Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Ég ætla að hafa það huggulegt með manninum mínum og faraút að borða. Svo ætla ég að halda veislu í sumar,“ segir EddaHrönn Atladóttir sem á 60 ára afmæli í dag. „Dætur okkar
þrjár búa allar erlendis en koma heim í sumar og þá ætla ég að halda
veisluna. Ég nenni ekki að halda veislu þegar þær eru ekki á landinu
því þær eru svo skemmtilegar.“
Edda er eigandi hönnunarfyrirtækisins Atson, en faðir hennar, Atli
Ólafsson, stofnaði það árið 1936. „Ég byrjaði að vinna hérna sem
krakki, fór síðan reyndar út í fimm ár og lærði leikhúsfræði, en starf-
aði aldrei við það. Svo kom ég heim og hélt áfram að starfa í þessu.“
Edda gerir vörur úr leðri og roði, m.a. seðlaveski, möppur og einnig
býr Edda til matseðla og vínlista fyrir veitingahús. „Ég sel vörurnar í
gegnum heimasíðu mína og svo eru þær líka til í Epal, sumum versl-
unum Pennans og síðan verður María skósmiður í Spönginni með
vörur hjá sér á Hönnunarmars.
Það er allt milli himins og jarðar,“ segir Edda, spurð út í áhuga-
málin. „Ég hlusta á hljóðbækur í göngutúrum með hundana, rækta og
þróa aðferðir til að vinna „kombucha skoby“ svo hægt sé að nota það
eins og leður, bisa við að prjóna eftir uppskrift en rek meira upp en ég
prjóna ef það er hægt. Svo er ég á leiklistarnámskeiði hjá Furðuleik-
húsinu, sem er rosalega skrítið og skemmtilegt námskeið. Við förum í
alls konar æfingar og leiki, erum að þjálfa tal og æfa okkur í blaðri og
að hugsa á fótunum. Þetta er mikill spuni.“
Eiginmaður Eddu er Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri.
Dætur þeirra eru Nanna Elísabet, dýralæknir í Augusta í Georgíuríki
í Bandaríkjunum, Margrét Rut, myndlistarmaður í San Francisco, og
Renata Sara, sem er að læra þýsku í Berlín.
Hönnuður Edda vinnur úr leðri og roði, m.a. seðlaveski og möppur.
Æfir sig í blaðri og
að hugsa á fótunum
Edda Hrönn Atladóttir er sextug í dag
S
igurbjörn Guðmundsson
fæddist á Bakka í Ölfusi
2.3. 1933 en ólst upp í
Reykjavík. Skólaganga
hans hófst í Miðbæjar-
barnaskólanum í Reykjavík og bar
það upp á sama dag og Bretar her-
námu Ísland, 10. maí 1940, Hann lauk
fullnaðarprófi frá Skildinganesskól-
anum í Skerjafirði 1946, landsprófi
frá Ingimarsskólanum við Lind-
argötu, sem formlega hét Gagn-
fræðaskólinn í Reykjavík, 1949, lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1953, fyrri hluta prófi í
verkfræði frá Háskóla Íslands 1956
og meistaraprófi í byggingarverk-
fræði frá Danmarks Tekniske Høj-
skole í janúar 1959 með burðarþols-
fræði sem sérgrein. Þegar Háskóli
Íslands eignaðist sína fyrstu tölvu,
1964, varð Sigurbjörn meðal nem-
enda á fyrsta forritunarnámskeiðinu
og nýtti þá þekkingu síðar í starfi
sínu.
Sigurbjörn var snúningastrákur í
sveit í Brúsholti í Flókadal sumurin
1943-45. „Fyrri tvö sumurin var ég
þar í vegavinnu sem kúskur 2-4 vikur
hvort sumar en síðasta sumarið höfðu
vörubílar og stórvirkar vinnuvélar
tekið yfir „hestaflið“. Þetta var
dæmigert fyrir öra vélvæðingu og
tækniþróun við verklegar fram-
kvæmdir hér á landi á þessum árum.“
Sigurbjörn stundaði verkamanna-
vinnu og annað tilfallandi á sumrin
samhliða námi, var í bæjarvinnunni
Sigurbjörn Guðmundsson verkfræðingur – 85 ára
Börn Sigurbjörns Talið frá vinstri: Börkur, Guðrún Björg, Kristín Hildur, Óli Guðmundur og Þórunn Björk.
Þegar vélarnar
yfirtóku hestaflið
Hjónin Sigurbjörn og Hanna Sigríð-
ur með Börk og Þórunni Björk.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Hjónin Einar Karl Haraldsson og Steinunn Jóhannesdóttir eiga 50 ára brúð-
kaupsafmæli í dag. Einar Karl varð sjötugur 17. desember síðastliðinn og Stein-
unn verður sjötug 24. maí næstkomandi. Þeim hefur borist þessi kveðja: Sjötug-
ur er eitthvað sem maður verður, en eiga gullbrúðkaup, því þarf að hafa fyrir!
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is