Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ DonaldTrump, for-seti Banda- ríkjanna, sagði frá því fyrir viku að efnahagsaðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu enn verið hertar og væru orðnar meiri en áður hefði þekkst. Aðgerðirnar beindust gegn fjölda fyrirtækja sem átt höfðu viðskipti við Norður- Kóreu þrátt fyrir þær aðgerðir sem Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin höfðu þegar ráðist í. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, ákvað að nota vetrarólympíuleikana í ná- grannaríkinu til að lappa upp á eigin ímynd, sem hefur verð- skuldað verið með lakasta móti um langa hríð. Kim hefur jafn- vel reynst enn hættulegri um- heiminum en faðir hans og afi þó að líklega hafi færri lands- menn farist úr hungri í hans tíð. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur af örlögum Norð- ur-Kóreumanna við þær að- stæður sem ríkja og þar hafa refsiaðgerðirnar vitaskuld sitt að segja. Refsiaðgerðirnar eru þó nauðsynlegar og illskárri leið til að takast á við ógnvaldinn en vopnabeiting, sem þó hefur ekki verið útilokuð. Bandaríkin hafa skiljanlega ekki áhuga á að leyfa Kim að koma sér upp kjarnorkuvopnum sem geta náð til þeirra og þau ríki sem nær eru búa mörg hver þegar við mikla ógn af völdum Norður- Kóreu. Staðreyndin er sú að þó að þessar efnahagslegu aðgerðir hafi ekki enn skilað þeim ár- angri að fá Kim til að falla frá kjarnorkuvopnabrölti sínu – og munu ef til vill aldrei duga til þess – hafa þær haft mikil áhrif. Sú áhersla sem stjórn Trumps hefur lagt á að önn- ur ríki, ekki síst Kína, aðstoði við að herða refsiaðgerð- irnar hefur skilað sér í verulegum samdrætti í utan- ríkisviðskiptum Norður-Kóreu. Ekki er auðvelt að meta áhrifin nákvæmlega, en samdrátturinn í viðskiptum við Kína var senni- lega tugir prósenta á síðasta ári og líklegt er að viðskiptahallinn sé mikill og að hratt gangi á gjaldeyrisforðann sem Norður- Kórea hafði komið sér upp árin á undan. Þetta kann að verða til þess að Kim fallist á að gefa eftir, en á móti má segja að talið er að áhugi hans á að koma sér upp langdrægum kjarnorkuvopnum sé slíkur að hann muni ekki láta efnahagslegt harðræði stöðva sig. Og það er heldur ekki eins og hann geti alls ekki orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, því að hann getur til dæmis enn selt vopn og stundað netglæpi sem skila honum umtalsverðum fjár- hæðum. Enn er því alveg óvíst hvern- ig átökum Kims við umheiminn mun ljúka. Þau gætu haldið áfram lengi enn og endað með því að Kim kæmi sér upp enn hættulegri vopnum og ógnaði enn stærri hluta veraldarinnar en hann gerir nú. Átökin gætu líka endað með vopnavaldi, ef Kim sér ekki að sér, en þau gætu líka endað með því að breytingar yrðu innanlands, eða að Kim áttaði sig og veldi að lifa í friði við umheiminn. Vonandi leysast þessi mál friðsamlega og vonandi áður en þau valda meiri þjáningu. Þangað til verða önn- ur ríki að standa saman og tryggja það að ráðandi öfl í Norður-Kóreu skilji að þetta er slagur sem þau geta ekki unnið. Norður-Kórea finnur fyrir refsiaðgerð- unum, en óvíst er hvort það dugar til} Aðgerðirnar hafa áhrif Nýjar skýrslursýna að of- beldi gagnvart lög- reglumönnum hefur aukist síðustu þrjú ár. Þannig voru lög- reglumenn níu sinnum beittir of- beldi í janúar s.l. Formaður Landssambands lögreglumanna, Snorri Magn- ússon, segir alltof vægt tekið á ofbeldisbrotum gagnvart lög- reglumönnum. Hann segir sam- bandið hafa lagt áherslu á harð- ari eftirfylgni í slíkum málum innan réttarvörslukerfisins. Snorri bendir á að lögreglu- menn þurfi sjálfir að kæra og fylgja málum eftir verði þeir fyr- ir ofbeldi í stað þess að vinnu- veitandinn, embættin sjálf, fylgi slíkum málum eftir. Þetta eru réttmætar athugasemdir. Það viðhorf hefur ríkt hér á landi að æskilegt sé að lögreglumenn þurfi ekki að ganga um með al- væpni eins og víða þykir nauðsynlegt. Það getur á hinn bóginn leitt til þess að þrjótar telji sér fremur óhætt en ella að vera með ógnandi hegðun og jafnvel ofbeldi eins og fram hefur komið. Vopnleysið, sem mikill meirihluti er fylgjandi, þýðir að sjálfsögðu að lög- reglumenn verða að vera fleiri en ella þyrfti og annar viðbún- aður þeirra en skotvopn þarf að vera vandaður. Og það þýðir einnig, eins og formaður sam- bands þeirra bendir á, að ríkis- valdið verður að taka af festu og þunga á ofbeldi gegn lögreglu- mönnum. Lögreglumaðurinn úti á akr- inum, þar sem vá mætir honum iðulega í hverju skrefi, þarf að vita að lögreglan á traust og ákveðið bakland og þrjótarnir þurfa einnig að vita það. Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum er ólíðandi} Baklandið má ekki bregðast R íkisendurskoðun birti í vikunni skýrslu til alþingis um Sjúkra- tryggingar Íslands sem kaup- anda heilbrigðisþjónustu. Skýrslan inniheldur ábendingar af ýmsum toga, en einkum ábendingar er snúa að því að gera þurfi ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands. Skýrslan verður að minni beiðni rædd á vettvangi al- þingis á næstu vikum. Það er mat Ríkisendurskoðunar að um- ræddir samningar tryggi ekki nægilega mark- viss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Þar af leiðandi verði ekki séð að samningarnir nái því markmiði að stuðla að skilvirkni og markvissri nýtingu fjármagns í heilbrigðiskerfinu. Skýrslan inniheldur einnig ábendingar til velferðarráðuneytisins. Ábendingar Ríkisendurskoð- unar varða annars vegar stefnumörkun og hins vegar verkaskiptingu við gerð samninga. Að mati Ríkisend- urskoðunar þarf að marka heildstæða stefnu um heil- brigðisþjónustu, sem Sjúkratryggingar Íslands geta byggt á við gerð samninga. Ákveða þurfi hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir ríkisins eiga að veita og hvaða þjón- ustu eigi að kaupa af öðrum aðilum, og í hvaða magni. Ábending Ríkisendurskoðunar sem snýr að stefnu- mörkun í heilbrigðiskerfinu er réttmæt og góð brýning fyrir heilbrigðisráðuneytið. Nú þegar er hafin vinna við gerð heilbrigðisstefnu innan heilbrigðisráðuneytisins. Ég hef áður talað fyrir því að góð heilbrigðisþjónusta byggi á skýrri heilbrigðisstefnu, sem sé hluti af samfélagssáttmálanum. Stefnu sem lifir af kosningar og breytingar í landsstjórninni og snýst um jafnt aðgengi að heilbrigðisþjón- ustu án tillits til efnahags eða búsetu og þar sem almannafé er skynsamlega ráðstafað. Ábendingar Ríkisendurskoðunar eru því í fullu samræmi við mínar áherslur og for- gangsröðun í embætti heilbrigðisráðherra. Ríkisendurskoðun beinir því einnig til ráðu- neytisins að tryggja þurfi eðlilega verkaskipt- ingu við gerð samninga. Styðja þurfi við Sjúkratryggingar Íslands sem faglegan samn- ingsaðila á grundvelli heildstæðrar stefnu- mörkunar ráðuneytisins. Líkt og fram hefur komið af hálfu ráðuneytisins hefur verið unnið að því á síðustu misserum að skerpa á verka- skiptingu og ábyrgðarskilum við gerð samninga og mun ráðuneytið halda þeirri vinnu áfram í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands. Ráðuneytið muni í því sam- bandi taka athugasemdir og ábendingar Ríkisendurskoð- unar sem fram koma í skýrslu stofnunarinnar til skoð- unar. Gerð heildstæðrar heilbrigðisstefnu, sem samþykkt verður á alþingi í þverpólitískri sátt af hálfu allra stjórn- málaflokka sem sæti eiga á þinginu, er því bæði gott og nauðsynlegt skref í átt að bættri heilbrigðisþjónustu fyr- ir alla, og góðri nýtingu fjármagns í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Markviss nýting fjármagns í heilbrigðiskerfinu Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dregið var um 1.450 hrein-dýraveiðileyfi, 1.061 kúa-leyfi og 389 tarfaleyfi,þann 24. febrúar síðast- liðinn. Alls bárust 3.172 gildar um- sóknir og voru því rúmlega tvöfalt fleiri en leyfin sem voru í boði. Þess má geta að ríflega 1.800 umsóknanna voru um tarfaleyfin 389. Umsóknir nú voru færri en í fyrra þegar bárust 3.273 gildar umsóknir um 1.315 hreindýr sem þá var leyft að veiða. Þegar rýnt er nánar í tölurnar um veiðikvóta og umsóknir um kýr og tarfa á veiðisvæðunum níu á næsta veiðitímabili kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Til dæmis að á veiðisvæðum 3, 2 og 1 bárust um 5,7 sinnum fleiri umsóknir um tarfaleyfi en voru í boði. Færri umsóknir um veiði á kúm á svæðum 4 og 9 bárust en leyfin sem voru í boði. „Undanfarin ár hefur verið miklu meiri ásókn í tarfana en kýrn- ar,“ sagði Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Hann sagði að menn byrjuðu gjarnan hreindýraveiðar sín- ar með því að veiða kýr. Eftir að hafa veitt kýr í 3-4 skipti viljdu margir prófa að veiða tarf, bæði vegna krún- unnar og stærri skrokks. Oft mynd- ast félagsskapur um hreindýraveiðar og fara félagarnir með þeim sem fær leyfi í hvert skipti. Þeir skipta þá gjarnan kostnaði og kjöti á milli sín. Yfirleitt er meira til skiptanna af törf- um en kúm því tarfaskrokkar eru að meðaltali um 80-90 kg þungir en al- gengt er að skrokkar af kúm séu 35- 45 kg. Villast á törfum og kúm Veiðisvæðin eru miserfið og stærsti kvótinn er á svæðum 1 og 2 þar sem yfirleitt er þokkalega greið- fært að komast um og sækja bráðina á sexhjóli. Þau svæði eru eðli málsins samkvæmt vinsælust. Á öðrum svæðum, 3-9, er kvótinn minni og getur veiðin þurft að fara fram hátt til fjalla þaðan sem bera þarf bráðina að farartæki. Tarfakvótinn í ár er 389 tarfar og sá minnsti í tíu ár. Kúakvótinn er hins vegar 1.061 kýr og hefur ekki verið stærri. Jóhann taldi að ein ástæða þess að tarfakvótinn er ekki hærri væri sú að of margir vetur- gamlir tarfar hefðu verið felldir í misgripum fyrir kýr nú á seinustu árum. Óvönum getur reynst erfitt að greina á milli svo ungra tarfa og hreinkúa. Veturgamlir tarfar eru al- friðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. „Veiðimenn og leiðsögumenn þurfa að vanda sig betur. Það er auð- velt að villast á veturgömlum tarfi og kú, sérstaklega ef leiðsögumaðurinn er ekki vakandi fyrir því að segja veiðimanninum til. Veiðimenn þurfa líka að spá vel í hornin á dýrinu sem þeir ætla að fella. Yfirleitt er hægt að sjá mun á hornum veturgamalla tarfa og kúa ef vel er að gáð. Þá er einnig fleira sem sjá má sem greinir kynin að. Ef menn dæma bara út frá hornum á meðan þau eru loðin á veturgömlu törfunum og á kúnum þá er það vísasta leiðin til að ruglast,“ sagði Jóhann. Hann áætlaði að „pungbeljurnar“ sem felldar hafa verið í misgripum á hverju ári hefðu talið nokkra tugi á ári, samkvæmt uppgefnum skráningum leiðsögu- manna með hreindýraveiðum. Þegar þetta gerist ár eftir ár fari það að telja. Vilja tarfa með stór horn Jóhann sagði að önnur ástæða þess að tarfakvótinn hefði minnkað undanfarin ár væri að veiðimenn hefðu kvartað yfir því að tarfarnir hefðu ekki fengið að ná nægum aldri til að bera jafn glæsilegar krúnur og 4-6 vetra tarfar gera. Þriðja ástæða minni kvóta á törfum en kúm er að fleiri tarfar falla á hverju ári af náttúrulegum orsök- um en kýr. „Ef menn finna dauð hreindýr á fengitíma eða eftir fengi- tíma þá eru það yfirleitt tarfar. Ef verða jarðbönn eftir átök fengitím- ans þá eru dugmestu tarfarnir orðnir holdlitlir og rýrir og þola illa harð- indin,“ sagði Jóhann. Miklu meiri ásókn í hreintarfa en kýr Hreindýraveiðileyfi 2018 Kýr Tarfar Svæði Kvóti Umsóknir Ums./leyfi Kvóti Umsóknir Ums./leyfi 1 200 221 111% 84 476 567% 2 356 440 124% 64 362 566% 3 60 85 142% 20 95 475% 4 29 26 90% 30 59 197% 5 53 99 187% 46 190 413% 6 81 116 143% 73 420 575% 7 155 211 136% 30 142 473% 8 43 43 100% 22 56 255% 8* 40 79 198% 9 44 16 36% 20 36 180% *Veitt í nóvember Heimild: Umhverfisstofnun Veiðisvæði Hreindýrakvóti 2009 til 2018 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 Kýr Tarfar 1.333 1.272 1.001 1.009 1.229 1.277 1.412 1.300 1.315 1.450 408 412 421 421 606 620 630 452 393 389 925 860 580 588 623 657 782 848 922 1.061 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals kvóti: 1.450 dýr. Umsóknir: 3.172 (219%) Morgunblaðið/RAX Hreindýr Í Kringilsárrana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.