Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
GUERLAIN
KYNNING
28. feb – 2. mars
Guerlain kynnir
nýjasta ilminn sinn,
Mon Guerlain EDP Florale
með stolti.
Baðaðu þig nýjum blómum
ilmaðu af frelsi, sjálfstrausti
og rómantík
Guerlain sérfræðingur
tekur vel á móti þér.
20% afslátturaf öllum vörum fráGUERLAIN
Reynir Sveinsson
Sandgerði
Miklar framkvæmdir hafa að und-
anförnu staðið yfir í nýju húsnæði í
Sandgerði sem var reist af Mar-
meti ehf. Fiskverkun stóð stutt yfir
þar og hefur húsið staðið autt i
nokkur ár.
Samherji-Fiskeldi ehf. hefur nú
keypt húsið og hafið þar verkun á
bleikju frá eldistöð í Vogum og við
Grindavík. Fiskurinn er fluttur á
tankbíl frá eldistöðvunum og settur
í sjóker í húsinu. Allur fiskur er
unnin ferskur úr sjókerjunum til
flutnings á erlandan markað með
flugi á hverjum degi til Evrópu og
Bandaríkjanna.
Búið er að gera vinnsluna mjög
tæknivædda nú er gert ráð fyrir að
þrjú þúsund tonn af tveggja ára
bleikju fari í gegnum vinnsluna.
Stefnt er af því að auka vinnsluna í
þrjú þúsund og tvö hundruð tonn
en Samherji-Fiskeldi hefur leyfi
fyrir fjögur þúsund og tvö hundruð
tonna vinnslu í fiskverkuninni.
Núna vinna 18 manns við fiskverk-
unina. Jón Kjartan Jónsson er
framkvæmdastjóri Fiskeldis-
Samherja sem er með fiskeldi á
Norðurlandi. Bergþóra Gísladóttir
er stöðvarstjóri vinnslunar í Sand-
gerði.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Stýra fiskverkun Bergþóra Gísla-
dóttir og Jón Kjartan Jónsson við
fiskvinnsluhúsið í Sandgerði.
Bleikja verkuð í
Sandgerði og flutt út
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Dýrin í Hálsaskógi heimsóttu Þórs-
höfn í vikunni með þann sígilda boð-
skap að öll dýrin í skóginum eigi að
vera vinir. Þetta var árshátíð Grunn-
skólans á Þórshöfn þar sem nem-
endur fóru á kostum í félagsheim-
ilinu Þórsveri og slógu í gegn með
einstaklega vel heppnaðri sýningu
þegar þeir settu upp verkið Dýrin í
Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner.
Verkið hefur einnig vissa tengingu
við Langanesið en þýðandi verksins
er skáldið Kristján frá Djúpalæk.
Allir nemendur skólans tóku þar
þátt og sýndu sínar bestu hliðar og
blómstruðu í hlutverkunum.
Húsfyllir var á sýningunni og
eftirtektarvert var hve þessir ungu
leikarar voru afslappaðir og öruggir
í flutningi sínum og leikgleðin var
allsráðandi. Undirbúningur að
svona viðamikilli sýningu er mikill
en unnið var að henni alls í fimm vik-
ur og mikil vinna var lögð í sviðs-
mynd og búningagerð.
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir skóla-
stjóri sagði í dagskrárlok að við upp-
setningu verks af þessari stærð-
argráðu hlytu nemendur einnig
margvíslega þjálfun; í framsögn,
söng, tjáningu og samvinnu svo eitt-
hvað sé nefnt. Þeir öðlast þar með
dýrmæta reynslu sem eflaust mun
nýtast þeim í framtíðinni á fleiri
sviðum.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Frá árshátíð grunnskólans, lögin eru réttlát í Hálsaskógi.
Öll dýrin í skóginum
eiga að vera vinir
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar
hefur úrskurðað í fimm málum sem
varða samskipti séra Ólafs Jóhanns-
sonar, sóknarprests við Grensás-
kirkju, við fimm konur sem starfa á
vettvangi kirkjunnar sem töldu
hann hafa sýnt af sér óviðeigandi
háttsemi gagnvart þeim.
Úrskurðarnefndin komst að þeirri
niðurstöðu að presturinn hefði í
tveimur málanna gerst sekur um
siðferðisbrot. Í þremur málum hafn-
aði úrskurðarnefndin því að hátt-
semi sóknarprestsins hefði falið í sér
aga- eða siðferðisbrot. Aðilar mál-
anna geta skotið máli sínu til áfrýj-
unarnefndar innan þriggja vikna.
Fagráð um meðferð kynferðis-
brota starfar innan þjóðkirkjunnar
og tekur við tilkynningum um meint
kynferðisbrot og -áreitni. Fagráð
aðstoðar við að kæra atvik til lög-
reglu og/eða leggja mál fyrir úr-
skurðarnefnd þjóðkirkjunnar, sem
fjallar um málið og úrskurðar skv.
lögum og reglum. Niðurstöðu nefnd-
arinnar má áfrýja til áfrýjunar-
nefndar. Þegar lokaniðurstaða ligg-
ur fyrir getur biskup gripið til
þeirra úrræða sem lög og hefðir
leyfa.
Konurnar tilkynntu mál sín til
fagráðsins. Engin kvennanna óskaði
eftir að mál sitt yrði kært til lög-
reglu heldur að um það yrði fjallað á
vettvangi þjóðkirkjunnar.
Í þeim málum, þar sem úrskurð-
arnefndin taldi ekki að brot hefði
verið framið, stóð ýmist orð gegn
orði um atvik málsins og/eða þau at-
vik sem sönnuðust eða aðilar máls-
ins sammæltust um að hefðu átt sér
stað en hefðu ekki náð að flokkast
sem siðferðis- og/eða agabrot. Eins
var langt um liðið frá því að sum at-
vikanna áttu að hafa átt sér stað.
Nefndin taldi að presturinn hefði
framið siðferðisbrot einu máli, þar
sem atvik urðu árið 2004 en ekki var
talin ástæða til aðgerða því langt var
um liðið.
Fagráðið sendi annað mál til bisk-
ups sem veitti séra Ólafi tiltal á
fundi og með bréfi 29. maí 2017. Í
því bréfi sagðist biskup hafa vitn-
eskju um fleiri svipuð mál og sagðist
hafa ákveðið að Ólafur skyldi leita
sér sálfræðimeðferðar og eftir atvik-
um undirgangast mat að því loknu
en taka sér launað leyfi á meðan.
Mundi hann una þessu yrði ekki um
áminningu eða frekari rannsókn að
ræða.
Úrskurðarnefndin segir í úrskurði
um málið óskiljanlegt að skýrum
starfsreglum um meðferð kynferð-
isbrota hefði ekki verið fylgt, heldur
hefði fagráð sent það biskupi til
meðferðar. Þá sé umhugsunarefni
hví biskup taldi sér skylt að taka við
máli málshefjanda frá fagráðinu til
meðferðar, en hefði ekki vísað því til
úrskurðarnefndarinnar.
Segist nefndin telja að málsmeð-
ferð biskups á kvörtun konunnar
hefði í veigamiklum þáttum verið
ábótavant og ekki í samræmi við
meginreglur stjórnsýslulaga.
Nefndin úrskurðaði að hafna bæri
kröfugerð kæranda og komst því að
annarri niðurstöðu en biskup.
Sóknarprestur talinn
sekur um siðferðisbrot
Úrskurðarnefnd gagnrýnir málsmeðferð fagráðs og biskups
Tveir gámar sem komið hafði verið
fyrir á Eiðinu í Vestmannaeyjum
tengjast ekki rannsókn lögreglu á
innbrotum í gagnaver. Tveir rúss-
neskir karlmenn voru handteknir í
fyrrinótt eftir að grunur vaknaði um
að þýfið úr innbrotunum, sem er tal-
ið nema um 200 milljónum króna,
kynni að leynast í gámunum tveimur
í Vestmannaeyjum.
Jón Halldór Sigurðsson, lögreglu-
fulltrúi hjá lögreglunni á Suður-
nesjum, segir mennina hafa öll til-
skilin leyfi til reksturs litla
gámagagnaversins í Eyjum.
Þýfið reynd-
ist ekki vera
í Eyjum
Ljósmynd/Óskar Pétursson
Gagnaver Gámarnir í Eyjum hýsa sannarlega gagnaver, en ekki þýfi.