Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Reyndu að láta ekki slá þig út af laginu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert sparsamur þegar þú þarft á að halda, en passaðu þig á að halda ekki of fast í peningana þegar þess gerist ekki þörf. Vertu óhræddur við djarfar lausnir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert að glíma við eitthvert vandamál sem veldur þér miklum heilabrot- um. Láttu ekki vini þína eða kunninga telja þér trú um eitthvað sem þú veist að er ekki rétt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sumir halda að maður eigi að halda upplýsingum sem maður fær fyrir sig. Tal- aðu um það sem þú sérð, sérstaklega þegar það er heillandi sérviska annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú veist að þú ert á réttri leið og þarft því ekki að gefa neitt eftir. Ef þú hefur ekki verið að nýta hæfileika þína, er rétti tíminn til þess núna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Allt sem þú leggur á þig til þess að skipuleggja þig betur og taka til í kringum þig ber mikinn árangur núna. Varastu að vilja grípa inn í líf annarra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er nú svo komið að jafnvel ákvarð- anir um smæstu hluti vefjast fyrir þér. Nú er rétt að staldra við og bíða færis. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur mikla trú á peningum, og þeim mun meira sem þú treystir þeim, þeim mun meira eignastu af þeim. Varastu að sýna öðrum yfirlæti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu heiðarlegur í svörum við aðra og hugleiddu gaumgæfilega hvort þú eigir að gera aðra að trúnaðarvinum þínum. Samstarfsfólk þitt gæti komið þér á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er gaman að kynnast nýjum mönnum og málefnum og sjálfsagt að vera opinn fyrir hvorutveggja. Sýndu þeim skiln- ing og þér mun verða launað þótt síðar verði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Skilningsríkt fólk býðst til að hjálpa þér og það kemur þér á óvart. Sveigj- anleiki og ákveðni eru kjörorð dagsins sem og alla daga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er tækifærið til þess að setjast niður og skipuleggja líf sitt. Reyndu að ein- angra þig og einbeita þér að þeim verk- efnum sem fyrir liggja. Davíð Hjálmar Haraldsson ervafalaust meðal okkar fremstu limruskálda. Ég tók mér „Fyrstu Davíðsbók“ í hönd. Þar segir Davíð Hjálmar í formála: „Engu skal treysta í limru, oftast er reynt að hafa hana fyndna og hún oft því betri sem spaugið er fárán- legra. Annars er það oft svo að ein- um kann að finnast fyndið það sem öðrum finnst ekki. Þannig getur það verið með þessa limru: Bílar í borginni spóla, börnin ei komast í skóla, kreppir að rónum sem klúka í snjónum og krapið nær hátt upp á sóla. Norðlendingurinn er hér að gera grín að „snjónum“ í Reykjavík, en þarlendir sjá ekkert fyndið við að krapasullið nái upp á sóla.“ Síðar segir Davíð Hjálmar að ekki sé hægt að sækja höfund limru til ábyrgðar efnis hennar og undir hælinn lagt hvort hann sjálfur skilji efnið til hlítar. – „Þeir sem yrkja limrur eru því oft vandræðamenn“: Ég er tenór sem falsetta tálmar, tígur sem breimar og mjálmar, vatni fyllt sáld vandræðaskáld en heiti þó Davíð og Hjálmar. Það er vitaskuld erfitt að velja úr limrum Davíðs Hjálmars og getur aldrei orðið nema handahófskennt. Hér er ein: Sigrún með samninganefið svo reynist fundvís á þrefið að verði átakafundur með olíu og tundur þá er hún með eldspýtnabréfið. Hér er skemmtilegur orðaleikur: Árni varð afhuga frúnni, ylgjunni, tíkinni og súnni en það skýrt kom í ljós er þær skruppu í fjós að þarna stóð knífur í kúnni. Hér er hinn óvænti endir: Halla gaf Hans undir fót, í húminu áttu sér mót tvö ástfangin hjörtu en aldrei í björtu því hún var svo helvíti ljót Hér segir frá hjali elskenda: „Þú ert svoli og svín,“ æpti Binna, „og svikari loforða þinna og ótrúlegt flón.“ Ansaði Jón: „Engan má fullkominn finna.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limrur úr Fyrstu Davíðsbók Í klípu „ÉG VIL BARA ÞAÐ SAMA OG ALLIR Í LÍFINU – ÓKEYPIS SENDINGARGJALD.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERU ÞETTA NÝJU SKÓRNIR SEM ÞÚ FÉKKST Á ÞÚSUNDKALL?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... sönglag sem rifjar upp gamlar stundir. ÞARF EKKI AÐ FARA NEITT ÞARF EKKI AÐ GERA NEITT FÖRUM EITTHVAÐ OG GERUM EITTHVAÐ! VÁ, HVAÐ VIÐ ERUM ÓSKYLDIR ÞEGAR KONAN MÍN ER REIÐ, ER HÚN KONA SMÁRRA ORÐA! MEINAR ÞÚ EKKI KONA „FÁRRA“ ORÐA? NEI, SMÁRRA ORÐA… MEÐ EINUNGIS FJÓRUM STÖFUM! Senn líður að því að Víkverji bregðisér af bæ og í leikhús til að sjá sjálfan Eggert Þorleifsson leika aldr- aðan mann með heilabilun. Getur Víkverji vart beðið þar sem Eggert er í sérstöku uppáhaldi. x x x Takist Eggerti ekki að stela sen-unni í leiksýningum eða bíó- myndum þá telst það nánast til tíð- inda. Hefur sérstakt lag á senuþjófnaði. x x x En í þessu tilfelli er hann í burð-arhlutverkinu og heldur sjálfsagt sýningunni uppi að miklu leyti ef Vík- verji hefur skilið lýsingarnar rétt. Víkverja finnst um að gera að sjá Eggert leika aldraðan mann því fyrir mörgum árum sá Víkverji Eggert leika aldraða konu. Sú sýning hét Belgíska Kongó og líklega skellti drjúgur hluti landsmanna sér á þá sýningu enda Eggert í fantaformi. Gott ef hann fékk ekki verðlaun fyrir. x x x Iðulega virðast framúrskarandigamanleikarar geta skellt sér í dramarísk hlutverk eins og Eggert á auðvelt með. En ekki virðist vera jafnauðvelt fyrir þá sem eru vanir dramatíkinni að fara yfir í gam- anleikinn og gera það vel. x x x Nokkuð er liðið frá því að ArnariJónssyni tókst það þegar hann fór á kostum í sjónvarpsþáttunum Fastir liðir eins og venjulega. Arnar er að Víkverji best veit sjaldan nýtt- ur í gamanleik en það virtist ekki vefjast fyrir honum. x x x Kunnara er en frá þurfi að segja aðí gær var „Bjórdagurinn“ á Ís- landi. Hinn 1. mars 1989 ákvað hluti kjörinna fulltrúa að leyfa kjósendum sínum og umbjóðendum að kaupa bjór á heimavelli. x x x Illa gengur að útrýma talsmönnumboða og banna. Afturganga um- ræðunnar um bjórinn gengur nú ljós- um logum í annarri umræðu. vikver- ji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálmarnir 34.19) Matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.