Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 35
og vann við hitaveituframkvæmdir og
járnalagnir í byggingar, svo eitthvað
sé nefnt.
Á Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen starfaði Sigurbjörn í 44 ár og
vann við margvísleg störf, þó einkum
burðarþolsreikninga og -teikningar
og samningu útboðsgagna. Einnig
mætti nefna hreinlætislagnir og hita-
lagnir í hús, vega- og gatnagerð og
vatnsveitur. Þá er ónefnt það verk-
efni sem fylgdi honum lengst, en það
var samning og viðhald bókhalds-
forrits fyrir verkfræðistofuna. Meðal
annarra verkefna sem hann kom að
má nefna Hallgrímskirkju, Mennta-
skólann við Hamrahlíð, Félagsheimili
í Grímsey og útboðsgögn af ýmsu
tagi.
Samhliða verkfræðinni stundaði
Sigurbjörn kennslu allmörg ár, var
framkvæmdastjóri Félags ráðgjaf-
arverkfræðinga í hlutastarfi á ár-
unum 1977-89, var ritari nefndar sem
samdi staðalinn ÍST-30 Almennir út-
boðs- og verksamningsskilmálar um
verkframkvæmdir o.fl.
Þau Hanna og Sigurbjörn ferð-
uðust allmikið með börnin sín tvö,
bæði innanlands og til útlanda.
Sigurbjörn hafði þann hátt á í utan-
landsferðunum að skrifa hjá sér ým-
islegt sem fyrir augu bar, jafnvel
skrifa ferðadagbók, undirbúa ferðir
með því a setja á blað ýmsan fróðleik
um þá staði eða lönd sem heimsótt
yrðu og svo framvegis.
Þegar verkfræðistússinu lauk tók
hann sig til og vann úr þessu efni sínu
ferðalýsingar sem hann mynd-
skreytti og lét binda inn sem handrit í
nokkrum eintökum, allþykkan
doðrant sem hann kallaði Marglendu.
Fjölskylda
Fyrri kona Sigurbjörns: Björg
Lilja Guðjónsdóttir, f. 11.1. 1935, hús-
freyja í Reykjavík.
Börn Sigurbjörns og Bjargar Lilju
eru Guðrún, f. 24.3. 1958, ljósmóðir,
hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri
við LSH, bús. í Reykjavík en sam-
býlismaður hennar er Hafsteinn Haf-
steinsson verkamaður og eru börn
hennar Björn Ástmarsson verkfræð-
ingur í Svíþjoð, og Álfheiður Ást-
marsdóttir sem er látin; Þórir Guð-
mundur, f. 13.8. 1959, skrif-
stofumaður í Reykjavík, en kona
hans er Linda Björk Stefánsdóttir
matráður og eru börn þeirra Ardís
Lilja og Bjarki Þór, og Kristín Hild-
ur, f. 22.4. 1962, viðskiptafræðingur
og matvælafræðingur í Danmörku.
Seinni kona Sigurbjörns er Hanna
Sigríður Antoníusdóttir, f. 8.3. 1937,
ljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir.
Hún er dóttir Antoníusar Ólafssonar,
f. 6.1. 1907, d. 4.4. 1994, bónda í Beru-
neshreppi og síðar í Reykjavík, og
k.h., Sigríðar Sigurðardóttur, f. 29.5.
1905, d. 4.12. 1993, húsfreyju.
Börn Sigurbjörns og Hönnu Sig-
ríðar eru Þórunn Björk, f. 22.11.
1974, stærðfræðingur og
menntaskólakennari, bús. í Kópavogi
en sambýlismaður hennar er Steen
Henriksen, stærðfræðingur hjá
Borgun, og eru börn þeirra Viktor
Andri og Theódór, og Börkur, f.
11.11. 1976, dr. í tölvunarfræði, bús. í
London en sambýliskona hans er Ana
Irazábal Pineyra, doktorsnemi í text-
il.
Systkini Sigurbjörns:voru sjö tals-
ins en fjögur þeirra eru á lífi.
Foreldrar Sigurbjörns voru Guð-
mundur Guðmundsson, f. 29.6. 1898,
d. 20.6. 1973, bóndi í Nýjabæ og á
Bakka í Ölfusi og síðar verkstjóri í
Reykjavík, og k.h., Kristín Kristjáns-
dóttir, f. 20.6. 1904, d. 23.8. 1986, hús-
freyja.
Sigurbjörn verður að heiman í dag
en verður með heitt á könnunni á
morgun.
Sigurbjörn
Guðmundsson
Guðríður Jónsdóttir
húsfr. í Grafarkoti
Þorsteinn Sigmundsson
b. í Grafarkoti
Ingiríður Þorsteinsdóttir
húsfr. á Litlu-Drageyri
Kristján Sæmundsson
b. á Litlu-Drageyri í Skorradal
Kristín Kristjánsdóttir
húsfr. í Nýjabæ og á Bakka
Katrín Jónsdóttir
húsfr. í Grafardal
Sæmundur Bjarnason
b. í Grafardal
Svavar
Gestsson
fyrrv.
alþm. og
ráðherra
Svandís
Svavars-
dóttir alþm.
og ráðherra
Guðrún
Valdimars-
dóttir
húsfr. og
verkakona í
Rvík
Halldórs-
dóttir
húsfr. á
Hömrum
og í
Borgar-
nesi
Guðný Þorsteinsdóttir
húsfr. á
Kjalvararstöðum í
Reykholtsdal
Helga
Helgi J. Halldórsson Cand.mag.
og íslenskukennari og rithöfundur
Þuríður Gísladóttir
húsfr. áAkureyri
Tryggvi
Emilsson
verkam. og
rithöfundur
Gísli Böðvarsson b.
á Hrísum í Flókadal
Sigmundur Þorsteinsson
b. í Gróf
Einar Sigmundsson b. í
Langholti í Bæjarsveit
Jón E. Eyjólfsson
prófastur í Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd
Helga Böðvarsdóttir
húsfr. á Brennistöðum
Oddur Bjarnason
b. á Brennistöðum í Flókadal
Sigríður Oddsdóttir
húsfr. á Múlastöðum
Guðmundur Árnason
b. á Múlastöðum í Flókadal
Vigdís Vigfúsdóttir
húsfr. á Hlíðarenda
Árni Guðmundsson
b. á Hlíðarenda í Ölfusi, systursonur
Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara
Úr frændgarði Sigurbjörns Guðmundssonar
Guðmundur
Arnlaugsson
rektor MH
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðmundur Guðmundsson
b. í Nýjabæ og á Bakka í Ölfusi
Davíð Stefánsson
skáld
Stefán Stefánsson
alþm. í Fagraskógi
Ólafur Davíðsson þjóðsagnasafnari Davíð Guðmundsson prófasturog alþm. á Hofi í Hörgárdal
Ragnheiður
Davíðsdóttir húsfr.
í Fagraskógi í
Eyjafirði
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Guðmundur Jónsson fæddist áTorfalæk í Húnavatnssýslu2.3. 1902. Foreldrar hans
voru Jón Guðmundsson, bóndi á
Torfalæk, og Ingibjörg Björns-
dóttir húsfreyja, frá Marðarnúpi.
Bræður Guðmundar voru Björn
Leví, veðurfræðingur og læknir,
Jóhann Frímann umsjónarmaður,
Jónas, fræðslustjóri í Reykjavík,
faðir Ögmundar, fyrrv. alþing-
ismanns og ráðherra, Ingimundur,
og Torfi, bóndi á Torfalæk.
Eiginkona Guðmundar var María
Ragnhildur Ólafsdóttir, frá Brim-
nesgerði í Fáskrúðsfirði.
Synir Guðmundar og Ragnhildar:
Jón Ólafur, var deildarstjóri Bú-
tæknideildar landbúnaðarins á
Hvanneyri; Sigurður Reynir, fyrrv.
skólastjóri við Heiðarskóla í Borg-
arfirði, og Ásgeir, fyrrv. forstjóri
Námsgagnastofnunar, en kjördóttir
Sólveig Gyða blómaskreytingakona.
Guðmundur varð búfræðingur
frá Hólum 1921, búfræðikandídat
frá Búnaðarháskólanum í Kaup-
mannahöfn 1925, skólastjóri á Hól-
um í Hjaltadal, var kennari við
Bændaskólann á Hvanneyri 1928-
47 og skólastjóri þar 1944-45 og
1947-72..
Guðmundur var formaður Bún-
aðarráðs, fyrsti formaður Búnaðar-
og garðyrkjukennarafélags Íslands,
meðal stofnenda Rotary og Odd-
fellowa í Borgarfirði, einn af stofn-
endum Félags sjálfstæðismanna á
Vesturlandi 1960 og formaður til
1964 og formaður kjördæmaráðs
1963-68, heiðursfélagi Búnaðar-
félags Íslands 1972, Búnaðar- og
garðyrkjukennarafélags Íslands
1974 og Félags íslenskra búfræði-
kandidata 1981. Hann var sæmdur
riddarakrossi fálkaorðunnar 1964.
Guðmundur var stofnandi og rit-
stjóri Búfræðingsins 1934-1954,
samdi kennslubækur fyrir bænda-
skólana og ritstýrði bókunum Til-
raunaniðurstöður í landbúnaði; Ís-
lenskir búfræðikandidatar 1974 og
1985, Bókatal 1978 og bókaflokkn-
um Bóndi er bústólpi í 7 bindum
sem kom út 1980-86.
Guðmundur lést 28.11. 2002.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Jónsson
95 ára
Baldur Jónsson
90 ára
Kristín Ása Ragnarsdóttir
85 ára
Maj Vivi-Ann Skaftason
Margrét Snæbjörnsdóttir
Sigurður Magnússon
Sverrir Traustason
80 ára
Arnþór Pálsson
Auður H. Valdimarsdóttir
Björn Sigurbjörnsson
Eggert K. Jóhannesson
Elín Gissurardóttir
Guðmundur Þ.W. Hansson
Jórunn F. Óskarsdóttir
Sigríður G. Skúladóttir
75 ára
Kolbrún Guðmundsdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir
70 ára
Ásta Á. Halldórsdóttir
Birna E. Guðmundsdóttir
Friðbjörg Sigurðardóttir
Magnús Sveinsson
Ólína Sveinsdóttir
Ragnheiður
Guðmundsdóttir
Sigrún Óskarsdóttir
Sigursveinn Þorsteinsson
Þóra Andrea Ólafsdóttir
60 ára
Anna Guðný Björnsdóttir
Björk Erlendsdóttir
Davíð Steinþórsson
Garðar Hallgrímsson
Gísli Heiðberg Stefánsson
Hjörleifur A. Friðriksson
Jóhanna G. Jónasdóttir
Jón Torfason
Rita Lúkasdóttir
Sigríður Magnúsdóttir
Stefán Birgisson
Sunna Vermundsdóttir
Örn Ómar Jónsson
50 ára
Ármann Fannar Magnússon
Ewa Magdalena Bukowska
Guðmann Ó. Magnússon
Hanna María Helgadóttir
Helena Muszynska
Ingibjörg L. Halldórsdóttir
Jóhannes Arnar Larsen
Jónas Björn Björnsson
Raimundas Zdanevicius
Sigrún Elva Briem
Sigurbergur Ármannsson
Tómas Guðberg Gíslason
Veleslava Ilieva Bokman
40 ára
Berglind Elva Jóhannsdóttir
Berglind Kristinsdóttir
Daniel Slivka
Dorothy Jo Lowery
Edgars Rits
Inga Huld Tryggvadóttir
Petronella Kristjánsdóttir
Robertas Pilkis
Signý Björk Kristjánsdóttir
Tadeusz Koziel
Valdís Guðmundsdóttir
30 ára
Andri Már Eyþórsson
Axel Trausti Gunnarsson
Ásdís B. Guðmundsdóttir
Barbora Macecková
Dominik Kazimierz Gocal
Guðmunda S. Gestsdóttir
Ína Valgerður Pétursdóttir
Jennifer Alecia Plummer
Jörgen Pétur Jörgensson
Kolbjörg L. Benediktsdóttir
Theódóra Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Tómas ólst upp í
Reykjavík og Grímsnesi,
lauk prófi í læknisfræði og
er læknir við Sjúkrahúsið
á Akureyri.
Maki: Gunndís Eva Ein-
arsdóttir, f. 1991, nemi.
Börn: Guðmundur
Tryggvi, f. 2013; Ragnhild-
ur María, f. 2015, og El-
ísabet Rún, f. 2016.
Foreldrar: Guðmundur
Tómasson, f. 1954, og
Guðrún Ásgeirsdóttir, f.
1958.
Tómas
Guðmundsson
30 ára Rakel ólst upp á
Húsavík, lauk BEd-prófi í
leikskólakennarafræðum
frá HA og er bóndakona í
Skálholti.
Maki: Gestur Einarsson,
f. 1987, bóndi í Skálholti.
Börn: Einar Ari, f. 2008;
Jónas Þór, f. 2010, og
Ingibjörg Halla, f. 2016.
Foreldrar: Þórarinn
Höskuldsson, f. 1949, vél-
stjóri, og Sigurlína Jóns-
dóttir, f. 1949, starfs-
maður við leikskóla.
Rakel
Þórarinsdóttir
30 ára Óli ólst upp á Efri-
Hólum við Kópasker, býr í
Hafnarfirði, útskrifaðist
frá Kvikmyndaskóla Ís-
lands og starfar hjá Voda-
fone.
Bræður: Ottó, f. 1981, og
Ómar, f. 1986.
Foreldrar: Gunnar Páll
Ólason, f. 1954, bókari, og
Anna Lára Jónsdóttir, f.
1957, forstöðumaður
öldrunarþjónstunnar á
Kópaskeri. Þau búa á
Kópaskeri.
Óli Jón
Gunnarsson