Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 ✝ Ágústa KatrínÞórjónsdóttir fæddist í Ólafsvík 20. febrúar 1932. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 20. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Lovísa Magnús- dóttir, f. 22. nóv- ember 1907, d. 30. september 1988, og Þórjón Jón- asson, f. 11. maí 1908, d. 17. apríl 1979. Systkini hennar eru: Kristín, f. 17. júní 1930, Sigríður, f. 2. nóvember 1933, d. 17. febrúar 1958, Bergþór, f. 24. desember 1934, d. 29. mars 1935, Anton Elvar, f. 29. júní 1937, Sævar, f. 27. apríl 1940, Ingibjartur Guð- jón, f. 5. júní 1942, Steinunn, f. 28. júlí 1943, Þórjón, f. 5. des- 20. nóvember 1978, eiginmaður Björgvin Rúnar Baldursson, dóttir þeirra er Hjördís Auður, hann á að auki tvö börn, Tómas Óla og Svölu; c) Hörður, f. 2. júlí 1987. Þórjón Pétur Pét- ursson, f. 25. apríl 1965, ólst upp hjá Ágústu og Ottó, hann er sonur Steinunnar systur Ágústu og Péturs Guðjóns- sonar. Eiginkona Þórjóns er Birna Dís Ólafsdóttir, börn þeirra: a) Ástrós, f. 18. júlí 1990, b) Ottó Aage, f. 28. febr- úar 1992, c) Ólafur Pétur, f. 11. mars 2008. Ágústa ólst upp í Ólafsvík en flutti ung til Reykjavíkur. Á ungdómsárum sínum vann hún við það sem til féll, meðal ann- ars í frystihúsinu í Ólafsvík. Eftir að Ágústa flutti til Reykja- víkur starfaði hún nær allan sinn starfsaldur við saumastörf hjá Andersen & Lauth, Fötum hf. og Faco hf. Síðustu starfs- árin starfaði hún hjá Rolf Joh- ansen og Company. Útför Ágústu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 2. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. ember 1944, d. 1. febrúar 1945, og Elín, f. 17. júlí 1946. Hinn 12. nóvem- ber 1960 giftist Ágústa Ottó Ragn- arssyni, f. í Stykk- ishólmi 8. október 1933. Foreldrar hans voru hjónin Sólveig Ingvars- dóttir, f. 10. júní 1901, d. 8. júní 1972, og Ragnar Hinrik Einarsson, f. 15. ágúst 1901, d. 29. september 1948. Ágústa og Ottó bjuggu öll sín búskaparár í Reykjavík. Dóttir Ágústu og Harðar Karlssonar er Hjördís, f. 5. des- ember 1951, eiginmaður hennar er Þórir Ágúst Þorvarðarson, f. 24. maí 1950. Börn þeirra eru: a) Auður, f. 20. nóvember 1978, d. 9. desember 1978; b) Erla, f. Gústa tengdamóðir mín er látin, hvíldinni fegin eftir mörg erfið ár veikinda. Guð geymi þig elsku Gústa mín, þú ert örugglega boðin vel- komin í guðsríki. Hvernig minnist ég hennar? Glæsileg og vel tilhöfð kona, full af velvild og hlýju. Kona með reisn. Pínulítill stríðnispúki. Heimili hennar stóð mér og mínum alltaf opið, fullt hús um- hyggju og matar. Fyrstu tíu bú- skaparár mín og Hjördísar dótt- ur Gústu voru utan Reykjavíkur, fyrst á Hellis- sandi, síðar í Borgarnesi og í Bifröst í Norðurárdal. Ferðirn- ar til Reykjavíkur voru margar á þessum árum, fyrst til skemmtana og heimsókna til ættingja og vina, en síðustu árin í Bifröst vegna heimsókna okk- ar með dóttur okkar Erlu til lækna. Dvalirnar voru mislang- ar, heimili Gústu var okkar heimili og við ávallt velkomin. Við andlát og útför Auðar dótt- ur okkar, sem var erfið stund, nutum við einstakrar hlýju og ómetanlegrar aðstoðar Gústu og Ottós eiginmanns hennar, sem aldrei verður fullþakkað. Hjör- dís lá á meðgöngudeild LSH um margra vikna skeið árið 1987. Ég var í fullu starfi og Erla í skóla, allt leystist þetta með ómetanlegri aðstoð Gústu tengdamömmu. Fjölskyldurnar áttu saman ótalmargar ánægjustundir, við skemmtun, ferðalög og ýmis tækifæri. Fyrst er að minnast þess þegar tekið var slátur, það byrjaði þegar við bjuggum í Borgarnesi og hélst í mörg ár eftir að við fluttum til Reykja- víkur. Það voru mörg skondin atvikin við sláturgerðina og mikið hlegið. Við fórum á dans- leiki saman eins og var og hét í eina tíð, þá var oft mikið líf og fjör, tengdamamma kunni að skemmta sér og var afburða- dansari. Við ferðuðumst saman um landið, fórum í tjaldútilegur og leigðum okkur stórt hjólhýsi norður í Axarfirði svo eitthvað sé nefnt. Alltaf var líf og fjör. Frá því að við Hjördís hófum búskap höfum við nær undan- tekningarlaust verið saman á aðfangadagskvöld. Fyrstu árin til skiptis á heimilum hvort ann- ars, en undanfarin mörg ár á heimili minnar fjölskyldu. Nú síðast síðastliðið aðfangadags- kvöld. Það er ótalmargs að minnast, en hér læt ég staðar numið. Hvíl í friði. Þinn tengdason- ur, Þórir Ágúst Þorvarðarson. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Elsku amma og langamma, nú færð þú hvíldina sem þú þráðir, takk fyrir allt. Þín barnabörn og barna- barnabarn, Erla, Hörður og Hjördís Auður. Það er margs að minnast er ég kveð systur mína, Ágústu Katrínu Þórjónsdóttur. Gústa, eins og við kölluðum hana, var næstelst af okkur systkinum. Það er varla hægt að segja að ég og við hin yngri systkinin höfum alist upp með Gústu því hún var farin úr for- eldrahúsum þegar ég komst til vits og ára. Kynni okkar og samvera var því að mestu leyti fyrir sunnan í henni Reykjavík þar sem hún bjó og vann fyrir sér ung að árum. Gústa var af þeirri kynslóð sem ekki var mul- ið undir og þurfti því strax ung að árum að stunda vinnu og tak- ast á við lífið í blíðu og stríðu. Allir þeir sem þekktu og kynntust Gústu sáu að hér fór glæsileg kona, alltaf snyrtilega til fara og vel tilhöfð hvert sem hún fór. Hún sá líka til þess að bróðir hennar, þegar hann var unglingur, væri til sóma hvað klæðnað varðaði og valdi föt við hæfi, enda var hún fagmaður í því þar sem hún vann í fata- verslun, og er ég henni ævinlega þakklátur fyrir það. Við systkinin dvöldum í okkar Reykjavíkurferðum hjá systr- um okkar og það var hjá Gústu á Kaplaskjólsveginum og Völvu- felli þar sem hún bjó lengst og til æviloka. Þar var vel hlúð að okkur. Nú hefur hún kvatt þennan heim eftir áratuga heilsubrest. Hún er sú fjórða af okkur systk- inum sem kveður. Ég minnist með söknuði samverustunda með henni og eiginmanni henn- ar, þess glaðværa og góða manns sem nú lifir hana. Nú sefur sálin sæl og sólin okkur sýnir. Í faðmi guðs hún hvílir þar loga ljósin skær. Þannig er lífið. Það syrtir um sinn, en tárin þau þorna og þurr verður kinn. Brátt hækkar sól á himni þá styttist vetrarnótt. Dagarnir lengjast og björt verður sumarnótt. Hvíl í friði elsku systir. Samúðarkveðja til fjölskyld- unnar. Ingibjartur Guðjón Þórjónsson. Mér er ljúft og skylt að minn- ast með örfáum orðum mágkonu minnar Ágústu Þórjónsdóttur, eða Gústu eins og hún var alltaf kölluð. Gústa var fædd í Ólafs- vík 20.2. 1932, dóttir hjónanna Þórjóns Jónassonar og Lovísu Magnúsdóttur, eignuðust þau 10 börn og ólu upp tvö barna- börn, og var Gústa önnur elst í röð systkina sinna. Leiðir okkar Gústu og manns hennar, Ottós Ragnarssonar, f. í Stykkishólmi, múrari að mennt, lágu saman þegar undirritaður fór að gera hosur sínar grænar fyrir Steinunni, systur Gústu, sem bjó þá hjá þeim hjónum með Þórjón son sinn. Gústa á eina dóttur, Hjördísi Harðar- dóttur, f. 5.12. 1951. Kynntist ég vel þessum öndvegishjónum eftir að ferðum mínum fjölgaði í Ljósheimana en þar bjuggu þau þá. Gústa var glettin og gamansöm kona sem gat gjörbreytt umræðum með einni setningu og áttum við margar skemmtilegar samræð- ur þar sem húmorinn réð ríkj- um. Á yngri árum vann Gústa ým- is störf, en gerðist síðan svoköll- uð heimavinnandi húsmóðir. En þar var hún á heimavelli bæði í bakstri, þrifum og öðru sem heimilishaldi viðkom. Heiðurs- hjónin Ottó og Gústa voru góð hjón og lifðu rólegu lífi og nutu þess að vera heimavið í Völvu- felli 4 sem Ottó byggði fyrir þau og þar var oft gestkvæmt. Ef fólk deyr ekki þá eldist það, svo einfalt er það nú bara. Elli kerling hamaðist á Gústu eins og öðru gömlu fólki, og voru síðustu ár henni erfið. En alltaf stóð Ottó eins og klettur, tilbúinn til að gera það sem hann gat gert. Ég þakka Gústu og Ottó fyrir alla hjálpina, og fórnfýsina varðandi Steinunni, Þórjón og mig. Takk takk, Gústa mín. Þinn mágur, Halldór. Ágústa Katrín Þórjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín dóttir Hjördís Harðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Ágústu Katrínu Þórjóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ragna Jó-hanna Magn- úsdóttir fæddist í Bolungarvík 1. maí 1965. Hún lést á Landspítalanum 19. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Elsa Árna- dóttir, f. 29. júlí 1930, d. 23. júlí 2015, og Magnús Bjarni Ragnars- son, f. 27. apríl 1923, d. 27. apríl 2011. Systkin Rögnu eru Guðjón Grétar Magnússon, f. 19. september 1956, og Auður Sigríður Magnúsdóttir, f. 21. mars 1961. Ragna átti tvö hálf- systkin. Ragna kvæntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Bjarna Geirssyni, f. 19. janúar 1961, þann 29. júlí 1989 og eignuðust og kynntist eiginmanni sínum. Ragna vann ýmis störf tengd sjávarútvegi fyrstu árin ásamt því að hugsa um heim- ilið. Hún var mjög virk í fé- lagsmálum og samdi gam- anþætti og vísur við ýmis tilefni. Ragna var í bæjarstjórn Bolungarvíkur í tvö kjörtíma- bil og forseti bæjarstjórnar seinni fjögur árin. Árið 2004 eignuðust þau hjón Einars- húsið í Bolungarvík og gerðu það upp. Ragna rak þar veit- inga- og gistihús. Hún var frumkvöðull og stóð fyrir ýms- um atburðum, setti á stofn tón- listarhátíð og hélt marga menningarviðburðiRagna greindist með mergfrumu- krabbamein árið 2011 sem varð til þess að hún varð að setja reksturinn í hendur ann- arra. Hún þurfti að fara suður og síðan erlendis til lækninga. Hún bloggaði um baráttu sína af mikilli einlægni og vakti at- hygli fyrir bjartsýni og húmor. Ragna Jóhanna verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju í dag, 2. mars 2018, klukkan 13. þau saman þrjú börn. 1) Andri, f. 26. júní 1986. Hann er kvæntur Þórunni Ingu Kristmundsdóttur og saman eiga þau soninn Krist- þór Bjarna, f. 3. ágúst 2013. 2) Elsa, f. 10. febrúar 1989. Sambýlismaður Elsu er Christopher Tyler. 3) Lilja, f. 10. október 1994. Sambýlismaður Lilju er Ant- on Sigurður Halldórsson og saman eiga þau soninn Magna Þór, f. 20. júní 2012. Ragna fæddist og ólst upp í Bolungarvík og bjó þar nán- ast allar götur eftir það, að undanskildum tveim árum þegar hún fór suður til náms Sólargeislarnir brutu sér leið í gegnum skýjabakkann sem legið hafði yfir borginni og birt- an umvafði okkur, himnarnir voru að undirbúa komu þína og vísa þér leiðina heim. Hlutverki þínu hér var lokið. Litla stúlkan þín sat eftir með tár á hvarmi og brotið hjarta, sem hélt þó áfram að slá. Í fyrsta sinn án mömmu. Ég horfði á þig klífa him- inháar hindranir á lífsleið þinni og vinna sigra sem ekki áttu að vera mögulegir. Mömmustelpan sat á hliðarlínunni með blik í augum og fylgdist með þér synda á móti straumnum í ólgu- sjó án þess að gefa nokkuð eftir. Þvílíkur baráttujaxl og fyrir- mynd. Takk fyrir að elska mig og styðja í gegnum lífið, elsku mamma. Þín dóttir, Lilja. Í dag kveð ég stórkostlega konu, yndislega móður og góðan vin. Eftir sit ég með sorg í hjarta en full af þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir móður og fengið að hafa hana hjá mér fram til þessa þó að það hafi verið allt of stutt. Mamma lifði lífinu lifandi og gerði allt sem hana langaði til. Hún var mikil fjölskyldukona og hélt þétt utan um sína nán- ustu. Henni fannst ekkert betra en að sitja heima í stofu með alla fjölskylduna í kringum sig. Hún var mikill húmoristi og lét hún það í ljós bæði í töluðu og rituðu máli, en hún hafði gaman af því að skrifa og bloggaði m.a. mikið. Hún var algjör hetja, vestfirsk kjarnakona, sem kall- aði ekki allt ömmu sína. Hún réðst í öll þau verkefni sem fyrir hana voru lögð af kjark og dugnaði. Mamma var klettur í lífi mínu og minn helsti ráðgjafi. Erfitt er að hugsa um framtíð- ina án hennar en minning um hana mun alltaf vera ljóslifandi. Elsku mamma, þessi kveðja er ekki endanleg og ég mun sakna þín þangað til við hitt- umst aftur. Þín dóttir, Elsa. Elsku mamma, þá er komið að því að kveðjast í bili, allt of snemma. Ég var ekki tilbúinn. Við áttum eftir að gera svo mik- ið. Mig langar að þakka fyrir allt sem þú kenndir mér á lífs- leiðinni, og allar þær góðu stundir sem við fjölskyldan átt- um saman. Þú varst mér góð fyrirmynd og góður vinur. Þú varst ein sterkasta kona sem ég hef kynnst og held að ekki finn- ist manneskja gædd meiru hug- rekki og dug. Það vantar mikið þegar þú ert ekki lengur með okkur. Þegar ég hugsa til þín er oftast stutt í brosið og hláturinn, því þannig varst þú, tókst flest öllu létt og hafðir gaman af alls kyns fíflagangi. Minningarnar eru margar og góðar. Minning- arnar um mömmu, sem var út- hlutað verkefni sem ekki var hægt að leysa en þrátt fyrir það naut hún lífsins með okkur, skemmti sér og brosti allt þar til yfir lauk. Það var aldrei neinn bilbug á henni að finna þrátt fyrir allar hindranirnar sem hún tæklaði hverja á fætur annarri. Maðurinn með ljáinn hafði gert margar tilraunir undanfarin ár en án árangurs. En hann lagði fyrir þig gildru sem ekki tókst að sneiða hjá. Ég er viss um að hefði hann komið augliti til aug- litis við þig þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum og ég væri ekki að skrifa um þig núna, heldur hann. Þú varst mér svo kær og ég ylja mér við allar góðu minning- arnar sem ég á um þig. Ég á eftir að sakna þín, Þangað til næst. Þinn sonur. Andri. Litrík og léttlynd, lífsglöð og ljúf, hvernig á ég að lýsa henni litlu systur minni sem fallin er frá langt fyrir aldur fram, að- eins 52 ára gömul. Ekki bara systur heldur líka bestu vin- konu. Aldrei aftur eigum við eft- ir að hlæja okkur máttlausar að einhverjum fimmaurahúmor sem engum öðrum þótti fyndinn, aldrei aftur munum við spjalla um lífið og tilveruna og börnin okkar og barnabörnin dýrmætu. Oft og iðulega þegar við hringdum hvor í aðra þá var á tali hjá báðum því við hringdum á nákvæmlega sama tíma, við spáðum oft í þá taug sem tengdi okkur. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur, þung- bærara en tárum taki. Ég verð að hugga mig við að nú ertu laus við þjáningar og veikindi sem þú hefur barist við svo lengi með ótrúlegum styrk og æðruleysi. Guð og allar góðar vættir geymi þig á nýjum slóð- um, elsku Ragna, og vaki yfir honum Jóni þínum og börnunum ykkar. Ég mun alltaf sakna þín. Þín systir Auður. Hún Ragna tengdadóttir mín er nýlátin eftir langvarandi veik- indi sem hún hefur barist gegn eins og hetja. Alltaf birti upp öðru hvoru og þá héldum við að nú væri þessu að ljúka en engin meðferð virtist duga. Hún og maður hennar fóru til Svíþjóðar og þar var skipt um merg í henni en ekkert dugði og nú þann 19. febrúar lauk barátt- unni. Rögnu var margt til lista lagt, hún var t.d. myndarleg í höndunum, sem við sáum best þegar hún heklaði síðan brúð- arkjól á tengdadóttur sína fyrir brúðkaupið sem var haldið sl. sumar. Hún átti gott með að semja vísur og hefur öðru hvoru samið gamanvísur fyrir viðburði í Víkinni og þegar við tengdaforeldrar hennar áttum 50 ára brúðkaupsafmæli samdi hún skemmtilegar vísur um ævi okkar og las þær upp í veisl- unni af sinni alkunnu snilld. Við hjónin fórum alltaf vestur þegar eitthvað var um að vera, t.d. við skírnir barnanna, fermingar og afmæli en börnin urðu 3 og síð- an tóku þau norskan skipti- nema, hana Idu, sem varð eins og fósturdóttir. Hún heldur góðu sambandi við fjölskylduna og kemur hingað með mann og börn. Börnin þeirra Rögnu og Nonna hafa gert þau að afa og ömmu tveggja drengja og eitt bætist við í vor. Þau hjón bjuggu alltaf í Bolungarvík þangað til heilsan bilaði. Þau keyptu gamalt hús í Víkinni sem leit illa út en þau hjálp- uðust að við að gera það upp og þar var komin gisting og veit- ingar. Þau urðu síðan að flytja til Reykjavíkur til að vera nærri lækni og sjúkrahúsi. Börnin þrjú eru líka búsett hér í bænum enda er vinnan hér og gott til þess að vita að þau eru mikið með pabba sínum. Guð styrki ykkur fjölskylduna á þessum erfiða tíma. Bjarndís Jónsdóttir Ragna Jóhanna Magnúsdóttir  Fleiri minningargreinar um Rögna Jóhönnu Magn- úsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.