Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
fyrir öll tölvurými og gagnaver
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Við tökum út
og þjónustum
kæli- og
loftræsti-
kerfi
„Það hefur gengið ágætlega fyrir
utan miklar brælur undanfarið,“
segir Jón Axelsson, skipstjóri á Áls-
ey VE-002, í samtali við Morg-
unblaðið, en Færeyingurinn Regin
Eyfinnsson Poulsen tók skemmti-
lega mynd af Álsey þar sem hún var
við veiðar síðastliðinn miðvikudag
ásamt færeysku skipunum Norð-
borgu og Þrándi í Götu. Voru skip-
in þá stödd vestan við Þrídranga,
um 20 mílur vestur af Vest-
mannaeyjum.
„Við vorum að vinna þarna þrír í
ágætis torfu. Við tókum 200 til 250
tonna köst og vorum með 550 tonn í
tveimur köstum,“ segir Jón og
bendir á að færeysku skipin hafi
tekið um 300 til 400 tonna köst.
Loðnan á vesturleið
Að sögn Jóns fer loðnan sem
veidd var á miðvikudag fryst á Jap-
ansmarkað, en skipið fór aftur út í
tonna kast við Reykjanes og var á
leið til Akraness með um 1.600
tonn, en hrognavinnsla hófst þar í
gær. Hluti flotans var að landa í
gær og önnur skip á landleið eða
siglingu um miðin. Þá sagði Jón
loðnuna vera á vesturleið. as-
h@mbl.is
nótt. Var stefnan þá sett austur af
Reykjanesi og á nú að veiða
hrognaloðnu.
Þau loðnuskip sem voru að veið-
um í gær voru dreifð fyrir Suður-
landi og vestur fyrir Reykjanes og
bárust fréttir af ágætum afla.
Þannig fékk Víkingur um 700
Frændþjóðir moka upp loðnu vestur af Eyjum
Ljósmynd/Regin Eyfinnsson Poulsen
Loftmynd Færeyingurinn Regin Eyfinnsson Poulsen, skipverji á færeyska skipinu Norðborgu, tók loftmynd af skipunum þremur á loðnuveiðum á miðvikudag vestur af Vestmannaeyjum.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Bið eftir tíma hjá bæklunarlækni á
Landspítalanum (LSH) getur verið
allt upp í hálft ár. Um 1.100 ein-
staklingar bíða nú eftir því að kom-
ast í liðskiptiaðgerð hér á landi og
er meðalbiðtími í aðgerð nú um sex
mánuðir á LSH, eins og sagði frá í
Morgunblaðinu í fyrradag. Með því
er bara hálf sagan sögð því áður en
sjúklingur kemst á biðlista eftir að-
gerð getur hann þurft að bíða í allt
að hálft ár eftir því að hitta bækl-
unarlækni sem metur ástand hans
og ákveður hvort þörf sé á aðgerð.
Bíður sárkvalinn heima
Eldri maður sem bíður sárkval-
inn af verkjum heima hjá sér eftir
því að fá tíma hjá bæklunarlækni á
Landspítalanum segir að hann hafi
fengið þau svör á spítalanum að
hann þyrfti að bíða í sex til átta
mánuði eftir því að fá skoðun.
„Heimilislæknirinn minn sendi
beiðni upp á bæklunardeild um að
láta skoða mig. Það fæst ekki svar í
mánuð svo ég hef aftur samband
við heimilislækninn og segi honum
að senda beiðnina beint á lækni
sem hafði meðhöndlað mig áður.
Það líður mánuður og þá hringi ég
upp á spítala og spyr hvort þau hafi
fengið beiðni frá lækninum mínum.
Beiðnin liggur þar inni og ég spyr
hvort það styttist í að ég komist að
í skoðun. Þá fæ ég þau svör að það
sé nú aldeilis ekki, ég verði að bíða
í sex til átta mánuði til þess,“ segir
maðurinn.
Þarf að meta sjúklinginn
„Þó biðtíminn í aðgerð sé ríflega
sex mánuðir þá þarf að bíða í
minnst aðra sex til að fá skoðun til
að komast að í aðgerð. Frá því að
maður biður um þetta og þar til
maður fær aðgerð geta því liðið allt
að 16 mánuðir. Þannig að biðlistinn
í aðgerð gefur ekki rétta mynd af
biðinni eftir að komast í liðskipti.“
Biðtíminn eftir göngudeild hjá
bæklunarlækni á Landspítalanum
er að öllu jöfnu þrír til fjórir mán-
uðir en getur í kringum sumarmán-
uði farið upp í sex mánuði, sam-
kvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum.
Þar segir að tilvísanir sem berast
frá heilsugæslu- og sérfræðilækn-
um séu mótteknar á spítalanum og
sjúklingi og tilvísanda tilkynnt um
líklegan göngudeildartíma hjá
bæklunarlækni ef ekki er hægt að
ganga frá því strax. Sjúklingur fær
svo smáskilaboð eða aðra tilkynn-
ingu þegar tíminn hefur verið stað-
festur. Sjúklingurinn fer ekki á bið-
lista eftir aðgerð fyrr en eftir
göngudeildartíma þar sem bæklun-
arlæknir hefur metið hann skurð-
tækan.
Bíða lengi eftir að komast á biðlista
Fólk getur þurft að bíða allt að hálft ár eftir tíma hjá bæklunarlækni til þess að
komast á biðlista í liðskiptiaðgerð þar sem það þarf að bíða a.m.k í annan eins tíma
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Mikil bið er eftir því
að komast í liðskiptaaðgerð.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Áfengisfrumvarpið er nú lagt fram
á Alþingi eina ferðina enn og að
þessu sinni er
Þorsteinn Víg-
lundsson, þing-
maður Við-
reisnar, fyrsti
flutningsmaður,
en síðast þegar
frumvarpið var
lagt fram á Al-
þingi var fyrsti
flutningsmaður
Teitur Björn
Einarsson, þá-
verandi þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, og þar áður hafði Vil-
hjálmur Árnason flutt frumvarpið
nokkrum sinnum.
Meðflutninngsmenn Þorsteins að
frumvarpinu eru ellefu talsins, úr
Viðreisn, Samfylkingu, Pírötum og
Sjálfstæðisflokki. Þau eru: Hanna
Katrín Friðriksson, Jón Steindór
Valdimarsson, Þorgerður K. Gunn-
arsdóttir, Helga Vala Helgadóttir,
Ágúst Ólafur Ágústsson, Jón Þór
Ólafsson, Jón Gunnarsson, Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir, Birgir Ár-
mannsson, Brynjar Níelsson og Vil-
hjálmur Árnason.
Þorsteinn sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að frumvarpið
væri nú lagt fram í breyttri mynd,
og væri í rauninni unnið upp úr áliti
allsherjar- og menntamálanefndar
frá því á síðasta þingi.
Áfram selt í sérverslunum
„Frumvarpið er fyrst og fremst
um afnám ríkiseinokunar á sölu
áfengis. Við leggjum til að það verði
áfram selt í sérverslunum en öðrum
en ríkinu verði heimilt að opna slík-
ar verslanir,“ sagði Þorsteinn.
Hann segir að einnig sé lagt til að
auglýsingar á áfengi verði leyfðar,
en með ströngum skilyrðum, með
sambærilegum hætti og gert er
annars staðar í Evrópu.
Þess má geta að nefnd um
rekstrarumhverfi einkarekinna fjöl-
miðla, sem skilaði niðurstöðum sín-
um 25. janúar sl. til Lilju Daggar
Alfreðsdóttur menntamálaráðherra,
lagði m.a. til að áfengis- og tóbaks-
auglýsingar yrðu heimilaðar.
Breytt áfengisfrumvarp
Snýst um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu og að aug-
lýsingar á áfengi verði leyfðar með ströngum skilyrðum
Þorsteinn
Víglundsson
Fleiri eru hlynntir banni við um-
skurn ungra drengja en þeir sem
eru andvígir því, samkvæmt nið-
urstöðum nýrrar skoðanakönnunar
MMR, eða 50% á móti 37%. Þar af
eru 39% mjög hlynnt banninu en
29% mjög á móti því. Tilefni könn-
unarinnar er frumvarp sem lagt
hefur verið fram á Alþingi um bann
við umskurn drengja.
Eftir því sem fólk er yngra er það
líklegra til þess að vera hlynnt því
að banna umskurn. Þannig sögðust
57% 18-29 ára fylgjandi banni en
34% 68 ára og eldri.
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Þingmenn ræða nú hugsanlegt
bann við umskurn drengja hér á landi.
Flestir vilja banna
umskurn drengja