af okkar áhuga- mestu félögum í starfshópnum Fé- lag áhugafólks um íþróttir aldr- aðra. Hann var í stjórn og gjaldkeri félagsins 1989-2010. Þar sýndi hann aðgæslu og glögg- skyggni í öllum verkum. Það eru eftirminnileg mörg at- vik á námskeiðum og kynningar- fundum, þegar Ernst tók nikkuna sína eða settist við píanóið. Þá gat hann hleypt allri deyfð og þreytu til hliðar. Allir tóku undir í söngn- um eða tóku létt dansspor. Þá lék hann oft undir í hinum margvís- legu æfingum í leikfimi og stólaæf- ingum. Ernst var í forystu við skipu- lagningu á sundiðkun. Í sundinu var hann virkilega á heimavelli. Annað verkefni sem hann tók sér- staklega að sér var púttið. Hann skipulagði og stjórnaði púttmótun- um okkar í mörg ár og t.d. skipu- lagði hann púttmótin á Egilsstöð- um í mörg ár. Hann var óþreytandi að hvetja fólk til að stíga fram og taka nokkrar sveiflur í pútti. Það væri hægt að rifja upp margt úr minningarsjóðnum, en minningin um glaðan mann og brosandi stendur eftir. Minning um glaðan mann með mikla hæfi- leika, brosandi og tilbúinn að hjálpa. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans frá Félagi áhuga- fólks um íþróttir aldraðra – FÁÍA. Fyrir hönd stjórnar FÁÍA, Þórey S. Guðmundsdóttir, Hjörtur Þórarinsson. Ernst Fridolf Backman ✝ Ólafur GarðarEyjólfsson skrif- stofustjóri fæddist í Reykjavík 15. októ- ber 1936. Hann lést á Borgarspítalanum 22. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Eyjólfur Sveinsson, versl- unarmaður í Reykjavík, f. 6. júlí 1909, d. 3. janúar 1945, og Kristín Bjarnadóttir, verslunar- og bankakona, f. 2. september 1915, d. 4. júlí 2005. Bróðir Ólafs er Sveinn R. Eyjólfs- son, f. 4. maí 1938, maki Auður Eydal, f. 31. janúar 1938, þau eiga fimm börn og 10 barnabörn. Ólafur kvæntist Ingu Ernu Þórarinsdóttur, f. 8. nóvember 1933, þann 20. júlí 1957. For- eldrar hennar voru Þórarinn Árnason frá Stóra-Hrauni í Kol- beinsstaðahreppi, f. 8. ágúst 1898, d. 8. ágúst 1990, og Rósa Lárus- dóttir, f. 3. febrúar 1904, d. 17. verslunarprófi. Ólafur byrjaði snemma að vinna. Hann hóf starfsferil sinn hjá Rafveitu Reykjavíkur þar sem hann sinnti ýmsum skrifstofustörfum með- fram námi og eftir námslok allt þar til hann tók við starfi skrif- stofustjóra hjá bílaleigunni Fal. Við stofnun Blaðaprents árið 1971 tók Ólafur stöðu framkvæmda- stjóra. Árið 1975 tók hann þátt í stofnun Dagblaðsins, sem síðar varð DV og seinna Frjáls fjöl- miðlun og starfaði þar allt þar til hann settist í helgan stein. Lengst af starfaði hann sem skrifstofu- stjóri DV. Á starfsferli sínum átti Ólafur sæti í stjórn ýmissa félaga, m.a. Félags prentsmiðjueigenda og samninganefnd fyrir útgefendur og prentsmiðjueigendur um ára- bil auk þess sem hann sat í siða- nefnd blaðamanna. Ólafur átti ásamt öðrum frumkvæði að því að borað yrði fyrir heitu vatni í Skorradal og átti sæti í stjórn hitaveitunnar fyrstu árin eftir að hún var stofnuð. Ólafur var virk- ur í ýmsum félagasamtökum, m.a. Hjálparsjóði skáta og var góður briddsspilari og skákmaður. Útför Ólafs fer fram frá Guð- ríðarkirkju í dag, 2. mars 2018, klukkan 15. mars 1987. Börn Ólafs og Ingu eru 1) Kristín, f. 26. nóvem- ber 1957, gift Ragn- ari Bragasyni, f. 3. febrúar 1953, 2) Rósa, f. 19. apríl 1959, gift Gunnari Aðalsteini Hilmars- syni, f. 27. septem- ber 1957, og 3) Ólaf- ur Þröstur, f. 4. mars 1969, kvæntur Marzenu Rutkowska, f. 27. ágúst 1971. Börn Kristínar og Ragnars eru a) Bragi, f. 17. júní 1978, sam- býliskona Valgerður Birgisdóttir, f. 21. desember 1989, og b) Berg- lind, f. 30. september 1987. Börn Rósu og Gunnars eru a) Inga Rós, f. 28. apríl 1985, gift Garðari Atla Jóhannssyni, f. 28. ágúst 1982, börn þeirra eru Amelía Orka, Tristan Atli og Áróra Indía og b) Ólafur Garðar, f. 1. júlí 1990. Eftir barnaskólapróf í Lauga- nesskóla fór Ólafur í Verzl- unarskólann þar sem hann lauk Nú er elsku afi minn farinn yfir í sumarlandið og eftir sitja ótal minningar sem ég mun halda á lofti svo lengi sem ég lifi. Líf afa var ólíkt lífi margra annarra af hans kynslóð. Þeir voru bara tveir bræðurnir og ólust upp hjá ein- stæðri móður í borginni eftir að pabbi þeirra lést langt fyrir aldur fram. Maður heyrði á sögum afa að lífið var ekki alltaf einfalt eða auðvelt, en hann kvartaði ekki og virtist aldrei óska þess að hlutirnir hefðu verið öðruvísi, jafnvel þótt hann hefði þurft að sjá fyrir sér sjálfur stóran hluta barnæskunn- ar. Honum fannst ekki leiðinlegt að segja sögur af prakkarastrik- um, lífinu á hernámsárunum eða í sveitinni á Hvilft. Þegar ég hugsa til baka eru DV og afi eitt. Skrifstofan hans í Þver- holtinu bar vitni um ævintýralegt ríkidæmi, í mínum huga var DV dagblaðið hans afa og þar fannst mér ég á heimavelli. Að kíkja í vinnuna til afa var alltaf skemmti- legt og maður gat yfirleitt treyst á að hann ætti bismarkbrjóstsykur. Maður fann að samstarfsfólkið mat hann mikils og þegar ég rölti á milli skrifstofanna voru allir til- búnir að gefa dótturdóttur Ólafs smávegis af tíma sínum. Afi var stundum göldróttur og bjó til dæmis yfir þeim hæfileika að geta breikkað á sér fingurna á auga- bragði svo ómögulegt var að ná giftingarhringnum af en gat að sama skapi gert þá grennri svo að á næsta andartaki rann hringur- inn af eins og ekkert væri. Fyrir forvitna og fróðleiksfúsa skottu lumaði afi oft á gátum og í para- dísinni í Skorradal fór hann með okkur barnabörnin út á bát þar sem við renndum fyrir fisk á milli þess sem hann dyttaði að lóðinni, leysti krossgátur eða spilaði manna. Minningar fullorðinsáranna eru líka margar og þá kannski dýr- mætastar af ferðalögunum sem við fórum í saman. Ferðir til Flórída þar sem afi vaknaði fyrstur og fór í morgungöngur til að rannsaka hverfið sem við bjuggum í, og kom til baka með sögur af nágrönnun- um sem undir lok ferðarinnar voru allir orðnir góðkunningjar afa. Fyrir þremur árum sátum við og spjölluðum um að hann hefði ekki komið til Vestmannaeyja síðan hann var lítill strákur og úr varð að við stofnuðum ferðafélag. Fyrsta ferðin var farin til Eyja og sú næsta, ári síðar, á Snæfellsnes. Á þessum ferðalögum skoðuðum við landið og afi spurði okkur spjör- unum úr, að öllum kennileitum á leiðinni enda þekkti hann nafnið á hverjum einasta hól og vildi að við hin lærðum það líka. Á Snæfells- nesi var ákveðið að næsta ferð yrði farin út fyrir landsteinana og það gerðum við í haust þegar við fórum til Póllands til að vera viðstödd brúðkaup Óla frænda. Hvert ferðafélagið leggur leið sína næst hefur ekki verið ákveðið en ég veit að afi verður með okkur þegar við leggjum í þann leiðangur. Berglind. Elsku afi var einstaklega fróður maður. Hann var orðheppinn húmoristi sem kitlaði í manni hlát- urtaugarnar allt til enda. Yndis- legri mann og betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Hann kenndi mér svo margt. Hann þekkti flest fjöll og kennileiti landsins og hver bíltúr með honum var hreint æv- intýri, þar sem hann spurði mann spjörunum úr um hverja þúfu og svo fylgdu sögur og fróðleikur, bæði forn og nýr, í kjölfarið. Ég var aldrei neitt sérstaklega góð í landafræði, en honum að þakka kom það ekki fram á einkunna- spjöldunum mínum. Ég elskaði bíltúrana okkar og elskaði sögurn- ar hans, hvernig hann gat verið svona fróður um margt og munað þetta allt, skildi ég aldrei, en að tala við hann var eins og að synda í fróðleiksbrunni. Hann afi reddaði mér minni fyrstu vinnu sem blaðberi hjá DV þegar ég var 13 ára. Honum var mjög umhugað að vinnan gengi vel og lagði ýmislegt á sig til að hjálpa mér við að koma blöðunum til skila. Ég gleymi því aldrei þegar hann keyrði mig úr sumarbústaðn- um í Skorradalnum eldsnemma á laugardagsmorgni og aðstoðaði mig við að bera blöðin í hús, svo skelltum við okkur í bakaríið og keyrðum með kræsingarnar aftur upp í bústað. Það sem við elskuð- um að vera í bústaðnum, þar blómstraði afi. Hann fór nánast á hverjum degi og renndi fyrir fisk, hann tók okkur barnabörnin oft með sér út á bát og leyfði okkur að veiða. Hann sat aldrei auðum höndum í bústaðnum og var alltaf að dytta að einhverju, gera fínt, eða lesa og leysa krossgátur. Þess á milli sagði hann okkur sögur um heima og geima. Svona var hann afi minn, hann sýndi mér ást og umhyggju, kenndi mér vinnusemi og landa- fræði, hann kenndi mér skák mannganginn, samdi með mér, fyrir mig og um mig vísur, hann kenndi mér ljóðfræði, íslensku, sögu og svo margt, margt fleira. Þó að veikindi seinustu ára hafi tekið á, þá minnist ég hans alltaf sem stóra og sterka afa míns, sem ég sá ekki sólina fyrir. Ég á þessum manni mikið að þakka. Það er sárt að sakna, en á sama tíma svo ótrúlega ljúft að geta yljað sér við svo margar góð- ar minningar. Takk fyrir allt og allt. Þín Inga. Elsku afi minn, á svona stund- um mitt í sorginni hrúgast upp minningarnar um þig. Þú kenndir mér skák og manna sem við spil- uðum mikið. Ég veiddi minn fyrsta fisk með þér. Það var alltaf svo gaman í Skorradalnum og mér fannst svo gott að vera hjá ykkur ömmu, ætíð hlýtt og stutt í hlátur enda mikill húmoristi og stríðnis- púki. Ég lærði mikið í landafræði af þér enda varstu alltaf að segja mér nöfn á stöðum, fjöllum og kennileitum, síðan spurðir þú mig út úr því sem þú varst búinn að segja mér. Ég kveð þig með trega og mun sakna þín að eilífu. Þinn nafni Ólafur Garðar Gunnarsson. Ólafur G. Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.