Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
✝ Kristinn Svein-björnsson
fæddist í Reykjavík
29. maí 1945. Hann
lést á Landspít-
alanum Grensási
20. febrúar 2018.
Foreldrar hans
voru Sveinbjörn
Sigurðsson, f. 3.
okt. 1919, d. 27.
maí 2005, og Helga
Kristinsdóttir, f. 1.
júní 1923. Systkini Kristins eru:
1) Sigurður Sveinbjörnsson, f.
1949, maki Dagný Jónasdóttir,
f. 1948, 2) Árni Sveinbjörnsson,
f. 1952, maki Áslaug Sigurðar-
dóttir, f. 1953, 3) Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, f. 1955, maki
Soffía Theodórsdóttir, f. 1965
4) Anna María Sveinbjörns-
dóttir, f. 1961.
21. mars árið 1970 giftist
Kristinn Valgerði Bjarnadótt-
ur, f. 1942, þau skildu 1994.
Börn þeirra eru 1) Helga
Kristinsdóttir, f. 12. des. 1969,
maki Helgi Hjartarson, f. 1968,
börn þeirra eru Sigrún, f. 1996,
Kristinn, f. 2001, og Valgerður,
f. 2003, 2) Berglind Krist-
húsasmíði. Að því loknu fór
hann í nám til Kaupmannahafn-
ar í Byggeteknisk Højskole þar
sem hann lærði byggingafræði.
Að loknu námi í byggingafræði
vann hann einn vetur á teikni-
stofu í Kaupmannahöfn. Eftir
að hann sneri aftur til Íslands
vann hann fyrstu árin hjá Fast-
eignamati ríkisins og síðar hjá
Húsameistara ríkisins þar sem
hann vann allan sinn starfs-
feril. Kristinn vann einnig sjálf-
stætt og var með Teiknistofu
Kristins Sveinbjörnssonar.
Kristinn var afkastamikill
húsateiknari og eftir hann
standa mörg einbýlishús, iðn-
aðarhús, skrifstofuhús, sum-
arbústaðir o.fl.
Á námsárunum í Kaup-
mannahöfn kynntist Kristinn
Valgerði. Þau fluttu til Íslands
árið 1969 og hófu búskap í
Safamýri 27. Árið 1972 fluttu
þau í Traðarland 12 í Fossvogi,
í hús sem Kristinn byggði. Þar
bjuggu þau til áramóta 1991/
1992. Þá fluttu þau í Hvassa-
leiti 60, einnig í hús sem Krist-
inn byggði. Eftir að Kristinn og
Valgerður skildu bjó Kristinn í
Eskihlíð í stuttan tíma en fljót-
lega flutti hann í Kringluna 87
þar sem hann bjó allt til dauða-
dags.
Kristinn verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 2.
mars 2018, klukkan 13.
insdóttir, f. 4. feb.
1971, maki Axel
Valur Birgisson, f.
1969, börn þeirra
eru Álfheiður
Edda, f. 1998,
Anna Vala, f. 2001,
og Bergþór, f.
2005, 3) Elínóra
Kristinsdóttir, f. 5.
jan. 1974, maki
Karl Konráðsson,
f. 1972, börn
þeirra eru Katrín Ásta, f. 1999,
Eiríkur Atli, f. 2002, og Karól-
ína, f. 2006, 4) Herdís Krist-
insdóttir, f. 28. sept. 1977, maki
Rafn Hermannsson, f. 1975,
börn þeirra eru Emilía Ósk, f.
2000, Júlía, f. 2004, og Rut, f.
2009, 5) Bjarni Kristinsson, f.
30. maí 1983, maki Ingunn
Loftsdóttir, f. 1983, börn þeirra
eru Tómas Bogi, f. 2006, Erik
Þór, f. 2008, og Nína Dröfn, f.
2011.
Kristinn ólst upp í vesturbæ
Reykjavíkur. Hann tók lands-
próf og var einn vetur í
Menntaskólanum í Reykjavík
og fór síðan í Iðnskólann í
Reykjavík og lauk sveinsprófi í
Elsku pabbi, nú ertu farinn
frá okkur, þú sem virtist eiga
níu líf. Það var ótrúlega sárt að
kveðja þig nú eftir þann tíma
sem við höfum átt saman und-
anfarið. Það eru einmitt sjö
mánuðir frá því þú dast heima
hjá þér og hryggbrotnaðir. Því
fylgdi lömun frá brjósti. Þetta
varð þér og okkur nánustu að-
standendum þínum mikið áfall.
Í sameiningu náðum við smám
saman sátt við breytt lífsgæði
þín og færni. Þessari umbylt-
ingu á lífi þínu fylgdu daglegar
heimsóknir okkar til þín oft á
erfiðum stundum, en þó áttum
við saman virkilega dýrmætan
og góðan tíma. Í byrjun þessara
veikinda dansaðir þú við dauð-
ann og barðist fyrir lífi þínu
með ótrúlegri seiglu. Þegar þú
dróst öndunarvélina úr þér í
sumar, sýndir þú að þú varst
ekki tilbúinn að fara og þyrftir
að sinna ákveðnu verkefni áður
en þú yfirgæfir Hótel jörð.
Við systkinin höfum alltaf
eytt góðum stundum saman og
verið náin. Að taka þátt í þessu
verkefni með þér var okkur öll-
um mjög lærdómsríkt og nú er-
um við enn nánari. Þökk sé þér.
Það má segja að við höfum öll
fengið nýtt upphaf með þér,
tækifæri til að deila tilfinning-
um og notalegum samveru-
stundum sem nú ylja okkur.
Það var auðséð að þú naust
þessara samverustunda og við
erum sammála að þessi tími var
blessun fyrir okkur öll, þrátt
fyrir allt. Þú tókst þessari um-
byltingu í lífi þínu með ótrúlegu
æðruleysi og vorum það ekki
bara við sem tókum eftir því
heldur flestallir sem umgengust
þig á þessum tíma. Þú varst
alltaf þakklátur fyrir heimsókn-
ir okkar á spítalann og passaðir
alltaf að þakka okkur fyrir
komuna.
Þú varst alveg einstakur
pabbi, óhætt er að segja að þú
varst engum líkur. Ekki varstu
dæmigerður faðir, ef hann er
til. Þú varst mjög skapandi og
frumlegur. Þú varst mjög eft-
irminnilegur fyrir okkur krakk-
ana og börnin í hverfinu með
hinum ýmsu uppátækjum þín-
um. Æskuheimili okkar var eins
og félagsmiðstöð og önnur börn
sóttu í að leika á heimili okkar.
Örlög þín voru ráðin þegar
þú hittir mömmu Valgerði,
sveitastúlku úr Hreppunum í
Kaupmannahöfn 1967, sem var
stóra ástin í lífi þínu. Þú varst
að læra byggingafræði og
stóðst þig vel í þínu námi. Eftir
þig standa ótal byggingar sem
lifa þig. Þú varst óvenjudugleg-
ur til vinnu, ósérhlífinn og þér
féll varla verk úr hendi. Þegar
heim var komið tók við auka-
vinna sem þú sinntir að ein-
hverju leyti langt fram eftir
aldri. Síðar þegar við börnin
þín vorum að kaupa okkur hús-
næði sem sumt þurfti að stand-
setja, varstu alltaf innan hand-
ar til að gefa góð ráð og
aðstoða. Sumir lýsa þér þannig
að þú vildir alltaf allt fyrir aðra
gera, en varst minna að velta
fyrir þér eigin líðan, heilsu og
þörfum.
Lífið býður upp á gleði og
sorg. Mesta sorgin í lífi þínu er
tengd andlegum veikindum sem
hittu þig í blóma lífsins og
rændu þig allt of mörgu. Heils-
unni, vinnuþrekinu og því sem
þér var kærast, hjónabandinu.
Þrátt fyrir að þið hafið skilið
fyrir um 24 árum var vinskapur
ykkar einstakur og héldu marg-
ir að þið mamma væruð enn
hjón. Þú varst alltaf heima hjá
mömmu, fórst í búðina og þið
borðuðuð saman.
Elsku pabbi, að ferðalokum
liggja fyrst og fremst ljúfar og
góðar minningar um þig sem
varst góður í gegn og vildir allt
fyrir okkur gera. Fyrir það er-
um við óendanlega þakklát.
Takk fyrir allt og hvíl í friði.
Helga, Berglind, El-
ínóra, Herdís og Bjarni.
Meira: mbl.is/minningar
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Hvíl í friði, kæri vinur.
Valgerður.
Í dag kveð ég elsta bróður
minn, Kristin Sveinbjörnsson.
Þegar ég var smástelpa var
Kiddi bróðir við nám í Dan-
mörku og í mínum huga var það
einhvers staðar langt í burtu og
ég þekkti hann frekar lítið.
Þegar Kiddi og Vala konan
hans fluttu heim var það mjög
spennandi tími og ekki
skemmdi fyrir að Helga litla
var rétt ókomin í heiminn. Í
námi Kidda var eitt af verk-
efnum hans að gera módel af
húsi sem hann teiknaði. Hann
var svo sniðugur að útfæra
módelið sem dúkkuhús sem
hann færði mér við heimkom-
una.
Fljótlega eftir að Kiddi og
Vala fluttu heim, byggðu þau
sér hús í Traðarlandi 12. Kiddi
hannaði húsið sjálfur með þarf-
ir stækkandi fjölskyldu í huga.
Eldhúsið var opið inn í sjón-
varpshol og í minningunni sat
Kiddi í sófanum með teikni-
bretti, krakkarnir að leika sér í
kringum hann og Vala að stúss-
ast í eldhúsinu. Stórfjölskyld-
unni og vinum þótti gott að
koma til Kidda og Völu sem
tóku vel á móti öllum gestum.
Kiddi vann hjá húsameistara
ríkisins og þar fyrir utan vann
hann á sinni eigin teiknistofu,
oft um kvöld, nætur og helgar.
Kiddi var oft með sérstakar
hugmyndir t.d. tók hann upp á
því að drepa á bílnum á ljósum
og í brekkum til að spara bens-
ínið. Kom hann eitt sinn mjög
kátur í sumarbústað foreldra
okkar og sagðist hafa látið bíl-
inn renna niður Kambana og að
bíllinn hafi staðnæmst við
Hveragerði.
Kiddi naut þeirrar gæfu að
eignast fimm frábær börn með
Völu og fimmtán barnabörn.
Hann var duglegur að aðstoða
þau, ef eitthvert þeirra var að
breyta eða bæta húsnæði var
hann alltaf mættur. Kiddi var
líka duglegur að heimsækja
mömmu okkar á tíræðisaldri og
oft sat hann hjá henni á kvöld-
in.
Veikindi settu svip á líf
Kidda. Á miðjum aldri fór að
bera á andlegum veikindum
sem erfitt að var að eiga við.
Upp úr því skildu Kiddi og
Vala, en hann var alltaf velkom-
inn á hennar heimili og var
virkur þátttakandi í öllu sem
viðkom fjölskyldunni. Síðasta
sumar datt Kiddi heima hjá sér
og lamaðist fyrir neðan brjóst.
Erfiður tími tók við þar sem
Kidda var oft ekki hugað líf.
Kiddi dvaldi á Grensásdeild
síðustu mánuði lífs síns og fékk
þar góða aðhlynningu.
Hann tók veikindum sínum
með ótrúlegu jafnaðargeði og
æðruleysi og naut þess að fá
börnin og barnabörnin í heim-
sókn, jafnt sem aðra gesti.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Anna María
Sveinbjörnsdóttir.
Kristinn
Sveinbjörnsson
Fleiri minningargreinar
um Kristin Sveinbjörns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Jóhannes Sig-mundsson
fæddist í Syðra-
Langholti í Hruna-
mannahreppi 18.
nóvember 1931.
Hann lést á dval-
arheimilinu Ási í
Hveragerði 19.
febrúar 2018.
Foreldrar: Sig-
mundur Sigurðs-
son, f. 1903 á
Litla-Kálfalæk í Hraunhreppi,
d. 1981, bóndi og oddviti í
Syðra-Langholti, og Anna Jó-
hannesdóttir, f. 1902 á
Fremri-Fitjum, V-Hún., d.
1997.
Systkini: Alda, f. 1930, d.
1931, Alda Kristjana, f. 1933,
Sigurgeir Óskar, f. 1938, d.
1997, Sigurður, f. 1938, d.
2013, og Sverrir, f. 1944.
Eiginkona Jóhannesar er
Hrafnhildur Svava Jónsdóttir,
f. 5.11. 1934. Þau kynntust á
Laugarvatni er hún stundaði
Maki 1: Anna Marý Snorra-
dóttir, f. 1960, d. 1992. Dætur
þeirra: Tinna Björk, f. 1980.
Arna Þöll, f. 1988, maki Þor-
steinn Gunnar Þorsteinsson,
dóttir Svava Marý, f. 2011.
Maki 2: Kristín Jónsdóttir. 3)
Sigurbjörg Jóna, f. 5.1.1959.
Maki Ólafur Ó. Stephensen.
Börn: Jóhannes, f. 1980, maki
Thelma Guðmundsdóttir og
börn Guðmundur Óli, f. 2007,
og Kristín Lóa, f. 2012. Pét-
ur, f. 1983. Hrafnhildur Eva,
f. 1985, maki Kristinn Björg-
úlfsson og börn Karen Birna
Einarsdóttir, f. 2008, og Daði
Fannar Kristinsson, f. 2017.
4) Snorri Freyr, f. 11.3. 1965.
Maki Vigdis Furuseth. Börn:
Hákon Snær, f. 1998, og Birg-
it Ósk, f. 2000. 5) Gunnar
Þór, f. 30.10. 1967. Maki Arn-
dís Eiðsdóttir. Börn Hrafn-
hildur Ósk, f. 2003, og Ásgeir
Ægir, f. 2009. Áður átti Arn-
dís Jón Aron Lundberg, f.
1994, og Jóhönnu Rut, f.
1998. 6) Anna Lára, f. 17.12.
1969. Maki Sigurjón Krist-
insson. Börn Önnu Láru:
Alexia Björk Lebas, f. 1993,
og Anton Hrafn Greipsson, f.
2006. Sigurjón á 6 börn og 7
barnabörn. 7) Ásdís Erla, f.
2.6. 1972. Maki Yngvi Ragnar
Kristjánsson. Börn: Elvar
Goði, f. 2001, og Anna Marý, f.
2004.
Jóhannes stundaði nám í
Héraðsskólanum að Laug-
arvatni og varð stúdent frá
Menntaskólanum að Laug-
arvatni árið 1954. Jóhannes
stofnaði nýbýlið Syðra-Lang-
holt 3 árið 1954 og stundaði
búskap og var með ferðaþjón-
ustu. Hann var kennari við
Flúðaskóla í 33 ár.
Jóhannes stundaði íþróttir
og félagsstörf alla tíð. Hann
var í vara-stjórn UMFÍ og for-
maður HSK í tíu ár. Hann var
kjörinn heiðursformaður HSK
árið 2011. Jóhannes hlaut
fjölda viðurkenninga m.a.
gullmerki og heiðurskross ÍSÍ,
var heiðursfélagi ÍSÍ, gull-
merki F.R.Í, starfsmerki og
gullmerki U.M.F.Í. Hann var
formaður Kennarafélags Suð-
urlands og Ferðamálasamtaka
Suðurlands og sat í Ferða-
málaráði Íslands auk fjölda
annarra félagsstarfa.
Jóhannes gaf út Gamansög-
ur úr Árnesþingi árið 2014.
Útförin fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag, 2. mars
2018, klukkan 13.
nám við Hús-
mæðraskólann og
gengu í hjóna-
band 5.11.1954.
Hrafnhildur er
dóttir Jóns S. Sig-
fússonar og
Sigurbjargar T.
Guttormsdóttur á
Sauðárkróki.
Börn Jóhannes-
ar og Hrafnhild-
ar: 1) Hilmar, f.
18.4. 1955. Maki Fanney Þór-
mundsdóttir. Börn þeirra:
Árni Þór, f. 1980, maki
Freyja Þorkelsdóttir og börn
þeirra Eyþór Orri, f. 2003,
Óðinn Freyr, f. 2005, og Íris
Birna, f. 2009. Haukur Már, f.
1983, maki Rudy Witt Dahlin
og dóttir Elín Kría, f. 2017.
Hugrún Jóna, f. 1988, maki
Ársæll Einar Ársælsson og
börn Birkir Aron, f. 2011, og
Rakel Lilja, f. 2016. Þór-
mundur Smári, f. 1995. 2)
Sigmundur, f. 25.9. 1957.
Þegar ég var strákur vildi ég
helst eyða öllum mínum sumar-
og skólafríum í sveitinni hjá afa
og ömmu. Ég var ávallt velkom-
inn í Syðra-Langholt og alltaf
var afi boðinn og búinn að sækja
mig í rútuna hvort sem það var á
Selfoss eða niðri á afleggjara.
Í sveitinni var ýmislegt brall-
að í leik auk þess sem þurfti að
gefa skepnum, heyja og sinna
öðrum bústörfum. Mér þótti allt-
af sérstaklega gaman að brasa í
gróðurhúsinu hjá afa og ömmu
og var iðinn við að tína þar gúrk-
ur og tómata sem við svo gædd-
um okkur á. Í eldhúsinu sátum
við krakkarnir á bekknum og afi
á stól fyrir endann á borðinu. Í
glugganum á móts við hann stóð
útvarpstækið og fréttatíminn
ómaði yfir matartímanum. Afi
missti aldrei úr fréttatíma og er
það lýsandi fyrir það hversu
fróðleiksfús hann var. Aldrei var
komið að tómum kofanum hjá
afa, hann vissi allt. Hvort sem
um var að ræða Íslandsmet í ein-
stökum íþróttagreinum, stjórn-
mál eða landafræði, hann hafði
svörin alltaf á reiðum höndum.
Einnig hafði hann gaman af því
að segja sögur og hafði einstak-
lega gott lag á því. Margar sög-
urnar voru sagðar í heita pott-
inum þar sem venjan var að enda
daginn í sveitinni. Ég naut þess
að fá að svamla í pottinum og
hlusta á merkilegar frásagnir
um allt milli himins og jarðar.
Ég kveð þig nú, elsku afi
minn. Ég er þakklátur fyrir að
eiga allar góðu minningarnar um
þig og dvöl mína í sveitinni. Þú
markaðir líf mitt svo sannarlega
og sá sem auðgar líf annarra hef-
ur vissulega lifað góðu og þýð-
ingarmiklu lífi.
Þinn nafni,
Jóhannes Stephensen.
Látinn er náfrændi minn og
vinur Jóhannes Sigmundsson
Syðra-Langholti, fyrrverandi
bóndi og kennari. Mig langar að
minnast þessa mæta manns með
nokkrum orðum. Við kynntumst
ungir enda systkinasynir fæddir
sitthvorn daginn. Við gengum
saman í barnaskólann á Flúðum
og vorum sessunautar þar. Eftir
fermingu gekk Jóhannes í
Menntaskólann að Laugarvatni
og útskrifaðist þaðan í hópi
fyrstu stúdenta frá skólanum.
Hann var ráðinn til kennslu við
barnaskólann á Flúðum. Við Jó-
hannes gengum í Ungmanna-
félag Hrunamanna. Vorum fljót-
lega kosnir fulltrúar á
héraðsþing Skarphéðins. Við sát-
um þar saman á fimmtíu þing-
um, Jóhannes var vel virkur þar
og var síðan kosinn formaður
HSK. Og gegndi því starfi í ára-
tug, síðar kosinn heiðurs-
formaður HSK. Sem unglingar
fórum við að stunda íþróttir. Jó-
hannes var góður liðsmaður í
gullaldarliði Hrunamanna um
1950. Hans aðalgrein var stang-
arstökk, þar var hann einn af
bestu stökkvurum Suðurlands,
var meðal annars valinn í lands-
lið Íslands. Á unga aldri lærðum
við að spila bridge og skák. Þeg-
ar bridgedeild UMFH var stofn-
uð 1967 fórum við að spila
keppnisbridge saman sem par.
Hélst það samstarf í nær fimm-
tíu ár. Þegar Golfklúbburinn
Flúðir var stofnaður kom Jó-
hannes fljótlega með í golfið. Við
spiluðum mikið saman fjórir. Jó-
hannes, Karl, Emil og Þórður,
þetta var kallað svartagengið.
Var þá oft spilað meira af kappi
en forsjá. Ógleymanlegar eru
golfferðirnar sem við fórum til
útlanda, þar var Jóhannes ómiss-
andi ferðafélagi. Hæst stendur
60 ára afmælisferð til Flórída.
Fórum við sex saman, við Jó-
hannes, Emil bróðir og konurn-
ar. Þar héldum við stórt afmæl-
ismót með verðlaunum og
afmælistertum fyrir alla. Jó-
hannes var oft mistækur í golf-
inu, sló boltana sína út í skóg,
inn í runna eða ofan í tjarnir, en
hann var óhræddur að sækja
boltana, þó að skógurinn iðaði af
höggormum og í tjörnunum
syntu stærðar krókódílar.
Spunnust oft margar skemmti-
legar sögur úr þessum ferðum.
Ég má til með að láta eina
flakka. Jóhannes keypti sér flott-
ar ljósar golfbuxur, svo var farið
á völlinn. Ekki vildi betur til en
svo að Jóhannes sló boltann sinn
út í skóg, hann fór að sækja bolt-
ann en lenti þá í svörtu drullu-
feni, Þegar hann kom til baka
voru buxurnar ekki lengur hvítar
heldur útataðar í leðju. Þegar
heim var komið og Hrafnhildur
sá buxurnar varð hún fyrst orð-
laus en sagði svo Jóóóhannnes,
eru þetta nýju buxurnar þínar.
Svo var það ekki meira, buxurn-
ar voru komnar í samt lag morg-
uninn eftir. Hrafnhildur er nefni-
lega einstök kona og húsmóðir.
Það er mikil gæfa að eiga slíkan
vin og félaga í gegnum árin, því
verður ekki með orðum lýst. Að
lokum vil ég þakka þér vinur og
félagi, Jóhannes, kærlega fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum saman, mundu svo að hafa
spilin og kylfurnar klárar þegar
minn tími kemur eftir einhver x
ár. Að lokum viljum við hjónin
votta þér Hrafnhildur og ykkar
fjölskyldum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Vorið fer að
koma og þá birtir á ný.
Karl Gunnlaugsson.
Meira: mbl.is/minningar
Jóhannes
Sigmundsson
Fleiri minningargreinar
um Jóhannes Sigmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar