Morgunblaðið - 02.03.2018, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
✝ Þorsteinn SkúliBjarnason
fæddist í Vest-
mannaeyjum 19.
júní 1927. Hann lést
á Landspítalanum
17. febrúar 2018.
Foreldrar hans
voru Árný Ólöf
Skúladóttir, f. 1891,
d. 1953, og Bjarni
Anton Sigurðsson, f.
1901, d. 1935. Systk-
ini Skúla samfeðra voru Alda,
Sigrún, Sigurlaug og Bjarni sem
öll eru látin.
Þann 2. desember 1951 kvænt-
ist Skúli eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ástu Arnórsdóttur, f. 17.4.
1928. Foreldrar hennar voru Sól-
veig Sigurðardóttir, f. 1905, d.
1988, og Arnór Þorvarðarson, f.
1897, d. 1976.
Börn Skúla og Ástu eru: 1)
Eftir að námi lauk starfaði
hann fyrst um sinn á nokkrum
stöðum. Árið 1953 stofnaði hann
Trésmíðaverkstæði Benna og
Skúla í Hafnarfirði ásamt Bein-
teini Sigurðssyni, sem þeir ráku
allan sinn starfsferill eða til árs-
ins 2000 þegar þeir seldu fyrir-
tækið.
Skúli fluttist til Hafnarfjarðar
1950 og bjó þar alla tíð, lengst af
á Hlíðarbraut 9 í húsi sem hann
byggði sjálfur, sem þau Ásta
fluttu í 1956.
Skúli hafði ýmis áhugamál.
Hann var einn af stofnendum
Lúðrasveitar Stykkishólms. Fljót-
lega eftir að hann fluttist suður
fór hann að spila með Lúðrasveit
Hafnarfjarðar, þar sem hann spil-
aði um margra ára bil. Skúli var
virkur meðlimur í Frímúrara-
stúkunni Hamri í Hafnarfirði og
gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf-
um. Seinustu árin bjuggu Skúli
og Ásta á Hraunvangi 1 í Hafn-
arfirði .
Útför Skúla fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 2.
mars 2018, og hefst athöfnin kl.
13.
Árný, f. 14.10. 1951,
gift Friðriki Guð-
laugssyni, börn
þeirra: Ásta, Ólöf og
Friðrik Árni. 2) Sól-
veig Arnþrúður, f.
2.10. 1957, synir
hennar og Sveins
Magnússonar:
Magnús Leifur og
Þorsteinn Skúli. 3)
Arnór, f. 21.11.
1959, kvæntur
Margrjeti Þórðardóttur, börn
þeirra: Óskar, Signý og Rúnar. 4)
Skúli, f. 21.12. 1964, kvæntur
Katrínu Guðbjartsdóttur, dætur
þeirra: Auður Björt og Ásta
Steina. Barnabarnabörnin eru 10.
Skúli fluttist ungur með móður
sinni til Stykkishólms og ólst þar
upp til 19 ára aldurs þegar hann
fluttist til Reykjavíkur þar sem
hann lærði til húsasmiðs.
Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt
þennan heim. Það eru margar
minningarnar sem koma upp í
huga minn eftir þau 60 ár sem ég
hef átt með þér. Þú varst ákveðinn
maður og mikil félagsvera. Hafðir
alltaf gaman af aðgantast við börn-
in og þau hændust að þér og líka
undir það síðast t.d. að pikka stafn-
um þínum í þau og æsa þau aðeins
upp, leikurinn var alltaf skammt
undan. Þú elskaðir að fara í ferða-
lög alla tíð og þær voru ófáar úti-
legurnar sem farið var í þegar við
systkinin vorum yngri. Eitt af þín-
um stærstu áhugamálum byrjaðir
þú að stunda 47 ára en það voru
skíðin og eru það þau sem tengdu
okkur sterkt saman. Þín fyrsta
skíðaferð til Austurríkis var þegar
þú varst 55 ára og var ég þess að-
njótandi að vera með þér þar og
einnig í þeirri síðustu á árinu sem
þú varðst 80 ára. Ferðir okkar urðu
ansi margar og alltaf jafngaman.
Þegar þú kvaddir þennan heim
vorum við þrjú systkinin ásamt
hluta af fjölskyldum okkar stödd á
skíðum í Austurríki þar sem þú
elskaðir að vera. Nú kveð ég þig
með söknuði en jafnframt gleði í
hjarta að hafa átt öll þessi
skemmtilegu ár með þér. Við
systkinin og börn okkar munum
passa mömmu vel fyrir þig þangað
til þið hittist að nýju. Eins og þú
sagðir alltaf við okkur þegar við
fórum eitthvað, kveð ég þig með
þeim sömu orðum; góða ferð,
elsku pabbi, og jafnframt góða
heimkomu á nýjum stað.
Þín elskulega dóttir,
Sólveig.
Ég kynntist Skúla tengdaföður
mínum í skíðaferð fyrir 30 árum
úti í Austurríki, þegar við Skúli,
sonur hans, fórum að vera saman,
og hann kvaddi daginn sem við
fórum í skíðaferð þangað í tilefni
af þessum kynnum. Hann og faðir
minn göntuðust oft með það að
hafa þurft að fara með okkur til
útlanda til að við gengjum út, að
þeir hefðu ráðgert það í skíðaferð
árinu áður og meira að segja fund-
ið kirkju þar. Hann var mér góður
alla tíð, hláturmildur, stríðinn,
staðfastur, en raunagóður, talaði
og hló hátt, hafði sterkar skoðanir
á mönnum og málefnum. Dætrum
okkar var hann góður afi, hann
hafði gaman af börnum sem sóttu
mikið í hann, alltaf til í smá ærsl.
Mér fannst það alltaf sérstakt
hvernig hann kvaddi fólkið sitt,
þegar það fór í ferðalög innan-
lands sem utan, með orðunum
„góða ferð og ekki síst góða heim-
komu“, og mikið fannst mér vanta
að heyra hann ekki segja þessi orð
fyrir ferðina núna.
Nú kveð ég þig með orðunum
þínum, góða ferð og ekki síst góða
heimkomu.
Þín tengdadóttir,
Katrín (Kata).
Í dag kveð ég tengdaföður
minn Þorstein Skúla Bjarnason.
Ég kynntist Skúla fyrir um 48 ár-
um, þegar ég og Árný, konan mín,
kynntumst. Ég var nýfluttur upp
á land frá Vestmannaeyjum gos-
árið 1973. Fyrstu kynnin af Skúla
voru sérstök, þegar ég drap á dyr
á Hlíðabraut 9 var ekki sagt hver
er þar, heldur vertu hjartanlega
velkominn. Kynni okkar Skúla
urðu mjög náin þegar ég byrjaði
að læra húsasmíði hjá honum á
Trésmíðaverkstæði Benna og
Skúla ehf. Að læra hjá þessum
heiðursmönnum voru sérstök for-
réttindi enda báðir tveir frábærir
smiðir. Eftir námið í smíðinni hélt
ég áfram vinnu hjá þeim félögum
til ársins 2000.
Skúli var félagi í Frímúrara-
stúkunni Hamri og smíðaði marga
fallega hluti fyrir Stúkuna og það
varð til þess að ég varð mjög for-
vitinn um Regluna. Skúli mælti
með mér inn í Frímúrarastúkuna
Hamar árið 1987. Skúli hafði
starfað þar mjög mikið. Honum
þótti afar vænt um stúkuna og það
var fyrir hans tilstuðlan sem ég
gekk í sömu stúku. Hann var mín
fyrirmynd og lærifaðir og fyrir
það vil ég þakka. Ég óska Skúla
velfarnaðar á þeim leiðum, sem
hann hefur nú lagt út á. Ég bið
þess að hinn hæsti vaki yfir hon-
um á ferð sinni.
Kær kveðja,
Friðrik Guðlaugsson.
Elsku afi Skúli.
Að leikslokum er gaman að líta
um öxl og rifja upp bestu stund-
irnar í gegnum tíðina. Ekki er
komið að tómum kofunum þegar
þið amma eigið í hlut. Hvort sem
horft er til skíðaferða, annarra
samverustunda á ferð og flugi, eða
til notalegu híbýla ykkar á Hlíð-
arbrautinni.
Þegar þú stökkst upp stigann
upp á aðra hæðina og sagðir léttur
í bragði: „Alltaf tvö þrep í einu,
annars ferðu svo hægt.“
Þegar maður fékk að gista og
gat ekki sofnað á dívaninum, þar
sem þú hraust svo hátt um leið og
þú lagðist á koddann – sumt verð-
ur einfaldlega skemmtilegra í
minningunni.
Þegar amma vakti okkur eftir
hádegisblund, ég á leið í Flens-
borg og þú í trésmíðina. Þegar þú
spurðir okkur í hundraðasta skipti
hvort við hefðum heyrt söguna um
Árna sem borðaði ekki hjörtu eða
hvort við hefðum horft á föstu-
dagsmyndina á RÚV um hundana
og kettina.
Þegar við fórum í lestina í DK
og þú lést mig stökkva upp á af-
greiðsluborðið og biðja um „3 bil-
letter“ fyrir okkur og ömmu. Svo
komumst við á leiðarenda, þrátt
fyrir að miðakaupmaðurinn hefði
verið innan við sex ára gamall.
Þegar þú gast ómögulega mun-
að hver Rúnar væri þegar Einar
trompetkennari spurði hvort hann
væri ekki barnabarn þitt.
Þegar þú sagðir frá nýju skíð-
unum sem áttu bara að ná upp að
höku.
Þegar þú skíðaðir niður allar
brekkurnar í Wagrain, eins og þú
ættir þær.
Þegar þú talaðir um strákinn
með englahárið í Hólminum og að
hárið væri nákvæmlega eins 60-70
árum seinna.
Óteljandi góðar stundir sem
eru svo frábærar fyrir okkur að
geta rifjað upp. Takk fyrir þær all-
ar, elsku afi Skúli.
Þín
Óskar, Signý og Rúnar.
Við systkinin viljum minnast
elskulegs afa okkar sem lést laug-
ardaginn 17. febrúar sl.
Afi Skúli, eins og hann var alltaf
kallaður, var ákveðinn maður og
stóð fast á sínu enda þurfti hann
að hafa fyrir hlutunum til að kom-
ast áfram í lífinu. Hann var rétt-
sýnn og hress og hafði gaman af
því að syngja og flauta. Hann var
ekki sú manngerð sem göslaðist í
gegn um lífið með hávaða og látum
en hann hafði gaman af að tala,
talaði hátt, og lá aldrei á skoðun-
um sínum.
Þegar við systkinin settumst
niður til að rifja upp allar þær
góðu minningar sem við áttum
með afa Skúla rifjuðust upp sím-
tölin frægu inn til Umferðarráðs/
Umferðarstofu. Afi átti það nefni-
lega til að hringja inn til stofnun-
arinnar ef honum fannst brotið á
sér í umferðinni, ökumenn gæfu
ekki stefnuljós og/eða væru al-
mennt ekki að fylgja settum
reglum í umferðinni. Þegar við
vorum yngri þótti okkur þetta allt-
af vandræðalega fyndið og elsk-
uðum að rökræða þessi símtöl við
hann. Ólöfu þóttu þessi símtöl
ekki eins fyndin eftir að hún varð
starfsmaður Umferðarstofu en
það hvatti okkur hin bara til þess
að hvetja afa til að hringja oftar.
Eftir því sem við urðum eldri átt-
uðum við okkur á því að þessi sím-
töl lýsa hans réttsýni og hveru
mikla áherslu hann lagði á að
reglum yrði fylgt í lífinu.
Við systkinin njótum þeirra for-
réttinda að hafa fengið að ferðast
töluvert með ömmu og afa í gegn-
um tíðina, bæði hér innanlands
sem og til útlanda, og standa
skíðaferðirnar til Austurríkis upp
úr. Stórfjölskyldan hefur einnig
alltaf verið einstaklega náin og
eigum við endalaust margar
minningar af Hlíðarbrautinni.
Afi Skúli hvatti okkur alltaf til
náms og lagði mikla áherslu á að
við myndum fjárfesta í framtíð-
inni. Þegar Ásta útskrifaðist úr
Háskóla Íslands þá bað hún afa
sinn um að halda smá ræðu en það
var eitthvað sem hann var ekki
vanur að gera og við vitum að var
vel utan hans þægindahrings.
Þrátt fyrir það þá henti hann í
þessa fínu ræðu en ræðan vakti
það mikla lukku að hennar er enn
minnst meðal veislugesta. Afi átti
það nefnilega til að koma á óvart,
hann var stoltur af okkur og vildi
allt fyrir okkur gera. Besta dæmið
um hversu viljugur hann var að
aðstoða eru árin sem hann keyrði
alltaf heim á Reyniberg í hádeg-
inu til að fóðra kanínurnar hans
Friðriks Árna. Afi Skúli sá til þess
að kanínurnar lifðu góðu lífi á
meðal unglingurinn á heimilinu
var upptekinn í skólanum.
Við systkinin eigum dýrmætar
og góðar minningar um afa okkar.
Afi kenndi okkur margt og mikið
og var okkur góð fyrirmynd. Með
þessum orðum kveðjum við þig
elsku afi okkar, takk fyrir allar
yndislegu stundirnar sem við átt-
um með þér.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Hvíldu í friði, elsku afi.
Ásta, Ólöf og Friðrik
Árni Friðriksbörn.
Elsku afi og nafni.
Nú hefur þú lokið dagsverkum
þínum til 90 ára og kveð ég þig í
dag með nokkrum orðum. Þegar
ég var skírður brá þér ansi mikið
þegar nafn mitt var tilkynnt í
kirkjunni. Innst inni áttir þú von á
því að ég fengi nafnið Skúli en að
ég yrði skírður Þorsteinn Skúli
eins og þú hafðir verið skírður 60
árum áður áttir þú ekki von á enda
alltaf kallaður Skúli.
Þegar ég var lítill strákur þorði
ég aldrei að koma inn á verkstæð-
ið hjá þér vegna mikils hávaða í
öllum þeim stóru tækjum sem
voru þar. Síðar meir jókst kjark-
urinn og var ávallt gaman að koma
í heimsókn til þín á verkstæðið,
sérstaklega þegar við frændsystk-
inin komum á öskudaginn enda
áttir þú nammi handa okkur í til-
efni dagsins.
Þegar ég fór í Flensborg í
Hafnarfirði kom ég alltaf til ykkar
ömmu í mat á Hlíðarbrautina í há-
deginu enda varst þú vanur alla
þína starfstíð að koma heim í mat.
Ég man að vinir mínir öfunduðu
mig alltaf af því að ég fengi heitan
mat í hádeginu þó svo að það væri
bara afgangar frá kvöldinu áður.
Árið 2005-2006 var ég skiptinemi í
Bandaríkjunum og varst þú mjög
feginn því þegar ég kom aftur
heim því þá gat ég borðað aftur
með þér í hádeginu.
Við áttum margt sameiginlegt,
m.a. að spila á horn, spila í Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar, fara í margar
skíðaferðir saman til Austurríkis
ásamt því að vera báðir í
frímúrarastúkunni Hamri.
Nú kveð ég þig með söknuði
vegna allra þeirra frábæru ára
sem við áttum saman. Hvíldu í
friði og sofðu rótt, elsku afi.
Þinn vinur og dóttursonur,
Þorsteinn Skúli.
Elsku afi, nú þegar við kveðjum
þig með tónlist í hjarta okkar
minnumst við margs, eins og að þú
mættir á alla tónleika hjá okkur
systrunum í tónlistarskólanum,
kenndir okkur að dansa vals á
stofugólfinu heima á Hlíðabraut
og sögustunda við matarborðið að
bíða eftir skyri og ávöxtum frá
ömmu.
Ófáar ferðir voru farnar í
sumarbústaðinn og alltaf eintóm
hamingja að hafa afa og ömmu
með. Týrólamúsíkin sem hljómaði
þegar þú dundaðir þér við renni-
bekkinn lifir í huga okkar. Takk
fyrir að vera afi okkar.
Auður Björt og Ásta Steina.
Mér er ljúft að minnast með
nokkrum orðum Þorsteins Skúla
Bjarnasonar eða Skúla eins og ég
þekkti hann alltaf. Kynni mín af
Skúla hófust haustið 1958, en
móðir mín hafði fengið inni fyrir
mig hjá þeim Ástu frænku minni
og Skúla en ég hafði ákveðið að
hefja skólagöngu í Flensborg þá
um haustið. Þegar ég kom suður
fór ég að venju til ömmu minnar í
Ási en nú var komið að því að hitta
fólkið sem ég þekkti ekki en átti að
dvelja hjá þennan vetur. Ekki skal
því neitað að mér var nokkuð
órótt. Ég byrjaði á Hlíðarbraut-
inni þar sem ég hitti Ástu, en hún
var heima með tvær dætur sínar,
aðra sjö ára og hina í vagni, ekki
orðin eins árs. Hún tók mjög vel á
móti mér og mér var mun rórra
þegar ég fór síðan að hitta Skúla.
Leið mín lá niður að horni Hverf-
isgötu og Smyrlahrauns þar sem
Skúli og félagi hans voru með tré-
smíðaverkstæði. Skúli tók unga
manninum einkar vel og eftir að
hafa skoðað verkstæðið hélt hann
heim á leið til ömmu mjög ánægð-
ur eftir fyrstu kynnin af þessum
hjónum sem hann átti síðan eftir
að dvelja hjá næstu fimm veturna.
Segja má að þau hafi verið fóstur-
foreldrar mínir á þessum árum og
alla tíð síðan hef ég ásamt fjöl-
skyldu minni haft náið samband
við þau og fjölskyldu þeirra.
Í mörg ár var það föst venja að
fara í heimsókn til þeirra í sunnu-
dagskaffi en þar voru að jafnaði
mætt öll börn þeirra ásamt mök-
um, börnum þeirra og nú á síðari
árum barnabarnabörnum. Sam-
heldni þessarar fjölskyldu hefur
verið einstök, hittast í kaffi á
sunnudögum og fara reglulega
saman á skíði í Austurríki, en
Skúli stundaði skíði allt til áttræð-
isaldurs. Skúli starfaði sem tré-
smiður alla sína starfsævi. Eftir að
hafa starfað í Reykjavík stofnaði
hann í Hafnarfirði ásamt Beinteini
Sigurðssyni Trésmíðaverkstæði
Benna og Skúla sem þeir ráku allt
til þess að þeir létu af störfum.
Trésmíðaverkstæði Benna og
Skúla var ekki eitt af stærri verk-
stæðum né buðu þeir lægsta verð-
ið en þeir höfðu alltaf meira en nóg
að gera því þeir voru þekktir fyrir
gæðasmíði, ef þú vildir fá vel unnið
verk þá fórst þú til þeirra.
Skúli var fæddur í Vestmanna-
eyjum og eftir að hafa haft stutta
dvöl í Mýrdalnum og Höskuldsey
settist móðir hans, sem var einstæð
móðir, að í Stykkishólmi og þar bjó
hann þar til hann flutti suður til
náms í Iðnskólanum og leit Skúli
alltaf á sig sem Hólmara. Móðir
hans helgaði sig uppeldi einkason-
arins og lagði hún áherslu á að
hann menntaði sig og yrði trésmið-
ur. Í þessu sambandi rifjast upp
fyrir mér að í 3. bekk MR gekk
námið ekki eins vel og ég hafði
væntingar til og ætlaði ég þá að
hætta námi og sagðist ætla að ger-
ast trésmiður. Skúli var nú ekki al-
veg sáttur við það og sagði mér að
vera ekkert að hugsa um að hætta
og gerast trésmiður, ég skyldi
halda áfram námi, hvað ég gerði.
Ég verð Skúla alltaf þakklátur fyr-
ir þessar ráðleggingar, lífsferill
minn hefði orðið annar ef ég hefði
ekki fylgt ráðum hans.
Kæra Ásta, ég þakka þér og
Skúla fyrir árin sem ég var hluti af
ykkar fjölskyldu, þið reyndust mér
afskaplega vel og vinátta ykkar
hefur alltaf verið svo traust. Við
Kristín og fjölskylda okkar þökk-
um þér og Skúla fyrir allar
ánægjulegar samverustundir lið-
inna ára og vottum þér og fjöl-
skyldu þinni okkar dýpstu samúð
við fráfall Skúla. Hugur okkar er
með ykkur á þessari stundu og við
biðjum að ljúfar minningar um
hann veiti ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Geir A. Gunnlaugsson.
Þorsteinn Skúli
Bjarnason
HINSTA KVEÐJA
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín barnabarnabörn,
Árný Friðrikka,
Elísabet Tanja og
Valgerður Ásta.
Fleiri minningargreinar
um Þorstein Skúla Bjarna-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Við þökkum alla þá hlýju og samúð sem
þið sýnduð okkur við andlát og útför
elskulegrar móður okkar,
ESTERAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR
frá Hornafirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Eyrarholts fyrir einstaka umönnun.
Ólafía Sveinsdóttir
Haukur Sveinsson
Jón Árni Sveinsson
og fjölskyldur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
elskusemi, hlýhug og samúð við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
SVEINS KRISTJÁNS PÉTURSSONAR,
Kirkjubrekku 8,
Álftanesi.
Sigurborg K. Kristjánsdóttir
Halldór S. Sveinsson Hulda G. Bjarnadóttir
Kristján G. Sveinsson Sandra Lind Valsdóttir
og barnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTHILDUR ÓLAFSDÓTTIR,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
mánudaginn 5. mars klukkan 13.
Ólafur Þ. Harðarson Hjördís Smith
Sigrún Á. Harðardóttir
Tryggvi Harðarson Edda S. Árnadóttir
Ragnhildur G. Harðardóttir Sigurður G. Þorláksson
Elín Soffía Harðardóttir Sigurjón Gunnarsson
Kristín Bessa Harðardóttir Bjarni Sigurðsson
Guðrún Harðardóttir Tryggvi Jóhannsson
barnabörn og barnabarnabörn