Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 Ný sending – frábært úrval Flottir í fötum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 gallabuxur Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útboð vegna biðskýla og auglýsinga- standa í Reykjavík verður opnað á fimmtudag. Útboðið fer fram á Evrópska efnahagssvæðinu. Fram kemur í útboðsgögnum að boðin séu út að lágmarki 210 biðskýli og að hámarki 50 auglýsingastandar. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, seg- ir verktaka heim- ilt að setja upp allt að 400 bið- skýli í borginni. Fjöldi skýla muni vega þungt þegar borgin velur verktaka til að setja upp og reka biðskýli og auglýsingastanda. Með nýjum skýlum geti borgin enda skipt út rauðum og gráum skýlum sem komin eru til ára sinna. Borgin hafi ekki áætlað kostnað við að setja nýju skýlin upp. Það sé á hendi bjóðanda. „Við erum að reyna að fá sem flest skýli út úr þessu útboði,“ segir hann. Samið var til 20 ára Þorsteinn segir aðspurður að til- efni útboðsins sé að samningur við núverandi verktaka renni út í sumar. Sá samningur var gerður árið 1998 og rennur hann út 1. júlí. Þá tekur við samningur sem nú er boðinn út en hann rennur út sumarið 2033. Franska fyrirtækið AFA JCDecaux hefur rekið strætóskýlin í borginni. Verktaki ber kostnað við uppsetningu og rekstur skýlanna en fær á móti tekjur af sölu auglýsinga. Ásamt auglýsingastöndum hefur fyrirtækið rekið salerni. Fram kemur í útboðsgögnum að í skýlunum skuli meðal annars vera upplýsingaskilti með rauntímaupp- lýsingum. Markmiðið sé að auka miðlun upplýsinga til farþega. Spurður um þetta segir Þorsteinn að hugmyndin sé að farþegar sjái að minnsta kosti hvaða tveir vagnar séu næstir í röðinni og hver biðtíminn er. Slíkir upplýsingaskjáir verði í u.þ.b. 50 biðskýlum þar sem eru fleiri en 100 innstig á dag. Þorsteinn segir ekki gefið að skjáir verði við öll skýli á vinsælum leiðum eins og 1 og 6. Hreyfimyndir eru ekki leyfðar. Þá kemur fram í útboðsgögnum að „ef biðskýli við götur þar sem ár- dagsumferð er meiri en 20.000 bílar á dag þurfa að flytjast burt varan- lega, t.d. vegna tilkomu sérstakra biðskýla vegna fyrirhugaðrar borgarlínu, [sé] verktaka heimilt að setja upp einn auglýsingastand á sambærilegum stað“. Þorsteinn seg- ir þetta geta átt við „einhverja tugi biðskýla“ vegna fyrstu áfanga borgarlínu. Spurður hvort áfram verði notast við gler í biðskýlunum segir Þor- steinn það undir verktökum komið. Það séu meðal annars gerðar kröfur um að hægt sé að sjá í gegnum þá hlið sem snýr að aðvífandi strætis- vagni. Þá eiga biðskýlin að vera með umhverfisvæna lýsingu. Taka þátt í útboðinu Fram kom í fjölmiðlum í fyrra- sumar að AFA JCDecaux hefði sagt upp samningum við borgina. Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, segir fyrirtækið taka þátt í útboðinu. Borgin hafi viljað framlengja samn- inginn til skamms tíma en fyrirtækið talið heppilegra að segja honum upp og taka þátt í nýju útboði. Þá bendir Einar á að samningurinn náði aðeins til Reykjavíkur en ekki nágranna- sveitarfélaga. AFA JCDecaux á Ís- landi muni áfram þjónusta hin sveitarfélögin. Borgin býður út allt að 400 strætóskýli  Tugir biðskýla munu svo víkja fyrir borgarlínuskýlum Þorsteinn R. Hermannsson Morgunblaðið/Eggert Biðskýli við Gerði Upplýsingaskjáir verða í hluta nýrra biðskýla. Með loftljósi » Biðskýli skulu vera upplýst með loftljósi og skal öll lýsing vera umhverfisvæn. » Þá skal þak biðskýla þannig hannað að ofanvatn renni ekki niður á farþega fyrir framan. » Krafa er gerð um að upplýs- ingaskjár þurfi ekki að tengjast utanaðkomandi rafmagni eða ljósleiðara, en skuli þess í stað notast við t.d. sólarsellur. „Þetta er auðvitað ekki töfralausn. Eftir sem áður eru laun alltaf spurn- ing um samtal og ákvörðun en þarna hefurðu greiðari aðgang að upplýs- ingum til að und- irbúa ákvarðanir þínar,“ segir Ægir Már Þórisson, for- stjóri Advania. Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi nota mannauðslausnakerfið H3 frá Adv- ania til að halda utan um ráðningar, launamál og upplýsingar um starfs- menn sína. Fyrirtækið hefur nú þró- að viðbót í þetta kerfi til þess að mæta lögum um jafnlaunavottun og hjálpa fyrirtækjum að útrýma kynbundnum launamun. Þessi viðbót verður kynnt á morgunverðarfundi Advania um jafnlaunavottun í dag. Jafnlaunavottun var leidd í lög í fyrra. Með jafnlaunavottun er fyr- irtækjum og stofnunum skylt að sýna fram á að þau greiði jöfn laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Margir stjórnendur lýstu því yfir að lögin væru mjög íþyngjandi og kölluðu á mikla vinnu. Tækni eins og sú sem Advania kynnir nú virðist þó ætla að auðvelda innleiðingu jafnlaunavott- unar. „Já, kerfið og tæknin laga sig að breyttum veruleika. Þetta verður kannski ekki eins íþyngjandi og menn óttuðust í byrjun. Þetta dregur örlítið úr byrðunum við að greina og komast að því hvar pottur er brotinn,“ segir Ægir. Þessi viðbót við H3-kerfið felur í sér innri úttektir og launavöktun. Fyrirtæki munu geta uppgötvað kyn- bundnar skekkjur við launaákvarðnir og unnið sér svigrúm til að bregðast við og leiðrétta þær. hdm@mbl.is Gagnast við jafnlaunavottun  Advania kynnir tækninýjung Ægir Már Þórisson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Eldur sem kom upp í húsnæði véla- verkstæðis Hraðfrystihússins Gunn- varar á Ísafirði í desember síðast- liðnum kviknaði út frá rafmagni við hleðslustöð. Kemur þetta fram í til- kynningu frá lögreglunni á Vest- fjörðum, en rannsókn málsins er lok- ið og fengu heimamenn aðstoð frá tæknideild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu og sérfræðingum frá Mannvirkjastofnun. Þykir ljóst að eldurinn hafi kvikn- að í rými þar sem m.a. tvær bifreiðar voru geymdar, auk hleðslustöðvar fyrir rafmagnslyftara. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni í eða við umrædda hleðslustöð. Engin slys urðu á fólki en húsið gjöreyðilagðist. Eldurinn blossaði upp vegna rafmagns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.