Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Grettis saga Einars Kárasonar, ný sýning á Sögulofti Landnámsset- urs, verður frumflutt í kvöld kl. 20. Þar mun rithöfundurinn Einar Kárason segja söguna af hinum ógæfusama Gretti Ásmundarsyni með sínum hætti, söguna sem flestir Íslendingar ættu að þekkja af einni vinsælustu persónu Íslend- ingasagnanna, heljarmenninu sem glímdi við drauginn Glám og synti eftirminnilega frá Drangey til lands að sækja eld. Grettis saga hefur verið Einari hjartfólgin allt frá barnæsku og spurður út í fyrstu kynni sín af henni og hvað hafi hrifið hann seg- ir hann að sagan hafi verið í les- bókum þegar hann var í grunn- skóla. „Þá var maður að detta í frásagnir eins og þegar hann elti Gísla farmann og barði hann með hríslu eða þegar hann var með fóstbræðrum á Reykhólum við Breiðafjörð og endaði á því að bera nautið heim. Svo las maður kvæði um hann eins og Grettisljóð eftir Matthías Jochumsson,“ segir Ein- ar. Frásagnarsnilld Einar segist oft hafa gripið niður í Grettis sögu seinna meir og undr- ast frásagnarsnilldina sem bókin sé sett fram á, alls konar frásagnar- tækni sem sá sem setti niður text- ann hafði á valdi sínu. „Svo eru ör- lög þessa manns einhvern veginn rammíslensk. Halldór Laxness seg- ir nú á einum stað að hann sé svona þjóðarkristur Íslendinga, hann tekur á sig allar píslirnar.“ Einar segir Grettis sögu oft kynnta sem hetjusögu og lýst sem slíkri en hetjur séu yfirleitt allt öðruvísi en Grettir Ásmundarson. Þær séu að berjast við einhver skrímsli, hið illa og yfirleitt frekar tvívíðar persónur en Grettir hafi alla tíð barist við innri djöfla. „Hann getur ekki hamið skap sitt, hann er myrkfælinn og einmana,“ nefnir Einar sem dæmi um þessa djöfla. –Og þess vegna höfðar þessi Ís- lendingasaga kannski öðrum frem- ur til barna og unglinga? „Það held ég að séu hreinar lín- ur. Við byrjum á því að kynnast honum í æsku og ef maður les sög- una vel sér maður að það er tekið fram að hann var ekki bráðþroska, hann var lítill eftir aldri og það var verið að setja hann illa klæddan í alls konar erfið störf. Hann gat ekki lotið aga, sem frægt er, og faðir hann kallar hann mann- skræfu. Hann svarar með því að segja „illt er að egna óbilgjarnan“. Það er eitthvað alveg stórfenglegt við þetta,“ segir Einar. Velur kjarna –Nú munu flestir sýningargestir eflaust þekkja þessa sögu, hafa les- ið hana einhvern tíma. Ætlar þú að koma með nýja nálgun á hana eða hvernig ætlarðu að flytja hana? „Ég endursegi hana, ég þyl ekki upp textann enda tæki það öllu lengri tíma. Ég vel einhvers konar kjarna úr sögunni og legg stundum út af og svo framvegis. Svo stóla ég á að ef einhver annar kann sög- una betur muni hann bara skjóta því að,“ svarar Einar. –Hefurðu lent í því á fyrri sýn- ingum þínum í setrinu að einhver hafi vitað betur og gripið fram í? „Ja, ég hef nú eiginlega hvatt til þess. Ég hef verið með frásagnir upp úr Sturlungu og hef komið inn í salinn – það eru 80-90 manns þarna inni – og séð einhvern sem ég veit að kann söguna upp á tíu fingur. Þá byrjar maður auðvitað á því að hnippa í hann og segja að nú verði hann að vera á vaktinni og leiðrétta mig ef ég segi einhverja vitleysu. En það er þá ekki fyrr en eftir sýningar yfirleitt og þá er þetta nú kannski ekki spurning um vitleysu heldur álitamál,“ segir Einar kíminn. „Þetta er rosalega gaman,“ segir hann um sýningar sínar og að eitt af því skemmtilega við söguna af Gretti sé að hún sé full af spaugi, mikið um úrdrætti líkt og í fleiri Íslendingasögum. Hvörf eftir átökin við Glám Sýning Einars er sú sjötta sem hann semur og flytur í Landnáms- setri og er frásögnin í tveimur lot- um með hléi. „Það verða ákveðin hvörf í sög- unni eftir að hann hefur barist við Glám og þá tekur við allt annar kafli sem er hans útlegðarsaga sem endar náttúrlega í stórkostlegum senum í Drangey. Þetta er alveg borðleggjandi fyrir svona frásagn- arstund að kvöldi,“ segir Einar og að flutningur hvors hluta taki um 45 mínútur. Hann er að lokum spurður að því hversu ungir yngstu gestir sýn- inga hans hafi verið og segir hann börn um og rétt undir tíu ára aldri hafa sést á þeim einstaka sinnum. „Það verður svolítið krydd í sög- unni þegar þau byrja að lognast út af og geispa,“ segir hann sposkur. Sagnamaður Einar Kárason snýr aftur í Landnámssetur og segir söguna góðkunnu af heljarmenninu og ógæfumanninum Gretti Ásmundarsyni. „Tekur á sig allar píslirnar“  Einar Kárason flytur Grettis sögu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson An Ordinary Man Bíó Paradís 18.00 The Workshop Bíó Paradís 22.00 What Will People Say Bíó Paradís 20.15 Double Lover Bíó Paradís 22.45 Golden Dawn Girls Bíó Paradís 18.00 Let the sunshine in Bíó Paradís 20.00 Call Me By Your Name Athugið að myndin er ekki með íslenskum texta. Metacritic 93/100 IMDb 8,3/10 Bíó Paradís 22.15 Women of Mafia Bíó Paradís 17.30 The Florida Project Metacritic 92/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 20.00 Fullir vasar 12 Laugarásbíó 18.00, 20.00, 22.10 Smárabíó 15.00, 17.15, 20.00, 22.20 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00, 22.00, 22.30 The Post 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30 Fifty Shades Freed 16 Þriðja myndin um þau Christian og Önu. Þau eru nú hamingjusamlega gift en draugar fortíðarinnar ásækja þau og hóta að eyðileggja líf þeirra. Metacritic 32/100 IMDb 4,3/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Smárabíó 20.10, 22.40 Darkest Hour Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 19.40 Winchester 16 Metacritic 28/100 IMDb 5,3/10 Sambíóin Egilshöll 22.10 The 15:17 to Paris 12 Metacritic 45/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00 Maze Runner: The Death Cure 12 Metacritic 52/100 IMDb 7,2/10 Smárabíó 19.30, 22.30 The Shape of Water 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 86/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 19.40 Háskólabíó 20.50 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Háskólabíó 18.10, 20.30 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 17.30 Svanurinn 12 Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,0/10 Háskólabíó 18.00 The Greatest Showman 12 Metacritic 68/100 IMDb 6,4/10 Háskólabíó 18.10 Steinaldarmaðurinn Til að bjarga heimkynnum sínum verða Dug og félagi hans Hognob að sameina ættbálka sína og berjast við hin illa Nooth og Bronsaldar- borg hans. Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Smárabíó 15.00, 17.30 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Laugarásbíó 15.30 Smárabíó 15.10, 17.20 Sambíóin Keflavík 17.30 Bling Sambíóin Álfabakka 15.45, 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Ævintýri í Undirdjúpum IMDb 4,0/10 Sambíóin Álfabakka 15.50 Paddington 2 Metacritic 89/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 15.30 Smárabíó 15.00 T’Challa, nýr konungur í Wakanda, þarf að vernda land sitt frá óvinum bæði erlendum sem innlendum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 87/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 17.15, 19.50, 22.35 Sambíóin Álfabakka 15.45, 17.30, 20.30, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 16.40, 19.30 Black Panther 12 Red Sparrow 16 Dominika Egorova á sér margar hliðar: Hún er elskuleg dóttir sem er staðráðin í því að vernda móður sína, sama hvað það kostar. Metacritic 56/100 IMDb 5,4/10 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.20 Smárabíó 12.00, 16.00, 19.00, 19.30, 22.00, 22.30 Háskólabíó 17.50, 20.50 Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio Game Night 12 Vinahjón sem hittast vikulega og spila leiki fá um nóg að hugsa þegar nýr morðleikur er kynntur fyrir þeim. Metacritic 70/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.